Morgunblaðið - 18.11.1976, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976
5
20 kíló af hassi
smyglað hingað 1
8 ferðum 1 sumar
Verið að kanna allmikinn innflutn-
ing á marihuana, hassolíu, LSD
og amfetamíndufti
SAKADÓMUR I ávana- og flkniefnamálum lét I gær frá sér fara frétta
tilkynningu um fíkniefnamálið mikla, sem verið hefur I rannsókn á
undanförnum mánuðum og Morgunblaðið hefur skýrt rækilega frá. i
tilkynningunni kemur m.a. fram, að upplýst hefur verið smygl til
landsins á liðlega 20 kg af hassi f sumar og verið er að rannsaka
innflutning og meðhöndlun annarra ffkniefna, þ.e. allmargra kflóa af
marihuana og hassolfu, LSD og amfetamfndufts. Hassinu var smyglað f
8 ferðum og stóðu 3 aðilar að baki flestum þeirra. Enn sitja inni 2
menn f gæsluvarðhaldi vegna málsins, en voru 8 þegar flest var.
Fréttatilkynning Fikniefna-
dómstólsins fer hér á eftir i heild:
Sem kunnugt er af fyrri
fréttum hefur undanfarna
mánuði verið rannsakað af saka-
dómi í ávana- og ffkniefnamálum
og fikniefnadeild lögreglustjóra-
embættis í Reykjavík ætlað víð-
tækt misferli er varðar smygl og
dreifingu margs konar fíkniefna.
Nokkur þáttaskil virðast nú í
nefndri rannsókn og þykir því
rétt að staðfesta eftirfarandi:
Viðurkenndar hafa verið átta
utanferðir til hasskaupa í Amster-
dam, Rotterdam og Kaupmanna-
höfn tímabilið mai — okt. s.l. Þrir
aðilar hafa játningum samkvæmt
tekið þátt í eða staðið að baki
flestum ferðanna. Aðstoðar- og
flutningsaðilar þess utan allmarg-
ir og þannig ú r nefndum ferðum
smyglað hingað til lands liðlega
20 kg af hassi, ýmist sjó- eða loft-
leið. Efnum var framburðum sam-
kvæmt dreift á Reykjavíkursvæði
um hendur margra milligöngu-
aðila en einnig umtalsverðum
hluta á Keflavíkurflugvöll. Sölu
og dreifingu hluta efna var fram-
haldið af aðstoðarmönnum löngu
eftir að meintir aðalmenn höfðu
verið úrskurðaðir í gæsluvarð-
hald.
Af ætluðu söluandvirði fíkni-
efnanna hefur verið lagt hald á
rúmlega 4.5 millj. kr. þar af að
rúmum helmingi á erlendan
gjaldeyri, nánar bandaríska
dollara.
Nefndir fjármunir fundust á
níu stöðum m.a. við húsleitir, i
bankahólfi og vörslum náinna
venslamanna grunaðra.
Vegna rannsóknar hafa margar
undanfarnar vikur sætt gæslu-
varðhaldi 5—8 aðilar samtimis en
jafnan þó í þeirri vistun verið
nokkur mannaskipti. Þannig til
þessa sætt gæsluvarðhaldi 16
aðilar, þar af 3 látnir lausir s.l.
föstudagskvöld og tveir til við-
bótar í gær, þriðjudag. Þá í gæslu-
varðhaldi 2 aðilar.
Samhliða ofangreindu hefur
verið rannsakaður innflutningur
og meðhöndlun annarra fíkni-
efna, nánar allmargra kg af mari-
huana, hassolíu, LSD og amfeta-
mindufts.
Ekki er að svo stöddu talið fært
að greina nánar frá stöðu þeirra
þátta. Að rannsókn hafa lengst af
unnið fjórir menn en síðustu
vikur sjö.
Kór Egilsstaðakirkju
heldur tónleika
Egilsstöðum, 16. nóvember.
