Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÖVEMBER 1976
29
Sýnishorn af framleiðsluvörum frá Tarf
hagstætt. Forsvarsmenn verk-
smiðjunnar, þeir Luis Xavier og
Antonio Pinto, segja að níu af
hverjum tíu verksmiðjum í
landinu séu með iðnað í ósköp
smáum stíl, en aftur á móti megi
ætla að táu stórverksmiðjur fram-
leiði um helming alls iðnaðar-
varnings í landinu. Xavi er 25 ára
gamalt fyrirtæki en ekki eru
nema 4 ár síðan það fluttist I þetta
rúma og ágæta húsnæði, áður bjó
verksmiðjan við svipaðan húsa-
kost og meirihluti slfkra fyrir-
tækja.
Vefnaðarverksmiðjan
Sampedro er víðfrægt fyrirtæki,
stofnsett 1921 og þar er framleitt
mikið af rúmfatnaði, dúkum af
öllu tagi og eru ýmsir gæðaflokk-
ar og verðið miðað við mis-
munandi miklar kröfur sem
kaupandi gerir til dæmis hvað
snertir borðdúka og rúmfatnað.
Tuttugu prósent framleiðslunnar
fara tal útflutnings og þar á meðal
eru England, Sviss, Noregur,
Danmörk og Svfþjóð. Við fyrir-
tækið starfa hátt i fjögur hundruð
manns. Mér er sagt að ekki hafi
tekizt að auka afköstin á sl. ári og
þar af leiðandi hafi ekki tekizt að
færa út kvíarnar í útflutningi, þar
sem framleiðsla fyrirtækisins sé
eftirsótt á innanlandsmarkaði.
í Fabrica do Castanheiro
sýndist mér framleiðslan að veru-
legu leyti byggjast á framleiðslu
handklæða og viskustykkja og
voru þau ljómandi falleg og fjöl-
breytni ótrúleg. Fyrirtækinu var
skipt í spunadeild og vefnaðar-
deild og auk handklæða er unnið
þar mikið af borðdúkum. Þetta er
eitt elzta vefnaðarfyrirtæki
landsins, héfur starfað í 120 ár og
nú stjórnar þar 3. ættliður sömu
fjölskyldu. Nú fara 60—70%
framleiðslunriar til útflutnings,
einkum til Englands og Norður-
landa. Fyrirtækinu hafa einnig
borizt pantanir frá Banda-
rfkjunum og Sovétríkin hafa sent
fyrirspurnir. Sölustjórinn, sem
við ræddum við, taldi ekki líklegt,
að af viðskiptum yrði vegna þess,
að Rússar „vilja ekki svona
vandaða vöru og auk þess er hún
of dýr“. Þarna er unnið á þrískipt-
um vöktum allan sólarhringinn og
starfsfólk 400 manns. Hagur
fyrirtækisins mætti vera betri að
því er mér skilst, en þó er skárra í
ár en í fyrra segir sölustjórann, og
vonast tii að einhverjar ráðstafan-
ir verði gerðar til að efla traust í
útlöndum á eskútnum, gjaldmiðli
landsins, þar sem það veiki sam-
keppnisaðstöðuna út á við hversu
veikur eskútinn er. Hann segir að
ekki hafi verið reynt að selja til
íslands, en hver viti nema að því
geti komið.
Síðasta fyrirtæki dagsins er
jafnframt hið skemmtilegasta.
Það er textilverksmiðjan Tarf í
Pevide skammt frá Guimares. Sú
verksmiðja er nýbúin að eiga sjö-
tfu og fimm ára afmæli og hana
stofnaði Alberto heitinn
Roderigues á heimili sínu. Þar
sem hús Albertos stóð um alda-
mótin hefur nú risið af grunni
myndarleg verksmiðjubygging,
þar sem átta hundruð manns
vinna í hinum ýmsu deildum.
Framleiðslan er fjölskrúðug og
falleg, þar eru ábreiður á rúm,
barnateppi, gluggatjöld, borðdúk-
ar, handklæði, veggmyndir og svo
mætti lengi telja. Þeir sögðu að
pöntun hefði borizt frá fyrirtæki
á Islandi um jóladúka og voru í
þann veginn að afgreiða hana.
Þarna eru notuð fullkomnustu
tæki við framleiðsluna, jafnt við
vefnað, litun og hönnun. Á teikni-
stofunni sýndu hönnuðir okkur
nýjustu skissur af mynztrum af
dúkum, og teppum, sem verða
ekki sett á markað fyrr en á árinu
Framhald á bls. 22
Sparaksturskeppni
F.Í.B. á sunnudag
SUNNUDAGINN 14. nóvember
efnir Félag Islenzkra bifreiðaeig-
enda til sparaksturskeppni. Er
það hin nýstofnaða bifreiða-
fþróttadeild innan félagsins sem
sér um keppnina og er formaður
hennar Arni Bjarnason.
