Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1976 38 Heilsuræktin í Glæsibæ: Endurhæfingardeild opnuð fyrir aldraða MpilcnrapLtm toliir cm Kr Ríki og borg greiða fyrir 50 manns á dag lélegs viðhalds á líkaman ENDURHÆFINGAR og sjúkra þjálfunardeild hefur tekið til starfa í Heilsuræktinni í Glæsibæ og var hún formlega tekin í notkun s.l. föstudag við hátíðlega athöfn að viðstöddum Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra, Birgi ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra og fleiri framámönnum borgar og rfkis. Séra Bragi Friðriksson flutti bæn arorð við athöfnina og siðan lýsti frú Jóhanna Tryggvadóttir stjórn- arformaður Heilsræktarinnar starfsemina hafna. Ríki og borg leggja lið Ríki og borg hafa samþykkt að greiða Heilsuræktinm fyrir þjálfun 50 aldraðra á dag Kvað Jóhanna þau ætla sér að fara rólega af stað í þessum efnum til þess að geta byggt upp sem bezta þjónustu, en fyrirmyndir í slíkum rekstri þar sem ríki og bær greiða saman allan kostnað fyrir ákveðinn fjölda manna er ekki til í Evrópu Auk endurhæf- ingardeildarinnar er Heilsuræktin opin þeim sem vilja stunda almenna heilsurækt með böðum, æfingum og fleiri þáttum í hinni vistlegu að- stöðu sem Heilsuræktin hefur vegna um ' í fréttatilkynmngu frá Heilsurækt- inni segir m a Að efla uppbyggjandi heilsurækt Heilsuræktinni í Glæsibæ hefur með bréfi heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins þ 5 des 1 974 verið veitt leyfi til starfrækslu sjúkraþjálf- unardeildar i 450 fm, fullbúnu hús- næði stofnunarinnar i Glæsibæ. Sjúkraþjálfunardeildin er sjálfstæð deild innan stofnunarinnar í framhaldi þessa leyfis voru samnmgar Tryggingastofnunar Rík- isms, Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Heilsuræktarinnar undirritaðir þ 27 feb 1976 Þann 15 mars 1976 var síðan undirritaður samningur milli Heilsu- ræktarinnar og Reykjavikurborgar þess efnis, að sjúkraþjálfunardeild Heilsuræktarinnar tekur að sér að veita ibúum Reykjavikur, 67 ára og eldri, sjúkraþjálfun og endurhæf- ingu i formi hópþjálfunar auk að- stöðu til baða í heitum hveralaug- um, steypubaða, Ijósbaða, sauna- og hvíldaraðstöðu. ásamt möguleika Heilsuræktin telur sig þegar hafa sannað, að hún getur náð á þessu sviði miklum og heillavænlegum ár angri, svo sem þúsundir viðskipta- vina hennar geta borið vitni um, en meðal þeirra er fólk úr öllum at- vinnugreinum, og þ á m margir læknar Forráðamenn Heilsuræktarinnar álíta, að sú starfsemi, sem hún hefur unnið að, og þó ekki síður það viðbótar starf, sem hún hyggst vinna að á næstu árum, varðandi málefni aldraðra, sé þess eðlis, að af því muni hljótast mikilvæg reynsla, í íslenskum heilbrigðismálum, sem fullar líkur eru á, að einnig geti komið að gagni annars staðar á Norðurlöndunum Er það einlæg ósk vor að þessi nýja starfsemi verði málefnum aldr- aðra lyftistöng til aukins heilbrigðis og aukinnar hreyfigetu og geri öldr- uðum fært að búa lengur á sínum eigin heimilum Skúli G. Johnsen borgarlæknir flutti ávarp við opnun endurhæf- mgardeildarinnar og sagði m a Skortur á endurhæf- ingar- og sjúkraþjálfun- arþjónustu Þar sem ég hef tekið nokkurn þátt Jóhanna Tryggvadóttir útskýrir aðstoðu endurhæfingardeildar Heilsu- ræktarinnar fyrir heilbrigðisráðherra, borgarstjóra, borgarstjórnarf ull- trúana og fleiri gestum. Ljósmyndir Mbl. Ól. K. M. Þrír gestanna reyna tækin I einum æfingasalanna. Sigurður Gunnarsson gjaldkeri Heilsuræktarinnar fylgist