Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1976
Fíkniefnamálið mikla:
Lagt hald
geymdar 1
»»■
Fyrsti visir að skipulagðri fíkni-
efnadreifingu, sem vitað er um hér-
lendis,” segja rannsóknarmenn
UAGT hefur verið hald á nokkrar milljónir króna, en féö
er söluhagnaður þeirra aðila, sem viðriðnir eru fíkni-
efnamálið mikla, sem nú er unnið að rannsókn á. Var
stór hluti þessa fjár geymdur í bankahólfi í borginni.
Eitthvað af fénu mun hafa verið í eriendum gjaldeyri,
en komið hefur fram við rannsókn málsins, að tölu-
verður hluti þessara fíkniefna, sem flutt voru inn í
landið, fór áfram til hermanna á Keflavíkurflugvelli. Að
sögn Arnars Guðmundssonar, fulltrúa við Fíkniefna-
dómstólinn, en hann hefur veitt Mbl. upplýsingar um
framangreind atriði, er mál þetta fyrsti vísirinn af
skipulagðri fíkniefnadreifingu, sem vitað er um hér-
lendis.
Vefina rannsóknar þesxa
umfaníismikla máls, sitja nú í
Viðræður
við EBE
á f östudag
FINN Olav Gundelach, sem sæti á
í framkvæmdastjórn Efnahags-
bandalags Evrópu og stjórna mun
þeim viðræðum, sem fara munu
fram milli handalagsins og
tslands að ósk þess, er væntanleg-
ur til Islands á fimmtudag. Á
föstudag munu þeir Einar
Ágústsson og Matthfas Bjarnason
eiga við hann viðræður f Ráð-
herrabústaðnum við Tjarnargötu.
I viðræðunum munu einnig taka
þátt embættismenn, en sam-
kvæmt upplýsingum Henriks Sv.
Björnssonar ráðuneytisstjóra hef-
ur enn ekki verið ákveðið, hverjir
þeir verða.
Henrik Sv. Björnsson kvað
Efnahagsbandalagið hafa óskað
eftir þessum viðræðum og myndu
aðilar skiptast á skoðunum. Því
kvað hann þessa ferð Gundelachs
til Islands eins konar könnunar-
ferð til þess að athuga möguleika
á viðræðum.
Finn Olav Gundelach er fulltrúi
Dana í f' amkvæmdastjórn Efna-
hagsbandalagsins og eini fulltrúi
þeirra. lann hefur haft með
Framhald á bls. 47
20 hafa sótt um
innflutningsleyfi
til Ástralíu
UM 20 manns munu hafa sótt
um innflutningsleyfi til
Ástralíu. Óvfst er hvort
einhverjir eða hve margir fái
innflutningsleyfi þangað.
Sumir umsækjendanna eiga
þegar ættingja f Ástralfu og
hyggjast flytja búferlum til
þeirra.
Einnig er að venju talsvert
um, að tslendingar flytjist til
Kanada, enda eiga margir ætt-
ingja þar.
á milljónir
bankahólfi
gæzluvarðhaldi 8 ungir menn. Um
helgina var einuni manni sleppt,
sem setið hafði inni i 15 daga,
gæzluvarðhaldsvist annars var
framlengd um 15 daga og í gær
var bandarískur varnarliðsmaður
á Keflavíkurflugvelli úrskurðað-
ur í allt að 30 daga gæzluvarðhald
vegna rannsóknar málsins. Krá
upphafi þess í júlí hafa verið
kveðnir upp á þriðja tug gæzlu-
varðhaldsúrskurða, og talið er að
nú þegar hafi nær 100 einstakl-
ingar tengst því á eínhvern hátt.
Fíkniefnasmygl þetta hefur við-
gengist síðan í vor og á þessu
tímabili hafa komið inn í landið
tugir kílóa af fíkniefnum. íslenzk
ungmenni hafa staðið að innflutn-
ingnum og dreift fíkniefnunum
bæði meðal íslendinga og einnig
Framhald á bls. 47
Það var stór stund hjá Suðurnesjabúum
þegar fyrsti áfangi Hitaveitu Suðurnesja
var formlega tekinn I notkun á laugar-
dag. Og það er óhætt að segja að veður-
guðirnir hafi lagt blessun sfna yfir
athöfnina sem fram fór í Svartsengi við
Grindavfk. Myndin er tekin skömmu
eftir að orkumálaráðherra, Gunnar
Thoroddsen hafði skrúfað fra krananum,
sem veitir vatninu til Grindavfkur. Sjá
frétt á bls. 19.
Ljósm. Mbl. RAX
Reynt ad naudga ungri stúlku:
Enginn vildi veita
henni hjálparhönd
TILRAUN var gerð til að nauðga
tvftugri stúlku rétt við götuna
Sigtún f Reykjavfk aðfararnótt
s.l. sunnudags. Áður en maðurinn
gat komin fram vilja slnum, hafði
lögregluna borið að. Gat hún náð
stúlkunni úr klóm mannsins. Er
maðurinn nú f haldi lögreglunn-
ar.
