Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1976 EKKI er annað að sjá en að vel fari á með þeim James Hunt og Niki Lauda eftir keppnin f Japan, enda eru þeir gððir vinir þrátt fyrir allt. SUNNUDAGINN 24. október s.l. var krýndur nýr heimsmeistari í einni erfiðustu íþróttagrein sem keppt er í — kappakstri á svonefndum formúla 1 bif- reiðum, en það eru bifreið- ar sem hafa öflugasta vél allra kappakstursbifreiða. Krýninguna hlaut Bretinn James Hunt, og var þetta i fyrsta sinn sem hann hefur unnið til heimsmeistaratit- ilsins. Bretar hafa hins vegar um langt árabil átt framúrskarandi kapp- akstursmenn og var Hunt sjöundi Bretinn sem hiotið hefur heimsmeistaratitil síðan „Grand Prix“ hófst með svipuðu sniði og nú tfðkast. Keppnin um heimsmeistaratit- ilinn í ár var gífurlega tvfsýn og spennandi. Voru úrslitin ekki ráó- in fyrr en í síðasta kappakstrinum sem fram fór á Fuji-brautinni í Japan, en braut þessi var lögð í svökölluðum Dal andanna sem Iiggur vió rætur Fují-eldfjallsins. Nafngift sína fékk dalurinn af því að í Shinto-trúarbrögðunum er talið að andar framliðinna hafist við f dal þessum. Lífið lagt að veði Bæði James Hunt og Austurrík- ismaðurinn Niki Lauda, sem stóð bezt að vígi fyrir síðasta kappakst- urinn, voru braut þessari með öllu ókunnugir. Þeir höfðu aldrei ekið hana og Lauda hafði heldur ekki litið hana augum fyrr en hann kom til keppnjnnar. Við reynsluakstur dagínn fyrir keppnina, þar sem jafnframt var keppt um rásröð, stóðu þeir sig þó báðir frábærlega vel Bandaríkja- maðurinn Mario Andretti náði reyndar bezta tfmanum. Ök hann vegalengdina á 1,13,29 mín., sem svarar til 214,1 km meðalhraða. Lauda ók á 1,13,74 mín. og James Hunt á 1,13,76. Þegár iréttamenn leituðu álits þeirra á brautinni eftir reynsluaksiu! inn s igði Hunt að sér fyndist brautin skemmtileg og að hann væri sigurviss. Lauda vildi lítið um brautina segja, en kvaðst vera vongóður um sigur. — Það skiptir mig þó reyndar litlu máli hvort ég verð fyrstur eða arinar að þessu sinni, sagði Lauda — ég hef á þessu keppnis- tímabili háð harðari baráttu_en nokkru sinni og hana háði ég á sjúkrahúsinu eftir slysið í Nurburgring. Röð mín í heims- meistarakeppninni nú hefur ekki áhrif á gleði mfna yfir því að vera lifandi og fær um að aka kapp- akstursbifreið. Þegar kappaksturinn á Fuji- brautinni átti að hefjast voru um 50.000 óhorfendur mættir til þess að fylgjast með henni. Veður var mjög slæmt til keppni, ýmist dimm þoka eða rigning. Brautin var því glerhál og viðsjárverð og voru allir ökumennirnir sammála um að fresta yrði keppninni. Það var líka gert, en ekki nema í eina og hálfa klukkustund., Þá ákvað mótsstjórnin að unnt væri að keppa, og kappaksturshetjurnar röðuðu bifreiðum sfnum upp við rásmarkið. Þegar flaggið féll hófst barátt- an, og áður en bifreiðarnar hurfu sjónum þeirra sem f heiðursstúk- unni voru hafði Niki Lauda tekið forystuna. Tími hans á fyrsta hring svaraði til tæplega 215 kíló- metra meðalhraða á klukkustund, og þótt sýnt að L>uda væri í mikl- um ham og ætlaði sér ekkert minna en sigur í keppninni. En flestum áhorfendum til mik- illar furðu ók Lauda Ferrari bif- reið sinni inn f port þegar öðrum hringnum lauk. Þá hafði hann enn forystu og allt virtist vera í lagí með bifreið hans. Fyrsti mað- ur sem kom til Lauda var fulltrúi verksmiðjanna, og það eina sem Lauda sagði við hann var: „Ég hætti vegna þess að ég er hrædd- ur.“ Meira var síðan ekki um þetta rætt — ekki heldur þegar kona hans, Marlene Lauda, kom hlaupandi til hans. Hún faðmaði hann að sér og grét af gleði yfir því að martröðinni, sem kappakst- urinn er, skyldi lokið og eigin- maðurinn var lifandi. En á brautinni hélt baráttan áfram. Eftir að Lauda heltist úr lestinni var nægjanlegt fyrir Hunt aó verða í fjórða sæti til þess að hreppa heimmeistaratitil- inn. En hann gerði betur. Hann varð i þriðja sæti og ók að mati sérfræðinga mjög vel allan tím- ann. Það mikilvægasta Niki Lauda hefur aldrei verið mikið fyrir að ræða við blaða- menn. Svo var heldur ekki eftir kappaksturinn í Japan. Það voru aðeins vinir hans í stéttinni sem fengu að ræða við hann örstutta stund. — Ég hugsaði ekki um slysið í Þýzkalandi, sagði Lauda. — Það var ekki vegna þess sem ég hætti keppni. En