Morgunblaðið - 11.11.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976
21
Jóhann Hafstein:
VIÐ umræður á Alþingi í fyrradag um nefndarálit
um landhelgissamkomulagið f Ósló flutti Jóhann
Hafstein ræðu þá, sem hér fer á eftir. Að öðru leyti
er umræðnanna getið annars staðar f blaðinu.
Herra forseti.
Ég vil leyfa mér að hefja mál
mitt með því að rifja upp
nokkra þætti úr sögu land-
helgismálsins. Þó verður ekki
farið lengra aftur en til síðustu
aldamóta.
1. Þess er að minnast, að þá
árið 1901, gerðu Danir án nokk-
urs samráðs eða samþykkis Is-
lendinga, en Island var á þess-
um tlma ósjálfstætt rfki, samn-
ing við Breta vegna þeirra eigin
hagsmuna um það að landhelgi
við tsland skyldi vera þrjár sjó-
mílur, aðeins þrjár sjómflur, og
firðir og flóar opnir, ef land-
helgislínan, þessar litlu þrjár
sjómflur, náði ekki saman við
minni flóana, sem hún mjög
vfða gerði ekki, allra sfzt við
hina stærstu flóa eins og
Breiðafjörð og Faxaflóa t.d.,
Skjálfanda og Húnaflóa og
fleiri stóra flóa. Þetta var allt
saman opið inn að þrem mílum
frá fjöruborði. Þarna skröpuðu
brezkir og aðrir erlendir togar-
ar alveg upp að fjöruborði, og
ekki er hægt að segja að nein
raunveruleg landhelgisgæzla
væri fyrir hendi. Eru þó af því
margar eftirminnilegar sögur
að Islendingar reyndu sjálfir að
verja iandhelgina.
I þessu sambandi má minna á
hina alkunnu tilraun sýslu-
mannsins á ísafirði, Hannesar
Hafstein, til að hafa hendur í
hári brezks togara, sem í marga
daga hafði verið á Dýrafirði við
veiðar innan landhelgi. Sú til-
raun endaði með því, að tveir af
bátsverjum sýslumanns
drukknuðu en hinir voru sóttir
á báti og fluttir til lands.
Guðmundur Björnsson, sýslu-
maður á Patreksfirði, og Snæ-
björn Kristjánsson, hrepps-
stjóri í Hergilsey, voru á ferð
með flóabátnum Varanger og
sigldu þá upp að hlið brezks
togara, sem var að veiðum á
Breiðafirði innan landhelgi.
Sýslumaður stökk upp f togar-
ann og Snæbjörn I Hergilsey
fylgdi fast á eftir. Togaraskip-
stjórinn hafði verið með reidda
öxi en látið hana niður falla en
Snæbjörn f Hergilsey hafði
gripið járnflein á þilfari togar-
ans. Síðan sigldi togarinn með
sýslumann og hreppsstjóra til
Skotlands en Snæbjörn sleppti
aldrei taki á járnfleininum.
Þeir komu heim með togaran-
um Snorra Sturlusyni. Ég
minnist þess frá barnæsku
minni á Húsavfk, að faðir minn,
sýslumaður Þingeyinga, Júlfus
Havsteen, gerði fleiri tilraunir
til að stugga við togurum að
ólöglegum veiðum innst inn á
Skjálfanda og fór m.a. í mótor-
bát að brezkum togara í þvi
skyni. Ég minnist einnig þess,
að okkar fyrsta varðskip, gamli
Þór, ætlaði að taka brezkan tog-
ara að ólöglegum veiðum innst
inni á Skjálfanda en togarinn
var hraðskreiðari og sigldi und-
an en Þór mun hafa skotið um
30 skotum f eftirförinni og við
Húsvfkingar horfðum á utan af
Höfða á Húsavík en togarinn
slapp vegna þess hve Þór var
vanbúinn.
2. Þess er svo að minnast, að
við Islendingar öðluðumst
viðurkenningu á fullveldi
okkar þann 1. desember 1918.
