Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18 NÓVEMBER 1976
Þing-
fréttir
í stuttu
máli
Hámarkshraðinn
Jón Skaftason (F) hefur flutt
frumvarp til laga um umferðarhraða
Gerir frumvarpið ráð fyrir því að
hámarkshraði í þéttbýli megi vera
50 km (í stað 45 km eins og nú
er). Sem rök nefnir hann stórfellda
framför í gatnagerð í þéttbýli,
öryggisútbúnaður bifreiða hafi
batnað, en hvort tveggja hafi leitt til
meiri ökuhraða bifreiða Hraðaaukn-
ing, sem hér um ræðir, muni ekki
leiða til aukinnar slysatíðni; þvert á
móti sýni dæmin að ein algengasta
ástæða árekstra sé framúrakstur í
framsöguræðu benti Jón og á nauð-
syn samræmdra regla um þetta efni
hér og í nágrannalöndum Þá minnti
hann og á samþykk! umferðarráðs
Reykjavíkur, sem gengur í sömu átt
og frumvarp þetta
Breyting á tollskrá
Albert Guðmundsson (S) hefur
flutt frumvarp til laga um breytingu
á tollskrá, þessefnis, að aftan við
almennar reglur um túlkun tollskrár-
laga, í 1 gr laganna, komi nýr
töluliður, svohljóðandi
5. Ekki skal beita samtollum við
tollaafgreiðslu úr tollvörugeymslum,
heldur skal farið eftir tollskrár-
númerum, flokkist vara undir sér-
stakt tollskrárnúmer
í greinargerð segir Albert
Sérstaða tollafgreiðslu úr tollvöru-
geymslum er öllum Ijós, sem til
þekkja
Úr tollvörugeymslu getur innflytj-
andi tekið tiltölulega lítið magn úr
stórum sendingum, eftir því sem
markaður og eftirspurn krefst hverju
sinni, og er þá óeðlilegt að greiða
hærri toll en ákvæði viðkomandi
tollskrárnúmers segja til um, ein-
göngu vegna þess að hlutir í öðrum
og hærri tollflokkum voru einnig i
hinni sömu vörusendingu frá út-
löndum, sem ekki verða notaðir i
sambandi við þá vöru, sem út er
tekin, þegar sú vara er seld Við
samtollun, sem í eðli sínu veldur
verðhækkun, skapast misræmi i
verðlagi eftir því, hvernig vörusend-
mgum er háttað, en það er oft ekki á
valdi innflytjenda að ráða þvi. Stór
fyrirtæki vilja komast hjá því að setja
smásendingar á mörg farmskjöl.
Rétt er að leggja áherslu á að
tollvörugeymslum og viðskipta-
mönnum þeirra er mikið kappsmál
að fá gerða á framkvæmd toll-
afgreiðslu þá breytingu sem frum-
varpið felur i sér. Má visa m.a til
eftirfarandi stjórnarsamþykktar i
Tollvörugeymslunni hf i Reykjavik,
sem gerð var á stjórnarfundi 7 nóv
1974
„Stjórnarfundur i Tollvörugeymsl-
unni hf., haldinn fimmtudaginn 7
nóv 19 74, telur að brýna nauðsyn
beri til að breytt verði framkvæmd á
samtollun þess varnings, sem fer i
tollvörugeymslur félagsins. vegna
sérstöðu tollafgreiðslu þaðan Sé
nauðsyn lagabreytingar i þessu sam-
bandi. samþykkir stjórnin að vinna
að því að svo verði gert '
Tilraunir stjórnar Tollvörugeymsl-
unnar hf til að fá fram breytingu í
framangreinda átt hafa ekki borið
árangur og þvi er frumvarp þetta
borið fram
Markaður tekjustofn
til áfengisvarna
Albert Guðmundsson (S) kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár í sam-
einuðu þingi i fyrradag og vakti
athygli á starfsemi Landssambands
gegn áfengisbölmu og brýnni þörf á
frekari fjárstuðningi við það og fyrir-
byggjandi ráðstafanir í áfengisvörn-
um.
