Morgunblaðið - 11.11.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1976
23
Veiting lyfsöluleyfa:
9 lyfsöluleyfi veitt í tíð
núverandi ráðherra
Matthías Bjarnason, heil-
brigðisráðherra, svaraði nýverið
fyrirspurn frá Magnúsi Kjartans-
syni (Abl.) um veitingu lyfsölu-
leyfa í hans ráðherratíð (M.Bj.).
Ráðherrann sagði m.a. efnislega:
1 viðkomandi lögum er gert ráð
fyrar því, að umsóknir um lyfsölu-
leyfi skuli leggja fyrir 2ja manna
nefnd, er Apótekarafélag Islands
°g Lyfjafræðingafélag Islands
skipa f. Nefndin lætur landlækni í
té rökstudda umsögn um um-
sækjendur, sem að hennar áliti
eru hæfir til starfans, og skipar
beim í töluröð, en þó aðeins
þremur hinum hæfustu, ef um-
sækjendur eru fleiri en þrfr. Telji
nefndin einhvern umsækjenda
óhæfan skal hún geta þess. Land-
læknir sendir síðan ráðh'erra rök-
stutt álit um það, hverja af um-
sækjendum hann telur hæfasta,
einnig f töluröð.
Sfðan gerði ráðherra grein fyrir
9 veitingum lyfsöluleyfa.
1) Hafnarf jörður: Þar vóru um-
sagnaraðilar frá apótekarafélagi,
•yfjafræðingum og landlæknir
sammála og veiting eftir því.
2) Akranes: Þar vóru um-
sagnaraðilar ekki á einu máli.
Önnur röðun hjá landlækni en
fulltrúum greindra félaga. Ég
veitti stöðuna þeim sem
apótekarar og lyfjafræðingar
settu í fyrsta sæti en landlæknir í
annað.
ALBERT Guðmundsson (S) hef-
ur flutt tillögu til þingsályktunar
um athugun á áhrifum starfsemi
Éramkvæmdastofnunar rfkisins
°g einkum lánveitinga Byggða-
sjóðs á atvinnu- og byggðaþróun í
iandinu. Tillagan er svohljóð-
andi:
Alþipgi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta kanna hvaða
áhrif fjárhagsleg fyrirgreiðsla
Éramkvæmdastofnunar ríkisins,
sérstaklega Byggðasjóðs, hefur
haft á atvinnu- og byggðaþróun í
landinu. Sérstaklega skal kannað,
hvaða áhrif þessi fyrirgreiðsla
hefur haft á búsetu fólks, tekju-
Matthfas Bjarnason, heilbrigðis-
ráðherra.
3) Vestmannaeyjar: Staðan
veitt samkvæmt samhljóða um-
sögn allra aðila.
4) Stykkishólmur: Staðan veitt
samkvæmt samhljóða umsögn
allra aðila.
5) Iðunnarapótek, Reykjavfk:
Þar voru umsagnaraðilar ekki á
einu máli. „Þar var mikill
ágreiningur milli umsagnaraðila,
apótekara og lyfjafræðinga
annars vegar og landlæknis hins-
vegar, og sfðan stórs hluta
apótekara (Félag apótekara f
strjálbýli). Þar veitti ég embættið
skiptingu eftir landshlutum og
aðstöðumun fyrirtækja eftir stað-
setningu og starfsgreinum. Til
samanburðar skal höfð í huga
þróun sömu mála í Reykjavík og
nágrannabyggðum hennar þau
fimm ár, sem liðin eru frá þvi að
lög nr. 93 24. des 1971, um Fram-
kvæmdastofnun ríkisins, tóku
gildi.
Fyrstu niðurstöður þessarar
könnunar skulu birtar því Al-
þingi, er nú situr. Endanlegar nið-
urstöður skulu lagðar fram, þegar
Alþingi kemur saman haustið
1977
þeim aðila, sem hafði lengstan
starfsaldur að baki og landlæknir
setti í annað sæti f sinni röðun.
6) Borgarnes: Samkomulag um
veitingu.
7) Ingólfsapótek. Þar vóru í
fyrsta og öðru sæti i röðun menn
með áþekkan starfstíma sem
lyfjafræðingar. Sá sem við-
komandi félög settu í fyrsta sæti,
var talinn eiga meiri rétt vegna
búsetu úti á landi. Landlæknir
setti í 1. sæti lyfsala hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Mér fannst óeðli-
legt, sagði ráðherra, að skipta um
lyfsöluleyfi við lyfsala hér innan
höfuðborgarsvæðisins. Ég skipaði
þvf aðila, sem hafði verið settur í
1. sæti af apótekurum við umsókn
um Iðunnarapótek. Hæfni hans
ætti að vera söm, hvort sem um er
að ræða Ingólfsapótek eða Ið-
unnarapótek.
8) Egilsstaðir: Þar vóru 5 um-
sækjendur. Nefndin skilaði sinni
röðun. I ljós kom að sá, sem settur
var í 2. sæti, var eldri í starfi sem
lyf jafræðingur. Rökin fyrir röðun
í 1. sæti vóru sögð þau, að við-
komandi hefði „ýtt undir að stofn-
uð yrði lyfjabúð“ I strjálbýli.