Danir fóru þá með utanrfkismál
fyrir okkar hönd f umboði
íslendinga fyrst í stað og skyldu
annast landhelgisgæzlu. En frá
þessum tfma var rétturinn
okkar að segja upp samningn-
um frá 1901. Samt var ekkert
aðhafst beinlfnis f þessum efn-
um fyrr en við Islendingar
endurreistum lýðveldi 17. júní
1944. Þá var þess skammt að
bíða að undirbúningsathafnir
væru hafnar til frekari réttar
okkar í landhelgismálum. Ólaf-
ur Thors var utanríkismálaráð-
herra auk þess sem hann var
forsætisráðherra f nýsköpunar-
stjórninni, sem stofnuð var
1944, og- hóf hann þá þegar
undirbúning frekari sóknar f
landhelgismálinu. Hann réð þá
sem sérfræðilegan ráðunaut f
þjóðarrétti ungan þjóðréttar-
fræðing, sem hins vegar hefur
síðar komið mjög mikið við
sem ég að öðru leyti skal ekki
gera að umtalsefni nú.
5. Sfðan færum við Islending-
ar fiskveiðilögsöguna út f
fimmtíu mflur, og þá þóknast
Bretum enn að sýna vopnað of-
beldi. Stækkunin í fimmtfu sjó-
mílur fólst í ályktun Alþingis
þann 15. febrúar 1972 og var þá
gert ráð fyrir að hún kæmi til
framkvæmda eigi siðar en 1.
september 1972. En þá var
einnig samþykkt í þessari
þingsályktunartillögu, sem allir
þingmenn stóðu að, „að haldið
verði áfram samkomulagstil-
raunum við ríkisstjórnir Bret-
lands og Sambandslýðveldisins
Þýzkalands um þau vandamál,
sem skapast vegna útfærsl-
unnar“. Ég vil nú ekki rekja
Ævintýraleg
þróun og
d j arfhuga
barátta
sögu og er nú alkunnur þjóð-
réttarfræðingur og ekki sfzt á
sviði hafréttarmála, það er
Hans G. Andersen, núverandi
sendiherra í Washington.
3. I framhaldi af þessu rekur
hver atburðurinn annan.
Bjarni Benediktsson þáverandi
utanrfkisráðherra segir upp
þriggja mflna samningnum frá
1901 árið 1949 og féll hann þar
með úr gildi tveimur árum
síðar eða 1951. En árið 1948
höfðu verið sett lögin um vfs-
indalega verndun fiskimiða
landgrunnsins undir forystu
þáverandi sjávarútvegsráð-
herra, Jóhanns Þ. Jósefssonar,
og síðari vfkkun íslenzku land-
helginnar byggði ætfð á þeim
grundvelli að við Islendingar
hefðum einir rétt til ákvarðana
á landgrunni Islands, sem hins
vegar var ekki nánar skilgreint
í upphafi, en okkar stefna hef-
ur siðan verið að telja, að við
ættum rétt til landgrunnsins
alls og hafsvæðisins yfir þvf. Að
vísu er lengra gengið við síð-
ustu útfærslu í 200 mílur og
byggt á alþjóðarétti, sem er í
sköpun á Hafréttaráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna. Arið 1949
höfðu fulltrúar Isl. hjá S. Þ.
forgöngu um það að laganefnd
þeirra skyldi einnig taka fyrir
fiskveiðilögsögu þjóðanna. Er
nú orðið ljóst hversu þýðingar-
mikið þetta var og vitna haf-
réttarráðstefnur S. Þ. þar um.
Fyrst var landhelgin vfkkuð
fyrir Norðurlandi 1951 f til-
raunaskyni, og urðu af þvi eng-
ar deilur, en sfðan var land-'
helgin vfkkuð árið 1952 f fjórar
sjómflur og lokaðir allir firðir
og flóar. Ó1 Thors var þá sjávar-
útv.ráðh. Þá stækkaði landhelgi
Islands um átján þúsund
ferkflómetra á beztu og verð-
mætustu fiski- og friðunar-
svæðum okkar tslendinga.
Sfðan var landhelgin enn
víkkuð I tólf sjómflur 1958, sem
er ef til vill ekki þýðingarmeiri
en fyrri víkkunin og enn var
hún víkkuð um fimm þúsund
ferkilómetra mgð samningun-
um frá 1961, þar sem breytt var
grunnlinupunktum okkur til
hagsbóta. 1958 var Lúðvik
Jósepsson sjávarútvegsráð-
herra en Emil Jónsson 1961 og
einnig þegar sett voru lög um
yfirráðarétt íslenzka rfkisins
yfir landgrunninu umhverfis
tsland frá 1969 nr. 17 1. apríl.
Landgrunnið nær samkvæmt
þessum lögum svo langt út sem
hægt er að nýta auðæfi þess.
