Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976
p<IPOT"ÆaJ
Ford ekki á
flæðiskeri
ÞEGAR Gerald Ford forseti flyt-
ur úr Hvíta húsinu í Washing-
ton i janúar og gerist almennur
borgari á ný verður hann ekki á
flæðiskeri staddur. Sem dæmi
má nefna að samkvæmt nýjum
lögum fær hann greidda eina
milljón dollara, eða 190
milljónir króna, til þess að
standa undir kostnaði við flutn-
ingana, og er það fimm sínnum
hærri upphæð en bandaríska
þingið féllst á að greiða
Richard Nixon þegar hann flutti
úr forsetabústaðnum. Ekki er
heldur illa farið með nýja for-
setann, Jimmy Carter, því þeg-
ar hann flytur inn í Hvíta húsið
greiðir ríkið honum tvær
milljónir dollara í ..flutnings-
kostnað".
Þegar Nixon sagði af sér for-
setaembætti eftir Watergate-
málið í ágúst 1974, fór ríkis-
stjórn Fords forseta þess á leit
við þingið og það veitti Nixon
850 þúsund dollara til að
standa undir kostnaði við flutn-
ingana, og til að forsetinn fyrr-
verandi gæti komið sér sæmi-
lega fyrir. Ekki fékkst þetta
samþykkt í þinginu, en nokkru
siðar féllust þingmenn á að
greiða Nixon 200 þúsund doll-
ara í þessu skyni.
Enn er Nixon eini núlifandi
fyrrum-forseti Bandaríkjanna,
og hlýtur hann eftirlaun, sem
nema 66 þúsund dollurum á
ári. Enginn opinber starfsmað-
ur annar en forsetinn nýtur jafn
hárra árslauna, en laun Fords
forseta eru 200 þúsund dollar-
ar á ári. Samkvæmt bandarísk-
um lögum frá árinu 1 958 ber
ríkinu að greiða fyrrum forset-
um eftirlaun og sjá þeim fyrir
farartækjum og ferðakostnaði
auk 96 þúsund dollara fram-
lagi árlega til greiðslu launa
starfsfólks Á þessu ári nema
heildargreiðslurnar til Nixons
2 1 8 þúsund dollurum.
Þegar Ford lætur af embætti
á hann rétt á eftirlaunum eftir
tveggja ára herþjónustu, 25
ára setu i Fulltrúadeild þings-
ins, níu mánuði i embætti vara-
forseta og tvö ár í forsetaemb-
ætti auk framlagsins til greiðslu
launa starfsmanna.
Madeleine Page óskar Richard manni sinum til hamingju með
sigurinn t Workington.
Fylgishrun
Verka-
manna-
flokksins
A FIMMTUDAG I fyrri viku var
efnt til aukakosninga í þremur
brezkum kjördæmum, eins og
sagt hefur verið frá hér í blaðinu.
Öll áttu þessi kjördæmi það sam-
eiginlegt að hafa verið traust vígi
Verkamannaflokksins frá því
fyrir síðari heimsstyrjöldina, en í
aðeins einu þeirra hélt Verka-
mannaflokkurinn velli, og það
með mjög skertu fylgi.
Kjördæmin þrjú voru Walsall
North, þar sem John Stonehouse
var áður þingmaður Verkamanna-
flokksins, Workington og
Newcastle North. Sem kunnugt er
Mynd þessi var tekin f fyrri viku þegar Ford forseti hélt fyrsta fundinn með ráðuneyti sínu
eftir að úrslit forsetakosninganna voru kunn. Risu ráðherrar úr sætum sfnum og klöppuðu
fyrir forsetanum.
JOHANNES HELGI:
TIMASKEKKJA
Prestur nokkur, sem ég man ekki
lengur hvað heitir, ungur geðþekkur
maður, ekki vantaði það, kom á skjáinn
með hugvekju undir nótt og klykkti út
með því að vorkenna þjóðinni; hún
væri svo illa í stakk búin að takast á við
veturinn sökum sólarlítils sumars og
þar af leiðandi vítamínsleysis. Það þarf
ekki að vorkenna kynslóðunum sem nú
lifa í landinu. Fjórðungur þjóðarinnar
sólar sig árlega við Miðjarðarhafið,
flest hús éru kappkynt með sjóðandi
vatni úr iðrum jarðar, önnur með raf-
magni eða olíubrennslu — og vítamín
og ávexti má kaupa á næsta götuhorni.