Lengri starfsaldur réð veitingu
minni I þetta embætti.
9) Neskaupstaður: Um-
sækjendur vóru 3. 2 vóru taldir
hafa meiri rétt sökum lengri
starfsaldurs. I umsögn segir:
„Eins og sjá má er nefndinni mik-
ill vandi á höndum að velja á milli
(nöfn umsækjenda). Starfsaldur
þeirra er nákvæmlega hinn sami
...“ Hér þurfti þvi úrskurður ráð-
herra að koma til enda veitinga-
valdið óumdealanlega í hans
höndum — og báðir viðkomenda
taldir jafn hæfir af umsagnar-
aðilum.
AIÞinGI
Albert Guðmundsson:
Athugun á áhrifum
Pramkvæmdastofnun-
ar og byggðasjóds
Þingfréttir í stuttu máli
Biskupsstóll
aö Hólum
í Hjaltadal.
Endurflutt hefur verið stjórn-
arfrumvarp til laga um biskups-
embætti hinnar íslenzku þjóð-
hirkju, sem Ármann Snævarr
hæstaréttardómari hefur samið
aé tilhlutan kirkjumálaráðuneyt-
•sins. Aðalefni frumvarpsins er
Það, að biskupsdæmi hinnar
•slenzku þjóðkirkju skuli vera
työ, Skálholtsbiskupsdæmi (er
taki yfír Suðurland, Vesturland
°8 Vestfirði, frá Skaftafells-
Pröfastdæmi að Isafjarðarprófast-
^*mi, að báðum meðtöldum) og
Rélabiskupsdæmi (er nái yfir
^orðurland og Austurland, frá
‘‘únavatnsprófastdæmi til Aust-
fjarðaprófastdæmis, að báðum
IT|eðtöldum). Skálholtsbiskup
skal sitja í Reykjaik en Ilólabisk-
UP að Hólum í Hjaltadal.
Skotvopn,
sprengiefni
og skoteldar,
Þá hefur verið lagt fram á ný
stjórnarfrumvarp til laga um
skotvopn, sprengiefni og skot-
elda. Frumvarpið er óbreytt frá
því það var lagt fram á sl. þingi,
nema hvað þær breytingar, sem
efri deild gerði þá á frumvarpinu,
hafa verið felldar inn í það.
Frumvarpið kveður á um skýrari
reglur í þessu efni en verið hafa í
gildi hér á landi.
Kostnaður
við byggingu
sundlauga.
Karvel Pálmason, Jónas Arna-
son og Sighvatur Björgvinsson
flytja frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um skólakostnað.
Þar er lagt til, að ríkissjóður
greiði 75% áætlaðs stofnkostnað-
ar þeirra sundlauga, sem eru í
byggingu og ekki hefur verið
gengið formlega frá samningum
um kostnaðarskiptingu — og
ávallt í byggðarlögum, sem hafa
innan við 4000 íbúa.
Tölvutækni
og persónulegir
hagir manna.
Ragnar Arnalds, Steingrímur
Hermannsson, Benedikt Gröndal,
Sigurlaug Bjarnadóttir og
Magnús T. Olafsson flytja tillögu
til þingsályktunar, þar sem skor-
að er á rikisstjórnina að skipa
nefnd til að semja frumvarp til
laga um verndum einstaklinga
gagnvart því að komið sé upp
safni upplýsinga um skoðanir
þeirra eða aðra persónulega hagi
með aðstoð tölvutækni.
Notaðar Mazda
bifreiðar til sölu:
929 Hardtop 1975 ekinn 17. þús. Verð 1.640 þús.
929 station 1976 ekinn 19.000 verð 1.880 þús.
929 station 1975 ekinn 55.000 verð 1.580 þús.
929 4ra dyra 1975 ekinn 20.000 verð 1.580 þús.
929 4ra dyra 1976 ekinn 40.000 verð 1.650 þús.
929 Hardtop 1975 ekinn 22.000 verð 1.580 þús.
616 4ra dyra 1974 26.000 verð 1.250 þús.
RX-4 1976 ekinn 7.000 verð 2.050 þús.
Skipti hugsanleg á ðdýrari bil.
BÍLABORG HF.
Borgartúni 29 sími 22680
Fréttir
fra
yogue
Stórkostlegt úrval af
sængirfataefnum
og rúmteppum.
H
öguc^
Á fjórtán vikna námskeiði er farið yfir fjölbreytt
verkefni, sem ætlað er til þess að meðfæddir
hæfileikar þinir njóti sin sem best.
Rætt erm.a. um:
it Fljóta og auðvelda aðferð til að skýra frá
hugmyndum þínum
it Hvetja til framkvæmda á jákvæðan hátt.
it Vinna bug á áhyggjum og kvíða.
Ná betri árangri á fundum.
if Þjálfa minni.
it Ná betri árangri í mannlegum samskiptum.
it Byggja upp trú á sjálfan þig og aðra.
í dag er þitt tækifæri.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Dale Carnegie námskeiðin
STJÓRNUNARSKOLINN