Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1976
að hægt sé að hreins þær svo
fljótt á snjóþungum dögum að
menn komist leiðar sinnar í
vinnu. Hvað hitalagnir f götur
snerti, þá hefði tilraun verið gerð
í göngugötunni í Austurstræti og
vonast sé til þess að tilraun I
götunni ofan af Vesturhólum gefi
góða raun. En það sé dýr fram-
kvæmd að leggja heitt vatn í slik-
ar götur. Mætti búast við að lang-
ur tími líði áður en sllkar heita-
vatnsleiðslur verði komnar í þær
götur, sem taldar eru nægilega
brattar til að það réttlæti slíkt.
Einnig hefði komið á dagskrá að
reyna að hita upp gangstéttir, t.d.
í miðbænum og yrði það vafalaust
gert einnig áður en langt líður.
Um Fossvogsbrautina sagði
borgarstjóri það rétt, að erfitt
væri að hugsa sér hvernig hægt
væri að losna við þessa braut í
framtíðinni. Þó hún þurfi ekki að
koma alveg á næstu árum komi
hún til með að þjóna ákaflega
miklu hlutverki. Muna borgarbú-
ar og borgaryfirvöld þá standa
frammi fyrir vali í þessum efnum,
hvort menn vildu fá umferðina á
Bústaðaveg eða setja Miklubraut í
6 akgreinar með þeim kostnaði,
sem það hefði í för með sér.
Kvaðst borgarstjóri hafa þá sann-
færingu, að leggja verði braut eft-
ir Fossvoginum. Það megi að
sjálfsögðu gera á ýmsan hátt, svo
ekki skerði umhverfið. Slíkar göt-
ur megi grafa niður, þannig að
hljóðmengun frá þeim komi ekki
inn I íbúðarhverfin, eins og gert
sé erlendis. Þetta væri mál fram-
tíðarinnar, brautin væri jafnvel
ekki á því 20 ára skipulagi, sem
nú er að hefjast. Auk þess þyrfti
samkomulag milli Reykjavíkur og
Kópavogs um málið.
Hvað strætisvagna og barna-
vagna snertir, kvað borgarstjórn
þetta vanda með stóra barna-
vagna, þó reynt væri að hliðra
þannig til að taka kerrur inn þeg-
ar rými er I vögnunum. Kvaðst
hann enga lausn kunna á því.
Einnig þyrfti að minnast þess, að
vagnarnir aka á mjög skömmum
tíma og allar tafir á biðstöðum
geti valdið röskun á kerfinu. Þá
kvað hann misskilning hjá Berg-
þóru að borgin úthluti lóðum til
byggingarfyrirtækja en ekki ein-
staklinga. Borgin úthluti næstum
hvers sveitarfélags fyrir sig. Hef-
ur hvert sveitarfélag tekið þær
ákvarðanir án samráðs við hitt á
undanförnum árum. Sveitarfélög-
in I nágrenninu gera sér grein
fyrir því að auka þarf samvinn-
una og í því skyni voru stofnuð
sérstök samtök allra sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu sl.
vor. Eitt af fyrstu verkefnum
þessara samtaka á að vera að
koma á samræmdri vinnu við
aðalskipulag fyrir allt svæðið.
Mikilvægasti þátturinn í því
væri að sjálfsögðu umferðar-
kerfið, sem verður að vera byggt
upp með heildarsvæði fyrir aug-
um. Þá kæmi nýting lands, þannig
að sameiginleg ákvörðun verði
tekin um nýtingu lands I sveitar-
félögunum sem liggur að mörkum
hvers annars. Þannig gæti
Reykjavík kannski ákveðið að
byggja fallegt íbúðarhverfi að
mörkum Kópavogs, en hann svo
þungaiðnaðarhverfi á móti. En nú
sé vonast til með auknu samstarfi
að hægt verði að taka slíkar
ákvarðanir sameiginlega t.d. á
svæði eins og Fossvogsdal.