aðstæðurnar voru óhugnanlegar. Stundum vissi ég ekki hvort ég var á braut- inni eða ekki. Ég þorði einfald- lega ekki að halda þannig áfram. Það er annað mikilvægara en heimsmeistaratitillinn — lífið sjálft. Eiginkona Niki Lauda, Marlene, sagði við fréttamenn að þrátt fyrir ótta sinn kysi hún að fylgja Lauda á keppnisferðalög- um hans. — Ég vil ekki sitja við útvarpið heima f Salzburg og hlusta þar á að Nikí hafi orðið fyrir slysi, sagði hún. Ég vil vera hjá honum ef eitthað kemur fyrir. Og Marlene kýs einnig að vera ein meðan á keppni stendur. Hún sit- ur jafnan í Rolls-Royce Silver Ghost bifreið þeirra hjóna og kunnugir segja aó hún eldist um hálfa öld á þeirri stundu að flagg- ió fellur og kappaksturinn hefst. Glaumgosi sem elskar bifreið sína Bretinn James Hunt er rösk- lega 29 ára. Hann hefur um árabil verið einn af beztu kappaksturs- mönnum heims, en ekki komizt á toppinn fyrr en nú. Velgengni sína á hann mest að þakka hinum 110 kg þunga Lord Alexander Hesketh, sem Hunt kynntist á næturklúbbaferðum sínum. Hesketh ákvað að veðja á Hunt, þegar hann var orðinn þreyttur á uppáhaldsiðju sinni, hundaveð- hlaupum, og eyddi miklum pen- ingum í Hunt meðan hann var að vinna sig upp. Þegar velgengni Hunts hófst og hann var fær um að endurgreiða Lord Hesketh vildi hann enga endurgreiðslu þiggja. Sagði að það væri nóg fyr- ir sig ef Hunt yrði heimsmeistari i ár. James Hunt er þekktur sem glaumgosi og sagt er að hann fari alltaf í kampavínsbað áður en hann fer í keppni. Og víst er að Hunt hefur í ríkum mæli notið kvenhylli þeirrar sem frægð hans og auðæfum fylgír og sjálfur seg- ist hann kjósa að skipta jafn oft um konur og aðrir menn skipta um sokka. En Hunt átti við mótlæti að etja f vetur, ekki sfður en Lauda, þótt af öðrum toga væri spunnið. Eig- inkona hans, Susy, sem var á sín- um tíma þekkt ljósmyndafyrir- sæta, hljóp frá honum, og þarf ef til vill engan að undra slfkt. Var hún ekki heima eitt sinn er Hunt kom frá kappakstursæfingu en frá vinum þeirra hjóna fékk Hunt þær fréttir að hún væri farin til Haiti til þess að ganga f hjóna- band með hinum þekkta leikara Richard Burton. Þetta gerðist skömmu fyrir „Grand Prix" kapp- Hunt. En svo var ekki að sjá. Bros hans þegar hann kom til keppni þessarar var jafn glaðlegt og áð- ur. — James elskar hinar björtu hliðar mannlffsins, sagði bróðir hans við þetta tækifæri, — hann nýtur þess að vera ungur, efnaður maður og það var mál konu hans hvort hún vildi búa við slíkt. En , þótt James njóti lífsins verður kappaksturinn honum alltaf það mikilvægasta og hann er ótrúlega fljótur að útiloka sig frá öllum vandamálum þegar hann kemur að bifreið sinni. Það er sem hann fari þá inn í nýja veröld. Ber virðingu fyrir Lauda Þegar Niki Lauda varð fyrir alvarlegu slysi í Nurburgring kappakstrinum í ágúst s.l„ var Hunt fyrsti maðurinn sem heim- sótti hann á sjúkrahúsið. Og þeg- ar Lauda fór að hressast hafði Hunt daglega sfmasamband við hann og hughreysti hann. Daginn sem ljóst var að Lauda myndi brátt verða fær um að aka að nýju, var enginn glaðari en Hunt. Þegar Hunt var spurður að þvf hvort hann áliti að það væri Lauda sem stæði bak við það að hann var þrívegis kærður f heims- meistarakeppninni í ár og tekin frá honum stig, svaraði Hunt. — Menn sem setja líf sitt að veði á kappakstursbrautunum og aka þar hlið við hlið, virða og dá hver annan. Minnstu mistök ein- hvers þeirra geta orðið til þess að aðrir lenda á sjúkrahúsi eða far- ast. Taki þeir ekki fyllsta tillit hver til annars fer eins. Það þarf mikið að ganga á áður en slíkir menn fara að standa i kærumál- um, og ég er viss um að Niki ÞEIR TEFLA JAFNAINI UM LÍF OG DAUÐA akstur Suður-Afríku og hefði Lauda á engan þátt i aðförinni að mátt ætla að það hefði áhrif á mér. LAUDA með konu sinni, sem jafnan fylgir honum á ferðum hans, og á erfiðar stundir meðan á keppninni stendur. JAMES Hunt í McLaren bifreið sinni. Margir segja að keppnin um heimsmeistara- titilinn standi milli framleiðenda ökutækjanna en ekki ökumannanna, og víst er að ekki er sama hvernig bifreiðin er. Það sannast bezt á Brasilíumanninum Emerson Fittipaldi sem gekk illa í ár er hann ók nýrri bifreiðategund. æssssat am

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.