Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976
Heyverkunaraóferóir;
Rannsóknir skila
arði í þjóðarbúið
Steinþór Halldór E.
Gestsson Sigurðsson.
STEINÞÓR Gestsson (S) mælti
nýverið fyrir fyrirspurn til land-
búnaðarráðherra um rannsóknir og
áætlanagerð um heyverkunaraðferð-
ir. Hann sagði m a
..Sumarið 19 75 var bændum óvenju
óhagstætt til heyskapar um megmhluta
landsins eða allt frá sunnanverðum
Austfjörðum vestur og norður um land
austur til Skagafjarðar Með hliðsjón af
því erfiða ástandi, sem var afleiðmg
óþurrkanna og kom fram í litlum og
lélegum heyforða á þessu svæði, flutti
ég hér á Alþ till til þál um rannsóknir
og áætlanagerð um heyverkunarað-
ferðir Till var samþ 1 8 maí s I og er
þál svo hljóðandi með leyfi hæstv
forseta
..Alþingi ályktar að skora á ríkis-
stj. að hún hlutist til um að Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins efni til
frekari rannsókna á heyverkunarað-
ferðum með það fyrir augum að
finna með hverjum hætti hagkvæm-
ast verði staðið að heyskap. enda
verði fjármagn veitt til verkefnisins á
f járlogum'
Eftir að þessi till var samþ hafa
fjölmargir einstaklingar, leikir og lærð-
ir, haft samband við mig og hafa sumir
spurst fyrir um framkvæmd till., en
aðrir komið fram með hvers konar till
um lausn á vandamálum sem þessum
Öllum þessum aðilum hef ég stefnt til
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins
til þess að fá upplýsingar þar um
framkvæmdina M a hefur mér borist
till sem samþ var á Fjórðungsþingi
Norðlendinga og er svo hljóðandi. með
leyfi hæstv forseta
..Fjórðungsþing Norðlendinga, hald-
ið á Siglufirði 30 ágúst til 1 sept
Tillaga
Alþýðuflokks:
Afnám tekju-
skatts af launatekjum
ÞINGMENN Alþýðuf lokksins hafa
lagt fram tillogu til þingsályktunar
um afnám tekjuskatts af launatekj
um. j greinargerð er skattlagasetn-
ing fyrrverandi ríkisstjórnar (vinstri
stjómarinnar) gagnrýnd harðlega.
Þar kemur einnig fram að núverandi
rikisstjóm hafi ,,gert sér Ijóst að
lagasetning fyrrverandi rikisstjórnar
um skattamál hafi verið mjog göll-
uð.“ Þingmenn Alþýðuflokks leggja
nú til, að þeir aðilar, er starfi að
endurskoðun gildandi skattalaga.
miði tillögur sinar við eftirfarandi
,. grundvallaratriði "
1 Greint skal milli þess. hvort skatt-
greiðandi er launþegi eða hefur
tekjur af atvinnurekstri. hvort sem
atvinnureksturinn er stundaður af
einstaklingum. sameignarfélögum,
hlutafélögum eða opinberum aðil-
um Launþegi skal ekki greiða
tekjuskatt til ríkisms af tekjum sin-
um nema þær séu hærri en tvöfald-
ar meðaltekjur kvæntra karla á síð-
asta ári, eftir að þær hafi verið
leiðréttar samkvæmt kaupgjalds-
vísitölu
2 Við ákvörðun á skattskyldum tekj-
xjm einstaklings af eigm atvinnu-
rekstri skulu laun hans áætluð eins
og telja má eðlilegt miðað við
vmnutramlag hans í þágu fyrirtækis
síns, sem og stöðu hans. og vera
hliðstæð tekjum fyrir sams konar
störf i atvmnurekstri Tekjur þessar
skulu færðar sem kostnaður við
atvmnureksturmn Sérstöku eftirliti
verði beitt til þess að koma í veg
fyrir að fólk sé tektð á launaskrá án
þess að það starfi í þágu fyrirtækis-
ms. enda liggi þung viðurlog við
slíku
3 Af atvinnurekstri. hvort sem hann
er stundaður af emstaklmgum,