Hvað hjólreiðamenn snerti,
benti borgarstjóri á það, að i áætl-
un um umhverfi og útivist væri
gert ráð fyrir að koma upp
nokkuð samfelldu göngustíga- og
hjólreiðakerfi um alla borgina, og
væri unnið eftir þessu skipulagi I
nýju hverfunum, svo sem nú
Breiðholti. En áfram þyrfti að
halda. Nú væri gert ráð fyrir all
miklum göngustígum innan Foss-
vogshverfis, sem sumpart eru
komnir í framkvæmd. Gangstfgar
milli Huldulands 3 og 5 væru ekki
tímasettir, en að svo miklu leyti
sem þeir stígar eru borgarstlgar,
sagði Birgir Isleafur mundi reynt
að Ijúka þeim. Jafnvel á næsta ári
yrðu lokið göngustlgum I Foss-
vogshverfinu. Einnig hafði
Guðjón Armann Eyjólfsson spurt
um greiðslustöðu Ibúa við götuna
vegna framkvæmda á vegum
borgarinnar við Hulduland. Sagði
borgarstjóri að borgarstjórn hefði
samþykkt 1974 að borgin skyldi
taka að sér ákveðin verk fyrir
húseigendur, þ.e.a.s. bllastæði,
gangstéttir, gangstiga og raflýs-
lýsingar i því formi, að þeir sem
aðild eiga að einni lóð móti með
sér félagskap, og borgin fái fram-
1 miðvikudag I félagsheimili Taflfélagsins við Grensásveg og miklar
öllum einbýlishúsalóðum, öllum
raðhúsalóðum og keðjuhúsalóð-
um til einstaklina, sem eru að
byggja yfir sig. Og I herri fjöl-
býlishúsaúthlutun er yfirleitt
skipt úthlutun milli byggingar-
meistara og einstaklinga, sem
byggja til að selja og einstaklinga,
sem slá sér saman I hópa. Öllum
fjölbýlishúsunum i Fossvogi er
t.d. þannig úthlutað.
STOFNUÐ SAMTÖK
SVEITARFÉLAGANNA
Þá sagði borgarstjóri vegna
fyrirspurnar, að þvl miður hefði
samvinna milli sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu um skipu-
lagsmál ekki verið nægilega góð.
Að vísu stóðu öll sveitarfélögin að
svokölluðu svæðaskipulagi höfuð-
borgarsvæðisins, sem var gert
nokkuð samhliða aðalskipulagi
Reykjavlkur 1965 og lá á þvá að
ákveða sameiginlegt umferðar-
kerfi innan svæðisins. En hins
vegar ekki landnotkun annan
kvæmdina endurgreidda eftir
ákveðnum reglum. Því miður
hefði orðið nokkur misbrestur á
þessu sums staðar. Þegar hefur
komið að greiðslu, þá hafa sumir
skorist úr leik og það komið niður
á hinum borgurunum, þvl þá hef-
ur borgin ekki viljað halda áfram
framkvæmdum fyrr en búið er að
gera upp sakir. Kvaðst borgar-
stjóri skyldu beita sér fyrir því að
Guðjón Armann fái greiðsluyfir-
lit yfir þessa sérstöku fram-
kvæmd.
FRAMKVÆMDIR
IBLESUGRÓF
GANGA HÆGT
Ólafur Hannesson spurði um
fyrirkomulag á svæðinu milli
Stjörnugrófar, Undralands og
Bústaðavegar. Borgarstjóri sagði
að þetta ætti að vera opið svæði.
Ekki séu fyrirhugaðar nei^iar sér-
stakar framkvæmdir eða'bygging-
ar þar. Guðrún Sverrisdóttir
spurði, hvort gæsluvöllur eigi að
koma á ófrágengið svæði i Foss-
vogi og hvenær. Borgarstjóri
sagði ekki fyrirhugað I skipulagi
eins og nú standa sakir að fleiri
gæsluvellir kæmu að sinni.
Halldór Rafnar spurði um starfs-
völl, þar sem börn fengju að
smlða. Borgarstjóri sagði það ekki
á áætlun. Að vlsu væri reynt að
koma þessum starfsvöllum fyrir I
sem flestum hverfum borgar-
innar og þeam verði fjölgað. En
áætlun hefði ekki verið gerð um
það hvenær þeir gætu komið I þau
hverfi, þar sem þeir eru ekki enn,
sem væru raunar flest hverfin.
Starfsvellir væru ekki fleiri en 4,
en nytu vaxandi vinsælda.
Baldvin Einarsson spurði hvernig
væri með endanlegan frágang á
götum og gangstlgum I Blesugróf,
svo og aðstöðu strætisvagna-
stöðvar á Breiðholtsbraut?
Borgarstjóri sagði að mjög hægt
gengi að ganga endanlega frá göt-
um og gangstlgum I Blesugróf,
sem ætti rætur að rekja til þess,
að Blesugrófin byggðist fyrst upp
utan heildarskipulags. Síðan
hefði borgin samþykkt skipulag
þar, og eftir því væri unnið með
nýbyggingu. Fólk, sem á gömul
hús, hefði getað fengið þar nýjar
lóðir og þá rifið sin gömlu hús og
byggt upp. En það gengi hægt og
ennþá væru I mörgum götustæð-
um framtíðarinnar hús til staðar.
