Morgunblaðið - 11.11.1976, Síða 12

Morgunblaðið - 11.11.1976, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976 Jón Ásgeirsson skrifar um TÓNLIST . . . Árni Johnsen skrifar um LEIKLIST . . . Jóhann Hjálmarsson og Jenna Jensdóttir Armeníukvöld ARMENAR eru ævaforn menn- ingarþjóö og eru, eins og við Is- lendingar, stoltir af sögu sinni. Þaö voru undirrituðum nokkur vonbrigöi að fá ekki að heyra meira af þeirra eigin list, í stað þess að hlusta á þá aðallega leika tónlist Vestur-Evrópu og þá verk sem bæði eru orðin úr sér gengin og auk þess ekki talin til betri tónlistar. Flaututríóið og danspar- ið voru í raun og veru einu full- trúar armenskrar menningar. Það hljóta allir siðaðir menn að vita að Armenar eru menningarþjóð og geta spilað Chopin, Boccerini og Scubert, en við erum þvl miður mettir af slíku, auk þess sem „popular" útsetningar og úr- drættir á góðum og gildum verk- um, er ekki talin sæmandi góðum tónlistarmönnum. Tónleikarnir hófust á píanóleik. Seda Sagaruni lék verk eftir armenskt tónskáld að nafni Babadzjanjan, sem komu vel fyrir og voru vel leikin og hefði verið fróðlegt að fá fleiri dæmi um tónsköpun armena I dag. Næst á efnisskránni var cello- leikur. Medea Abramjan er mjög Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Háskóla- tónleikar aftarlega í salnum, að óhugs- andi er að hlustendur njóti tón- flutnings á réttan hátt og hlýtur auk þess að hafa áhrif á upp- töku allrar tónlistar. Ef stöðugt suð er í sal, þar sem framin er tónlist, hlýtur það að trufla móttöku og greiningu fin- gerðarí blæbrigða og einnig trufla tónflytjendur. Glymjandinn í samkomusal Félagsstofnunar stúdenta er við efri mörk þess sem á við tónflutning og þegar hávaða- söm loftræsting bætist við, er hætt við að ýmislegt fari fyrir ofan garð og neðan. Fyrstu Fláskólatónleikarnir í ár voru haldnir s.l. laugardag og lék Halldór Haraldsson tvö af stærri verkum píanóbókmennt- anna, Kreisleríana op. 1 6 eftir Schumann og ' Polanaise- Fantasie op. 61 eftirChopin. Bæði verkin eru tæknilega erfið og þrungin af tilfinninga- semi Köld og yfirveguð túlkun getur verið glæsileg en án þeirrar hlýju, sem þessi verk eru svo rík af, getur slíkur flutn- ingur verkað hranalegur. Fyrir undirritaðan er ásláttur Hall- dórs nokkuð hvass og án syngj- andi hlýju. Það er eins og stundum sé ekki til hjá honum „píanissimo". Laglinan verður of skýr, allt að því sterk og missir alla mýkt. Halldór er á mörkum þess að vera „virtúós" Hann ræður yfir tækni, en drottnar þó ekki yfir henni, og er aðeins tímaspurs- mál, ef hann vinnur eins og hann hefur gert undanfarin ár, hvenær hann nær því marki. Á VEGUM Tónleikanefndar Há- skóla íslands hafa undanfarin ár verið haldnir tónleikar, sem um margt hafa verið forvitni- legir. Það sem einna helzt hef- ur skyggt á þessa tónleika er óvistlegur og glymjandí sam- komusalur, sem auk þess er innréttaður með hávaðasamri loftræstingu. Loftræstingarsuð er að verða fastur undirleikur á tónleikum, t.d. í Háskólabíó er suðið svo sterkt, sérstaklega Halldór Haraldsson. góður cellisti, skapmikil og skemmtileg. Skemmtilegast fyrir undirritaðan var Adagio og allegro eftir Boccerini en önnur verk voru að mestu umskriftir, vel leiknar en á engan hátt sam- boðnar eins góðum listamanni og Medea Abramjan er. Islenskir tónleikagestir vilja góða tónlist og er ljóst, að Sagaruni og Abramjan hefðu getað miðlað þar af miklu og góðu efni. Dansparið og flautu- leikarnir voru góð skemmtun og I athöfnum þeirra brá fyrir mynd af fjarlægum slóðum furðusagna og ævintýra, mynd, sem geymist þegar annað efni þessara tónleika er horfið í formlausa og litlausa auðn gleymskunnar. Sviðsmynd úr Vojtsek. Vojtsek í Þjóðleikhúsi Vojtsek eftir Georg Bucher Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson Leikstjóri: Rolf