sameignarfélögum, hlutafélögum
eða opinberum aðilum, skal greidd-
ur stighækkandi tekjuskattur
4 Reglur um afskriftir eigna skulu við
það miðaðar, að afskriftirnar svarí
til eðlilegrar verðmætisrýrnunar,
miðað v.ð verðmæti eignarinnar
þegar afskrift fer fram, en að jafnan
sé miðað við mat á upphaflegum
endingartíma eignarinnar. þe að
kaupandi eignar afskrifi hana með
sama hætti og seljandi hennar
hefði borið að gera, þannig að
sama eign verði aldrei afskrifuð
oftar en einu sinni
5 Reglur um heimild til þess að draga
vexti af skuldum frá tekjum verði
við það miðaðar, að um hafi verið
að ræða nauðsynlega lánsfjáröflun í
þágu atvinnurekstrarins
6 Hagnaður af sölu eigna verði skatt-
lagður að svo m'iklu leyti sem hann
á ekki rót sina að rekja til rýrnunar
á verðgildi peninga
7 Sett skulu itarleg ákvæði, er miði
að þvi að koma í veg fyrir röng
framtöl til söluskatts og tekju- og
eignarskatts Eftirlit með þvi, að
þeim ákvæðum sé hlýtt, sé eflt
verulega
8 Allsherjarendurskoðun fari fram á
útgjaldakerfi ríkisins i þvi skyni að
bæta ríkissjóði með auknum sparn-
aði missi tekna af innheimtu tekju-
skatts af launatekjum Að svo miklu
leyti sem það, ásamt auknum tekj-
um vegna breyttra reglna um tekju-
skattsgreiðslur af atvinnurekstri og
bættu skatteftirliti, dugir ekki til að
mæta tekjumissi rikissjóðs, skal
lagt gjald á veltu fyrirtækja, sem
stunda atvinnurekstur, og sé upp-
hæð þess miðuð við að tekjur rikis-
sjóðs haldist óbreyttar þrátt fyrir
afnám tekjuskatts af launatekjum
einstaklinga, öðrum en hæstu tekj-
um
9 Hvort hjóna um sig verði sérstakur
skattgreiðandi, þannig að vmni
hjón utan heimilis skuli hvor aðili
greiða útsvar af þeim tekjum, sem
hann vinnur fyrir, ef þær eru á
annað borð skattskyldar Vinni ann-
ar aðilmn utan heimilis, skal sá.
sem engar tekjur hefur, en vinnur á
heimili, eiga rétt til ráðstöfunar á
hluta af tekjum hins og greiða út-
svar af þeirri fjárhæð, þó aldrei til
hærri hlutar en svarar til helmings
af tekjum heimilisins Ef það hjóna,
sem annast heimilisstörf. sýnir
fram á, að það hafi ekki fengið til
ráðstöfunar þann hluta teknanna,
sem hún eða hann er talinn eiga
rétt á, ber þeim. sem tekna heimil-
isins aflaði, að greiða allt útsvar af
þeim
10 Lög um tekjustofna sveitarfélaga
skulu endurskoðuð með það fyrir
augum að auka frjálsræði þeirra til
þess að ákveða á hvern hátt þau
afla sér tekna sinna Þó skulu þau
ekki fá heimild til þess að inn-
heimta söluskatt né virðisauka-
skatt '
AlÞinGI
1976, beinir þvi til Búnaðarfélags Is-
lands og Rannsóknastofnunar land-
búnaðarins að auknar verði rannsóknir
og leiðbeiningar á mismunandi hey-
verkunaraðferðum''
Þá þykir mér rétt að vitna hér einnig
til þess, að sama dag og till mín var
samþ á Alþ , hinn 18 mai s.l . kom
hópur manna saman til fundar i húsi
Vatnsveitu Reykjavíkur og ræddi um
varmadælutækni og hugsanleg áhrif
hennar á þjóðarhag og væri þá likleg-
ast að hagnýta þá tækni við t d húsa-
hitun, almennan iðnað. súgþurrkun
heys, fiskiðnað o.fl. Og 9 júní 1976
skrifar svo Jónas Eliasson prófessor
við verkfræði og raunvisindadeild Há-
skólans bréf til Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, sem er svo hljóðandi,
með leyfi hæstv forseta
..Hér með sendist yður erindi um-
