Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976 Frá hverfa- fundi borgar- stjóra MIÐVIKUDAGINN 3. nóvember efndi Birgir fsleifur Gunnarsson til fundar með íbúum í Háa- leitis-, Smáfbúða, Bústaða- og Fossvogshverfum í Reykjavík. Að framsögu- ræðu hans lokinni, voru bornar fram spurningar. Fer úrdráttur úr þeim hér á eftir, svo og svörum borgarstjóra. Asta Sigurðardóttir spurði hvað liði tillögu Ragnars Júlíussonar skólastjóra um að fá gangbrautar- vörslu á tveimur stöðum við Háa- leitisbraut. Kvaðst Ásta hafa átt börn í Álftamýrarskóla í tólf ár og nú sé sex ára dóttir hennar að byrja i skóla og þurfi yfir Háa- leitisbrautina tvisvar á dag. Grétar Sivertsen spurði hvort aflétt yrði forkaupsrétti af íbúð- um, sem þannig er ástatt um, eins og íbúarnir hefðu farið fram á. Hvort það erindi hefði komið fyr- ir borgarráð. Og loks hvort rétt- lætanlegt sé, að íbúarnir þurfi að borga til matsmanna 10 þúsund krónur fyrir það eitt að sagt sé til um hvort borgin ætli að nota for- kaupsréttinn og kaupa ibúðirnar eða ekki. Ólafur Hannesson spurði hvort Bústaðavegurinn yrði tvöfaldaður ef hætt yrði við Fossvogsbrautina. Hann taldi vanta gangbraut með- fram Breiðhoitsbrautinni og sagði göngubrúna hjá Fákshúsunum undir götuna aðeins færa hestum og fólki i klofstígvélum. Bergþóra Sigfúsdóttir ' spurði um dagheimilavandann, sem hún kvað lið í jafnréttisbaráttu kynj- anna. Jón Stefánsson kvað Fellsmúl- ann orðinn að enn meiri um- ferðargötu en Háaleitisbrautina, sem fyrr var nefnd og verði ástandið verra þegar þjónustu- fyrirtækin neðar í Fellsmúla koma I gagnið. Spurði hann hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til að draga úr umferð. Helst þyrfti að gera þetta að lokuðum botnlanga, svo sem við aðrar göt- ur við Háaleitisbraut milli Ár- múla og Miklubrautar. TAKMÖRKUN A UMFERÐ ERFIÐUR VANDI Borgarstjóri svaraði fyrst spurningu Ástu og sagði að Borgaryfirvöld gerðu sér grein fyrir því að umferðin um Háa- leitisbrautina væri mikil og ylli óöryggi hjá foreldrum barna í Álftamýrarskóla. Tillagan, sem Ásta nefndi, væri í meðferð í borgarráði og umferðarnefnd, sem vildu sameiginlega fá nokkra heildarmynd af þessum vanda, sem reyndar væri víðar í borg- inni, áður en endanleg ákvörðin yrði tekin á breiðari grundvelli. Gangbraufarvarzla væri nokkuð dýrþjónusta, kostaði 1.2 millj. kr á ári. Kvaðst borgarstjóri vona og hafa trú á þvi að Háaleitisbrautin yrði sú gata, sem fyrst fengi þessa þjónustu og ákvörðunar yrði ekki langt að bíða. Þá svaraði borgarstjóri fyrir- spurn frá Grétari Sivertsen og einnig frá Eyrúnu Þorleifsdóttur um forkaupsréttaríbúðir. Rifjaði hann upp, að þetta væru íbúðir sem Reykjavlkurborg byggði á sínum tima og seldi með mjög hagstæðum kjörum. En sú kvöð fylgdi þessum íbúðum, að borgar- sjóður áskildi sér forkaupsrétt að þeim. Er metinn hlutur eigend- anna, sem tóku við íbúðunum ófullgerðum, og fá íbúarnir síðan vísitölu byggingarkostnaðar. En þrátt fyrir reglur, hefur