Morgunblaðið - 11.11.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.11.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976 Rætt við Guðmund Magnússon sveitarstjóra á Egilsstöðum: ÞAU MÁL, sem hafa verið stærst hjá okkur 1 sumar og eru reyndar ennþá, efru gatnagerðin og grunn- skólahúsið, sem við höfum verið að byggja við. Fjárhagslega er gatnagerðin okkar stærsta mál f ár því það er verk upp á 10—12 milljónir. Hér er um að ræða undirbyggingu fyrir varanlegt slitlag, alls um 2 kflómetrar. Reiknað er með að þessu verki Ijúki nú á þessu ári. Viðbygging grunnskólans okkar er á þvf stigi að verið er að Ijúka frágangi á allra næstu dögum. Hin hæðin verður kláruð sfðar f vetur, og þannig munu bætast við um 7—8 nýjar kennslustofur. Þannig fórust orð Guðmundi Magnús- syni, sveitastjóra Egilsstaða- hrepps, þegar við ræddum við hann nýlega. Guðmundur hefur verið sveita- stjóri og oddviti Egilsstaðahrepps í um það bil 6 ár. það mun hafa verið um 900 íbúar á Egilsstöðum hinn 1. des. sl. en hann kvað þann fjölda vera kominn 1 a.m.k. 950 núna, því fjölgun íbúa væri afar hröð. Aðspurður sagðist Guðmundur kunna nokkuð vel við sig isveitastjórastarfinu, en þó væru tímar sem erfiðleikar steðjuðu að. Hefði þó samvinnan við hreppsbúa gengið nokkuð vel og snurðulaust fyrir sig. Óvenju miklar byggingarframkvæmdir — Að skólanum undanskildum þá virðist byggingarstarfsemi vera hér nokkuð mikil? —Já, það er alveg rétt. Hér eiga sér stað óvenju miklar byggingafram- kvæmdir. Fyrst er það að nefna að við höfum nýlokið byggingu 16 leigufbúða, sem okkur er skyld að reisa samkvæmt lögum. Þá er í byggingu húsnæði undir mjólkur- stöð, og reiknað er með að sú bygging verði fullgerð á næsta ári. Þá er viðbótin við Valaskjálf vel á veg komin. Þar er verið að reisa gistiaðstöðu, en einnig verður í þessum hluta kaffitería og nokkrir litlir salir fyrir félags- starfsemi, en það er mikilvægt að fá slíkt húsnæði. öll félagsstarf- semi hér hefur nefnilega verið á Guðmundur Magnússon, sveitar- stjóri Egilsstaðahrepps, á skrif- stofu sinni. fái sem fyrst einhvern hljóm- grunn hjá þvf opinbera. Iþróttahús er mikið þarfaþing hérna. Eins og stendur fer öll leikfimi og innanhússfþróttastarf- semi fram í Valaskjálf, en þar er aðstaðan nokkuð ófullkomin. Fyrir utan þetta tvennt, þá er það okkur mikið hjartansmál að leit eftir heitu vatni verði haldið áfram. I samvinnu við Fellahrepp stóðum við fyrir borun eftir heitu vatni. Þær tilraunir gáfu miklu betri niðurstöður heldur en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Telja jarðfræðingar að verði bor- að dýpra niður megi ef til vill fá upp nægjanlegt magn til ýmissa nota. Það var borað niður á 1150 „Staðurinn hefur byggzt upp vegna framtaks bjartsýns og dugmikils fólks, en ekki fyrir framtakssemi stjórnvalda” hálfgerðum hrakhólum vegna húsnæðasleysis. Eitthvað mun svo vera um nýbyggingar undir iðnað, en sú starfsemi er alltaf að vaxa hér og nýjar greinar að bætast við. Þá verður fljótlega hafizt handa við byggingu húsnæðis Menntaskóla Austurlands. Litla sundlaug byggðum við f sumar en það er nú ekki beint framtíðar- mannvirki. Auk alls þessa held ég megi segja að á milli 30 og 40 einbýlishús séu í smfðum, en það eru byggingar á öllum byggingar- stigum. Nú, það verður sennilega ekkert lát á byggingarstarfsemi hér, þvf allur iðnaður og þjónustustarfsemi vex mjög hratt. Svo vex íbúafjöldinn mjög hratt, eða um 5% á ári, en það kostar miklar byggingar. Það má segja að við séum á vissan hátt aðþrengdir af þessari fólksfjölg- un. Hún er nefnilega nokkuð dýr. Að leggja nýjar götur með öllu tilheyrandi er nokkuð dýrt, og ekki innheimtum við nein gatna- gerðargjöld fyrr en eftir á. Dagvistunarheimili og fþróttahús hjartansmál hreppsnefndar Hver eru helztu hugðarmál hreppsnefndar Egilsstaðahrepps? — Það skal ég segja þér um- búaðlaust, að það sem okkur þykir mest árfðandi að fá, er dag- vistunarheimili fyrir börn, og svo íþróttahús fyrir skólaleikfimina og fþróttafélagið. Dagvistunar- heimilið er eiginlega okkar mesta áhugamál. Vegna þess eigum við þó 1 nokkru strfði við fjárveitinga- valdið. Þeir sem ráða fjármálum þjóðarinnar finnst sem við höfum ekki mikið að gera með dag- vistunarheimili, en þar erum við þó á öðru máli. Ég get svo sem vel skilið að þessir menn hafi í mörg horn að líta