Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976
19
Hua og Chiang
í rimmu rétt
eftir andlát Maos
— Chiang sögð hafa stolið skjölum
til að styrkja stöðu sína
1 NVJU töiublaði af bandarlska
vikuritinu Neewsweek er með-
al annars fjallað töluvert um
valdatogstreituna I Klna og þar
er sagt frá rimmu sem varð á
milli Hua, núverandi flokks-
leiðtoga, og Chiang Ching,
ekkju Maos, sem nú hefur verið
ýtt svo rösklega út I kuldann.
Þar segir að Chiang Ching
hafi fjarlægt eitthvað af skjöl-
um Maos úr skjalasöfnum i
Peking eftir andlát eigin-
mannsins með það fyrir augum
að breyta siðustu fyrirmælum
formannsins. Sá maður sem til
hennar sagði var Wang Tung-
hsing, einn af yfirmönnum lif-
varðarsveita Maos.
Hua hafði þá engar vöflur á,
heldur kvaddi ekkjuna á fund
sinn og krafðist þess að hún
skilaði plöggunum. Að þvi er
blaðið Ming Pao, segir sem er
gefið út I Hong Kong og þykir
áreiðanlegt, á hún að hafa
hreytt út úr sér illskulega við
Hua: „Lík Maos er ekki orðið
kalt.. .Er það svona sem þú ætl-
ar að endurgjalda formannin-
um hyllina sem þú nauzt?“ Hua
sem þá hafði skipun sina i em-
bætti forsætisráðherra beint
frá Mao mun hafa svarað:
„Þetta er einmitt min aðferð
við að endurgjalda honum það
sem hann hefur gert fyrir mig.“
Þá hefur Newsveek það eftir
Hong Kong-blaðinu fyrrnefnda
að Mao og eiginkona hans hafi
búið hvort í sinu Iagi langa hrið
og þegar Chiang Ching vildi ná
fundi hans, varð hún að senda
skriflega ósk þar að lútandi.-
Þegar Mao las eina slika beiðni
er sagt að hann hafi hripað á
miða:„Reyndu ekki að hitta
mig I eigin persónu. Þú hefur
vakið I mér og öllum gremju
sem er fjarska djúp.“ Og ein-
hverju sinni á hann að hafa
sagt: „En hvað ég öfunda Chou
En-lai. Hann á svo afskaplega
góða konu.“
Þar sem það er til framdrátt-
ar Hua að sverta ekkju Maos
sem allra mest var sannleiks-
gildi þessa á sumum stöðum
dregið í efa. Meðal annars barst
hinum fræga blaðamanni Vict-
or Zorza það til eyrna að skjal
sem Chiang Ching lét í umferð
Chiang Ching
meðan Mao háði sitt dauðastríð
— og sem augljóslega miðaði að
því að styrkja stöðu hennar
hafi verið nýtt ljóð eftir Mao. I
því segir Mao við hana: „Þú
hefur verið rangindum beitt."
Og i þvi var hann sagður hvetja
hana til að „ná upp á tindinn"
til að fullkomna byltinguna
sem hann hefði byrjað. Hann
spáði einnig hættum: „Ef þér
mistekst," segir hann,“ muntu
steypast í hyldýpið.. .bein þín
munu brotin."
Jörgensen:
EBE samningum
vart lokið fyrr
en á næsta ári
Sylvia og Karl Gustaf
Sylvia
kona ekki
einsömul?
ÞRALÁTUR en óstaðfestur
orðrómur um að Sylvia Svía-
drottning sé nú kona ekki ein-
sömul gengur fjöllunum hærra
í Svíþjóð og hefur verið tekið
með miklum fögnuði af þegn-
um konungshjónanna. Sænsk
blöð hafa skýrt frá þessu, en
taka fram að ekki hafi hirðin
verið fáanleg til að staðfesta
þetta.
Sylvia og Karl Gustaf eru nú
í Frakklandi og frétt þessi
fékk fyrir alvöru byr undir
báða vængi, þegar drottning
gekk ekki í gegnum vopna-
leitarskoðun á Arlandaflug-
velli áður en hjónin fóru á
braut nú á dögunum. Var það
túlkað svo að geislar tækisins
kynnu að skaða fóstrið.
Verði barnið drengur eru
erfðir tryggðar, þar sem enn er
svo málum háttað í Svíþjóð -
þrátt fyrir allt skraf og hjal um
jafnrétti þegna- að þar hafa
konur ekki rétt til ríkiserfða.
Kaupmannahöfn, 10. nóv.
NTB.
ANKER Jörgensen, for-
sætisráðherra Danmerkur,
gerði það lýðum ljóst í dag
að samningum Efnahags-
bandalagsins við lönd, sem
hefðu hagsmuna að gæta
þegar bandalagið færir út í
200 mílur um áramót,
myndi varla verða lokið
fyrr en einhvern tíma árs
1977.
Arne Treholt, ráðu-
neytisstjóri í hafréttar-
málaráðuneyti Noregs,
sagði í svari við fyrirspurn
frá NTB að Jörgensen
hlyti að hafa allt annað
tímaskyn varðandi samn-
ingana en EBE-ráðið. Segir
Treholt að þegar uppkastið
að samningum hefði verið
rætt í Brússel hinn 3. nóv-
ember, hefði verið lögð á
það áherzla að ljúka
samningaviðræðum við
Noreg fyrir 1. janúar. Jör-
gensen lagði í gær fram
tillögu í danska þjóðþing-
inu þar sem farið er fram á
samþykkt þangs við út-
færsluna. Hvað snertir
Grænland og Færeyjar á
útfærslan að gilda frá 1.
janúar 1977.
Claustre
sleppt
fyrir jól?