kaupverð og söluverð verið mun minna en er á frjálsum markaði. Þessar reglur voru nokkuð linaðar 1974, þannig að ef eigandi væri búinn að eiga Ibúðina I allt að 20 ár, þá fengi hann að greiða upp lánið, sem á henni hvíldi, sem væri til- tölulega lltið i krónutölu, og njóta verðhækkunar á allri Ibúðinni. Slðan hefur bréf frá íbúum verið rætt I borgarráði, en enn væru allmargir þeirrar skoðunar að vegna þess hve íbúðirnar voru seldar á hagstæðum kjörum, eigi borgin að láta fleiri njóta þess. Ef þeir, sem I þeim eru, vilji selja, eigi að selja þær aftur nýju fólki með þessum tiltölulega hagstæðu kjörum. Sagði Birgir að mikill þrýstingur hefði verið uppi um 1974, en minnkaði eftir að nýju reglurnar komu, vegna þess að fólk sá sér hag I því að fá allt kaupverðið greitt út I einu, þótt heildarverðið væri lægra en hægt er að fá á frjálsum markaði. Á frjálsum markaði hefði útborgun- in sennilega ekki alltaf náð þvf heildarverði, sem menn fengu út- borgað I einu lagi og afgangurinn þá þurft að koma I bréfum til langs tíma. Þetta varð borgin vör við, en nú kynni þetta að vera að koma upp aftur. Ágreiningur Húsfyllir var á fundi borgarstjóra I Háaleitis- Smáfbúða- Bústaða- og Fossvogshverfi. væri um úrlaúsn f borgarstjórn og lausn þess ekki endanlega fengin. Ekki kvað borgarstjóri fyrir- hugað á næstunni að setja Bústaðaveg I tvær akreinar, enda ekki ákveðið hvort Fossvogsbraut yrði felld niður. Gangbraut með- fram Breiðholtsbraut þyrfti að leggja og væri það réttmæt ábend- ing. Næsta nágrenni við undir- göngin væri ekki fullfrágengið og þyrfti að ganga betur frá, því það væri einmitt talið æskilegt að greiðfær gönguleið sé úr hverfun- um á Elliðaársvæðið, sem er eitt af stærstu útivistarsvæðum I borginni og ætlunin að vernda að öllu leyti I óbreyttu ástandi, svo borgarbúar geti notið þar göngu- ferða. Þá svaraði borgarstjóri þeim Bergþóru Sigfúsdóttur og Jó- hönnu Bjarnadóttur um stefnu borgarstjórnar i dagheimilis mál- um. Gaf Borgarstjóri ítarleg svör, svo sem á fyrri fundum sem rakt- ir hafa verið hér I blaðinu og vlsast til þess svars. Tveir leik- skólar taka til starfa I vetur og dagheimili er að fara af stað. Skóladagheimili tók til starfa I Austurbæ I haust og samningar standa um annað I Breiðholti. Sagði borgarstjóri að örugglega væri stefnt að því að fjölga þess- um stofnunum eins og mögulegt væri og fjárhagur borgarannar leyfði en dagheimili kostar nú 90 milljónir og leikskóli 50 milljónir. Ég tek undir það að það er vanda- mál, að skortur er á sllku rými, sagði borgarstjóri, en þess er ekki að vænta að við getum leyst það mjög fljótt vegna þessa mikla kostnaðar. Þó miðar nokkuð og eiga nú 31,3% barna á forskóla- aldri kost á dagvistun á slíkum stofnunum, en voru 1970 14,6% og I ársbyrjun 1974 24,3% AKSTURSBRAUT NÆR BCSTAÐAVEGI VIÐ GRlMSBÆ Fellsmúlann og umferðina þar sagði borgarstjóri allmikið vanda- mál. Bæði Háaleitisbraut og Fells- múli tækju all mikla umferð, en tilraunir til að takmarka