Morgunblaðið - 11.11.1976, Qupperneq 1
40 SÍÐUR
262. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
50 ára afmælis krýningar Hirohitos keisara (fyrir miðju) minnzt í Budokan-salnum f Tokyo. 7.000 gestir
sðttu athöfnina, þar á meðal embættismenn stjórnarinnar og fulltrúar erlendra rfkja.
Japans-
keisari
hylltur
Tokyo, 10. nóvember.
AP. Reuter.
JAPANIR minntust I dag 50
ára afmælis valdatöku Hiro-
hitos keisara sem hefur setið
lengur á valdastóli en nokkur
annar þjóðhöfðingi í heiminum
og nokkur annar keisari í
Japan.
Afmælisins var minnzt við
látlausa athöfn sem 7.000 gestir
sóttu í Budokan-salnum í
Tokyo, en flestir fulltrúar
sóslalista. kommúnista og ann-
Framhald á bls. 22
Sýrlendingar sækja án
mótspyrnu inn í Beirut
Beirút, 10. nóvember. AP. Reuter.
SVRLENZKI herinn sótti inn f Beirút úr þremur áttum f dag án þess
að mæta mótspyrnu og hertók borgina til að binda enda á 19 mánaða
borgarastrfð f Líbanon f samræmi við friðaráætlun æðstu manna
Arabalandanna.
Skæruliðar vinstrimanna og hægrimanna sáust hvergi þegar sýr-
lenzki herinn umkringdi Beirút með stuðningi skriðdreka og stór-
skotaliðs og f jarlægði tugi götuvfgja á vegum umhverfis borgina.
Þegar Sýrlendingar sóttu inn f suðurhverfin var geysihörð stórskota-
árás gerð á yfirráðasvæði vinstrisinna f vesturhluta Beirút og að
minnsta kosti tveir biðu bana og 30 særðust, en verið getur að þetta
hafi verið sfðasta meiriháttar skothrfðin í borgarastrfðinu.
strangri og hlutlausri stefnu.
Enn er mörgum spurningum
ósvarað eftir borgarastríðið sem
hefur kostað um 40.000 manns
lífið.
Leiðtogar hægri manna
spyrja hvort Sýrlendingar muni
snúa við þeim baki. Vinstrisinnar
spyrja hvað verði um vonir þeirra
um stjórnmálaumbætur.
Palestinskir skæruliðar eru tor-
tryggnir í garð gæzluliðsins þar
sem Sýrlendingar hafa tögl og
hagldir í því.
Hermenn deiluaðila hafa ekki
verið afvopnaðir. Þeir hafa aðeins
falið vopn sín og bíða átekta.
Nýir bardagar i Suður-Líbanon
hafa auk þess dregið úr vonum
um skjótan frið. ísraelskt herlið
hefur tekið sér stöðu rétt innan
við landamærin og gert varúðar-
ráðstafanir að sögn israelska út-
varpsins.
Herlið Unita
á undanhaldi
Hraðlest
ók á bíl —
10 fórust
Zagreb, 10. nóvember. Reuter.
TÍU BIÐU bana og 29 slös-
uðust þegar hraðlest rakst
á hópferðabifreið sem ók
yfir járnbrautarlínu
skammt frá Zegreb í Júgó-
slavíu í dag.
Þeir sem biðu bana voru ailir úr
bílnum og allir þeir sem slösuðust
nema einn. 1 bílnum voru verka-
menn og skólabörn.
Hlið sem bifreiðin ók gegnum
átti að vera lokað þar sem lestin
nálgaðist en stóð opið. Járnbraut-
arstarfsmaður sem bar ábyrgð á
því hefur verið handtekinn.
Lestarstjórinn sagði að skyggni
hefði aðeins verið 50 metrar
vegna þoku þegar áreksturinn
varð. Lestin var að koma frá hafn-
arborginni Rijeka við Adriahaf.
Japanir
vilja frest
á útfærslu
Tokyo, 10. nóvember.AP.
ÁTTA japanskir verkalýðs-
fulltrúar gengu í dag á fund
aðstoðarutanrákisráðherra
Bandarikjanna, Rozanna L.
Ridgway, og fóru þess á leit að
Bandarikjamenn frestuðu
áformum sinum um útfærslu
bandarisku fiskveiðilögsög-
unnar í 200 mflur 1. marz.
Frú Ridgway er formaður
bandarískrar sendinefndar
sem komin er til Japans til að
semja um framtlð fiskveiða
Japana á bandariskum miðum.
Verkalýðsfulltrúarnir sögðu
frú Ridgway að útfærsla
bandarísku lögsögunnar yrði
til þess að 100.000 Japanir
mundu missa atvinnu sina í
japönskum sjávarútvegi og að
Framhald á bls. 22
Borgarbúar veifuðu til sýr-
lenzku hermannanna þegar þeir
sóttu inn í borgina og fögnuðu
fyrsta hernámi Beirút síðan
bandarískir landgönguliðar stigu
þar á land 1958 til að binda enda á
aðra borgarastyrjöld. Þegar á dag-
inn leið var ljóst að ekkert afl í
Líbanon gat hnekkt gifurlegum
hermætti Sýrlendinga.