ræðuhóps um varmadælutækm varð-
andi súgþurrkun Þessi viðræðuhópur
hefur starfað um hríð Innan hans eru
ekki sérfræðingar i heyverkun, en hóp-
urinn telur að með samstarfi við þá séu
góðir möguleikar á að bæta súgþurrk-
unartæknina án verulegs kostnaðar-
auka Sé áhugi á þessu samstarfi fyrir
hendi er hópurinn til viðræðu um nán-
ari framkvæmdaatriði málsins, tækni-
leg og kostnaðarleg
Virðingarfyllst,
Jónas Elíasson
prófessor '
Nú hefur það gerst, sem mönnum er
i fersku minni, en sjaldan hendir, að
óþurrkar hafa herjað að nýju sömu
byggðarlög sumarið 1976 og harðast
urðu úti sumarið áður Það er þvi
tviaukm þörf fyrirbyggjandi aðgerða af
hálfu hins opinbera samfara því að
leysa bráðan vanda þeirra sem ekki
þola slík endurtekin áföll, en það er
önnur saga
Ég vil einnig nú láta það koma hér
fram, að rannsóknir, sem farið hafa
fram á vegum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á fóðurgildi heys frá
sumrinu í sumar, benda allar til þess
að heyin séu að þessu sinni snöggt um
verri heldur en þau voru í fyrra og það
svo að um Suðurland muni ekki vera
nema fjórðungur heyjanna sem má
telja að sé sæmilegt að notagildi Þess
vegna hef ég leyft mér að leggja fram
fsp til hæstv landbrh. sem er svo
hljóðandi
..Hvað líður framkvæmd þál , sem
samþ var á síðasta Alþ , um rannsókn-
ir og áætlanagerð um heyverkunarað-
ferðir'*''
Fjárnnagn þarf
til rannsóknarstarfa
Halldór E. Sigurðsson land-
búnaðarráðherra sagði ma.:
..Reynt var að efla þessar rannsóknir
sem mest með tilliti til þáltill um
auknar rannsóknir á heyverkun sem
samþ var á Alþ s I vor. Lagðar voru
fram till. um starfs- og fjárhagsáætlun
fyrir árið 1977, þar sem ma var
beðið um leyfi til að ráða sérfræðing í
heyverkun, en enginn slíkur er nú í
fullu starfi við bútæknideildina Þessi
beiðni var strikuð út og er ekki í
fjárhagstill þeim sem nú liggja fyrir
Alþ
Fyrir liggur margra mánaða vinna
við uppgjör úr þeim tilraunum sem
gerðar hafa verið að undanförnu, en
enginn starfskraftur til þess að vinna
það verk
Það er útilokað að auka rannsóknir í
heyverkun, bæði vegna votheys- og
þurrheysverkunar, nema til þess fáist
starfskraftur, þ.e.a.s. sérfræðingur og
rannsóknamaður "
Síðar sagði ráðherrann
,.Á sumrinu 1 976 var unnið að hey-
verkunartilraunum í samvinnu við
Bændaskólann á Hvanneyri svo sem
hér segir
Áhrif sláttutíma og verkunar á gildi
þurrheys til fóðrunar Samanburðar-
liðir: Snemmslegið vel þurrt og verkað
hey, hrakið, komið í hlöðu Síðslegið,
vel þurrt, verkað Ákvarðanir gerðar á
verkunartapi og efnisinnihaldi, fóðr-
unartilraunir gerðar á sauðfé næsta
vetur
Breytingar á fóðurgildi heys frá
slætti til gjafar: Mælincjar á rúmlega
20 bæjum. Tilgangur þessara rann-
sókna er að mæla þær breytingar sem
Þingfréttir í stuttu máli
Launaskattur
MATTHÍAS Á. MATHIESEN fjár-
málaráðherra mælti fyrir stjórnar-
frumvarpi um launaskatt f efri
deild í gær. Efnisatriði frumvarps-
ins verða rakin hér á eftir:
Með lögum nr 14 15 mars
1965 um launaskatt var lagður 1%
skattur á launagreiðendur af greidd-
um vinnulaunum Með I nr.
94/ 1 970 var ákveðið að innheimta
1 ’/?% til viðbótar af launaskatts-
stofm og skyldi sú viðbót gilda frá 1
desember 1 970 til 31 ágúst 1971.