umferð á götum borgarinnar reyndist satt að segja mjög misjafnlega. Nefndi borgarstjóri sem dæmi Sogaveginn. Askorun hefði komið frá næstum öllum íbúum að reyna að takmarka umferðina'þarna, einkum úr Breiðholti. Var tak- mörkuð vinstri beygja inn á Soga- veg I þvi skyni, en það væri mis- jafnlega virt. Menn reyna að kom- ast hjá því eins og þeir geta. Ekki væri vafi á, að þetta væri mjög óvansæl aðgerð og nánast bærust jafn margar kvartanir með á eftir vegna takmarkana á umferð. Yrði að horfa á umferðarkerfi borgar- innar nokkuð I einni heild, áður en sllkar ákvarðanir eru teknar. En ekki hefði fundist nein Iausn á því hvernig draga megi úr umferð um Fellsmúla og Háaleitisbraut svo nokkru nemi. Ragnar Guðmundsson spurði hvað yrði gert við svæðið vestan Réttarholtsbrekku niður að Miklubraut milli Sogavegar og Miklubrautar. Borgarstjóri sagði, að svæðið næst Réttarholtsbraut frá hornunum við Miklubraut og Sogaveg verði óbyggð, a.m.k. fyrst um sinn. Þar yrðu möguleikar til umferðarmannvirkis I framtíð- inni, þ.e.a.s slaufu til að lyfta um- ferðinni I tvær hæðir. Það yrði ekki fyrr en sfðar, en landrými yrði haldið frá til þess. Að vísu hefði verið talað um að möguleiki væri á byggingarlóð fyrir eina stofnun innar við Sogaveginn, þ.e. nær Vonarlandi og ákveðin stofnun höfð I huga, en ekki hefði endanlega verið frá þvl gengið. Þórólfur Þorleifsson spurði hvenær mætti búast við fram- kvæmdum við Gautland og Efsta- land, þ.e. aksturleiðina inn að Grímsbæ. Og —Danlel Olsarsson spurði um sama efni, hvort áætlað hefði verið I upphafi að aksturs- leið að verzlunarhúsinu yrði um þessa götu eða frá Bústaðavegi. Einnig spurðu um þetta Ölafur Benediktsson og Þorsteinn Gunnarsson. Borgarstjóri sagði, að skipulagið gerði ráð fyrir því að aksturinn inn að Grímsbæ yrði um þessar tvær götur. Þarna hef- ði fyrst og fremst verið gert ráð fyrir hverfisverzlun, en ekki miklum akstri inn að þessari verzlun. Skipuleggjendur töldu, að um tiltölulega stuttar göngu- leiðir væri að ræða fyrir íbúana og gangandi umferð meiri en reyndin hefði orðið. Umferðin um Gautland og Efstaland hefði hins vegar orðið mun meiri en ætlað var. Um tíma kom upp hugmynd um gegnumakstur, að vlsu krók- óttann, fyrir neðan verzlunarhús- ið Grímsbæ, þannig að hægt væri að halda áfram út hinum megin, án þess að snúa við. En það hefði mætt mikilli andspyrnu íbúanna og kvaðst borgarstjóri því ekki reikna með að af þvl yrði. En hins vegar hefði framkvæmdum verið frestað I tvö ár af fjárhagsástæð- um. Á hverju ári hefði þurft að skera niður af óskalistanum gatnagerðarframkvæmdir. En borgarstjóri kvaðst vona að hægt yrði að fara I þetta, og þá þannig að akstursbrautin færðist fjær fjölbýlishúsunum, nær Bústaða- veginum. Og bílastæðin, sem eru hinum megin götunnar, færist nær húsunum. Birgir T. Arnar, Gisli Ólafsson og Einar R. Rfkharðsson spurðu, hvenær þeir og 25 aðrir drengir á aldrinum 6 — 13 ára I DMalandi gætu átt von á að fá knattspyrnu- völl