Morgunblaðið - 11.11.1976, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. NOVEMBER 1976
39
Belgíumenn sóttu
stanzlaust en urðu
að gera sér 2- 0
sigur að góðu
BELGlUMENN áttu ekki ( erfið-
leikum með Norður-lra ( leik
þeirra ( fjórða Evrópuriðli
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar f knattspyrnu sem
fram fór ( Liege í Belgfu ( gær-
kvöldi. (Jrslit leiksins urðu 2—0
fyrir Belgfumennina, eftir að
staðan hafði verið 1—0 ( hálfleik,
en sigur Belgfumanna hefði getað
orðið mun stærri hefðu þeir nýtt
betur fjölmörg marktækifæri
sem þeir fengu ( leiknum. Mark-
vörður Iranna, Pat Jennings, leik-
maður með Tottenham, var þeim
einnig óþægur ljár f þúfu og varði
oft stórkostlega vel I leiknum.
Með þessum sigri hafa Belgfu-
menn tekið forystu ( 4. riðlinum,
George Best — hans var
vandlega gætt í leiknum í
gærkvöldi.
hafa hlotið 4 stig eftir tvo leiki,
Hollendingar eru með þrjú stig
eftir tvo leiki, Norður-Irar með
eitt stig eftir tvo leiki og Islend-
ingar hafa ekkert stig eftir tvo
leiki.
Eftir óvænt jafntefli sem Norð-
ur-írar gerðu í leik sfnum við
Hollendinga í haust í Hollandi,
áttu margir von á þvf að þeir
myndu standa í Belgíumönnunum
þótt á útivelli væri, og sjálfir
gerðu Irarnir sér vonir um að ná í
það minnsta jöfnu. En það kom
snemma í ljós í leiknum í gær-
kvöldi að heppnin yrði að ganga
verulega í lið með Irunum til þess
að þeir hrepptu annað stigið í
leiknum. Belgíska liðið náði þeg-
ar í upphafi vel saman og sýndi
góða knattspyrnu. Auðséð var þó
að þeir óttuðust mjög George
Best, og voru fjórir varnarleik-
menn oftast á höttunum á eftir
honum.
Hinir 30.000 áhorfendur sem
fylgdust með leiknum í Liege
urðu þó að bíða í 29 minútur eftir
marki. irarnir höfðu þá átt sókn
sem Eric Gerets náði að stöðva.
Lék hann fram völlinn með knött-
inn og sendi sfðan á Francois van
der Elst, sem dró að sér varnar-
menn íranna og sendi síðan knött-
inn f eyðu til van Gool, sem var í
góðu færi og brást ekki bogalistin
í skoti sínu. Atti Pat Jennings
enga varnarmöguleika.
Eftir mark þetta réð belgíska
liðið algjörlega lögum og lofum á
vellinum, og fór leikurinn að
mestu fram við vátateig Iranna
sem reyndu að verjast þar eftir
mætti. Nokkrum sinnum komst
belgíska liðið þó i góð færi, eins
og t.d. þegar van der Elst átti
hörkuskot á markið af markteigs-
línu, en Jennings sveif þá út í
hornið og náði að slá knöttinn í
horn.
Á 52.mínútu tókst Belgíumönn-
unum að skora aftur. Paul
Courant, van Gool og Lambert
léku þá vörn frska liðsins sundur
og saman, og komst Lambert í
slíkt dauðafæri að það var ekki
hægt að misnota.
Sem fyrr segir var það harla
fátítt að Irarnir næðu sókn í
leiknum. George Best var þó einu
sinni nærri þvf að skora, er hann
skaut óvænt hörkuskoti utanfrá
vítateigslinu á belgíska markið.
En Christian Piot, markvörður
Belgíumannanna, og félagi As-
geirs Sigurvinssonar í Standard
Liege, sýndi þá hæfni sfna og náði
að verja í horn.
Staðan f 4. riðli að þessum leik
loknum er þannig:
Belgia 2 2 0 3—0 4
Holland 2 110 3—2 3
N-írland 2 0 11 2—4 1
tsland 2 0 0 2 0—2 0
Næsti leikur í riðlinum verður
svo ekki fyrr en 26. marz eh þá
leika Belgfa og Holland í Belgfu.
11. júnf leikur svo tsland við
Norður-lrland, 31. ágúst leikur Is-
land við Holland, 4. sept. leikur
Island við Belgíu, 21. sept. leikur
Norður-Irland við Holland, 26.
okt. leikur Holland við Belgfu og
16. nóvember, eftir rúmt ár verð-
ur svo síðasti leikur f riðlinum, og
leikur þá Norður-lrland við
Belgíu.
Víkingsstúlkumar
byria vel í blakinu
ÍSLANDSMÓTIÐ í blaki
hófst um síðustu helgi og
var þá leikið f 1. deild
kvenna og annarri deild
karla. f kvennaleiknum
áttust við lið Vfkings og
Breiðabliks og lauk leikn-
um með öruggum sigri
Víkings-stúlknanna, 3:0.
(15—2, 15—5 og 15—9)
Það var aðeins í sfðustu hrin-
unni sem Breiðabliks-stúlkurnar
sýndu eitthvað en þá höfðu Vfk-
ings-stúlkurnar lika slakað nokk-
uð á. Aarrar deildar leikurinn var
svo á milli a- og b-liðs Breiðabliks.
