Morgunblaðið - 11.11.1976, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1976
Silfurdepillinn
Eftir Annette Barlee
þeir sig nokkrir saman og fara í skemmti-
ferðir upp á fjöllin eða niður að ánni, og
eyða öllum deginum í að skoða þessa
staði.
Allir leggja álfarnir eitthvað gómsæti
til ferðalagsins, og allar hafa álfa-
mæðurnar meir en nóg að gera við
baksturinn deginum áður.
Þú veist hvað það er gaman að borða
kökurnar og sælgætið þegar þú ferð í
afmælisboð — það er eins og þetta allt
saman bragði eitthvað öðruvísi en heima
hjá þér!
Alveg eins er það meðal álfanna, Rósu
álfamær finnst þannig ekkert betra en að
bragða hunangið úr blómunum hennar
Lilju vinkonu sinnar, því Rósa er sannast
að segja orðin hálf þreytt á sínu eigin
hunangi, þó það sé auðvitað braðbetra en
hægt er að gera sér í hugarlund.
... En svo við víkjum aftur að
skemmtiferðinni, er jafngott að geta þess
strax, að sú, sem sagt verður frá hér, var
farin niður að sjónum.
8.
Nú vildi svo til, að máfar komu oft við á
enginu rétt hjá borg álfanna. Álfakóngn-
um datt því í hug, hvort þeir mundi ekki
vilja gera nokkrum þegnum hans þann
greiða að fljúga með þá niður til
strandarinnar, því þetta var nokkuð löng
leið að fljúga fyrir álfana sjálfa, og þó
auðvitað sérstaklega þar sem þeir ætluðu
að hafa með sér talsvert af farangri.
Kvöld nokkurt tók álfakóngurinn eftir
undurfögrum máfi, sem settst hafði
skammt frá honum. Kóngurinn ávarpaði
hann, og máfurinn varð auðvitað ákaf-
lega undrandi yfir þessu. Hann var þó
fús til að fljúga með ljósálfana hvenær
sem þeir óskuðu, en sagði, að hann vildi
helst að þeir æfðu sig svolítið, áður en
þeir færu mjög langt.
Niðurstaðan varð sú, að málfurinn kom
á hverju kvöldi til álfaborgarinnar, og
sjö fullorðnir álfar og um tíu álfakrakkar
sátu á bakinu á honum og flugu með
honum yfir engiö og hæstu eikartréin.
Má ég
aðeins
spyrja
hve lengi
hafir
þér
unnið
hér við
fyrir-
tækið —
ef
vinnu má
kalla?
%
VU9
MORö-JKí
KflFf/NU
Það er engu Ifkara en þetta fólk
hafi aldrei áður séð túrista, svo
glápir það.
Snýttu þér drengur og hættu að
sjúga upp í nefið.
„Jæja, Lfna, hefurðu brotið
allar hneturnar?" spurði
húsmóðirin.
„Ekki allar, frú. Sumar eru
svo stórar að ég kem þeim ekki
upp I mig.“
Frúin: Veiztu, Marfa, að þessi
vasi, sem þú brauzt, var 200 ára
gamall?
Marfa: Guði sé lof, ég hélt að
það væri nýr vasi.
— Sérðu illa, drengur minn?
— Nei.
Hvers vegna ertu þá með
gleraugu?
Vegna þess, að annars sé ég
illa.
. Llfeðlisfræðingur nokkur
Þykist hafa uppgötvað það, að
mennirnir séu komnir af öpum.
— Þykir það uppreisn fyrlr
apana?
— Þér segið að þetta málverk
sé eftir Rembrandt, en ekki
stendur nafn hans þó á þvf.
Forngripasali: Ef þér viljið
að nafn hans standi á
málverkinu, þá kostar það 20
þúsund meira.
Akærða (roskin piparmær):
Eg er alveg saklaus af þessu,
herra dómari.
Dómarinn: En lýsingin á
alveg við yður: tfgulleg, skraut-
klædd og fögur.
Ákærða: Já, ég meðgeng.
Predikarinn, sem varla heyr-
ir til sjálfs sfn fyrir hávaða á
samkomunni: Þið pörupiltar,
þið guðlausu ungu menn, sem
eruð að klfpa og kreista
stúlkurnar þarna úti f horni,
kannski þið vilduð hætta þessu,
svo að ég geti komist að?
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga ©ftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
6
hverju víð og Iftur eins og spyrj-
andi I áttína til þeirra. Kannski
eru þau að furða sig á þvf að
Felicie er ekki með lengur. Það
er hún sem hefur lykilinn að aðal-
dyrunum. Nú verða þau að fara
inn eldhússmegin. Maigret opnar
hlerana f borðstofunni þar sem
enn eimir eftir af kertalykt.
— Eg inyndi þiggja að fá eitt-
hvað að drekka! segir Ernst l.apie
og andvarpar. — Etienne...