KÓR Egilsstaðakirkju heldur tón-
leika dagana 18. til 22. nóvember
n.k. Fimmtudaginn 18. nóvember
syngur kórinn f Végarði Fljótsdal
kl. 21, laugardaginn 20. nóvember
verður sungið f Staðarborg f
Kvöldvaka
á Akranesi
NORRÆNA félagið á Akranesi
gengst I kvöld fyrir kvöldvöku i
Félagsheimilinu Rein og hefst
hún klukkan 21. Meðal annars
mun Björn Th. Björnsson list-
fræðingur sýna litskuggamyndir
frá íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöfn og flytja skýringar.
Búist er við fjölmenni, en
aðgangseyrir er krónur 300.
Breiðdal kl. 15., sunnudaginn 21.
nóvember verður sungið I Egils-
staðakirkju kl. 21 og mánudaginn
22. nóvember verður sungið f
félagsheimilinu Herðubreið á
Seyðisfirði kl. 21.
Kór Egilsstaðakirkju var
stofnaður 7. ágúst 1957 og hét þá
Kirkjukór Egilsstaðahrepps, en
nú hefur nafninu verið breytt í
samræmi við breyttar aðstæður.
Frú Margrét Gísladóttir og Stefán
Pétursson hafa verið söngstjórar
kórsins lengst af frá stofnun eða
til 15. ágúst 1975. Einnig hefur
Svavar Björnsson stjórnað kórn-
um um skamman tima. Núverandi
söngstjóri er Jón Ölafur Sigurðs-
son. Núverandi formaður kórsins
er Hermann Eiríksson. Aðrir í
stjórn eru: Anna Káradóttir, Ljós-
brá Björnsdóttir, Einar Sigur-
Framhald á bls. 23
Athugasemd
Hr. ritstjóri
Vinsamlega birtið eftirfar-
andi athugasemd í blaði yðar:
1 Mbl. í dag birtist frásögn af
umræðum, er urðu á sfðasta
fundi borgarstjórnar um tillögu
er ég flutti um bættan aðbúnað
verkafólks í fiskvinnslustöðv-
um f Reykjavík. Frásögnin er
að mínu áliti mjög villandi.
Aðeins lauslega er skýrt frá
framsöguræðu þeirri, er ég
flutti fyrir tillögunni. En Itar-
lega er greint frá svarræðu for-
manns útgerðarráðs B(JR.
Síðan er aðeins getið auka-
atriða úr svarræðu er ég flutti.
1 þeirri ræðu leiðrétti ég m.a.
misskilning er fram kom í ræðu
formanns útgerðarráðs. For-
maðurinn sagði, að í útgerðar-
raði hefði ég andmælt því, að
rekið væri á eftir úttekt Helga
G. Þórðarsonar verkfræðings á
B(JR. Þetta er alrangt eins og
ég tók fram á fundi borgar-
stjórnar. Þvert á móti hefi ég
manna mest i útgerðarráði
óskað eftir þvf að umræddri
úttekt yrði hraðað. Hins vegar
lét ég orð falla í útgerðarráði
þess efnis að fiskiðjuver BtJR
væri svo óhentugt, að erfitt
væri að koma við hagræðingu í
því, t.d. færiböndum, og ekki
mætti búast við að Helgi G.
Þórðarson verkfræðingur gæti
komið við meiri hagræðingu í
fiskiðjuverinu en húsið gæfi
tilefni til. Þessi orð mín mis-
skildi formaður útgerðarráðs.
Reykjavík, 16. nóvember 1976
Björgvin Guðmundsson
FYRSTI vetrarsnjórinn féll á Sigöldusvæðinu f gær og þar sem
annars staðar áttu menn f erfiðleikum fyrstu klukkutfmana á
meðan verið var að venjast nýjum aksturs aðstæðum. Þessi vörubfll
var að koma neðan úr byggð með ffnharpaða möl til byggihgafram-
kvæmdanna, er það óhapp vildi til að hann rann af stað með þeim
afleiðingum að tengivagninn valt út af veginum, og mölin fór út um
allt. Sjálfur dráttarbfllinn skemmdist ekkert, en dráttargálgi á
tengivagninum bognaði mikið. Myndina tók RAX skammt frá
Sigölduvirkjun f gærmorgun.