Var leikurinn fremur tilþrifalít-
ill, sérstaklega í upphafi, en þeg-
ar líða tók á leikinn sótti b-liðið
sig mjög um leið og a-liðið dalaði
og tókst b-liðinu að vinna tvær
hrinur og litlu múnaði í þeirri
síðustu, en hún endaði 15:12 a-
liðinu í vil. Annars urðu úrslit
einstakra hrina þe'ssi: 15—2,
15—13, 13—15, 11 — 15, 15—12 a-
liðinu í vil. H.G.
Nýi golfskálinn f Herjólfsdal. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir.
Nýr golfskáli í
GOLFKLÚBBUB Vestmannaeyja tók fyrir
skömmu f notkun nýjan og glæsilegan golfskála
við Herjólfsdal. Með tilkomu nýja skálans batn-
ar mjög aðstaða kylfinga í Eyjum til félagsstarf-
semi og þeir horfa einnig fram á betri tfma
varðandi aðstöðu fyrir golfiðkun, en sfðan um
gos hefur verið mjög erfitt um vik að iðka golf
vegna ösku á gamla golfvellinum f Herjólfsdal.
Að öllum Ifkindum munu golfarar geta snúið
aftur á heimavfgstöðvarnar ( Herjólfsdal næsta
Herjólfsdal
vor eftir 4 ára útlegð, en þeir komu sér þó skjótt
upp 6 holu bráðabirgðavelli vestán við Sæfell.
Nýi golfskálinn var reistur á einni vku og
sfðan var tekið til við að innrétta af fullum
krafti. Þegar sfðasta mót sumarsins var haldið
fyrir skömmu, bændaglfman, var húsið einmitt
klárt til tilþrifa og þangað komu allir 36 kepp-
endurnir úr bændaglfmunni auk gesta og húsið
var tekið formlega f notkun með tilheyrandi
hátfðahöldum og barst þvf fjöldi gjafa. — á.j.
Föngulegur hópur kylfinga mætti til síðasta móts sumarsins, bæði heimagolfarar og
góðir gestir af fastalandinu.
Víkingur - FH
Fram - Haukar
- í Laugardalshöllinni í kvöld
TVEIR leikir fara fram f tslandsmótinu f handknattleik f kvöld,
báðir f Laugardalshöllinni. Leika þar fyrst Fram og Haukar og
síðan Vfkingur og FH, þannig að ætla má að mikil spenna og
barátta verði í þessum leikjum, og Ifklegt verður að teljast að
úrslit f þeim geti haft mikil áhrif á endanlega röð liðanna f
mótinu f vetur.
Haukar hafa nú hlotið 6 stig eftir 4 leiki og eru f þriðja sæti f
mótinu, en Framarar hafa hins vegar ekki hlotið nema þrjú stig
ennþá. Hins vegar verða Framarar að teljast sigurstranglegri f
leiknum f kvöld. Þeir hafa nú endurheimt Pálma Pálmason f lið
sitt, og eins hafa H:ukar aldrei náð jafngóðum leikjum f
Laugardalshöllinni og þeir hafa náð f Hafnarfirði, en þar hafa
þeir hlotið öll stig sfn til þessa.
Víkingur — FH verður svo ugglaust gffurlegur baráttuleikur,
og verður stóra spurningin f þeim leik hvort Vfkingum tekst að
ná aftur jafngóðum leik og þeir sýndu á dögunum er þeir
sigruðu Valsmenn með einu marki. Staða þessara tveggja liða er
nú jöfn f mótinu — bæði hafa hlotið 4 stig og tapað fjórum.
Hvert stig sem tapast getur þvf riðið baggamuninn fyrir liðin.
Leikir Vfkings og FH hafa löngum verið harðir baráttuleikir og
var það jafnvel svo meðan FH var að berjast á toppnum en
Vfkingur á botninum, hér á árum áður. Óhugsandi er að spá
neinu um úrslit þessa leiks, öðru en því að hann mun bjóða upp
á átök og baráttu.
Enska
knattspyrnan
EFTIRTALDIR leikir fóru fram í
Englandi og Skotlandi i gær-
kvöldi:
Leeds — Stoke 1—1
Manch. Utd. — Sunderl. 3—3
Norwich — WestHam 1—0
2. deild:
Cardiff — Southampton 1—0
3. deild:
Chesterfield — Chester 1—0
Wrexham — Peterborough 2—0
Skotland — úrvalsdeild:
Hearts — Aberdeen 2—1
Skotland 1. deild:
Dumarton — Dundee 1—1
KR vann
ÍS 67-44
Á LAUGARDAGINN var leikinn einn
leikur f fyrstu deild kvenna f körfu-
knattleik og áttust þá við KR og ÍS.
KR stúlkurnar unnu þennan leik
örugglega, eða með 67—44, og
réðu ÍS-stúlkurnar ekkert við stffa
pressu og hraðaupphlaup KR-
stúlknanna, sem þarna hefndu
grimmilega tapsins gegn ÍS í Reykja-
vfkurmótinu, en þá vann ÍS með 10
stiga mun. En Reykjavfkurmótinu er
enn ekki lokið þvf að þrjú lið urðu
efst og jöfn (KR, ÍR og ÍS) og hafa
úrslitaleikirnir enn ekki farið fram,
en það verður væntanlega mjög fljót-
lega. HG.