Flestir hafa nóg til hnífs og skeiðar;
það eru helst verkamenn á lægsta taxta
Dagsbrúnar og opinberir starfsmenn
sem ástæða er til að hafa áhyggjur af
Þetta fólk hefur sýnt þann dæmalausa
þegnskap árum saman að þreyja og
vona að stjórnvöld léðu máls á úrbót-
um En það er ekki kuldinn og vítamín-
leysið sem er að drepa þessa þjóð Það
er hitinn Fyrir tæpum áratug annaðist
ég félagsfræðilega könnun fyrir bæjar-
félag á suðurlandi, ég kom á hundrað
heimili og varð margs vísari um
heimilishætti fólks úr öllum stéttum
Eitt atriði átti lygilegur fjöldi
heimilanna sameiginlegt: ofhitað og
súrefnissnautt loft. íslendingar gera sér
ekki nægilega grein fyrir hollustu
fersks lofts, kannski af því það kostar
ekki neitt Hús þarf að lofta rækilega
að morgni dags. Sígurður Samúelsson
prófessor sagði aðspurður í sjónvarps-
sal að orsakirnar fyrir háþrýstingi blóðs
væru ekki kunnar nema að einum
tíunda hluta, ólag á nýrnastarfsemi oft
orsökin, skildist mér En af hverju bila
þá nýrun! Prófessorinn bauð uppá
læknamiðstöð og lyf við kvillanum,
sem er góðra gjalda vert út af fyrir sig
En hvað um fyrirbyggjandi aðgerðir?
Raunar var varað við ákveðnum fæðu-
tegundum eins og mjólk og smjöri Því
miður láðíst spyrlinum að grennslast
fyrir um hvort neysla þessara hættu-
legu efna væri öllum jafn hættuleg,
t d þeim sm vegna starfs síns þurfa
daglega að hreyfa sig duglega Gæti
hugsast að ofhitun híbýla súrefnisleysi
Og streita af völdum hreyfingarleysis
samfara vinnuálagi úr hófi fram og
ónógur svefn kynni að valda háþrýst-
ingnum í æðakerfinu? Einhver tengsl
hljóta að vera milli geysihárrar tíðni
kransæðastíflu meðal íslendinga og
vinnuálags sem hér er langt úmfram
það sem aðrar þjóðir leggja á sig
Hjartað hvílist ekki nema maðurinn
hvílist, bilar annars skildist manni á
ágætum bandarískum fræðsluþætti
um þetta líffæri. Mér segir raunar svo
hugur — og ég er áreiðanlega ekki
einn um þann grun — að lækna mætti
níutíu prósent af landlægum kvillum
íslendinga með einni tegund resepta
— ekki á lyf — heldur á sundstaði
borgarinnar Það heyrir til undan-
tekninga að menn sem þá staði stunda
fái svo mikið sem kvef í aðra nösina.
Og úr því að fita er kyrrsetumönnum
svo hættuleg sem raun ber vitni, hví í
fjandanum er þá endalaust með hrika-
legum niðurgreiðslum verið að neyða
kindakjöt ofan í menn sem vilja miklu
heldur éta naut? Er ekki tími til kominn
að næsti landbúnaðarráðherra verði úr
öðrum flokki en þeim sem elskar sauð-
kindina umfram önnur kvikindi og
stendur vörð um úrelta búskaparhætti
af því að það er þægilegra að hjakka í
sama farinu en aðlaga sig breyttu alda-
fari Þetta dýr, þessi arfur frá forfeðrum
okkar, þessi yfirþjóð, sauðkindin, sem
er margfalt fjölmennari en allir islend-
ingar, skal drottna áfram yfir gróðurríki
landsins þótt til hennar megi rekja
meiri uppblástur lands en dæmi eru til
Hevrt
frséð
af völdum einnar dýrategundar annars
staðar á hnettinum & og allir orðnir
leiðir á að éta hana. Breytir engu
Framsókn hefur ákveðið að hún skuli
ofan í okkur í messulok á sunnudögum
meðan við lifum
ÞORN
Jón Ármann Héðinsson, sem er víst
annað betur gefið en umtalsverð
menningarleg víðsýni, var ágætur í
þingmálaþættinum Ádeila hans á
rikisvaldið fyrir að sprengja endalaust
upp veð á bílum var tæpitungulaus
Menn geta ekki keypt sér sæmilegan
nýjan bíl án þess að láta tæpa milljón
og stundum miklu meira af hendi
rakna við ríkissjóð — sem síðan
heldur féflettingunni áfram í hvert
skipti sem menn þurfa bensin á
tankinn, varahluteða viðgerð Bifreiðin
er fyrir löngu orðin nauðsyn á borð við
hestinn áður. Ég hefði viljað sjá framan
í þann vinnumann sem við kaup á
færleik hefði verið gert að gjalda forsjá
sinni og húsbónda tvöfalt kaupverð
hestsins í skatt Við höldum okkur
frjálsa — en í rauninni erum við i
húsmennsku hjá óskilgreindri skepnu
sem kallast þjóðfélag og enginn veit
hvar á heima, þannig að hægt sé að
segja henni til syndanna. í túninu
heima veltir Halldór því fyrir sér hvað
þjóðfélagið sé í rauninni og spyr gáf-
aðan vin sinn. Vinurinn velti
spurningunni lengi fyrir sér og komst
loks að þeirri niðurstöðu að „þjóðfélag-
ið" mundi einna helst vera lögreglan.
