Morgunblaðið - 11.11.1976, Side 7

Morgunblaðið - 11.11.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 7 Skattlaga- breytingin má ekki verða kák Tfminn fjallar f leið- ara si. þriðjudag um fyrirhugaða skattlaga- breytingu. Þar segir m.a.: „Haldi slfku áfram (skattlegu misrétti og misnotkun), verður þess areiðanlega ekki iangt að bfða, að þær kröfur verða öflugar af hálfu launamanna, að tekjuskatturinn verði afnuminn með öllu, og neyzluskattar lagðir á f staðinn. Þá fengju há- tekjumennirnir það fram, sem þeir stefna að með villandi framtöl- um sfnum eins og tapi, sem er tilbúið með ýms- um hætti. En lágtekju- fólkið yrði að greiða hærri skatta á óbeinan hátt. Að sjálfsögðu ber að fordæma á hinn harð- asta hátt þá menn, sem þannig nota sér ágalla og smugur skattalag- anna. Það er ljóst, að samfélagsleg tilfinning þeirra er ekki rfk. En þeir eru ekki einir f sökinni. Sök löggjafans eða rfkisstjórna og al- þingismanna er þyngri. Undanþágur vóru upp- haflega settar f góðri trú og höfðu einnig við viss rök að styðjast. En mörg undanfarin ár hefur verið Ijóst, að þær hafa verið misnotaðar 1 sfvaxandi mæli, auk þess sem þær hafa ýtt undir brask og skulda- söfnun. Þetta hefur lög- gjafanum verið ljóst en hann hefur samt ekki rumskað. Þvert á móti hafa verið gerðar til- raunir til að auka und- anþágurnar, t.d. að gera hlutabréfagróða skatt- frjálsan, en Olafur Björnsson prófessor sýndi manna bezt fram á, hversu auðvelt væri að misnota það. Sum- part hefur þetta að- gerðaleysi rfkisstjórna og Alþingis verið sprottið af sinnuleysi, en sumpart af ótta við reiði þeirra manna, sem ekki fengju áfram að vera skattlausir með þessum hætti. Nú ætti mælirinn að vera orðinn fullur. Af hálfu rfkisstjórnarinn- ar og allra stjórnmála- flokka hefur verið boð- að, að öflugt viðnám gegn ósómanum skuli hafið á þessu þingi. Fjármálaráðherra hef- ur þegar boðað nokkrar breytingar, sem stefna f rétta átt, en eru þó enn hvergi nærri nógu vfð- tækar, t.d. f sambandi við undanþágurnar. Skattabreytingar þær, sem nú verða gerðar, mega ekki verða neitt kák, eins og Mbl. hefur réttilega lagt áherzlu á nýlega. Þær verða að sýna, að alþingismenn geri sér fulla grein fyr- ir ósómanum og þori að ráðast gegn honum.“ Framkvæmdin má ekki gleymast Hér skal tekið undir það með leiðarahöfundi Tfmans, að skattlaga- breytingin má ekki verða neitt kák. Skatta- legt misrétti þarf að hverfa. Hins vegar verða þær breytingar, sem gerðar verða, að miðast við það jafn- framt, að framkvæmd þeirra verði raunhæf og sem einföldust. Það er eyðing misréttis en ekki tilfærsla þess sem er markmiðið. Það þarf að forðast að sveiflast öfganna á milli, heldur finna þann meðalveg, sem skattþegnarnir geta sæmilega við unað. Bókhaldskúnstir eiga ekki að undanþiggja menn eðlilegri þátttöku I f samfélagslegum út- i gjöldum. Hins vegar I þarf að gæta þess að i fþyngja ekki atvinnu- I rekstri svo, að rekstrar- i grundvöllur raskist eða I eðlilegum vexti fyrir- i tækja sé skorinn of I þröngur stakkur. Und- i anþáguákvæði eiga að I hverfa, vegna misnotk- i unar, en ekki færast til I f skattkerfinu. Fyrir- i vinnur heimila, hjón I eða einstaklingar eiga i að greiða réttlátan I hluta vinnutekna til i samfélagsins, en skatt- I heimta ekki að verða i með þeim hætti, að hún I dragi úr vinnuframboði i og verðmætasköpun f I þjóðfélaginu. Til þess i að svo megi verða þarf I fyrst og fremst að gæta i hófs f rfkiseyðslunni, I helzt að fækka rfkisút- i gjöld f hlutfalli af þjóð- I artekjum. i Það er ógerlegt að ' fjalla efnislega um I skattlagabreytingu, ' sem enn hefur ekki séð I dagsins Ijós — nema að ' takmörkuðu leyti. Hitt I skal áréttað að Alþingi ' bregðist skjótt og að vel I hugsuðu máli við vand- 1 anum, þann veg, að I breytingin verði ekki 1 enn ein fjólan f rósa- I garði skattkerfisins, 1 heldur raunhæf og já- I kvæð leiðrétting, er 1 styðjist við réttlætistil- I finningu alls þorra manna. Ivokaóu glugganum Þegar kalt er orðið í húsinu, — rigning úti eða frost og stormur, lokarðu glugganum, þá þarf glugginn að vera það þéttur að hann haldi vatni, vindi og ryki utandyra. Þannig eru gluggarnir okkar, með innfræsta TE-TU þétti- listanum og þannig eru einnig svalahurðirnar frá okkur. Við framleiðum einnig útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum. Þeir sem hafa reynt þær, gefa þeim einnig 1. ágætiseinkunn. Það getur borgað sig fyrir þig — ef þú ert að byggja einbýlis- hús eða fjölbýlishús, að senda teikningu eða koma og skoða framleiðsluna, athuga afgreiðslutíma og fá verðtilboð. gluggaog hurðaverksmiðja YTRI-NJARÐVIK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Keflavík :nnfwístur TE-7U ÞÉTTIUSTI £V HÚSMÆÐUR © Kryddkynning í dag fimmtudag kl. 2 — 6 I versluninni Aðalstræti 9 Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna ýmsu kryddtegunda VERIÐ VELKOMIN Matardeildin, XtXt/ Aðalstræti 9 Utlit Við bjóöum viöskiptavinum vorum upp á eftirtalda þjónustu. r Andlitsböð Fótsnyrtingu Andlitshreinsun Kvöldföðrun Augnaháralitun Tækjanudd Augnabrúnaplokkun Fjarlægjum óæskilegan Handsnyrtingu hárvöxt með vaxi. V Gjöriö svo vel og pantiö tímanlega fyrir hátíöarnar. SNYRTISÉRFRÆÐING ARNIR: Gunnhildur Gunnarsdóttir Sigrún Sævarsdóttir Snyrtistofan f * ■ l'i Gardastræti 3 Ullll Sími 15324. V Athugiö: Sigrún Sævarsdóttir býður upp á tima til klukkan 7 á kvöldin virka daga og til kl. 4 á laugardögum. / SÉRVERSLUN MEÐ SVINAKJÖT Heildsala — Smásala SÍLD & FISKUR Bergstaóastræti 37 sími 24447

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.