Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 35 veikindum hennar. Við systkinin kveðjum hana og þðkkum fyrir okkur, en til hennar var alltaf hægt að leita. Hún var vinur í gleði og raun. Einari manni hennar, sonum og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Svo farðu nú blessuð! — Vér knýtum þér krans úr krossblómum saknaðar bundinn, og grátþrungin felum þig gæslunni hans, sem er „guð vors lands“.. Þú varst dóttir vors lands og fá mun þér göfugri fundin. G.G. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir Hveragerði. — Afmæli Guðbjörg Framhald af bls. 31 En gjafir hennar má ekki færa I gjafabók, ekki augiýsa i blöðum, ekki minnast á við neinn. Sú regla hefur gilt um áratugi. En komist kirkjan okkar í Langholtssöfnuði nokkurn tíma upp að óskum sem helzta félags- leg miðstöð kristil. menningar í hverfinu, fullyrði ég að enginn einstaklingur á þar stærri hlut en hún, ekki bara í veggjum og þaki hússins, heldur í byggingu hinnar æðri ósýnilegu kirkju, helgidómi andans við brautu kærleikans. Konur hafa allt frá upphafi verið æðstu prestar Drottins við vegu kynslóðanna. í»ær þurfa minnsta kosti sumar þar á meðal Guðbjörg enga biskupsvígslu til þess. Þeirra biskup er lífskraftur Guðs í þeirra höfn og hjarta. Þið spyrjið hvort þessi kona sé auðug eða hafi verið það. Já, hún Guðbjörg Vilhjálmsd. er rík. En fjármunir hennar ávaxtast ekki í bönkum né fast- eignum. Hún greiðir víst nær 100 þúsundum í skatt árlega einmitt nú hin sfðustu ár. Hún varð ung ekkja, einstæð kona með mörg börn ung. En hún kunni að taka til hendi. Fisk- vinna, frammistaða í verbúð, kaupakona á sumrum, handa- vinna heima, en fyrst og fremst móður- og húsmóðurstarf. Kvart- anir, kröfur, nauð og suð, nöldur og vfl fannst aldrei í hennar orða- bók. Hún gerði kröfur á eigin hönd en ekki annarra. Hún var höfðinginn se þrátt fyrir allt var veitandi en ekki þurfandi. En samt til dauðans þakklát hverri hjálparhönd. Hver greiði henni margborgaður. Hvort sem hún gekk um götuna á Eyrarbakka eða var húsfreyja á Suðurnesjum eða kaupakona á Kirkjubæjarklaustri, var hún allt- af stórmennið, sem bar sínar byr^ar, sem voru gjafið til sam- ferðafólkeins, léttilega. Stundum brosti sólin eins og skúrum og skuggum gegnum heit og höfug tár. Hún var ekki síður stór í heitum hörmum sínum, og ást sinni. Og nú er hún kannski stærst. Hún á óviðjafnanlega ættingja ó- teljandi vini, frábæra afkomend- ur sem skipta mörgum tugum. Það eru glæsilegir vextir jafnvel talið í milljónum, sem æðri eru íslenzkum krónum. Samt nær góð- vild hennar, gjafir og, bænir til allra afkomendanna Hún gerir meira og fleira en að prjóna og vinna. Hún elskar ljóð og leik málsins. Talar frábæra fslenzku lærða við móður- og föðurkné: Kné ferjumannsins yfir stórfljót SuðurlandsVil- hjálms Gíslasonar f Öseyrarnesi eins mesta kappa og þekktasta á suðurströnd Islands á síðustu öld Orðfæri hans kynngi og stíl gleymist engum sem heyrði. Hún les mikið af góðum bókum og blöðin daglega, kannski öll og er þá mikið sagt. F:tt fer fram hjá henni og enn færrra kemur henni á óvart. Hún á sjón út fyrir hring- inn þrönga í anda, söng og bæn. Kirkjan er henni helgidómur hvern einasta helgan dag. En hún kann sér einnig vel í söngsölum og i leikhúsi með ljúfum vinum. Hún elskar lifið f öllum þess myndum. Trúðu frjáls á Guð hins góða. Guð er innst í þinni sál eru letruð sem einkunnarorð þess kristindóms sem hún lifir. Víðsýn, frjáls og góð gengur hún enn yfir heiðalönd lífsins. Byrðar hennar eru gjafir til fórnar á altari hins góða Guðs f sálum og samfélagi samferðafólk- sins. Engum bæ, engri byggð ann hún heitar en Kirkjubæjar- klaustri, þar sem hún kaupakona í tuttugu ár. Sólskin islenzkrar sveitar, sögu Islands og kirkju Krists samein- ast þvi listaverki sem líf hennar er. Attatfu ár skipta engu máli. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er og verður ung og auðug kona íslenzk kristin kona. Bezta vinkonan segja margir. Lifðu heil og sæl. Hjartans óskir og þakkir á þessum afmælis- degi 9. nóv. frá Langholtssöfnuði. Árelfus Níelsson jcizzBaLLetcskóLi bópu, Dömur athugið ö sz. co jj líkom/í(«kl 0 Síðasta 5 vikna námskeið fyrir jól hefst s N N 1 5. nóvember. if Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri. it Morgun-dag-og kvöldtimar if Tímar tvisvar til fjórum sinnum í viku if Sturtur — sauna — tæki — Ijós Uppl og innritun í sima 83730 N r~ & g CD ZV P S V. Síðasta tækifærið fyrir jól. JazzBaLL©ttskóLi bópu NOVALIN VEGGFÓÐUR KinnasanDS novaun Það hefur alveg sérstaka áferð sem einkennir aðeins NOVALIN veggfóður frá KINNASAND. Þau eru til í mörgum gerðum og litum Sænsk gæðavara. Vandlátir velja NOVAUN FRIÐRIK BERTELSEN, LÁGMÚLA 7, SÍMI 86266 SÉRVERSLUN MEÐ SVINAKJÖT Heildsala — Smásala lí SÍLD & FISKUR Bergstaóasfræti 37 sími 24447 Rúllukragabolir: kr. 980.00 Efni: 100%nylon. Litur: Brúnn, drapp, hvítur, svart- ur, blár, rauður. Stærðir: S—M—L—EXL. Vesti: kr. 2.525 00 Efni: 1 00% acrylic. Litur: svört, brún. Stærðir: 12—14—16. Pils: kr. 3.400.00 (mynd) Pils: kr. 3.600.00 Buxur: kr. 3.500.00 og 3.700.00 Smekkbuxur: kr. 4.980.00 Mussur: kr. 3.750.00 Efni: Rifflað flauel, 100%bómull. Litur: Brúnn og svartur. Stærðir: 36—44. Leðurstigvél: kr. 10.500.00 Litur: Ijósbrúnn. Stærðir: 36—41. GERIÐ GÓÐ KAUP (DÓMUS Sendum í póstkröfu, símar 22110 og 12723. Denimvesti: verð: 2.950.00 Denimbuxur: verð: 3.950.00 Efni: 100% bómull Stærðir: 36—44. Skyrta: verð: 2.500.00 Efni: 100% bómull Stærðir: S—M — L. DOMUS Lou9°vegi91

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.