Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.1976, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. NOVEMBER 1976 Silfurdepillinn Eftir Annette Barlee Fyrsta verslunin við enda blómabeðs- ins selur sælgæti. Þar er venjulega mesti sægur af álfabörnum, sem eru að kaupa sér brjóstsykur og súkkuiaði og alskonar svaladrykki. Sælgætið er búið til úr hun- angi og hnetum og rjóma, og það er vafið inn í blómablöð, svo það verði ekki óhreint. Á sumrin selur verslunin enn- fremur sykruð bláber og jarðarber. Á næsta húsi var stórt, rautt skylti, sem á var ritað: „Hjálparsveitin“. Þetta var ákaflega þarfsöm stofnun, sem eins og nafnið ber með sér, gerði ekkert ann- aö en hjálpa álfum, sem lentu í vandræð- um. Þannig var það til dæmis, ef ljósálfur veiktist og hafði engan til að taka til í húsinu hjá sér og líta eftir börnunum, þá þurfti ekki annað en hringja á Hjálpar- sveitina, og hún sendi pilt eða stúlku á vettvang. Sveitin var meira að segja svo hjálpsöm, að ef áfana vatnaði ávexti til að búa til aldinmauk, þá sendi hún stráka til að tína ávexti af trjánum og bjó svo til eins mikið af aldinmauki og beðið var um. Stundum kom það raunar fyrir, að strák- arnir borðuðu nokkuð mikið af þessu sælgæti, en enginn reiddist þeim þó, því það gera álfarnir mjög sjaldan. Heilmikil hrúga af varningi lá fyrir framan runnann, sem var næst við húsa- kynni Hjálparsveitarinnar. Þarna voru burstar, baðker, hengikojur og heilmikið af köðlum. Inni í runnanum mátti sjá mikið af álfum við vinnu sína. Sumir bjuggu til bursta úr grasi og strái, aðrir voru að mála köngurlóavefi, sem notaðir voru til að búa til hengikojurnar. Allt í einu sást hvar gamall, gráhærður ljósálfur, sem átti verksmiðjuna þarna, kom gangandi. Hann rogaðist með ein- hverja feikiþunga byrði, dró hana eigin- lega á eftir sér yfir sóleyjarnar og fífl- ana, sem voru miklu hærri en hann sjálf- ur og hérumbil huldu hann með öllu. Ýmsir viðskiptavinir hans voru við- staddir, þegar gamli álfurinn loks komst að verksmiðjunni og fleygði sér endilöng- um á dúnmjúkan mosabing. MORö'dNf KAFP/Nd Það bjargar ekki vatnsskort- inum, þó þú farir ekki nema hálfsmánaðarlega I bað. Afsakaðu flugstjóri þennan ofsahnerra. nwm i i i '' i r/ ODOODDODö/W ^mooom OOOOOOOO Hvað er að þessu, þú ert sjálfur með allar þínar orður Seinast þegar við tilk. fljúg- andi disk, var okkur bannað að drekka bjór I vinnunni. Þjónn: Húsbóndinn bað mig um að segja vður að hann væri ekki heima. Gesturinn: Á, sagði hann það. Viljið þér þá ekki segja honum að ég hafi ekki komið. — Það er hægt að græða peninga á margan hátt. — En það er ekki hægt að græða peninga á heiðarlegan hátt nema á einn veg. — Á hvaða hátt? ■ — Jú, datt mér ekki I hug, að þér myndi vera ókunnugt um það. — Pabbi, hvernig stendur á þvf að negrar eru svartir? — Ósköp spyrðu heimsku- lega, drengur. Heldurðu að þeir væru kallaðir negrar, ef þeir væru hvftir? V_____________________________ I amerfskum skóla: Kennarinn: Hver var fyrsti maðurinn? Nemandinn: Whasington. Kennarinn: Nei, nei, Adam var fyrsti maðurinn. Nemandinn: Ef þú átt við út- lendinga, þá geri ég ráð fyrir að hann hafi verið það. Hún: Þú kvartar um það að maturinn sé slæmur hjá mér, en þó heyrði ég að þú sagðir við kunningja þfna fyrir skemmstu að þú hefðir gifzt mér vegna þess hve ég bý til góðan mat. Hann: O, maður verður að finna upp einhverja afsökun. Veiztu það, að framkvæmda- stjórinn ætlar að fá sér hvíld frá störfum f nokkur ár? — Já, hann hefur nú oft sagt það. — Já, en nú er það hæsti- réttur, sem segir það. ___________________________/ Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 4 er skálað eins og venja er til. Þeir fá hann til að drekka meira. Ham- ingjan ein má vita hvað þeir hafa eiginlega gefið honum að drekka fyrst hann varð svona útúrfullur? Hvað sem þarna hafði nú gerzt — þegar Saint