Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976
í slenzk stórútgerd
í lofti yfir Afríku
Um 80 manna starfslið Flug-
leiða, allt tslendingar, vinnur
nú við pflagrfmaflutninga
félagsins í Nfgeríu og Saudi-
Arabíu, en aðalaðsetur fluglið-
anna er f Kano í Nígeríu. Þar
búa um 70 manns á hóteli og
um 10 manns hafa aðsetur f
Jedda í Saudi-Arabíu á meðan
pílagrímaflutningarnir standa
yfir. Loftleiðir sömdu um flug
með liðlega 10 þús. pílagríma
frá Nígerfu til Saudi-Arabíu í
nóvember og síðan til baka er
líða tekur á desembermánuð.
Hér er um að ræða 45 ferðir á
21 degi og mögulega verða þær
60 talsins. Tvær áttur Flugleiða
eru í þessum flutningum og
fljúga þær þrjár ferðir á
hverjum tveimur dögum, en
flugtíminn fram og til baka
milli Kano og Jedda er um 9‘A
klukkustund. Flogið er án við-
dvalar í Jedda, nema á meðan
verið er að hlaða vélina. Vega-
lengdin á þessu flugi er liðlega
2000 sjómílur aðra leið, eða að-
eins styttra en til New York.
Pílagrímaflugið er fram til
þessa stærsta útgerð íslenzks
fyrirtækis með íslenzkri áhöfn
utan landsteinanna frá einum
stað í annarri heimsálfu.
f mörg horn
að líta
Um þessar mundir stendur
yfir fyrri lota pflagrímaflutn-
inganna frá Kano til Jedda, en
það er mikil skipulagning og
mikil undirbúningsvinna sem
liggur að baki þessum flutning-
um. Við fylgdumst með einum
undirbúningsfundi skömmu áð-
ur en lagt var upp til Afríku, en
að undirbúningi vann starfs-
fólk úr flestum deildum Flug-
leiða, forstjórar, deildarstjórar,
flugvirkjar, flugfreyjur, flug-
menn og fjölmargir úr starfs-
mannahaldi og stjórnunardeild.
Á þessum fundi var m.a. fjallað
um tæknilega framkvæmd píla-
grfaflugsins, flugrekstrarlega
og aðstöðu starfsfólks, því á
báðum endastöðvum pílagríma-
flugsins er tækniþjónusta öll í
lágmarki og flest á annan veg
en tfðkast t.d. í Evrópu.
Hasla sér völl í
alþjóða leiguflugi
Nokkur aðdragandi er að
þessu flugi Loftleiða, en þetta
er f fyrsta skipti sem félagið
Þetta vasklega lið er úr hópi þeirra Flugleiðamanna, sem unnu að
undirbúningi pflagrfmaflugsins, en þessir voru á fundinum sem
við fylgdumst með. Frá vinstri: Jóhannes Jónsson flugvirki,
Grétar Kristjánsson forstöðumaður flugstöðvadeildar Flugleiða,
Úlafur Agnar Jónsson yfirflugvélstjóri Loftleiða, Halldór Guð-
Götulffsmynd frá Kano.
Hótelið f Kano sem Loftleiðafólkið býr á er vistlegt f meira lagi
miðað við ýmislegt annað þar f landi.
Ljosmynd MDI. —a.j.
mundsson forstöðumaður tæknideildar Flugleiða, Erla Ágústs-
dóttir eftirlitsflugfreyja og yfirflugfreyja f pflagrfmafluginu,
Þórarinn Jónsson forstöðumaður flugdeildar Flugleiða, Baldur
Marfusson afgreiðslustjóri, Jón Júlfusson framkvæmdastjóri
stjórnunarsviðs og Már Gunnarsson starfsmannastjóri Flugleiða.
haslar sér völl i leiguflugi með
farþega, en mjög hörð sam-
keppni er f þessu flugi á al-
þjóða vettvangi. Sumarið 1975
fóru Þórarinn Jónsson for-
stöðumaður Flugleiða og Jó-
hannes Einarsson fram-
kvæmdastjóri Flugrekstrarráðs
til Indónesiu til þess að kanna
möguleika á pflagrímaflugi.
Flestir slíkir samningar eru
gerðir í gegn um milliliði f við-
komandi löndum og þannig var
í Indónesfu þar sem Loftleiða-
menn gerðu reyndar samninga
um farþegaflug, en þeim var
síðar hafnað á þeirri forsendu
að Loftleiðir væri félag utan
Indónesfu. Þeir sem þekkja til
vinnubragða á þessum markaði
f umræddum löndum vita að
mjög erfit er að reiða sig á
samninga fyrr en á reynir, en
eftir að möguleikar á þessum
markaði voru kannaðir, var
haldið áfram að settu marki og
það endaði með því eftir fjöl-
margar ferðir og viðræðufundi
að Þórarinn gekk frá samning-
um f sambandi við Nígeríuflug
þar sem Loftleiðir skyldu flytja
yfirvigt pflagríma á flugleið-
inni Jedda-Kano. Var þar um að
ræða 39 ferðir með um
700—800 t. af varningi, en pfla-
grímarnir nota tækifærið í ferð-
um sfnum og kaupa einhver
býsn af alls kynns varningi og
tækjum. Þessir vöruflutningar
s.l. ár tókust vonum framar
með sameiginlegu og samstilltu
átaki starfsfólks Loftleiða og
eftir þá reynslu var ákveðið að
reyna að komast inn á vettvang
leiguflugsins með pflagrímana
sjálfa. 1 ár komu samninga-
menn Loftleiða heim með
samning upp á flutning 10 þús-
und manna, sem fyrr getur um
og mögulega allt að 3000 manna
i viðbót. Flugrekstrardeild hef-
ur verið falið að sjá um slíka
flugsamninga og þá ekki aðeins
á vettvangi pílagrímaflugs,
heldur einnig leiguflugs svip-
aðs eðlis.
Að br jðta ekki
velsæmisreglur
Það er margskonar undirbún-
ingur sem liggur að baki slíkri
framkvæmd eins og nú er varið
að vinna í Kano og Jedda.
Tryggja þurfti vélakost og var
það gert með þvf að fá eina
leiguflugvél í viðbót og fram-
lengja leigusamning á einni
vél, en fyrir utan þessar tvær
vélar eiga Flugleiðir 3DC-8 þot-
ur. Undirbúa þurfti vinnu
starfsfólks, útvega ýmisskonar
tæki, tryggja eldsneyti og
ganga frá greiðslum á þvi, en
þar er um hundrað millj.kr. að
ræða. Ganga þurfti frá samn-
ingum við Seaboard f Banda-
rikjunum, en það fyrirtæki sér
um frágang vélanna og leigir
þær til Loftleiða. Auk þess má
nefna smærri dæmi eins og
kaup á loftræstitækjum, tösku-
færibandi sem kostaði 4
millj.kr. og allt niður f frágang
nafnspjalda og vegabréfakassa
fyrir áhafnir.
Otbúnaður fyrir verkefnið
var keyptur víða að úr heimin-
Framhald á bls. 29
Kaupmenn f Kano f spássitúr með verzlanir sfnar á höfðinu, en sá máti er
ekki óalgengur. Ljósmyndir Guðmundur Salbergsson.
Flutningabflar f Kano, en þar er ekki vélvæðingunni fyrir að fara þvf
eigendur vagnanna draga þá þangað sem þarf.
10 þús. farþega pílagrímaflug Loftleiða með
80 manna íslenzku starfsliði í Afríku