Þess vegna hefði ekki verið hægt
að ganga endanlega frá götum og
gangstfgum, en reynt yrði að gera
það eftir þvl sem framkvæmd
skipulagsins miðaði. Hvað bið-
skýli snerti, væri nú verið að setja
allmörg biðskýli upp. Staðsetning
þeirra væri ekki endanlega
ákveðin og lofaði borgarstjóri að
koma ábendingu um þetta
ákveðna skýli til forstöðumanns
strætisvagna.
Anna Albertsdóttir spyr hve-
nær verði gengið frá stlgum frá
Teigagerði út I Bústaðahverfi?
Borgarstjóri kvað þann stlg ekki á
framkvæmdaáætlun I ár, en nú
væri unnið að áætlun fyrir næsta
ár. Svaraði borgarstjóri spurn-
ingu Sigurðar Gfslasonar um
gangstéttir og götulýsingu milli
Hæðargarðs og Hólmgarðs I neðri
götu. Taldi hann hættulega um-
ferð þarna I myrkri. Sagði borgar-
stjóri brýna þörf á að koma upp
þessum gangstig, sem reyndar
væri á skipulagi og kvaðst hann
mundu hafa I huga og reyna að
koma áleiðis báðum þessum ósk-
um íbúanna um gangstígagerð á
næsta ári.
Lárus Þórðarson spurði um lóð-
ina við verzlunarhúsið við Grlms-
bæ, einkum að erfitt væri að kom-
ast með reiðhjól og barnakerrur
upp á Bústaðaveginn. Einnig
spurði hann um gangstíga, hvort
ætlunin væri að íbúar I Efstalandi
borguðu gangstiga fyrir fólk sem
býr neðar. Og i þriðja lagi spurði
hann um hvernig greiðslu yrði
háttað vegna götufærslu á Efsta-
landi upp að stokknum.
Jón Stefánsson vék að Háaleit-
ishverfinu og Hvassaleitishverf-
inu og kvað það hverfi vanta alla
áningaraðstöðu fyrir gangandi
fólk, sér i lagi fullorðið fólk.
Vanti gróðurvin, þar sem fólk geti
setzt niður. Spurði hann hvort
ekki væri hægt að leggja kvöð á
stærri verzlanasamstæður, eins
og i Miðbæ og Austurveri, að þeir
sæju sínum viðskiptavinum fyrir
þeirri aðstöðu, alveg eins og þeim
væri ætlað að gera bflastæði.
Erla Sandholt spurði hvort ekki
mætti takmarka eða banna bif-
reiðastöður við Almgerði, þar sem
gatan er mjög mjó. Einnig hvort
ekki yrði nægilega stór lyfta i
húsinu fyrir aldraða I Furugerði,
svo þar t^mist hjólastóll, þar sem
ekki sé svo I Norðurbrún 1.
Olafur Guðjónsson sagði, að
Fossvogsvegur milli Reykjanes-
brautar og Eyrarlands sé með
óbundnu slitlagi og rykið ylli íbú-
um óþægindum, þegar ekið væri
hratt niður Eyrarlandið.
Ulfur Sigurmundsson spurði
hvort ekki mætti taka þverslár,
sem loka veginum frá skólanum
og út á Traðarland, og leyfa fólki
að aka þar þegar ófært er að vetr-
inum.
Atli örn Hilmarsson spurði
hvort ekki væri hægt að gera eitt-
hvað fyrir unglingana t.d. I
Hvassaleitishverfi, þar sem er
stór kjallari I safnaðarheimili
Grensássóknar.
Baldvin Einarsson spurði hvort
ekki væri hægt að fá varanlegt
slitlag á Stjörnugróf og opna þar
leið I Kópavoginn og I Breiðholt.
Borgarstjóri svaraði Lárusi
Þórðarsyni um greiðslu við flutn-
ing vegarins við Grímsbæ. Borgin
stæði undir kostnaði við nýju
brautina, sem lögð yrði við stokk-
inn, en Ibúðareigendur mundu þá
væntanlega ganga frá lóðum nær
húsunum. Abendinguna um að
erfitt væri að komast á Bústaða-
veginn með barnakerrur og vagna
kvaðst borgarstjóri Skyldu at-
huga. Lóðum I Fossvogi var út-
hlutað með kvöð um að íbúðareig-
endur gengju frá gangstfgum um
hverfið, sem eiga að þjóna gang-
andi umferð, en þeir tengjast svo
inn I gangstlgakerfi borgarinnar,
sem borgin hefur byggt og staðið
undir. Ibúðareigendur ættu að
ganga frá stígum, sem eru inni á
þeirra lóðum. Borgarstjóri kvaðst
vita að þetta hefði valdið
óánægju, enda flókið mál þar sem
margar íbúðir og ólíkar tegundir
séu þannig saman og erfitt að ná
samstöðu. 1974 gerði borgin tilboð
um að annast þetta gegn endur-
greiðslu, sem fyrr var frá skýrt.
