Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 7 Einokun og undarlegheit „I hreinskilni sagt“ nefnist fastur þáttur f Alþýðublaóinu, ritaður af Oddi A. Sigurjðns- syni, fyrrverandi skóla- stjóra. Þar er sl. laugar- dag m.a. fjallað um þá ákvörðun StS að skera niður sölu á sauðagær- um til fyrirtækisins Loðskinns hf. á Sauðár- króki, sem þar hefur gegnt mikiivægu hlut- verki I iðnaðaruppbygg- ingu og atvinnusköpun. Oddur segir m.a. um þessa ákvörðun: „Þar með er sýnt, að allt eins getur það fyrirtæki orð- ið að leggja upp laup- ana.“ Sfðan fjallar Oddur um verðlagningu á gær- um til bænda. Hann vfk- ur að tilhneigingu verk- smiðja SlS til að halda þvf verði niðri, sem hafi verið rökstutt með þvf, að útflutningsverð væri bágborið. Lág verðlagn- ing á gærum hafi m.a. þær afleiðingar að hvert kg af kjöti verði að vera dýrara til al- mennings, til þess að meðaltalsverð náist. Segir Oddur, að sú krafa hafi komið fram á sl. hausti að stórlækka verð á gærum af þess- um sökum, enda hafi verksmiðjurnar ekki talið sig geta greittj nema 220 krónur fyrir hvert kíló. Við þessum tilmælum hafi sex manna nefndin hins vegar ekki orðið. Gæru- verð hafi verið ákveðið hið sama og f fyrra, 292.55 krónur (með sláturkosnaði). Þrátt fyrir þessa verðlagn- ingu, sem eftir útreikn- ingi vinnsluaðila átti naumast að ýta undir eftirspurn á gærum, hafi verksmiðjur SlS skyndilega ákveðið að „stórbæta við ársvinnsl- una og vinna 550 til 600 þúsund skinnbjálfa á komandi vertfð". Þessi skyndilega vinnslu- aukning veki ýmsar spurningar, f Ijósi rekstrarstöðunnar, eins og hún var sögð f sept- ember sl., þegar verð- lækkunar hráefnis var krafizt. Gæruverð og kjötverð Sfðan ræðir Oddur um áhrif ákvörðunar gæruverðs á ákvörðun um kjötverð sem hann telur að hafi orðið 20 krónum dýrara fyrir vikið. Hann segir orð- rétt: „Ef við gerum ráð fyrir að ársneyzla okkar sé 8000—10.000 tonn, förum milliveginn og segjum 9000 tonn, er dæmið auðreiknað; 9.000.000 kg x 20 kr. gera 180 m.kr. — Eftir er vitanlega að athuga hvaða áhrif þessir til- burðir hafa á þjóðar- hag. Skal það ekki rakið langt hér. En eitt er vfst, að hafi útreikning- ar verksmiðjumanna verið rangir f septem- ber og leiðrétzt fyrir einhverja „himnasend- ingu“ skömmu sfðar, er full ástæða til að taka slfkum spádómum með allri varúð á komandi tfmum. 1 annan stað getur það verið fhugun- arefni meira en til næsta dags, hversu heppileg er sem næst einokun á þýðingar- miklum vöruflokkum, sem eins er ástatt um og landbúnaðarafurðir okkar. Hversu langt er svo komið frá hugsjón- um frumherja sam- vinnustefnunnar, er enn önnur saga.“ Alþýðublaðið um Þjóðviljann 1 sunnudagsleiðara Alþýðublaðsins segir m.a., þar sem fjallað er um viðtöl f afmælis- blaði Þjóðviljans: „Eðvarð Sigurðsson kvartar yfir skorti á tengslum og samráði milli þeirra, sem nú rit- stýra Þjóðviljanum, og forystumanna verka- lýðshreyfingarinnar. Þarna segir einn merk- asti og áhrifamesti for- ystumaður verkalýðs- hreyfingarinnar um- búðalaust og opinskátt það, sem er efst f huga leiðtoga verkalýðs- hreyfingarinnar al- mennt. Þjóðviljinn er löngu orðinn málgagn þröngsýns hóps manna, sem að vfsu eru ekki háskólamenn, en eru þó að reyna að Ifkjast þeim og vilja láta kalla sig menntamenn."... „Enn eitt einkenni hafa þessi afmælisblöð, sem er með eindæmum ósmekklegt. Það er við- leitnin til þess að sýna fram á tengsl blaðsins við ýmsa helztu andans menn þjóðarinnar á sfð- ast liðinni hálfri öld. Það er rétt sagnfræði að allir hafa þessir til- greindu menn á sfnum tfma ritað f Þjóðvilj- ann. En hitt er söguföls- un af grófasta tagi að láta þess að engu getið, að leiðir margra þeirra og þess málstaðar, sem Þjóðviljinn boðaði og boðar, skildu... Smekk- leysa er leiðinleg. En óheiðarleiki er verri, þvf að hann blekkir. Þegar menn, sem urðu kommúnistar á unga aldri, og barizt hafa fyr- ir kommúnista f ára- tugi, segja pólitfska ævisögu sfna án þess að nefna kommúnisma á nafn, er það óheiðar- leiki — eða kjarkleysi, — sem er einnig skað- legt...“ YLURINN FRÁ OSRAM HEFUR LINAÐ ÞRAUTIR MARGRA. Hvort sem þú þjáist af gigt eöa harðsperrum — eöa þá bara löngun til sólarlanda — hefur OSRAM ráð viö verstu stingjunum! OSRAM Ultra Vltalux er lampinn, sem kemur öllum í suörænt skap, og heldur við heilbrigðum litarhætti, jafnvel í versta skammdeginu. OSRAM Theratherm hefur reynst gigtarsjúkum vel í mörgum tilvikum. OSRAM vegna gæðanna Einbýlislóðir I Vesturbænum til sölu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 13. þ.m. merkt „Lóðir : 2957". r E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 1—3, HAFNARFIRÐI. — SÍMI 51919 Fréttir fra yogiie Vorum ad taka upp: Sængurfataefni Dagatöi Blúndustórísa THbúnar eldhúsgardinur Ódýr stórísefni HHdargardínuefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.