Þessi viðbótarskattur var síðan fram-
lengdur fjórvegis með timabundn-
um lagaákvæðum þannig að i reynd
var innheimtur 2 yh% launaskattur á
tímabilinu frá 1 desember 1 9 70 til
1 apríl 19 74
Með lögum nr 10/ 1974, 1 7.
gr , var hmn fasti launaskattur
hækkaður úr 1% í 2% en jafnframt
var ákveðið í 18 gr. laganna að
1 ’/?% álagið skyldi innheimt áfram
frá 1 april 1974 til loka ársins
19 74 Þessi viðbótarskattur hefur
síðan verið framlengdur með tima-
bundnum lagaákvæðum, siðast með
lögum nr 74/ 1 975 Hefur þvi ver-
ið innheimtur 3’/?% launaskattur frá
1 april 1974
Með frumvarpi þessu er lagt til að
sami háttur verði hafður á um inn-
heimtu launaskatts árið 19 77 og
verið hefur frá 1 apríl 1974 og
verði skatturinn 3Vi% Þar af renni
2% til Byggingarsjóðs ríkisins en
1 Vi% til rikissjóðs
2 gr frumvarpsins er samhljóða
2 gr I nr 74/ 1975 og' felst j
henni að hlutur Byggingarsjóðs rik-
isins í kostnaði við álagningu og
innheimtu skattsins verði óbreyttur
frá því sem verið hefur
í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið
1 97 7 eru tekjur af launaskatti áætl
aðar i samræmi við ákvæði frum-
varps þessa
Laun til aldraðra og öryrkja
undanþegin
Bragi Sigurjónsson (A) og Jón
Á. Héðinsson (A) fluttu svohljóð-
andi breytingartillögu:
Undanþegm skattskyldu eru laun
eða þóknanir fyrir störf fólks, sem er
67 ára og eldra, og likamlega fatl-
aðra, vangefinna og þroskaheftra,
svo að metið sé til 60% örorku eða
meira af Tryggingastofnun ríkisins
Enn fremur laun eða þóknanir fyrir
störf v.ð landbúnað, jafnt vinna
bóndans sjálfs og þeirra, sem hann
greiðir laun Sama gildir um vinnu-
laun vegna jarðræktar- og bygg-
mgarframkvæmda á bújörðum
Landhelgisgæslan
verði í Hafnarfirði
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartillaga um könnun og
undirbúning framtíðaraðstöðu fyrir
Landhelgisgæslu íslands og er í
ályktunargreininni lagt til að framtið-
araðstaða Gæslunnar verði i Hafnar-
firði Flutningsmaður er Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttur (F), en hún situr
nú á þingi sem varamaður Jóns
Skaftasonar (F)
Löggjöf um öll málefni
þroskaheftra verði samin
ÞINGMENNIRNIR Helgi F Seljan,
Karvel Pálmason, Ragnheiður
Svembjörnsdóttir, Sigurlaug Bjarna-
dóttir, Bragi Sigurjónsson og Jónas
Árnason hafa lagt fram þmgsálykt
unartillögu um heildarlöggjöf varð-
andi málefni þroskaheftra Tillögu-
greinin hljóðar þannig
Alþmgi ályktar að skora á rikis-
stjórnina á láta undirbúa og leggja
fram frumvarp til lagá um heildar-
skipulag varðandi öll málefni
þroskaheftra
Löggjöfin taki m«ð af þessum
meginatriðum
Framhald á bls. 33
verða á fóðurgildi og fóðurmagni frá
þvi að grös eru slegin þar til þau eru
fullverkuð og búin til fóðrunar.
Rannsóknir þessar voru framkvæmdar
hjá bændum á 30 stöðum s.l. sumar,
en úrvinnslu er ekki að vænta fyrr en
efnarannsóknir hafa verið gerðar á
heyjunum við gjafir nú í vetur
Sláttutimi með tilliti til veðurfars:
Tilgangur rannsókna er sá að kanna,
hvort affarasælt sé að slá niður gras á
æskilegu þroskastigi í vætutið og láta
það bíða þurrks i sláttuskárum eða láta
sláttinn biða þurrvirðis og taka þá
áhættu að grasið spretti úr sér
Þýðing heymúga Í þurrkatið:
Tilgangur að kanna tap á fóðurefnum i
heyi sem annars vegar liggur flatt, en
hins vegar sett i múga
Hitun i heyböggum: Mæling á hita-
myndun og þyngdarbreytingu í hey-
böggum sem voru geymdir úti á velli,
ýmist flatir eða i stökkum. Tilgangur-
inn er að mæla fóðurrýrnun heysins.