„Undir venjulegum kringum-
stæðum hefði ég ekki látið blöðin
fá upplýsingar um þetta mál, en
þar sem mikinn lærdóm má draga
af þessu máli, ætla ég að gera
það,“ sagði rannsóknarlögreglu-
maður, sem Morgunblaðið ræddi
við í gær.
Málavextir voru þeir, að sögn
rannsóknarlögreglumannsins, að
stúlkan var í veitingahúsinu
Klúbbnum, og hafði orðið þar við-
skila við vinkonu sína. Var það
um tvöleytið um nóttina að hún
lagði af stað frá Klúbbnum í átt
að veitingastaðnum Sigtúni og
gekk meðfram Kringlumýrar-
Framhald á bls. 47
Byssumennirnir
í 90 daga gæzlu
PILTARNIR tveir, sem gengu
skjótandi um götur borgarinnar
s.l. laugardagsmorgun, háfa báðir
verið úrskurðaðir í allt að 90 daga
gæzluvarðhald og gert að sæta
„Við hreinlega flugum
fram af sprunguveggnum”
Bjargmaður úr Vestmannaeyjum alvar-
lega slasaður eftir hrap í Gígjökli
EINS OG sagt var frá í Morgun-
blaðinu s.l. sunnudag slösuðust
þrfr Vestmannaeyingar I Gfg-
jökli við Þórsmörk s.l. laugar-
dag er þeir voru þar ásamt
fleiri félögum hjálparsveita
skáta úr Reykjavík og Kópa-
vogi. Einn Eyjamannanna,
Kjartan Eggertsson, slasaðist
mjög alvarlega, höfuðkúpu-
brotnaði og hlaut opið beinbrot
á læri. Hann liggur nú á gjör-
gæzludeild Borgarspftalans og
hefur ekki komizt til meðvit-
undar ennþá, en gerð var á hon-
um höfuðaðgerð. Tveir aðrir af
fjórmenningunum hlutu bein-
brot og aðra slæma áverka, en
einn slapp ómeiddur. Állir eru
mennarnir f hópi reyndustu
fjallgöngumanna landsins og
útbúnaður þeirra er mjög full-
kominn.
Morgunblaðíð ræddi í gær við
einn félaganna úr hjálparsveit
skáta í Vestmannaeyjum, Sig-
urð Ásgrimsson, en hann hand-
leggsbrotnaði og fór úr axlarlið,
tognaði á úlnlið og ökkla og
marðist talsvert. Hann var kom-
inn heim til Eyja i gær, en
sagðist svo frá:
„Við vorum þarna hátt uppi í
Gígjökli, sem er skriðjökull,
fyrir ofan jökullónið á leiðinni
inn í Þórsmörk. Við vorum bún-
ir að fara yfir' erfiðasta kafla
leiðarinnar og hættulegasta,
gjár og sprungur, en þegar slys-
ið varð vorum við að ganga upp
jökulbrekku sem hefur líklega
haft um það bil 30—40 gráða
halla. Við vorum fjórir og vor-
um allir bundnir í eitt band, 40
m. langt, þannig að það voru
um 10 metrar á milli okkar.
Þessi ísbrekka lá niður að
sprungu sem við höfðum geng-
ið eftir fyrr um daginn, en slys-
ið varð með þeim hætti að þeim
sem var neðstur í brekkunni
skrikaði fótur og það skiptÍÆng-
um togum að sá næsti féll við
átakið og þeir byrjuðu að renna
niður íshelluna. Ég var efstur
og sá þegar sá neðsti Téll. Ég
skorðaði mig þá þegar af við
ísnybbu og spyrnti við um leið
og ég reyndi að höggva báðum
ísöxunum í ísinn. En allt skeði
þetta með miklum hraða og
félagar mínir voru komnir á
fulla ferð. Þegar slynkurinn
kom á mig fannst mér eins og
fóturinn á mér brotnaði og ís-
Framhald á bls. 47
Annar þeirra hafði
hlotið 32 mánaða
fangelsisdóm dag-
inn fyrir atburðinn
geðrannsókn á tfmabilinu. Ur-
skurðinn kvað upp Þórir Odds-
son, aðalfulltrúi við sakadóm
Reykjavfkur.
Piltar þessir eru 19 og 21 árs að
aldri. Á föstudaginn, daginn áður
en drengirnir frömdu verknað-
inn, hafði fallið dómur í málum
yngri piltsins. Hann hafði f aprfl í
vetur brotizt inn í sömu verzlun,
Sportval við Laugaveg, tekið byss-
ur traustataki og hafið skothríð,
og varð hann ekki yfirbugaður
fyrr en táragasi hafði verið skotið
inn í verzlunina. Þá hefur hann
einnig á samvizkunni 1 ‘A milljón-
ar króna þjófnað úr bæjarskrif-
stofunum í Kópavogi fyrir tveim-
ur árum síðan. Fyrir afbrot sin
var pilturinn dæmdur í 32 mán-
aða fangelsi á föstudaginn, og
kvað Sigurberg Guðjónsson, full-
trúi við bæjarfógetaembættið í
Kópavogi, upp dóm þennan. Átti
eftir að birta piltinum dóminn.
Við yfirheyrslur yfir piltunum
"■ Framhald á bls. 47