við annan hvorn enda göt- unnar, svo þeir þurfi ekki að leika sér á götunni eða stelast inn á lóðir húsanna. Borgarstjóri sagði, að ekki væri gert ráð fyrir full- komnum knattspyrnuvelli, en I skipulaginu muni auða svæðið við endann á Dalalandi ætlað fyrir einhvers konar sparkvöll, og gerði hann ráð fyrir að félagarnir 15 gætu fengið að leika sér þar. FOSSVOGSBRAUT OG UMFERÐARVANDINN Arni Njálsson ræddi erfiðleika á akstri upp og niður brekkurnar I Fossvogi I snjóþungum vetrum og spurði hvort ekki mætti koma á nokkurs konar hringakstri eða hita götuna eins og gera á I nýju brautinni upp I Hólahverfi. Einn- ig taldi hann göngustíga og gras- bala I Hörgslandi hafa mistekist, vegna þess að drengir væru þar I knattspyrnu og það byði hættu heim. Ulfur Sigurmiindsson ræddi Fossvogsbrautina, sem hann sagði að allir i þessu hverfi yrðu fegn- astir ef hægt yrði að aflétta. Hins vegar væri erfitt að sjá hvernig það væri hægt, þvl kvölds og morgna blasti við vandamálið, hvernig hægt sé að aka til og frá miðbænum. Kvaðst hann þá sér- staklega hafa I huga stóru höftin austurbæjarmegin I bænum, ann- ars vegar við Hverfisgötu, Lauga- veg og Skúlagötu og hins vegar við Miklatorg. Bergþóra Sigurðardóttir ræddi það vandamál að komast ekki inn I strætisvagna með barnavagna. Kvaðst hún hafa vanizt þvl I Sví- þjóð að hægt væri að fara með tvo vagna inn að aftan og láta þá standa þar, en erfitt væri að hafa hér léttar kerrur vegna veðrátt- unnar. Hún hefði neyðst til að kaupa bíl en hætt að aka I strætis- vögnum og yki þannig umferðar- þungann. Þá spurði hún hvort fólksfækkun og flutningur fólks UPPHITUN I GÖTUM OG GANGSTÉTTUM Borgarstjóri tók fyrst fýrir snjómoksturinn. Veturinn I fyrra var óvenjulega snjóþungur og miklir erfiðleikar á að hreinsa snjóinn, svo vel að borgarbúar kæmust leiðar sinnar sagði hann. Vélaflotinn væri sendur út snemma morguns kl. 4 eð’a 5, þannig að búið væri að ryðja strætisvagnaleiðir þegar akstur þeirra hæfist. Hitt gengi mun seinna að ryðja fbúðargöturnar, t.d. I Fossvoginum, Arbæjar- hverfi og Breiðholtshverfum, og raunar væri útilokaður möguleiki til nágrannabyggðarlaga gæti ekki stafað af þvl að úthlutað væri til byggingarfyrartækja um- fram einstaklinga. Guðjón Armann Eyjólfsson ræddi Fossvogsdalinn og spurði hvort Reykjavíkurborg gæti haft einhver áhrif á það, að býli I Fossvogi hverfi ekki. Það sé til augnayndis með heyskap, og börnum að hjálpa til við upp- skerustörf. Gætu ekki Reykjavík og Kópavogur sameinast um skipulag á dalnum? Þá kvað hann lítið gert I borginni fyrir hjól- reiðamenn og gangandi. Ahugi var mikill á hverfafundinum umræður um viðkomandi hverfi. Björg Thoroddsen tók undir orð Guðjóns um friðun Fossvogsdals. Einnig spurði hún hvort ekki mætti setja hita I göturnar svo sem I Hörgslandið. Og þakkaði borgarstjóra ræktum á grasi og leikvelli á þessum stað. opnuð í kjallara Bústaðakirkju Ný félagsmiðstöð borgarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.