Sums staðar hefði náðst samstaða,
annars staðar ekki, og I þriðja lagi
hefði á stöku stað náðst samstaða
I byrjun, en slðan ekki verið stað-
ið við greiðslúr, sem upphaflega
var samið um. Þá kvað borgar-
stjóri erfitt að leggja kvaðir á
fyrirtæki eftir á, eins og Jón B.
Stefánsson stakk upp á, en mætti
hafa I huga slðar. Þá kvað hann
uppástungu Erlu Sandholt um
hjólastólalyftu ágæta og verða
könnunar. Að þvl er varðar tak-
mörkun bifreiðastæða við Álm-
gerði, kvaðst borgarstjóri beina
þeirri athugasemd ,til umferðar-
nefridar og umferðardeildar borg-
arinnar, svo það yrði kannað. En
þetta væri vandamál víðar I borg-
inni. Þá sagði hann, að Fossvogs-
vegur frá Eyrarlandi að Hafnar-
fjarðarvegi ætti að leggjast niður
skv. skipulagi, og þvl hefði borgin
ekki viljað leggja mikið fjármagn
I varanlegt slitlag þar. En þar sem
þarna væri aðalinnkeýrslan til
Skógræktarinnar, fyndist honum
sjálfsagt að kanna hvort ekki sé
hægt að ganga þannig frá enda
vegarins að það valdi ekki íbúum,
sem næstir eru, ama. Kvaðst hann
mundu koma þeim tilmælum til
gatnamálastjóra. Brautin, sem
lokað var neðst I Fossvogi I sum-
ar, var lokuð vegna mikilla kvart-
ana Ibúanna-í nágrenninu um
óþarfa umferð og hringakstur, en
friðsælar ibúðagötur þarna væru
fyrst og fremst ætlaðar fyrir um-
ferð að húsunum. Kynni að valda
einhverjum ruglingi að opna göt-
una aftur, a.m.k. yrði þeir ekki
ánægðir, sem kvörtuðu fyrr.
Þá vék borgarstjóri að ung-
lingavandamálum og spurningu
Atla Arnar Hilmarssonar um að-
stöðu fyrir unglinga. Sagði borg-
arstjóri engar sérstakar áætlanir
um byggingú eða staðsetningu fé-
lagsmiðstöðvar I Hvassaleitis-
hverfi. 1 þessu sambandi gat borg-
arstjóri þess, að á næsta hálfa
mánuði yrði opnuð félagsmiðstöð,
sem borgin hefur innréttað I
kjallara Bústaðakirkju I leiguhús-
næði, og er verið að ljúka fram-
kvæmdum. Yrði sú félagsmiðstöð
i likingu við það sem er I Fella-
hverfi. Þó nokkuð langt sé og yfir
Miklubraut að fara, kvaðst borg-
arstjóri vona að hún gæti þjónað
Háaleitishverfi líka. Næsta fé-
lagsmiðstöð verður I Árbæjar-
hverfi. Loks svaraði borgarstjóri
Baldvin Einarssyni um slitlag á
Stjörnugróf á leið út á Reykjanes-
braut og sagði að ekki væri reikn-
að með að gata þessi verði I fram-
tfðarskipulagi og kvaðst ekki
bjartsýnn á að borgin vildi kosta
til þess að setja á hana slitlag,
nema hægt sé að fella þennan
götuspotta aftur inn i skipulag og
hún þjóni ákveðnum tilgangi.
I lokin þakkaði borgarstjóri
fundarmönnum fyrir komuna og
ágæt skoðanaskipti um borgar-
mál, ábendingar og fyrirspurnir,
sem væru honum mikilvægar I
starfi.
_________________________33_
— Rannsóknir
Framhald af bls. 18
leiðbeiningar fyrir þá sem gera áætlan
ir um stærð og gerð súgþurrkunarkerfa
í hlöðum.
Vinnurannsóknir varðandi verktækni
við heyverkun: Gerðar hafa verið
rannsóknir á þessu ári og undanfarin
ár. Nýlega hafa birst ritgerðir um efni
við flutning heyfóðurs úr geymslu á
fóðurgang og/eða í jötu, og kemur þar
m.a. fram samanburður á vinnu við
þurrhey og vothey. í þessu sambandi
hafa yerið gerðar prófanir á mismun-
andi tæknibúnaði til þess að leysa
þessi verk Áður hafa farið fram vinnu-
rannsóknir varðandi mismunandi
tækni við öflun heyja, bæði þurrheys
og votheys.