Fréttaritari Reuters sá að
minnsta kosti 100 sovézksmíðaða
skriðdreka og þúsundir sýr-
lenzkra hermanna. Fleiri skrið-
drekar og hermenn bættust við
síðar og á eftir fylgdu stórskota-
vopn og stórir eldflaugaskotpallar
í löngum röðum.
Sýrlendingar opnuðu veginn
frá-Beirút til Damaskus þegar
þeir sóttu frá yfirráðasvæði sínu í
austri og sýrlenzkir skriðdrekar
tóku sér stöðu gegnt Beirút-
flugvelli og á strandveginum
bæði sunnan og norðan við höfuð-
borgina.
Yfirmenn sýrlenzka herliðsins
segja að þeir muni gera að engu
allar tilraunir sem verði gerðar til
að hefja nýja styrjöld. Alls verður
friðargæzlulið Arabalandanna
skipað 30.000 mönnum en sýr-
lenzku hermennirnir verða lang-|
fjölmennastir. Yfirmaður friðar-i
gæzluliðsins verður Elias Sarkis
forseti og því er ætlað að fylgja
Oshakati, 10. nóvember.
Reuter.
SKÆRULIÐAR hreyfingarinnar
Unita, sem hafa átt í hörðum bar-
dögum við angólska stjórnarher-
inn og kúbanskt herliðundan-
farna fimm daga, reyna að flýja
til skógar vegna yfirburða and-
stæðinganna i skriðdrekum og
stórskotaliðsvopnum að sögn suð-
ur-afrfskra embættismanna f dag.
Flóttamenn sem hafa streymt
yfir landamærin til Suðvestur-
Afriku (Namibiu) frá bardaga-
svæðunum segja að stjórnarher-
inn vilji brjóta mótspyrnu Unita á
bak aftur fyrir eins árs afmæli
sjálfstæðis Angola á morgun.
Hermenn Unita munu senni-
lega reyna að flýja til austur-
héraðanna og skóglendis skammt
frá svokallaðri Caprivi-landræmu
og landamæra Zambiu. Þaðan
gætu skæruliðarnir reynt að
halda áfram aðgerðum sínum
gegn angólsku stjórninni undir
forystu dr. Jonasar Savimbi.
Bardagarnir héldu áfram í dag
og flýjandi liðsmenn Unita réðust
að sameiginlegum liðsafla Kúbu-
manna, angólsku stjórnarinnar og
frelsishreyfingar Suðvestur-
Afriku, SWAPO. Flóttamenn
segja að herlið stjórnarinnar
skilji eftir sig sviðna jörð og eyði
uppskeru og búpeningi á stóru
svæði.
Stjórnarherinn reynir að loka
landamærunum að Suðvestur-
Afríku til að stöðva flóttamanna-
strauminn og hann hefur stöðvazt
að mestu. Flóttamenn hafa verið
skotnir þegar þeir hafa reynt að
klifra yfir girðinguna á landa-
mærunum og lík þeirra hafa verið
Framhald á bls. 22
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum:
V oru þau veitt vegna
rangra upplýsinga?
Samtal Morgunblaðsins við argentínska
skáldið Borges vegna fullyrðinga þess efnis
JORGES Luis Borges er sem
kunnugt er eitt helzta skáld á
spænska tungu um þessar mundir
og nýtur virðingar bókmennta- og
menningarmanna um heim allan.
Sumir telja hann mesta rithöfund
á spænska tungu i lausu máli og
ennfremur eitt mesta Ijóðskáldið.
Borges er Argentinumaður. Ung-
ur tók hann ástfóstri við íslenzka
menningu og hefur skrifað bók
um fornnorrænar og fslenzkar
bókmenntir. Hann hefur sagt I
samtali að Snorri sé mesti höf-
undur, sem hann þekki og jafnvel
tekið hann fram yfir sjálfan
Shakespeare.
Borges hefur tvisvar komið til
Islands og vinnur nú að bók um
Snorra Sturluson. Kom það fram í
samtali, sem Moi^gunblaðið átti
við Borges nú fyrir skömmu, en
blaðið hringdi til Buenos Aires,
þar sem hann býr. Ástæðan til
þess að Morgunblaðið átti þetta
símtal við Borges, var sú, að
fregnir hafa borizt frá Svíþjóð
þess efnis, að Borges, sem mörg
undanfarin ár, hefur verið einn
helzti keppandi um bókmennta-
verðlaun Nóbels, hafi ekki hlotið
þau nú í haust, vegna þess að
sænsku Akademiunni hafi borizt
til eyrna, að hann hafi sagt i sjón-
varpsviðtali í Madrid ekki alls
fyrir löngu, að stjórn Francos sé
sú bezta, sem Spánverjar hafi
Jorge Luis Borges
haft síðastliðin fjögur hundruð
ár. Sænska Akademian mun að
mestu hafa verið sammála um, að
Borges ætti að hljóta Nóbelsverð-
launin, þar til þessar fregnir bár-
ust henni, en þá hafi hún breytt
afstöðu sinni, þvi að ekki væri
unnt að láta skáld, sem hefði
Framhald á bls. 22