Julie... þið megið ekki hlaupa
um I beðunum. .. það hlýtur ein-
hvers staðar að fyrirfinnast vfn I
húsinu...?
— Jú f kjallaranum. segir
Maigret.
Konan fer yfir f búðina til
Metanie og kaupir eitthvað handa
börnunum og smáhressingu
handa þeim ölium.
— Það er engin ástæða til að
bróðir minn skitdi eftir sig erfða-
skrá, herra lögregluforingi... Eg
veit ósköp vel að hann var skelfi-
legur sérvitringur.. . hann lifði
eins og einhúi og á seinni árum
höfðum við ekki mikið af hnnum
að segja... En það er langur veg-
ur frá þvf og að fara að skrifa
sérstaka erfðaskrá...
Maigret athugar skúffurnar f
litla skattholinu sem er f einu
horni stofunnar. Hann finnur
reikninga sn.vrtilega saman-
brotna og f bunkum og gamalt
peningavezki og í þvf er gult um-
slag.
OPNIST AÐ MER I.ATNUM
„Eg undirritaður Jules I.apie
sem er andlega og Ifkamlcga heil-
brigður ákveð það hér og nú f
návist Ernest Forrentin og
Francois I.epapre sem bæði eru
búsett í Jeanneville. ..“
Maigret les hátfðlega og rödd
hans verður æ aivarlegri.
— Felicie hafði á réttu að
standa. segir hann loks. — Það er
hún sem á að erfa húsið og allt
sem f þvf er.
Engu er Ifkara en fjölskyldan
hafi orðið að steinum í stólunum.
Erfðaskráin inniheldur setningu
sem verður ekki auðvelt að
gleyma:
„Með hliðsjón af þeirri afstöðu
sem bróðir minn og kona hans
tóku til mfn eftir að ég varð fyrir
slysinu...
— Eg sem sagði bara við hann
að það væri hlægilegt aðsetja allt
á annan endann vegna þess...
segir Ernst I.apie til skýringar.
„Og með tilliti tíi framferðis
frænda mlns, Jaeques Pétill-
ons...“
Ungi maðurinn sem er kominn
hingað alla leið frá Parfs er
orðinn grænn f framan.
En allt þetta skiptir ekki
lengur máli. Það er Felicie sem
erfir allt. Og Felicie er horfin og
enginn hcfur minnsta grun um
hvers vegna.
2. kafli. .
Vagninn klukkan sex.
Með hendur f vösum stendur
Maigret fyrir framan spegilinn f
forstofunni og horfir hugsandi á
sjálfan sig. Það liggur við borð að
hann reki upp hlátur. En hann
gerir það ekki. Loks réttir hann
fram höndina eftir barðastórum
stráhattí sem er á snaga rétt hjá.
Ilann setur þennan afkáralega
hatt á höfuðið á sér.
Ja, sjáum til. Gamli Staurfótur
var þá enn höfuðstærri en hann
og þó verður hann sjálfur iðulega
að ganga á milli hattabúða þar til
hann fær nógu stóran hatt. Þetta
veldur honum heilahrotum. Með
stráhattinn á höfðinu gengur
hann inn f borðstofuna til að
virða fyrir sér á ný mynd af Jules
Lapie sem hann hafði fundið f
skúrru.
Einu sinni þegar erlendur
glæpasérfræðingur spurði yfir-
mann glæpadeildarinnar spjör-
unum úr um aðferðir Maigrets
svaraði yfirmaðurinn með dul-
ráðu brosi:
— Maigret? Hvernig á ég að
útskýra það. Hann smeygir sér
inn í mál — rétt eins og aðrir
smeygja sér f skó.
I dag er ekki langur vegur frá
þvf að þetta sé satt og rétt f eigin-
legri merkingu orðsins. Þvf að
hann lætur ekki nægja að setja
upp hattinn, heldur fer hann Ifka
I tréskóna hans sem standa til
hægri við dyrnar á sfnum stað.
Allt er hér á sfnum stað. Ef
Felicie væri ekki f burtu gæti
Maigret hyllst til að halda að Iffið
I húsinu gengi sinn gang rétt eins
og áður, að hann sé sjálfur Lapie
og hann muni ósjálfrátt ganga út
f beðið og fara að dútla við að
planta tómötum.
Bróðirinn hefur tilkvnnt að
hann hafi hugsað sér að gista f
Poissy en hann hefur sent fjöl-
skylduna heim. Hinir, nágrann-
arnir og fáeinir bændur f Orgeval
sem fylgdu Staurfæti sfðasta spöl-
inn eru sjálfsagt farnir heim til
sfn eða sitja yfír glasi á kránni
Gullhringurínn.
Lucas er þar ifka, þvf að
Maigret hefur sagt honum að
hann skuli fara þangað með fögg-