Oddur Ólafsson (S) vakti athygli
á tillögu sinni frá fyrra þingi, þess
efnis, að áfengisvarnir fengju 100
krónu álag á hverja 3ja pela flösku
er ÁTVR seldi Slikur markaður
tekjustofn væri raunhæfasta leiðin
til að fjármagna fyrirbyggjandi
aðgerðir í áfengisvörnum Bein
framlög á fjárlögum hefðu gefizt
miður, samanber framlög í gæzlu-
vistarsjóð, sem ekki hefði hækkað i
neinu samræmi við verðlag í land-
inu
Jón Ármann Héðinsson (A) og
Jón Helgason (F) tóku undir með
fyrri ræðumönnum. Fram kom m.a.
i máli þeirra að almenn hugarfars-
breyting, þar sem áfengi væri skipað
á bekk með öðrum ávana og fíkni-
efnum i hugum fólks, væri nauðsyn-
leg til að hamla gegn áfengi, sem
væri orsök svo margs ills í þjóðlífinu
og lifi einstaklinganna
Fyrirspurn um
Fiskveiðasjóð
Guðmundur H. Garðarsson (S)
hefur lagt fram eftirfarandi spurn-
Framhald á bls. 23
Atvinnuleysi og fólks-
flótti frá Bíldudal
Skjótra úrbóta þörf
SÉRSTÆTT, staðbundið vanda-
mál Bflddælinga, stöðvun útgerð-
ar og frystiiðnaðar, sem leitt hef-
ur til fðlksflótta þaðan, kom tíl
umræðu á Alþingi f fyrradag,
vegna fyrirspurnar Gunnlaugs
Finnssonar (F) um viðbrögð rfk-
isvaldsins.
Gunnlaugur rakti að nokkru að-
draganda þess atvinnuástands,
sem nú er á Bíidudal, þar sem
atvinnuleysi er mest á landinu og
um 17% íbúanna hafa flúið
heimabyggð í atvinnuleit. Fram
kom í máli Gunnlaugs að frysti-
hús hefði verið endurbyggt á
staðnum, i samvinnu við byggða-
sjóð, og keyptur 200 tonna bátur.
Gunnlaugur taldi að byggðasjóð-
ur hefði tekið af skilningi á mál-
um Bílddælinga. Hinsvegar væru
lítt verjandi að setja milljónatugi
í þá endurbyggingu, sem þegar
hefur farið fram, án þess að
fylgja málinu eftir á leiðarenda,
þann veg, að útgerð og frystihús
kæmust í gagnið (en starfræksla
hefur legið niðri) og til þyrfti að
koma viðbótarskip, jafnvel togari,
til að tryggja frystihúsinu nægj-
anlegt hráefni. Spurðist G.F. fyrir
um hugsanleg viðbrögð ríkis-
stjórnarinnar; hvort ríkisábyrgð
fengist, ef farið yrði út f togara-
kaup, eða hvort leigður yrði tog-
ari, t.d. til árs, til hráefnisöflunar,
svo íbúar Bíldudals fengju um-
þóttunartfma til að byggja upp
atvinnulíf sitt sjálfír.
AIÞinGI
FYRIRGREIÐSLA
VIÐ BlLDUDAL
Forsætisráðherra Geir Hall-
grfmsson rakti þá fyrirgreiðslu,
sem Bíldælingum hefði þegar ver-
ið veitt. Var hún rakin i baksíðu-
frétt Morgunblaðsins í gær. í
stuttu máli varðaði hún bæði af-
sal og endurbyggingu frystihúss,
útvegun skips og lánsfjárfyrir-
greiðslur. Enn vantaði, að því er
virtist herzlumun, til að koma
hjólum atvinnulífsins í gang.
Hefði rfkisstjórnin falið byggða-
deild Framkvæmdastofnunar að
gera úttekt á atvinnuástandi stað-
arins og tillögur um úrbætur á
þvf. Er skýrsla byggðadeildar lagi
fyrir myndi ríkisstjórnin taka sín-
ar ákvarðanir. Þær yrðu þó fyrst
og fremst á því byggðar að hjálpa
Bíldælingum til sjálfshjálpar,
enda óhjákæmilegt, að heimaaðil-
ar hefðu forystu í og rekstrarlega
ábyrgð á atvinnurekstrinum.