Paris, 10. nóv. AP.
FRANCOISE
Claustre, franski forn-
leifafræðingurinn sem
haldið hefur verið í gísl-
ingu í Afríku hjá upp-
reisnarmönnum í eyði-
mörkum Chad, verður
sennilega sleppt fyrir
jól, að þvi er talsmaður
Frelsissamtaka Chad
sagði í dag. Franska út-
varpið ræddi við hann í
Alsír um hvort von væri
til þess að Claustre yrði
sleppt á næstunni og
sagði hann þá að hún
yrði liklega látin laus
fyrir jól.
Samtökin tilkynntu
sömuleiðis í dag að for-
ingi uppreisnarmann-
anna sem rændu forn-
leifafræðingnum á sin-
um tima, Hissen Habre,
hefði verið rekinn úr
samtökum uppreisnar-
mannanna. Væri
Claustre nú undir
verndarvæng samtak-
anna sem vildu ekki líta
við Habre sem foringja
lengur.
Borten hættir
þátttöku í stjóm-
málum naesta ár
NORSK blöð hafa greint frá þvf
að Per Borten, fyrrverandi for-
sætisráðherra, hafi ákveðið að
hætta öllum afskiptum af stjórn-
málum næsta haust. Af þvf tilefni
hefur ferill hans á stjórnmála-
sviðinu verið rifjaður upp. 1 Dag-
bladet segir Duleiv Forr meðal
annars:
„Þegar Per Borten hefur nú
gert lýðum það ljóst, að hann
hverfi frá stjórnmálaþátttöku á
næsta hausti markar það endalok
ferils sem í reynd lauk þungbú-
inn marzdag fyrir fimm árum.
Per Borten rétti aldrei við að
marki eftir það. Hann gerði vissu-
lega heiðarlega tilraun. En meira
að segja hans eigin flokkur brást
honum. Siðasta kjörtimabil hefur
hann að vísu gegnt stöðu forseta
efri deildar þingsins, en það em-
bætti veitir honum engin áhrif af
neinu tagi. Eftar hann beið lægri
hlut I baráttunni um að vera þing-
Per Borten.
flokksmaður flokks sins hefur
máttur hans stöðugt dvínað.
Enn er of snemmt að reyna að
geta sér til um, hvernig eftirmæli
Borten muni fá I sögu Noregs. Þó
verða þau væntanlega heldur hóg-
vær og varla tekið djúpt í árinni.
En hvernig sem á málin verður þó
litið er ekki vafi á því að ríkis-
stjórn hans vann ýmis merk verk
þau fimm ár sem hún sat.
Ferill Bortens hófst rétt eftar
strið, þegar hann var kjörinn tals-
maður i heimabyggð sinni árið
1946. Þá var hann aðeins 33 ára
gamall. A^ðeins fjórum árum siðar
var hann kominn inn I sali Stór-
þingsins. Hann skipaði sér sess
sem mestur hæfileikamaður
Bændaflokksins á þeim árum.
Það tók hann fimm ár að ná upp á
tindinn. Hann varð formaður
flokksins árið 1955 og tveimur
árum seinna varð hann einnig for-
maður þingflokksins.
Þegar hann tók við starfi for-
sætisráðherra viðurkenndi hann
að hann teldi sig vanbúinn fyrir
það starf. En ekki er annað hægt
að segja en að hann stæði sig
mjög svo skikkanlega þar til EBE-
málið kom til sögunnar með sín-
um afleiðingum, sem óþarft er að
rekja.
Fáir stjórnmálamenn þykja al-
þýðlegri Borten og hann á einkar
auðvelt mað að ná góðu sambandi
við fólk úr hvaða stétt sem það er
komið. Honum hafa borizt ótal
hvatningar um að halda áfram.
Meira að segja munu þeir enn til i
Noregi sem vonast eftir nýrri
borgaralegri ríkisstjórn sem stýrt
væri af Per Borten. Mörgum
finnst hann standa sem tákn um
velheppnaða samvinnu borgara-
flokkanna í Noregi.
En ákvörðun Bortens um að
draga sig í hlé kemur ekki á óvart.
Hún hefur legið I loftinu lengi.
Siðustu ár hefur hann verið að
gera ýmsar ráðstafanir þessu til
undirbúnings. Og hann ætti að
nota ókomin ár meðal annars til
að segja fólki sína útgáfu af veru-
legum stjórnmálalegum árangri
fyrir land og þjóð,“ segir Forr að
lokum.
Svíar veida á
N oregsmidum
Stokkhólmi, 10. nóv. NTB.
1 DAG var gerður rammasamn-
ingur milli Norðmanna og Svia
sem gerir ráð fyrir því að sænskir
fiskimenn megi halda áfram að
veiða innan norsku lögsögunnar
þegar hún verður færð út í 200
sjómílur frá og með 1. janúar n.k.
Ekki er talað um neinn ákveðinn
kvóta í þessum drögum, en búist
við sérstökum viðræðum um hann
síðar.
Argentína:
12 skæru-
liðar féllu
La Plata, Argentinu, 10. nóv.
Reuter.
TÓLF vinstrisinnaðir skæruliðar
létust f tveimur bardögum við ar-
gentfnska öryggisverði f dag eftir
sprengingu f lögreglustöð I La
Plata, en þar beið bana einn lög-
reglumaður og tiu meaddust.
Heimildir lögreglu segja að átta
skæriliðar hafi verið drepnir þeg-
ar áhlaup var gert á fbúðarhús I
La Plata i kjölfar sprengjutilræð-
isins á lögreglustöðinni. Fjórir
aðrir skæruliðar létust í skotbar-
daga við lögregluna fyrir norðan
bætnn.