Basar Hallgríms-
kirkjukvenna
KVENFÉLAG Hallgrfmskirkju
heldur basar n.k. sunnudag, 21.
nóv., f safnaðarheimili kirkjunn-
ar og hefst hann kl. 3.30 e.h. Verð-
ur þar að vanda margt góðra
muna á boðstólunum á lágu verði,
sem kemur sér vel nú, er margir
hafa áhyggjur af jólainnkaupum
f dýrtfðinni.
1 35 ára sögu Hallgrímssafnaðar
hefir kvenfélagið verið í farar-
broddi í fjáröflun til kirkju-
byggingarinnar, og einnig lagt
mikið að mörkum til nauðsynlegs
búnaðar til þess að prýða kirkju
og safnaðarheimili. Nú stendur
söfnuðurinn andspænis miklu
verkefni, sem er að koma hinu
mikla húsi undir þak. Er það
kostnaðarsöm framkvæmd, en
mun takast með samstilltu átaki.
Heitum við á vini Hallgrims-
kirkju að sýna enn hug sinn í
verki, þvl að allur stuðningur
mun flýta fyrir þvf, að Hallgrfms-
kirkja standi fullbyggð landi og
þjóð til sóma.
Athygli skal vakin á þvi fyrir
félagskonur, að tekið er á móti
munum á basarinn í safnaðar-
heimilinu á föstudag kl. 15—19 og
laugardag kl. 13—19.
Ragnar Fjalar Lárusson.
Aðalframkvæmda-
stjóri WHO flyt-
ur fyrirlestur í
Norræna húsinu
AÐALFRAMKVÆMDASTJÖRI
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
arinnar, dr. Halvdan Mahler,
dvelur hér á landi f dag og á
morgun og mun hann hitta starfs-
menn f íslenzku heilbrigðisþjón-
ustunni og heimsækja heil-
brigðisstofnanir. 1 dag kl. 17.00
flytur hann fyrirlestur I Norræna
húsinu á vegum Háskóla fslands
og heilbrigðis og tryggingamála-
ráðuneytisins um efnið: „Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin f
nútfð og framtfð." Heilbrigðis-
stéttum og öðru áhugafólki um
heilbrigðismál er sérstaklega
bent á þennan fyrirlestur, að þvf
er segir f fréttatilkynningu frá
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu.
Almennur fundur um
málefni þroskaheftra
LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp
hafa ákveðið að boða til almenns
fundar um málefni þroskaheftra
að Hótel Esju f kvöld, fimmtudag-
inn 18. nóvember, kl. 20.30. Til
fundarins er boðið öllum, er láta
sig varða málefni þroskaheftra.
Gunnar Þormar tannlæknir,
formaður landssamtakanna, flyt-
ur inngangsorð í upphafi fundar-
ins, en framsöguerindi flytja
Jóhann Guðmundsson læknir um
„rétt hins þroskahefta“, Margrét
Margeirsdóttir félagsráðgjafi um
„framtíðarskipan f málefnum
þroskaheftra“ og Hólmfrfður
Guðmundsdóttir kennari um
„kennslumál þroskaheftra". Þá
flytur Helga Finnsdóttir bóka-
vörður ávarp og siðan verða al-
mennar umræður.
Erdýr
chrome —
helmingi meira virði
en nýja
X1000
kasettan?
Viö vitum að svo er ekki
og þekktir atvinnutónlistarmenn
eru því sammála.
En þú!
X 1000 60 — 90 mín
Einnig til:
EMimtP
Hy — Dynamic
60 — 90 — !
120 mín
Gerið verð og
gæða samanburð
FALKINN
Suðurlandsbraut 8 — simi 84670