á landsbyggðinni, en samt er það von mín að okkar ósk metra, en lengra varð ekki komizt með þeim tækjum sem til staðar voru, svo nú bfðum við eftir tækjum sem geta borað lengra niður, en óvíst er hvenær við fáum þau. Það má alveg segja það, að ef við fáum þarna nóg af heitu vatni, þá yrði það alger gull- náma fyrir sveitarfélagið, hvernig svo sem á málin er litið. — Þessa dagana eru orkumál nokkuð ofarlega á baugi hér, þvi nýlega var gefin út hin furðuleg- asta tilskipun varðandi húsahitun með rafmagni. Það er æðsta ráð orkumála landsins, suður í Reykjavfk, sem sendi okkur þessa tilskipun, og hef ég lúmskan grun Iðnkynning á Egilsstöðum — Iðnkynning á Egilsstöðum — Iðnkynning á Egilsstöðum — Iðnkynning á Egilsstöðum Smíða ein- Trésmiðja Fljótsdalshéraðs h.f. „EF MARKA má þær við- tökur sem þessi einbýlis- hús Trésmiðju Austur- lands hafa fengið, þá held ég megi segja að það eigi eftir að verða talsverð framtíð. Þetta er þriðja ár- ið sem við erum í þessu og salan er alltaf að aukast. Á fyrsta árinu, eða 1974, seld- um við 4 hús, 1975 voru þetta svo 15 hús, og í ár verða þau 20. Þá höfum við nú þegar fengið nokkrar ótímasettar pantanir í hús, svo við lítum nokkuð björt- um augum tal framtíðar- innar“ sagði Helgi Ás- grímssoh hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs, þegar Mbl. var á ferð á Egilsstöð- um nú nýlega. Trésmiðja Fljótadalshér- aðs er reyndar ekki á Egils- stöðum, heldur er hún í byggð sem hefur myndast norðan við Lagarfljótið, en þá hefur tekið við bæði nýr hreppur, Fellahreppur, og ný sýsla, Norður- Múlasýsla. Engu að síður töldum við rétt að líta inn hjá þessu fyrirtæki, því það tók þátt í iðnkynning- unni á Egalsstöðum, og það er einnig atvinnuveitandi býlis- húsá um 25 dögum fyrir Egilsstaðamenn, og hefur ennfremur reist flest sín hús á Egilsstöðum. Að sögn Helga var þetta fyrir- tæki stofnað árið 1972, en eigin- leg starfsemi hófst þó ekki fyrr en 1973. Fyrstu 2 árin var fengist nokkuð við almenna húsasmlði, en á árinu er svo farið út í að framleiða einbýlishús úr tré. Nú er svo komið að öll starfsemin snýst eingöngu í kring um þessi viðarhús, og að sögn Helga er það stefnan að fást eingöngu við þetta svo að framþróun megi verða sem mest í þessum iðnaði þeirra. Húsið 25 daga í smíðum — Það má segja að það líði svona 25 dagar frá þvf að fyrstu spýturnar eru negldar saman, þar til húsið er reist og tilbúið fyrir inniverk. Þessi tími getur þó orð- ið styttri, og einnig lengri, en það fer eftir þvf hvort um er að ræða langa flutninga á lokastað húss- ins. — Við fullgerum húsið að utan setjum í það glugga og allt til- heyrandi, hurðir, og þá er loks gengið til fulls frá þaki. „Auk þessa göngum við frá raf- leiðslum í veggi, og einnig allri einangrun. Kaupandinn sér svo sjálfur um alla klæðningu á inn- veggi. Getur hann gert það sjálfur eða fengið til þess fagmenn. — Hvert hús hefst á þvf að smíðaðir eru einstakir flekar. Þeir eru 6 að tölu, sitthver stafn- inn og tveir flekar f hvorum lang- vegg. Hver fleki er sfðan svo til fullgerður hér í verksmiðjunni, en þeir sfðan skeyttar saman á grunni hússins. Þetta gengur nokkuð vel og greitt fyrir sig. Fyrst fara menn á undan smiðun- um og ganga frá grunni með öllu tilheyrandi og á meðan eru flek- arnir smfðaðir heima á verkstæði. Eftir að flekarnir eru svo komnir á staðinn tekur það ekki nema um 3—5 daga að reisa húsið. Húsið kostar um 2,5 milljónir króna — Það má segja að það séu um 2,5 milljónir króna sem kaupand- inn þarf að borga fyrir húsið. Menn borga þetta yfirleitt i þrennu lagi, fyrst við undirskrift samnings, sfðan við afhendingu og sfðan þegar Húsnæðismála- stjórnarlán kemur, en við höfum átt f nokkrum vandræðum með þeirra fyrirgreiðslu. Hún kemur alltaf mjög seint. Það er eitthvað að f því kerfinu. — Ég get nú ekki tjáð mig um hvað mikill kostnaður er eftir við hvert hús þegar við höfum skilað þvf af okkur. Það eru innveggirn- ir þ.e. klæðningin sem þá eru eftir, svo og gólfið. 1 okkar verði eru þó hurðir og gluggar, svo sjálfsagt er það nú ekki svo há tala sem eftir er. _______ iwmSL Þrjú timburhúsanna sem Trésmiðja Fljótsdalshéraðs hefur framleitt. Þessi vél framleiðir tilbúið efni 1 gluggakarma, en vélin mun vera ein sinnar tegundar á Austurlandi. (Ljósm. ágás)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.