HRIKALEGT
ATVINNULEYSI
Sigurlaug Bjarnadóttir (S)
sagði að undanfarið hálft ár hefðu
70 til 80 manns verið atvinnulaus-
ir á Bfldudal, nokkurn veginn
stöðugt. Þegar þess væri gætt að
fbúatalan væri aðeins 300—400
manns mætti ljóst vera, að hér
væri um hrikalegt atvinnuástand
að ræða. Hér væri um neyðar-
ástand að ræða, sérstætt dæmi í
þjóðlífinu, sem krefðist sérstaks
og fyrst og fremst tafarlauss við-
bragðs samfélagsins. Sigurlaug
taldi Framkvæmdastofnunina
gjörþekkja atvinnuástand Bíld-
dælinga og þyrfti hún þvf naum-
ast lengi að velta málum fyrir sér.
Hún sagðist ekki einblína á skut-
togara sem einu lausnina, þar
kæmi og til álita bátur af hlið-
sæðri stærð og sá, sem nú væri
fyrir. Hún sagði að enn vantaði
15—20 m. kr. til að koma útgerð
og frystihúsi af stað. Þetta fé
Könnun gerð á hagkvæmni
feitfiskbræðslu í Ólafsvík
STAÐBUNDIN atvinnuvandamál
tveggja byggðarlaga, Bíldudals og
Ólafsvíkur, settu svip sinn á um-
ræður þingmanna I fyrradag, eins
og frá var sagt I Morgunblaðinu í
gær, en þar var lftillega getið
svara forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra við fyrir-
spurnum um þetta efni.
ÓLAFSVÍK
Jónas Arnason (Alb) spurðist
fyrir um, hvað orðið hefði um
þingsályktun þingmanna Vest-
lendinga, þess efnis, að könnuð
yrði hagkvæmni fiskmjölsverk-
smióju á Snæfellsnesi, en þjónaði
þar staðsettum útgerðarplássum,
og unnið gæti loðnu, karfa og síld.
Slík verksmiðja skapaði hrað-
frystihúsum á nesinu betri starfs-
möguleika.
Geir Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, sagði umrædda þingsálykt-
un hafa verið senda iðnaðarráðu-
neyti (af Alþingi) í stað sjávar-
útvegsráðuneytis. Þetta hefði
valdið nokkrum töfum. Sjávar-
útvegsráðuneytið hefði nú falið
ylfa Þórðarsyni og Jóni R.
Magnússyni að gera athugun á
hagkvæmni slfkrar verksmiðju og
skila þar um skýrslu fyrir 15.
desember næstkomandi. Munu
þeir hafa samráð við sveitarfélög
og fiskvinnsluaðila á utanverðu
Snæfellsnesi f sambandi við þessa
athugun.
Forsætisráðherra skýrði frá er-
indum hreppsnefndar Ólafsvíkur,
vegna staóbundins vanda í at-
vinnumálum, sem framundan
væri, en atvinnuleysi hafi ekki
verið teljandi á staðnum í ár,
miðað við atvinnuleysis-
skráningu. Framkvæmdastofnun
ríkisins hefur þegar verið falið að
gera tillögur til úrbóta í mál-
efnum Ólafsvíkur. Viðbrögð ríkis-
valdsins muni mótast af þeim
niðurstöðum, sem sú könnun
leiðir til, og þvi sé of snemmt að
gera grein fyrir þeim hér og nú.
Forsætisráðherra kvað þó ljóst að
ekki yrði horfið að 13% ríkis-
ábyrgð vegna togarakaupa er-
lendis frá, að óbreyttum sóknar-
rétti tiltæks togaraflota og miðað
við núverandi ástand fiskstofna.
Jón Armann Héðinsson (A)
sagði m.a. að byggja þyrfti fisk-
bræðslu á Reykjanesi, auk slíkrar
bræðslu á Snæfellsnesi. Hann
áréttaði gagnsemi af hérveru
Nordglobal fyrir loðnuflotann, á
loðnuvertíðum, sem aukið hefði
mjög verðmætisköpun í þjóðar-
búið. Að þeim vinnslumögu-
leikum frágengnum væri vandi á
höndum fyrir loðnuveiðar og
vinnslu, sem nota þyrfti með
nýjum bræðslum.
