Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 39 Humarkraftur gæti ordid ardbær út- flutningsvara Á Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins er um þessar mundir verið að gera tilraunir með framleiðsiu á humarkrafti og tii þess er not- aður sá hluti humarsins, sem hingað til hefur verið hent. Það er hollenzkt fyrirtæki, sem upp- haflega vakti áhuga starfsmanna Rannsóknastofnunarinnar og hafa þeir Geir Arnesen og Jóhann Þorsteinsson unnið að þessum til- raunum. Hafa 20 kflóaf humar- krafti þegar verið framleidd hjá stofnuninni og hafa Hollendingar greitt 5 þúsund krónur fyrir hvert kg, en í viðtali við nýút- komið hefti af Sjávarfréttum segir Geir Arnesen að verðið yrði enn hagkvæmara ef unnt reyndist að nota humarbúkinn einnig til framleiðslunnar og eins ef tækja- útbúnaður væri góður. Upphaf þessa máls er það, að fyrir tveimur árum óskaði hollenzkt fyrartæki eftir þvi að Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins veitti því fyrirgreiðslu við söfnun á humarklóm sem ætlunin var að vinna humarkraft úr. Þá var safn- að nokkru af klóm og þær sfðan sendar eftir nokkra geymslu til Hollands. Geymslan og flutningurinn virtust ekki fara vel með hráefnið en áhugi starfs- manna Rannsóknastofnunarinnar var vakinn og fundust betri aðferðir við að geyma klærnar þannig að þær misstu hvorki lit né bragð. Humarúrgangurinn var malaður, lyktar- og bragðefni siðan leyst úr honum og úr- gangurinn var síðan skilinn frá og á endanum fékkst kraftur með um 75% þurrefni. Krafturinn á að hafa mikið geymsluþol þar sem mikið er i honum af salti. Nú hafa um 20 kg af humar- krafti verið framleidd á þennan hátt hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og er þegar búið að senda hann til Hollands. Áhugi Hollenzka fyrirtækisins er greini- iega fyrir hendi og hefur það óskað eftir að fá meira af slíkum humarkrafti til sín. Hingað til hafa eingöngu verið notaðar Námskeið um arðsemi og áætlanagerð - á vegum Stjómunar- félags Austurlands STJÓRNUNARFÉLAG Austur- lands gengst fyrir námskeiði um arðsemi og áætlanagerð 13. og 14. nóvember n.k. í Valaskjálf á Egilsstöðum. Tilgangur náms- keiðsins er að veita stjórnendum fyrirtækja á Austurlandi aðgengi- lega og hagnýta þekkingu til beinna nota f daglegu starfi þeirra. Leiðbeinandi verður Eggert Ág. Sverrisson viðskiptafræðingur hjá Hagvangi hf„ Reykjavik, en það fyrirtæki hefur verið ráð- gjafarfyrirtæki margra aust- firzkra fyrirtækja og fjórðungs- sambandsins að auki. Á námskeiðinu verður fjallað um framlegðarhugtakið, arðsemisat- huganir, verðmyndun, verð- lagningu, notkun bókhalds sem stjórntækis o.fl. I tengslum við námskeiðið verð- ur haldinn aðalfundur felagsins, þar sem Friðrik Sophusson, fram- kvæmdastjóri Stjórnunarfélags Islands mun gera grein fyrir starfsemi félagsins. Núverandi formaður SFA er Magnús Einars- son, fulltrúi hjá Kaupfélagi Héraðsbúa Egilsstöðum. humarklær til þessarar fram- leiðslu en ætlunin er að gera eannig tilraunir með humarbúka. Ef þær gefa góða raun auðveldar það stórum söfnun á hráefni þvi humarhalarnir eru jafnan slitnir frá en það kostar sjómennina vinnu aukaleg að slfta einnig klærnar af. Sé unnt að nota búkinn einnig til þessarar fram- leiðslu, kostar það hins vegar enga vinnu aukalega. Búkurinn er um 40% af humrinum og myndi nýting hans gjörbreyta öllum möguleikum i þessu sam- bandi ef