þarna með Sigurjóni Péturssyni borgarfulltrúa og Gísla Teitssyni reyna þol sitt. Skúli G. Johnsen borgarlæknir reynir aðstöðuna f Heilsuræktinni. Þegar Jóhanna hafði lýst deildina opnaða tók Skúli G Johnsen borg- arlæknir til máls og rakti nokkuð aðdraganda og eðli starfseminnar og því næst tók Birgir ísleifur Gunn- arsson borgarstjóri til máls og árn- aði stofnuninni heilla í merkilegu starfi í þágu aldraðs fólks Erlendir sjúkraþjálfarar Tveir sjúkraþjálfarar koma til Heilsuræktarinnar til þess að koma starfseminni af stað og mun annar sjúkraþjálfinn starfa áfram við end- urhæfingardeildina Reiknað er með að endurhæfingardeildin verði opin 4 daga vikunnar í 1 0 tíma á dag, en Jóhanna kvað mögulegt að taka á móti 1000 manns í báðum deildum Heilsuræktarinnar á viku ef opið væri á morgnana til 10 á kvöldin Æfingar fyrir fólk í endurhæfingar- deildinni hefjast væntanlega á næstu vikum „Við viljum hvetja aldrað fólk til að koma hingað,' sagði Jóhanna, ,,og leggja því lið til þess að halda sér í formi svo að það geti notið betur lífsins laust við ýmsa sjúkdóma sem hrjá svo marga Úr sauna-baðstofunni. á einstaklingsbundinni þjálfun og meðferð Reykjavíkurborg ábyrgist 40% greiðslu á 50 sjúklingum á dag Þáttur Tryggingastofnunnar Ríkisins og Sjúkrasamlags Reykja- víkur er 60% Reykjavíkdurborg mun beita sér fyrir því að sjá um flutning þeirra sjúklinga, sem þess þurfa, frá heimili til Heilsuræktarinn- ar og heim að meðferð lokinni Læknir mun verða í Endurhæfingar- stöðinni daglega Endurhæfingaráð og félagsmálaráðherra hafa veitt samþykki sitt til starfrækslu stöðvar- innar með bréfi dags. 5 ágúst, 1976 Heilsuræktin I Glæsibæ er sjálfs- eignarstofnun, sem ætlar sér það hlutverk að efla uppbyggandi heilsu- rækt með viðurkenndum aðferðum og í samráði við lækna, þegar ástæða þykir til En svo sem flestum er Ijóst er á því sviði háskaleg eyða i heilbrigðislöggjöfinni, en hún fæst fyrst og fremst við það verkefni, sem lýtur að lækningum þeirra, sem þeg- ar eru orðnir sjúkir, og í flestum tilvikum óvinnufærir að meira eða minna leyti Hinsvegar skeytir heil- brigðislöggjöfin mun minna því verkefni, sem þó ætti í rauninni að vera aðalatriðið að koma í veg fyrir sjúkdóma og líkamlega hrörnun og þar með það böl, að fólk verði langtímum saman og oft varanlega óhæft til að lifa heilbrigðu lífi. Áður en skað- inn er skeður Markmið Heilsuræktarinnar er öðru fremur að fylla út í þessa eyðu og kofna til hjálpar áður en skaðinn er skeður og hugmyndir forráða- manna hennar eru að gera það starf, sem í þessu efni þarf að koma til, svo víðtækt sem frekast er kostur á í að undirbúa það starf, sem þessi nýja endurhæfingardeild mun beita sér að, er mér Ijúft að lýsa með nokkrum orðum þeim hugmyndum, sem að baki liggja í Reykjavík, og raunar landinu öllu, er mjög mikill skortur á hvers konar endurhæfingar- og sjúkra- þjálfunarþjónustu. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að hér hefur ávallt ríkt mikill skortur á sjúkraþjálfurum, sem ekki mun rætast úr fyrr en íslenzkur skóli tekur að útskrifa sjúkraþjálfara, vonandi að 4 árum liðnum í öðru lagi kemur svo til , að margt bendir til, að þörfin fyrir endurhæfingu og sjúkraþjálfun fari stöðugt vaxandi Ástæðan fyrir því er e.t.v að hluta til sú, að athyglin er aftur tekin að beinast að stærsta líffæri líkamans. Þess verður vart langt að bíða að lærðum jafnt sem leikum verði það Ijóst, hve dagleg líðan þeirra er i rauninni