Hádrich. Frumsýning: 7. nóv. s.l. Vel gerð bókmennta„kynning“ er leikritið Vojtsek, sem Þjóðleik- húsið frumsýndi s.l. sunnudag og það sem gerir þetta ófullgerða leikhúsverk eftirminnilegt er góður leikur I hlutverkum sem annars bjóða ekki upp á mikla möguleika og höfða lítið til fslenzkrar reynslu. Bókmenntakynning segi ég vegna þess að kynning á góðri bók getur aldrei orðið nema svipur hjá sjón af sjálfri bókinni. Texti Vojtsek finnst manni á svo margan hátt vera óunninn, þótt sprettir komi I verkinu að helzt virðist þar vera skuggi þess sem til hafi staðið. Aðalhlutverkið hefur ekki mikinn möguleika með slöppum texta, en Hákon Waage lyftir því upp með góðum leik og leysir vel af hendi erfitt viðfangsefni. Ég hef ekki séð Hákon Waage eins eðlilega yfir- vegaðan f yfirspenntu hlutverki og hann skilar sínum hlut trúverðugum. Kveikjan að Vojtsek er morð- mál í Þýzkalandi upp úr 1820, er rúmlega fertugur maður, Jóhann Kristján Vojtsek, myrðir ástkonu sína. Vojtsek þýzka rithöfundarins Georgs Buchner í samnefndu leik- riti myrðir barnsmóður sína vegna afbrýðisemi og annarra tilhneiginga sem lítil skil eru gerð í verkinu nema í formi ofskynj- ana Mörg listræn leikhúsverk Lelkllst eftir ÁRNA JOHNSEN hafa verið unnin upp úr söguleg- um glæpum og gott dæmi á inn- lendum vettvangi er Svartfugl Gunnars Gunnarssonar, en trú- lega hefur Buchner, sem lézt 23 ára gamall frá leikritinu Vojtsek, aðeins verið búinn að byggja rammann að verki sfnu, því'f það vantar trúverðugri texta til þess að fylgja eftir þeirri örvæntingu og uppgjöf sem hinn hræddi Vojtsek stendur frammi fyrir, maður sem er á hlaupum undan sjálfum sér og yfirþyrmandi stéttaskiptingu, maður af lægstu stigum fátæktar síns þjóðfélags. En þegar hann getur rétt konu sinni, þó ekki sé nema smápeninga, brosir hann andar- tak við heimi sfnum. Kristbjörg Kjeld sýnir frábæran leik í hlutverki Maríu, barnsmóður Vojtsek og ástkonu Tambúrmajorsins, Gunnars Eyjólfssonar, sem skilar vel hlut- verki stássbúna hanans í mannlífi samfélaganna og kostulegur er samleikur Róberts Arnfinnssonar og Baldvins Halldórssonar í hlut- verkum höfuðsmannsins og doktorsins. Doktorinn er enn ein perlan f sérstæðu smáhlutverka- safni Baldvins að stærri hlutverk- umólöstuðum. Fyrir þá sem þekkja til hlitar verk Buchners, kann þetta verk að vera forvitnilegt og fyrir þá þjóð sem á aðstæður leikritsins í menningararfi sínum, Þjóðverja. Varla fyrir aðra nema að tak- mörkuðu leyti. Gildi listaverks á að sjálfsögðu ekki að vera háð þjóðerni eða landfræðilegri stöðu, en sum listaverk er ekki unnt að skilja nema að þekkja söguna, órofa samtvinnaða þætti atburðarásar- innar sem rætur verksins standa í. I þessu tilviki margklofið Þýzkaland í allt að þvf sjálfstæð hertogadæmi og stórhertogadæmi þar sem aðallinn býr yfir almúg- anum með allt öðru fasi og mál- hætti. M.a. þess vegna er erfið- leikum háð að þýða verkað eðli- lega yfir á fslenzku. Buchner átti beittan stíl ef svo bar undir og þó að hann hafi lýst því yfar að hann ætlaði ekki að skipta sér af pólitík, ofbauð honum svo niður- læging hessneskrar alþýðu í heimalandi sfnu, Stórhertoga- dæminu Hessen-Darmstadt, að áður en langt um leið var hann búinn að semja Sveitapóstinn, flugrit, sem var herhvöt til bænda og hefur af þýzkum bókmennta- fræðingum verið talið hvassasta pólitfska erindi á þýzka tungu þar til Kommúnistaávarpið kom út 14 árum síðar. Lögreglan náði að uppræta meginhluta þess, en Buchner varð að flýja land og síðustu tvö æviárin lifði hann i Strasburg og Zurich þar sem hann lézt i ' taugaveikifaraldri 1837 nýorðinn háskólakennari út á doktorsritgerð sfna I anatómíu Framhald á bls. 18 Kristbjörg Kjeld og Hákon Waage 1 hlutverkum sfnum. Dreng Marfu og Vojtsek leikur Hjalti Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.