Eftir útfærsluna i tólf sjómilur
á árinu 1958 hélt sóknin áfram
og gerð var mjög veigamikil
þingsályktun í Alþingi 5. maí
1959, en þar segir m.a.:
„Alþingi ályktar að mótmæla
harðlega brotum þeim á
fslenzkri fiskveiðilöggjöf, sem
brezk stjórnarvöld hafa efnt til
með stöðugum ofbeldisaðgerð-
um brezkra herskipa innan
íslenzkrar fiskveiðilandhelgi,
nú nýlega hvað eftir annað
jafnvel innan fjögurra mílna
landhelginnar frá 1952. Þar
sem þvílíkar aðgerðir eru aug-
ljóslega ætlaðar til að knýja Is-
lendinga til undanhalds, lýsir
Alþingi yfir, að það telur tsland
eiga ótvfræðan rétt til tólf
mflna fiskveiðilandhelgi og að
afla beri viðurkenningar á rétti
þess til landgrunnsins alls, svo
sem stefnt var aó með lögunum
um visindalega verndun fiski-
miða landgrunnsins frá 1948“.
Mér þykir rétt í þessu
sambanda að minna á að rfkis-
stjórn Islands hafði áður
ftrekað þá stefnu í orðsendingu
til alþjóðalaganefndar Samein-
uðu þjóðanna 5. maf 1952, „að
ríkisstjórn tslands sé rétt og
skylt að gera allar nauðsynleg-
ar ráðstafanir á einhliða grund-
velli til þess að vernda auðlind-
ir landgrunnsins, sem landið
hvílir á.“ En þessar ályktanir
bera með sér, að 1959 er komið
inn á alvarlegra svið, það er að
Bretar eru byrjaðir að beita
herskipum, hið svokallaða
þorskastrfð hefur hafið innreið
sfna, en í því fólst vopnað of-
beldi stórþjóðar gegn vopn-
lausri íslenzkri smáþjóð. Þetta
þorskastrfð var leitt til lykta
með samkomulaginu frá 1961,
þessi mál nánar, en vekja
athygli á því, að það náðist ekki
samstaða allra sextfu þing-
manna á Alþingi í þessu lífs-
hagsmunamáli islenzku þjóðar-
innar, fyrr en Sjálfstæðis-
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn voru komnir í stjórnarand-
stöðu og létu þá sitja í fyrir-
rúmi að slá nokkuð af sínum
kröfum til þess að samstaóa
allra gæti náðst. Sjávarútvegs-
ráðherra var Lúðvík Jósepsson.
Sfðan hefur núverandi ríkis-
stjórn forystu um, að sjávarút-
vegsráðherra hennar, Matthías
Bjarnason, setur reglugerðina
frá 15. júlí 1975 um tvö
hundruð sjómílna fiskveiði-
landhelgi. Enn eru deilur við
Breta og Þjóðverja. Samkomu-
lag náðist við Þjóðverja, en
ekki Englendinga, sem héldu
áfram yfirgangi sínum með
vopnuðum herskipum og öðr-
um hjálparskipum í íslenzkri
fiskveiðilögsögu. Enn reyna Is-
lendingar að ná bráðabirgða-
samkomulagi til sátta og frið-
unar f íslenzku fiskveiðilögsög-
unni, eins og forsætisráðherra
fyrrverandi rfkisstjórnar, Olaf-
ur Jóhannesson, hafði náð með
för sinni á fund forsætisráð-
herra Breta, sem þá var Heath,
til tveggja ára frá þvf í nóvem-
ber 1973 þar til í nóvember-
mánuði 1975.
Á meðan var friður á islenzku
miðunum og innan fiskveiðilög-
sögunnar, tvö hundruð mflna,
en síðan hélt ófriðurinn enn
áfram og herskipin komu aftur
inn í fiskveiðilögsöguna. Nú fór
forsætisráðherra núverandi
ríkisstjórnar, Geir Hallgríms-
son, til viðræðna við forsætis-
ráðherra Breta, Wilson, f
janúarmánuði 1975, en þær til-
raunir til bráðabirgðasam-
komulags leiddu ekki til
árangurs.