háð, fyrst og fremst ástandi þessa líffæra- kerfis, þe vöðvanna Því verður ekki mótmælt, að sjúkdómar eða einkenni frá vöðvum eru hér á landi önnur algengasta orsök sjúkleika eða kvartana, næst á eftir smitsjúk- dómum, og mikil líkindi eru á, að einkenni frá þessu liffærakerfi vegi þyngst á heildarvinnutapi, sem á sér stað meðal þjóðarinnar vegna veik- inda Streita nútimans mikill bölvaldur. Streita nútímans er af öllum talin mikill bölvaldur og það réttilega Spenntur hugur er hins vegar lítið til skaða fyrir höfuðið eða heilann Það eru fyrst og fremst vöðvar líkamans og blóðrásakerfi, sem verða fyrir barðinu á streitunni, hver vöðvi. sérhver taug, er þanin til hins ýtrasta frá morgni til kvölds og stöðug mótstaða er gegn eðlilegri blóðrás gegnum spennta vöðva Sárafáir kunna að marki þá list að slaka á og hvíla líkamann, enn færri kunna að hvíla hugann. Tilgáta min er sú, að þarna muni vera að leita orsakanna fyrir hinni háu tíðni há- þrýstings, sem við heyrðum um i fjölmiðlum i dag og i gær Mér er ofarlega í huga að skýra megi fleiri langvin sjúkdómsfyrirbæri, er nú hrjá okkur sem menningarsamfélag með því nána sambandi, sem rikir milli ástands hugar og vöðvakerfis, en mun ekki fara nánar út í það hér. Að viðhalda daglegri vellíðan Verkefni þau, sem endurhæfingardeildin mun m a taka að sér, og ég hefi öðrum fremur tekið þátt í að skipuleggja, er sjúkra- þjálfun og endurhæfing eldra fólks Nú um árabil hefur mjög mikið borið á umræðum um hagi eldri borgaranna og eru ástæður þess augljósar. Vandamál vegna hjúkrunar- og langlegusjúklinga hafa lengi verið mjög ofarlega á baugi, en minna hefur verið rætt um rannsóknir á heilsufari aldraðra, ellegar hvort hægt væri að koma við einhverjum fyrirbyggjandi að- gerðum, hvernig eigi að viðhalda daglegri vellíðan og leitast við að draga úr örri hrörnun likama og hugar. Margir hinna eldri horfa fram á það, með miklum kvíða, er þeir þurfa að hætta störfum sökum aldurs, margir hverjir jafnvel þótt fullfærir séu. Fátt reynist erfiðara en að sætta sig við þá nýju tilveru, þar sem menn finnast þeir til einskis nýtir, að vera engum til gagns leng- ur, heldur kannski hið þveröfuga, öðrum til ama og leiðinda. Þessi stökkbreyting í lífi margra eldri borgara hefur verið rannsökuð gaumgæfilega víða um lönd og vitað er, að hún hefur mjög afger- andi áhrif fyrir heilsufar þeirra. Sé ekki hægt að skapa ný áhugamál i staðinn fyrir gamla . starfið, er hrörnunin margfalt hraðari, slíkum heljartökum getur ónytjungtilfinn- ingin tekið ' Mjög margt aldrað fólk á við að stríða ýmis vandamál i sambandi við vöðva- og stoðkerfi. Þessi vandamál geta ýmist verið orsök eða afleiðing litillar likamshreyfingar eða þjálfun- ar Hreyfivenjur eldra fólks mótast mjög af þessu, fáir ástunda líkams- áreynslu að ráði og til langframa eru afleiðingar vöðvarýrnunar og úrkölk- un úr beinum. Hreyfingarleysi og skortur á útiveru hefur og að likind- um áhrif á járnbúskap, þannig að dregur úr skorti og vilja til hreyfinga og áreynslu. Réttar æfingar og þjálfun Margs konar hreyfihindranir má laga með réttum æfingum og þjálf- un og tilvist góðrar baðaðstöðu og heitra kerlauga hér á staðnum mun * Framhald á bls. 34 Elln Jónsdóttir hjúkrunarkona. ritari Heilsuræktarinnar, Jóhanna Tryggvadóttir stjórarfnrmaður og Helga Guðmundsdóttir sem mun sjá um móttöku og skipulag á starfi endurhæfingardeildarinnajc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.