Hann hefði mátt bæta gjaldheimt-
unni við. Þar sem svo háttar að for-
eldrar smábarna gegna starfsskyldum
utan heimilis — og það er orðið mjög
almennt — er bifreiðin ómissandi, rétt
og slétt heimilistæki, alveg eins og
Isskápurinn og þvottavélin, nema
kaupverðið er svo hátt að fólk er upp til
hópa nauðbeygt að skrölta með börn
sín í vörslu, verðandi skattþegna, I
skrjóðum sem ekki eiga sinn líka I
nágrannalöndunum Ríkisokrið á bif-
reiðunum er einn þeirra kærkomnu
þorna sem fólk svæfir með samvisku
sína þegar það er að stela söluskatt-
inum og falsa framtölin. Ranglát skatt-
heimta hlýtur ætíð að hefna sín.
GOÐSÖGN
ÚRFRÖÐU
Svava Jakobsdóttir er kvenréttinda-
kona mikil og það er ekki sagt henni til
lasts, það fer henni vel. Hún drepur
stundum niður penna málstað kyn-
systra sinna til framdráttar. Ég þekki
ekki leikrit hennar, en líkingamál
Svövu eins og það birtist í smásögun-
um höfðar ekki til mín, mér finnst það
þjóta langt fyrir ofan markið Það er
kannski vegna þess að ég þekki svo
margar konur sem hafa yndi af
heimilisstörfum og umstangi við börn
— og enn fleiri sem líða fyrir það að
geta ekki af fjárhagsástæðum sinnt búi
og börnum sem skyldi, helgað sig
heimilinu — og leigjendunum,
mökum sínum. En skrif rithöfunda á
línu Svövu hafa verið margri húðlatri
húsmóðurinni og subbunni hvalreki
Nú er hægt að láta allt drasla á
heimilinu í nafni kvenréttinda, van-
rækja börnin I nafni kvenréttinda, herja
á bóndann í nafni kvenréttinda, karpa
nótt og nýtan dag uns hallærisplanið I
kulda og trekk er orðið börnum og
unglingum griðastaður sem tekur
heimilunum fram, raflýstum upphituð-
um húsakynnum búnum sjónvarpi, út-
varpi, síma, hljómburðartækjum og
bókum og flatarmálið þrefalt það sem
við Svava urðum að sætta okkur við
þegar við vorum börn Sjálfvirkar
þvottavélar, sem þurrka þvottinn að
auki, eru komnar til sögunnar, hræri-
vélar uppþvottavélar. Kemur fyrir ekki
Matreiðslan er ekki alveg sjálfvirk —
ekki enn — og út af henni er látið
sverfa til stáls, að ekki sé talað um þau
ósköp að konan hlýtur enn um sinn að
ganga með þunga sinn.
Ég held að dampurinn hljóti að fara
að falla eftir allan þennan útblástur
Svava er einarður kvenmaður og
hefur látið eftirminnilega til sin taka I
sjónvarpi, en hún var ekki að þessu
sinni í Vöku nógu vel fyrir kölluð til að
reisa rönd við gengissigi þeirrar
kenningar að marxistar séu miklu
gáfaðri en annað fólk I landinu, rithöf-
undar auðvitað ekki undanskildir. Höf-
undar sem dýrka Marx eru ósammála
um marga hluti eins og gengur og
gerist, en eitt af þvi, sem þeir láta
aldrei henda sig, er að gera lítið úr
trúbræðrum sínum út á við. Það eitt er
bannað, tabú, ginnheilagt Öðruvísi
verður goðsögn ekki búin til Um
langan aldur hefur þessi söfnuður
unnið markvisst að því eins og maura-
herfylki að smíða og treysta þá goð-
sögn að enginn sé marktækur höf-
undur nema hann sé rauður upp yrir
haus. Einar Bragi flutti þessa kenningu
með sér I menntamálaráðuneytið
meðan hann var aðstoðarmenntamála-
ráðherra í tíð Magnúsar Torfa — og
varð svo vel ágengt að kenningin var
þar í fullu fjöri til skamms tima og I
háskólanum hefur hún grasserað eins
og faraldur og borist eins og ódrepandi
veira með lektorum til háskóla í ná-
grannalöndunum. En ekkert mannanna
verk varir að eilífu, og þess sjást nú
merki að goðsögnin sé að hjaðna, enda
var aldrei annað efni í henni en froðan
úr vitum goðsagnarpersónanna sjálfra.
Þeim varð á ein afdrifarík skyssa, Þeir
ályktuðu sem svo að Ólafur Jóhann
Sigurðsson kynni að skyggja á þá og
þögðu því af hagkvæmnisástæðum um
tilvist hans á boðsferðum sínum um
lönd frændþjóðanna í nafni rithöfunda-
sambandsins sem þeir ráku um langan
aldur eins og einkafyrirtæki I krafti
meirihluta síns, reiknuðu ekki með
Norðurlandaráðsverðlaununum Ólafi
til handa. Óþægileg spurning vaknaði
við tíðindin I háskólum og útgáfufyrir-
tækjum, nefnilega þessi: Ætli tíðir
gestir okkar hafi þagað um fleiri þarna
norður frá?
Ólafur Jónsson kom — ekki i glasið
Ég er að skrafa um Vöku. Ólafur var
hinn huggulegasti, brosti meira að
segja — eða því sem næst. Þá viðleitni
eigum við vafalaust stjórnanda þáttar-
ins að þakka, stúlkunni virðist sýnt um