Hraðþurrkun heys við jarðhita:
Gerðar voru frumathuganir varðandi
hraðþurrkun heys við jarðhita og fékkst
til þess aðstaða i þangverksmiðjunni á
Reykhólum 13. og 14 sept
s I Frekari rannsókna þörf.
Steinþór Gestsson (S) þakkaði
svör ráðhprra, gerði grein fyrir þvi að
rannsóknarstorf í þágu atvinnuvega
okkar skiluðu jafnan arði f þjóðar-
búið og sagði að lokum:
„Eins og fram kom í svari ráðh . þá
beinist margra hugur að þvi að fara
meira inn á votheysverkun heldur en
gert hefur verið, og ég er ekkert i vafa
um að það er verulegt atriði til bjargar
að gera það En það er einnig á þvi
sviði margt ógert til þess að sýna fram
á, á hvern hátt verði best staðið að
votheysgerð Mér þykir eftirtektarvert
að leiðangrar, sem gerðir voru af Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins norður f
Strandasýslu, bæði seinni partinn á s.l.
vetri og eins i sumar, sanna manni að
það er ekki sama hvernig að votheys-
verkuninni er staðið, og það þarf
einnig að huga að þvi, hvers konar
gras er verið með í votheysverkuninni.
Það lítur út fyrir það, eftir þvi sem
þessir rannsóknarmenn frá Rannsókna-
stofnuninni segja. að grasið á Strönd-
um sé blaðrikara heldur en það er um
Suðurland og það sé ein af skýringun-
um á þvi, að votheysverkun er vinsælli
þar í sveit heldur en um Suðurland
Það er annað lika sem er mjög nauð-
synlegt að kanna og meta þegar um
votheysgjöf er að ræða. að hversu
miklu leyti er hægt að nota vothey til
fóðrunar. Það virðist vera nokkurn veg-
inn fullsannað, að það er mögulegt að
fóðra sauðfé algerlega á votheyi, gefa
því það eingöngu. Hins vegar hafa
verið gerðar tilraunir með það, hversu
mikið sé hægt að hagnýta það til að
fóðra kýr, og það hefur verið gerð um
það tilraun, en enn þá vantar mannafla
til að gera upp þá tilraun. Útlit er fyrir
að kýr þurfi að éta um 60 kg af votheyi
á sólarhring, en það virðist vera erfið-
leikum bundið að fá þær til að éta
meira en 25 — 30 kg Þess vegna
hygg ég að þar sem um verulega
mjólkurframleiðslu er að ræða, þá
muni votheysverkunin ekki geta full-
nægt þeim heyöflunarmöguleikum
sem þeir menn þurfa að hafa sem búa
með kýr
Þetta og margt fleira þarf að rann-
saka I þessu efni, og ég vænti þess
fastlega, sem raunar kom fram í svari
hæstv landbrh . að hann hlutist til um
það að fé fáist til rannsókna á heyverk
un og notagildi hinna ýmsu aðferða
Ég vona að ekki þurfi fleiri óþurrka-
sumur til þess að við hér á Alþ getum
sameinast um að hrinda fram umbót-
um i þessum málum
— Þingfréttir
Framhald af bls. 18
1 Stefnt skal að þvi að koma á
heildarkerfi, framtíðarskipan i sam-
ræmi við þau viðhorf sem rikja i
þessum málum og þær þjóðir
byggja á sem lengst eru á veg
komnar
2 Löggjöfin spanni þannig yfir
heilsugæslu. kennslu og þjálfun og
félagslega þjónustu hvers konar og
samræmi alla þessa þætti undir
einni heildarstjórn.
Flýtt verði uppbyggingu
vega í snjóþungum
héruðum
FIMM þingmenn Fransóknarflokks-
ins og þrír þmgmenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar um að flýta
uppbyggingu þjóðvega í snjóahér-
uðum landsins Tillagan gerir ráð
fyrir að ríkisstjórnin láti gera áætlun
um kostnað við uppbyggingu þjóð-
vegr.kerfisins í hinum snjóþyngri
héruðum landsins með það fyrir
augum að þjóðvegirnir um byggðir
verði gerðir vetrarfærir á næstu
4—6 árum Kostnað við þetta verk-
efni beri Vegasjóður en Alþingi taki
siðar ákvörðun um erlendar eða inn-
lendar lántökur. ef börf krefur
9 9 9 $