6. Nú var aðstaðan á Islands-
miðum orðin ákaflega hættu-
leg, stórskemmdir á fslenzku
varðskipunum, og nærri lá, að
þeim yrði sökkt, en aldrei slök-
uðu þau á sinni djarfhuga
varnarbaráttu við ofbeldið. Að
þvf kom svo, að íslenzka ríkis-
stjórnin ákvað að slfta stjórn-
málasambandinu við Bretland,
en alls munu brezku freigát-
urnar hafa siglt á fslenzku varð-
skipin yfir sjötíu sinnum, þegar
allt er talið. Þegar slit stjórn-
málasambands eða hugsanleg
slit stjórnmálasambands voru
rædd i utanrfkismálanefnd á
fundi þann 18. febrúar 1976, lét
ég bóka skoðun mfna, sem ég
stóð einn að og var á þá leið, að
við tslendingar gæfum út ein-
hliða yfirlýsingu þar sem
greind væru meginatriðin f af-
stöðu okkar, en ef að því yrði
horfið, taldi ég ekki ráðlegt að
slit stjórnmálasambands kæmu
til framkvæmda að svo stöddu.
Þessi bókun mín er all löng, en
hún er f öllum meginatriðum f
samræmi við það, sem tókst að
ná samkomulagi um milli Breta
og íslendinga f júnibyrjun
þessa árs. Fyrir mér vakti með
fyrrnefndri bókun, að skýrt
kæmi fram, hvað fyrir okkur
Islendingum vekti, en við vær-
um ekki sífellt að leita eftir því
hvaða tillögur Bretar gætu
gert, eða gætu hugsanlega
gengið að. Allir voru andstæðir
þeim tillögum, sem fram komu
frá Bretum að tilstuðlan fram-
kvæmdastjóra Nato fyrir 18.
febrúar. Eg taldi ekki rétt að
gera bókun mfna opinbera og
kann að vera, að heillavænleg-
ast hafi verið að hafa þann
framgang mála sem ríkisstjórn-
in gerði. Ég var frá öndverðu
samþykkur Öslóarsamningnum
eða Óslóarsamkomulaginu eins
og meirihluti utanrikismála-
nefndar er og legg því til, að
þingsályktunartillaga um stað-
festingu á því verði samþykkt
óbreytt. Skal nú ekki rekja
fleiri þætti úr sögu landhelgis-
málsins.
Eg leyfði mér að viðhafa þau
ummæli í stuttu viðtali við
Morgunblaðið þann 4. júní sl.
að viðurkenning tvö hundruð
mflna væri ævintýri líkust, en
hún felst einmitt ótvfrætt f
samkomulaginu, sem gert var
og leitað er nú staðfestingar á.
Hygg ég að fleiri séu mér sam-
mála, ekki sfzt ef menn vilja
rifja upp aðeins nokkur atriðí f
baráttusögu okkar fyrir tvö
hundruð sjómflna fiskveiðilög-
sögu, eins og ég hefi mjög stutt-
lega gert. Fyrir 25 árum höfð-
um við aðeins 3ja mílna land-
helgi! Með þessu samkomulagi,
sem nú er til umræðu, náðist
einnig fram samkomulag um
hina svokölluðu bókun sex f
samningnum við Efnahags-
bandalagið um það, að við nyt-
um að fullu tollfríðinda á ýms-
um fiskafurðum okkar sem
okkur er mikils virði og ekki
verður um deilt. I þessu sam-
tali, sagði ég einnig m.a.:
„Stjórnmálasamband við Breta
hefur aftur verið tekið upp, og
það er mfn skoðun, að okkur
Islendingum riði á mjög miklu
að hafa ætíð vinsamlega sam-
búð við önnur vestræn rfki. Á
þessu varð misbrestur en nú
hygg ég, að ótvirætt sé, að
meirihluti þjóðarinnar fagni
innilega þvf, að lokasigur okkar
hefur náðst. Þetta ber meðal
annars að þakka djarfhug og
hreysti hjá áhöfnum varðskip-
anna og þeim, sem falið var að
gæta hagsmuna okkar á sjón-
um. Nú þarf enginn að vakna
með kvíða fýrir því, að einhver
stórslys hafi orðið, jafnvel
mannslát. Ég árna sjómönnum
og fjölskyldum þeirra allra
heilla I þessu sambandi.“
Ég lauk þessu samtali með
eftirfarandi orðum:
„Stundum halda menn að
ekkert hafi verið að gerast i
landhelgismálinu, en ráðherrar
og aðrir forystumenn hafa svo
sannarlega ekki legið á liði
sfnu. Geir Hallgrimsson. for-
sætisráðherra, hefur með sæmd
stýrt þessu máli ásamt með
ágætum samstarfsmönnum sín-
um, en þar er helst að nefna
Matthías Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, og Einar Ágústs-
Framhald á bls. 25