I viðtali við Mbl. sagði Árni að
sennilega myndu flest bifreiða-
umboðin senda bíla til keppninn-
ar og sum fleiri en einn. Ekki er
Atvinnuleysi
VIÐ októberlok voru atvinnulaus-
ir á landinu 304, 192 f kaupstöð-
um, 4 f kauptúnum með yfir 1.000
fbúa og 108 f öðrum kauptúnum.
Nokkur aukning hafði orðið á
tölu atvinnuiausra frá þvf f
septemberlok, en þá var heildar-
tala atvinnulausra 174.
Samkvæmt fréttatilkynningu,
sem Mbl. hefur borizt, voru at-
vinnuleysisdagar f október-
mánuði samtals 4.492, en
aukningin frá fyrra mánuði var
aðeins 250 atvinnuleysisdagar,
sem þýðir að í raun hafa þeir 304
sem atvinnulausir voru skráðir f
októberlok, verið það mun
skemmri tíma en þeir 174, sem
atvinnulausir voru f september-
lok.
þó orðið ljóst enn um fjölda
þeirra og sagði Arni að það yrði
tæplega vitað með vissu fyrr en á
fimmtudag. Keppnin hefst
klukkan 14 á sunnudag en
keppendur eiga að mæta með bif-
reiðar sínar kl. 13:00 og verða þær
þá útbúnar fyrir keppnina.
Verður sambandið rofið við bens-
fngeyma bifreiðanna og öðrum
geymi komið fyrir á einhverjum
öðrum stað en f farþegarými. Fær
hver bifreið fimm lítra skammt
og verður ekið frá bensínstöð
Esso við Neshaga, um Hring-
braut, Miklubraut og Kringlumýr-
arbraut, gegnum Hafnarfjörð og f
átt til Grindavíkur. Sagði Árni
Bjarnason að ekið yrði frá
Grindavík til Keflavíkur og aftur
í átt til Reykjavfkur og bjóst hann
við að þá myndu bifreiðarnar
stöðvast hver af annarri. Þegar
síðasti keppandinn hefur verið
ræstur fara starfsmenn keppn-
innar á eftir á bifreið sem er út-
búin mæli og skrá þeir niður hvað
hver bifreið hefur ekið langa
vegalengd og ökumenn þeirra
kvitta undir skýrsluna.
I hverjum bíl er einn aðstoðar-
maður auk ökumanns og til að
koma í v.eg fyrir að beitt verði
brögðum verður aðstoðar-
mönnunum skipt upp milli bfla
svo ekki geti komið til fyrirfram
undirbúin samvinna ökumanns
og aðstoðarmanna. Sagði Árni að
það væri bezta leiðin til að gæta
þess að ekki væru brögð í tafli,
keppendur myndu þannig gæta
hvers annars. Áður en lagt er af
stað í keppnina verður hver bif-
reið skoðuð og yfirfarin t.d. at-
hugað að loftþrýstingur f hjól-
börðum sé eðlilegur.
Bifreiðunum verður skipt f
flokka eftir vélarstærð og eru
þeir samtals fimm. Verða veitt
verðlaun, ein fyrir þann sem
kemst lengst og viðurkenning
fyrir sigurvegarann f hverjum
flokki.
Mikill ferda-
mannastraum-
ur á Húsavík
Húsavik, 9 nóvember — .
FERÐAMANNASTRAUMUR var mikill
til Húsavíkur síðastliðið sumar og
annatimi á Hótel Húsavík lengri en
undanfarin ár Flugleiðir h.f. skipu
lögðu sérstakar haustferðir frá Þýzka
landi með Húsavík sem endastöð og
var fullbókað i þær flestar og tókust
þær vel. enda haustveður sérstakt Síð
an þvi lauk hafa verið fundir og ráð
stefnur, m a var Félag islenzkra iðn
rekenda hér með ráðstefnu, Lögreglu
skólinn var með námskeið og nám
skeið var i meðferð þungavinnuvéla og
ráðstefna á vegum Eldvarnaeftirlits
rikisins
Nú er kominn vetur og þá getur
hafizt nýtt ferðamannatímabil, þegar
snjórinn hefur sýnt sig fyrir alvöru. Þá
geta menn farið að fara á skiði skammt
frá Hótel Húsavík — Fréttaritari
(Jtíljós
sem fegra
umhverfíð
Mikið úrval af úti-veggljósum og útiloft-
Ijósum, og einnig af Ijósum á garðstaura,
léttar, sígildar línur og mörg litbrigði á
málmi og gleri. Verð við allra hæfi.