hann reyndist vinnslu- hæfur. Aætlað hefur verið að 2000 tonn fengjust á ári af klóm og búkum, en þessu hefur hingað til verið hent. Samkvæmt þeim tölum yrði hægt að vinna um 100 tonn af humarkrafti á ári. Rannsókna- stofnunin hefur verið i sambandi við aðila f Bandaríkjunum um möguleika á markaði fyrir þessa vöru þar í landi, Engin reynsla hefur enn sem er komið á það hvort mögulegt er að selja humar- kraftinn þangað eða til Hollands en það ætti að skýrast á næstunni. For o'ictinQuishcd offort in thj.jjji ^ yutification of bucincss p-oncrty thoreby onhanclnn ^nejjijomrnunlty environmont. OiolöiWÍCí’ Ví •• ____ 0.1’ ''rcsontoc vvith pride antfú?:j;£ r«= c,!i.».ojv;,Öy tho City of -Lverett ar.c íhe Everett CtiVoih'di.Vjf.-.O'cpimorcc. 0 ?.y o r 7 • / ^ Presidont C :.r- - c' Con-’:-ce Coldwater fær viðurkenn- ingu fyrir snyrtimennsku NÝLEGA var Coldwater Seafood Corporation af- hentur heiðursskjöldur frá borgaryfirvöldum og verzlunarráði í Ever-ett, Massachusetts, fyrir snyrtilegan frágang á byggingu og lóð félagsins þar. Everett er útborg frá Boston, og hefur fé- lagið þar frystigeymslu og skrifstofur, en fiskiðn- aðarverksmiðja til við- bótar er í byggingu. Af- hendingin fór fram með formlegri viðhöfn, og fyr- ir hönd Coldwater veitti skildinum móttöku dr. Þorsteinn Þorsteinsson, sem er forstöðumaður fyrir rekstri félagsins í Everett. Bingó 1 Súlnasal í kvöld BINGÓ verður á Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og hefst klukkan 20.30. Það er fjár- öflunarnefnd Félags ein- stæðra foreldra sem stendur að bingóinu. Spilaðar verða fjórtán umferðir og meðal vinninga eru tvær þriggja vikna sólarlandaferðir með ferðaskrifstofunum Urval og Samvinnuferðum. Auk þess verður spilað um skartgripi, krystalsvörur, baðmottusett, vöruúttektir á matvælum og margt fleira. Allur ágóði rennur f Húsbygginga- og minningarsjóð FEF, sem er nú mjög fjár vant vegna húsakaupa félagsins á eign- inni Skeljanesi 6 f Reykjavfk. Viðgerðir og endurbætur á húsinu eru hafnar fyrir nokkru og hefur verið unnið við endur- bætur á kjallara til að byrja með, en þar er ætlun að leikaðstaða verði fyrir börn hússins, þegar þar að kemur. AK.I.VSIM.ASIMINN KH 22480 |R«r0unbInbib Scandinavian Limited Jtv Oss veitist sú ánægja að tilkynna, að vér höfum opnað útibú í Bahrain Hið nýja útibú mun þróa og auka alþjóðlega bankaþjónustu Scandinavian Bank við Miðausturlönd og taka um leið þátt í uppvexti nýs og mikilvægs fjármagnsmarkaðar AI GLYSDSGASÍMINN ER: '<TͧT;£> Jflorounblnbib R:@ Sc^ndinavian Bank Limited Eigendur 36 Leadenhall Street, London EC3A 1 BH Scandinavian Bank eru eftirtaldir bankar, Sími: 01-709 0565. Telex: 883221 Scanbank en þeir hafa til samans yfir 1300 útibú á Skráningarnúmer: 949047 London. Norðurlöndum: Útibú í Bahrain Skandinaviska Enskilda Banken (Svíþjóð) Scandinavian Bank Limited, Pearl of Bahrain Building, Bergen Bank (Noregi) Government Road, P O Box 5345, Den Danske Bank (Danmörku) Manama, State of Bahrain. Landsbanki íslands (íslandi) Sími: 53341. Telex: 8530 (Almenn viðskipti) Bahrain CR No 21 75 Provinsbanken (Danmörku) 8750/51 (Gjaldeyrisviðskipti) Skánska Banken (Svíþjóð) Dótturfyrirtæki í Hong Kong Union Bank of Finland (Finnlandi) Scandinavian Far East Limited, 2006 Hutchison House, Hong Kong. Simi:5-266306. Telex: Scand HX 76400

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.