Hitamyndun í laus og bundnu heyi i
hlöðu: Tilgangur tilraunarinnar er að
mæla rýrnun á fóðurgildi heys af völd-
um hitamyndunr i hlöðu.
Fóðurrýrnun við hrakning Tilgangur
tilraunarinnar er að kanna hvernig loft-
straumar frá súgþurrkunarkerfi haga
sér i baggastæðu
Notagildi súgþurrkunar með köldu
lofti í vætutið
Votheystilraunir: Gerður var saman-
burður á votheysverkun mismunandi
grastegunda, annars vegar snemm-
sleginna og hins vegar siðsleginna.
Gerðar mælingar á verkunartapi og
fóðurgæðum Nú standa yfir tilraunir
um fóðrun sauðfjár á þessu heyi
íblöndunarefni í hey: Gerðar voru
athuganir á áhrifum íblöndunarefnis í
bundið hey, en efni þetta á að draga úr
myglumyndun í því
Súgþurrkunarblásarar: Nú i haust
hafa staðið yfir mælingar á afköstum
og notagildi súgþurrkunarblásara, en
niðurstöður þeirra mælinga verða til
Framhald á bls. 33
Umboósnefnd
Alþingis:
90% þingmála
afgreidd í sam-
starfi þingflokka
ALÞINGI samþykkti á sínum tfma
tillögu um undirbúning stofnunar
embættis umboðsmanns Alþingis og
stjórnarfrumvarp þess efnis hefur
verið lagt fyrir Alþingi en náði ekki
afgreiðslu. Þingmenn Alþýðuflokks
hafa nú flutt frumvarp til laga (eins
og þingsíðan hefur áður greint frá)
um umboðsnefnd skipaða þingmönn-
um, er komi f stað umboðsmanns, og
gegni samskonar hlutverki, þ.e. að
styðja menn til að ná rétti sfnum, er
telja á hlut sinn gengið f „kerfinu"
og hindra að stjórnvöld beiti nokk-
urn mann rangindum. Umboðsmenn
af slfku tagi eru starfandi á Norður-
löndum en umboðsnefnd f V-
Þýzkalandi.
Benedikt Gröndal (A)mælti fyrir
frumvarpinu í neðri deild i gær Taldi
hann umboðsnefnd falla betur að
íslenzkum aðstæðum en umboðsmað-
ur Auðveldara væri að koma slíkri
nefndaskipan á en stofna nýtt embætti
i „kerfinu". Framkvæmd öll yrði og
með auðveldari hætti
Ragnhildur Helgadóttir (S)taldi
þörfina fyrir aukið réttaröryggi borgar-
anna auðsæja. Hún væri því sammála
þeim forsendum, er að baki frumvarps-
flutningsins væru Hins vegar taldi hún
margt mæla fremur með umboðs-
manni en þingskipaðri nefnd
Umboðsmaður þyrfti að starfa sjálf-
stætt og óháð stofnunum, sem fyrir
væru Hér væri oft um viðkvæm, flókin
og vandasöm mál að ræða, sem rikja
þyrfti um algjör trúnaður Slíkan
trúnað væri auðveldara að sýna hlut-
lausum, sjálfstætt starfandi umboðs-
manni en fjölmennri þingnefnd
Umboðsmaður þyrfti og að vera sér-
hæfður til starfa og búa að sérþekk-
ingu Hún sagði og að frumvarpið,
sem væri góðra gjalda vert, væri með
nokkra vankanta, er hún rakti. og
athuga þyrfti vel í meðförum þingsins
Benedikt Gröndal þakkaði málefna-
légar athugasemdir en hélt fast við
ágæti umboðsnefndar Vitnaði hann til
reynslu V-Þjóðverja í þvi efni Hann
sagði að hér gæfist og tækifæri til að
sýna almenningi í landmu rétta mynd
af störfum þingsins Þar væru 90%
mála afgreidd í málefnalegu samstarfi
þingflokka Fjölmiðlar sýndu hins
vegar almenningi gjarnan afgreiðslu
þeirra 10% mála, þar sem þingmenn
færu í hár saman, enda þann veg um
hnúta búið, að sumu leyti, i þingsköp-
um (útvarpsumræðum frá Alþingi)