Therese skreið út úr höfninni á flóðinu og stefnir mót opnu hafi liggur Jules Lapie dauðadrukkinn niðri f lest og hrýtur svo að heyrist langar leiðír — og allir halda að hann hafi fyrir löngu komið sér f land — að minnsta kosti segja þeir svo. Lestinni hefur verið lokað. Hann finnst ekki fyrr en tveimur dögum sfðar. Kapteinninn neitar að súna við og á þann hátt er Lapie, sem þá var á báðum fótum heilum á leið til Cap Horn. Hann missti annan fótinn á þessari ferð. Það gerðist dag nokkurn f ólgusjó þegar hann datt niður um lúgu f skipinu. Mörgum árum sfðar er hann drep- fnn af byssuskoti mánudag einn að vori, aðeins fáeinum mfnútum eftír að hann hefur verið planta tómötum og Felice hefur verið að gera innkaup f nýju búðinni hennar frú Melaine Choiehoi. — Við skulum fara niður aftur, segir Maígret og andvarpar. Húsið er rólegt og þekkilegt og alls staðar ilmar af hreinlæti. Lögregluforinginn opnar dyrnar inn f svefnherbergið f hálfa gátt. Þvf hefur nú verið breytt f syrgj- endaherbergi þar sem Ifkið er lát- ið hvfla. Hann sér að kistunni hefur verið komið fyrir á borði með hvftum dúk og hjá stendur fontur með vfgðu vatni og bóm- um. Felicie stendur í eldhúsdyrun- um og bfður. — Þér vitið sem sagt ekki nokkurn skapaðan hræranlegan hlut. Þér sáuð ekkert og þér hafið ekki minnsta hugboð um hver það var sem heimsótti húsbónda yð- ar.. .ég meina Jules.Lapie.. .með- an þér voruð fljurtu. Hún horfir á hann án þess að svara. — Og þér eruð vissar um að þegar þér komuð aftur stóð að- eins eitt glas á borðinu f garðhús- inu. — Eg sá aðeins eitt.. .Ef þér getið komið auga á tvö... — Fékk I.apie oft gesti? Maigret tyllir sér niður við eldavélina og gæti undur vel hugsað sér að fá eínhverja hress- ingu, helzt af þessu rósavfni sem Felicie var að minnast á áður og hann hefur séð tunnur fullar af þvf f svölum á vfnkjallaranum. Sólin er komin hærra upp á him- ininn og morgunloftið er að taka breytingum. — Hann kærði sig ekkert um að fá heimsóknir... Vægast sagt furðulegur þessi maður. Lff hans hafði gerbreytzt við þessa slysalegu ferð tii Cap Horn! Þegar hann hafðí komið aftur til Fecamp gat fólk ekki látið vera að skemmta sér yfir þessu ævintýri hans, þrátt fyrir ákveðna samúð sem það hafði með honum vegna þess að hann hafði misst fótinn. Og sfðan byrjar hann sína löngu baráttu við útgerðarmenn Saint Therese. Hann staðhæfir að útgerðin eigi að bæta honum tjónið að hann hafi farið um borð gegn vilja sfn- um og þar af leiðandi sé það út- gerðarfélagið sem eigi að bæta honum þann missi. Hann metur fótmissinn eins hátt eins og mögulegt er og vínnur málið. Við dóm eru honum einnig úrskurðuð mjög rffleg eftirlaun. Fólkið f Fecamp skemmtir sér Ifka yfir þessu. Hann forðast að vera samvistum við aðra og held- ur sig mest út af fyrir sig. Og hann er meðal þeirra fyrstu sem reisir sér sfðan bú f Jeannville. Sér til aðstoðar f húsinu ræður hann unga stúlku frá Fecamp sem hann hafðí þekkt frá þvf hún var barn — Hvað hafið þér verið lengi á heimílinu? — Sjö... — Þér eruð tuttugu og fjög- urra ára núna.. þér hafið sem sagt verið sautján ára þegar... Svo spyr hann skyndilega — Eigið þér vin? — Hún Iftur á hann og svarar ekki frekar en svo oft áður. — Ég var að spyrja hvort þér ættuð vin? — Mitt einkalff kemur engum við nema mér? — Heimsótti hann yður hing- að? — Eg er ekki skyldug að svara. Hann er orðinn æfur af gremju og Maigret langar einna helzt til að gega henni löðrung eða taka um axlir henni og hrista úr henni dyntfna. — O, jæja, ég kemst að þvf sjálfur. — Þér komist ekki að nokkrum sköpuðum hlut... — Jæja, þá segjum við það að ég komist ekki að neinu... Svo þagnar hann. Þetta var ein- um of langt gengið. EtIar hann að fara að mynnhöggvast við þessa stúlkukind? — Þér standið fast á þvf að þér hafið-ekkert að segja mér. Þér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.