Matthias Bjarnason, , sjávarút-
vegsráðherra, sagði þingsályktun
um könnun á hagkvæmni feit-
fisksbræðslu á Snæfellsnesi hafa
verið vegavillta í kerfinu. Þessi
athugun væri hinsvegar kominn á
rekspöl nú — og myndi hann
fylgja málinu eftir. Hann minnti
á ádeilur stjórnarandstöðu á sinni
tíð, er Nordglobal var leigt til
landsins. Gott væri að ágæti
þeirrar. ráðstöfunar væri nú ljóst,
þótt um síðir væri. Ráðherrann
ræddi og loðnuleit og þá arðsemi
fyrir þjóðarbúið, er sumar- og
haustveiðar út af Norður- og
Vesturlandi hefði gefið.
Jón Arnason (S) sagði enga
nýtanlega fiskbræðslu til staðar á
Snæfellsnesi. Fjórar verstöðvar
gætu sameinzt um not slíkrar
verksmiðju, ef hún yrði rétt stað-
sett. Hér væri um mál að ræða
sem hefði bæði staðbundna þýð-
ingu og þjóðhagslegt gildi.
Karvel Pálmason (SFV) benti á
að tvöfalda þyrfti afkastagetu
fiskmjölsbræðslunnar 1 Bolunga-
vík.
Sigurlaug
Bjamadóttir.
þyrfti að fást, enda tryggðu
heimaaðilar að öðru leyti
rekstrarlega möguleika á staðn-
um. Sigurlaug sagði að fóli hefði
fækkað um 17% á Bíldudal á sl.
ári. Ef bjarga ætti þessu byggðar-
lagi frá algjöru hruni og tryggja
arðsemi þess fjármagns, sem þar
lægi nú í atvinnutækjum og
Ibúðarhúsnæði, sem og þjónustu-
stofnunum, yrði umbeðin fyrir-
greiðsla að koma strax.
— Aðrir sem til máls tóku voru:
Matthfas Bjarnason, sjávar-
útvegsráðherra, Karvel Pálma-
son, Steingrfmur Hermannsson,
Sverrir Hermannsson og Stefan
Jónsson.
Jón
Arnason
Karvel
PUmason.
Ný þingmál:
Fyrsta
milli
deilda
ENGIN stórtfðindi gerðust á
Alþingi Islendinga I gær,
hvorki f framlagningu þing-
mála né meðferð dagskrár-
mála.
Efri deild afgreiddi til neðri
deildar frumvarp Helga F.
Seljan (Alb) um opinberar
fjársafnanir. Mun það fyrsta
frumvarpið, sem fær
fullnaðarafgreiðslu frá einni
þingdeild til annarrar. Það er
máske frétt út af fyrir sig að
þetta frumvarp, sem fær svo
skjóta afgreiðslu, er flutt af
þingmanni stjórnarandstöðu.
Efri deild ræddi og frum-
vörp um dagvistunarheimili og
tollskrá. Frá því síðarnefnda
er greint í þingfréttum I stuttu
máli f dag.
Neðri deild ræddi frumvarp
Karvels Pálmasonar (SFV)
um sjónvarpssendingar á fiski-
mið út af Vestfjörðum og til-
lögu Magnúsar Kjartanssonar
(Alb) um endurhæfingu, verk-
efna flutning á heilbrigðisþátt-
um milli ráðuneyta o.fl.
Ný þingmál.
1) Gruðrún Benediktsdóttir
(F), Ingi Tryggvason (F) og
Steingrfmur Hermannsson
(F) endurflytja tillögu til
þingsályktunar um fasteigna-
miðlun rfkisins.
2) Stefán Jónsson (Alb),
Helgi F. Seljan (Alb) og Jónas
Arnason endurflytja tillögu til
þingsályktunar um hámarks-
laun o.fl. Samkvæmt henni
skal rikisstjórnin undirbúa
löggjöf um þetta efni er banni
að greidd verði hærri laun hér
á landi en sem svarar tvöföld-
um vinnulaunum verkamanna
miðað við 40 st. vinnuviku. Uti-
lokað skal að nokkur gegni
nema einu fastlaunuðu starfi,
sem og duldar launargreiðslur
í formi friðinda.
3) Stefán Jónsson (Alb)
flytur tillögu til þingsálykt-
unar um að veita ákveðnum
aðila á Dalvík ábyrgð varðandi
nýsmfði skips til veiða á út-
hafsrækju.