Morgunblaðið - 18.11.1976, Page 23

Morgunblaðið - 18.11.1976, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 23 Axel Gfslason Kjartan P. Kjartansson Gfsli Theodórsson Framkvæmdastjóra skipti hjá SÍS STJÖRN Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefur ráðið Axel Gíslason til að taka við starfi framkvæmdastjóra Skipadeildar SlS frá og með næstu áramótum en þá lætur Hjörtur Hjartar af starfi framkvæmdastjóra Skipa- deildarinnar. Axel var áður fram- kvæmdastjóri Skipulags- og fræðsludeildar SlS. Þá hefur Kjartan P. Kjartansson verið ráðinn framkvæmdastjóri Skipu- lags- og fræðsludeildar SlS, en hann hefur verið framkvæmda- stjóri Lundúnaskrifstofu Sambandsins slðustu ár. Við starfi Kjartans í London tekur hins vegar Gísli Theodórsson, sem nú er aðstoðarframkvæmdastjóri Innflutningsdeildar SlS. Spilakvöld sjálfstæðis- félaganna í Hafnarfirði Lundúnaferð fyrir tvo í verðlaun SJALFSTÆÐISFÉLÖGIN f Hafn- arfirði hafa mörg s.l. ár haldið spilakvöld f Sjálfstæðishúsinu f Hafnarfirði. Spilakvöld þessi hafa oft verið mjög vel sótt og sett sinn svip á félagslff f Hafnarfirði. Nú hefur verið ákveðið að breyta til og efna tii þriggja kvölda keppni og fær stigahæsti kepp- andi við lok keppninnar flugferð til London fyrir tvo sem verðlaun. Gert er ráð fyrir að halda eitt spilakvöld fyrir áramót og tvö eftir áramót. — I stuttu máli Framhald af bls. 18 ingar til iðnaðarráðherra varðandi Fiskveiðasjóð íslands: 1. Hvernig hefur greiðslum verið háttað úr Fiskveiðasjóði íslands við áfangamat árin 1 974, 1 975 og það sem af er þessu ári vegna: 1. Nýsmíða skipa innanlands? b Leng- inga og yfirbygginga skipa innan- lands? 2. Hefur núverandi framkvæmd þessara mála tafið þau verkefni, sem eru í gangi i íslenskum skipasmíða- stöðvum? Fjármögnun fræðsluskrifstofa Axel Jónsson [S) hefur lagt fram eftirfarandi spurningu fyrir mennta- málaráðherra, varðandi fjármögnun fræðsluskrifstofa Hvaða hyggst ríkisstjórnin gera til að landshlutasamtökin geti að sínu leyti staðið undir rekstrarkostnaði fræðsluskrifstofa fræðsluumdæm- anna skv grunnskólalögunum — eða eru uppi hugmyndir um aðra lausn þess máls en grunnskólalögin kveða á um? ------■»--------- — Fjárhagsstaða Framhald af bls. 20 Viðlagasjóð. Bæjarstjóri hefur átt marga fundi með þeim. Sameigin- legir fundir bæjarstjórnar og stjórnar Viðlagasjóðs hafa verið haldnir. Eyjamenn I stjórn Við- lagasjóðs hafa reynt að þoka mál- um áfram. Hitt er svo annað mál, að auð- vitað erum við allir óánægðir með þær bótareglur sem Viðlagasjóð- ur setti sér. Það er t.d. forkastan- legt að allar bætur til bæjarsjóðs skuli greiddar á verðlagi 1973. Þetta skiptir bæjarsjóð 300 — 400 millj. kr. Um þetta atriðí getum við Arni örugglega verið sam- mála. Tal Árna um að ég segi annað nú en áður vegna þess að ég kúri nú á kodda hjá krötum er útí hött. Árni lokar gjörsamlega augunum fyrir þeim atburðum sem hafa Fyrsta spilakvöldið er í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst kl. 21 í veitingahúsinu Skiphóli, en þar verður spilað í vetur. Væntanlegum þátttakendum skal á það bent, að þeir einir hafa möguleika á að vinna ferðina til London, sem taka þátt í öllum þrem spilakvöldunum. Stjórnandi félagsvistarinnar er Þórður Einarsson. Að lokinni félagsvist- inni verður dansað til kl. 1 eftir miðnætti. gerst í bæjarstjórn á undanförn- um mánuðum. — Öþarfi að rekja það hér. — Það hefur ætíð verið mín stefna, að hugsa fyrst og fremst um hagsmuni bæjarfélags- ins, hvað svo sem flokksvaldið segði. — Þú talar mikið um það í grein þinni, að nauðsyn sé á sam- stöðu í bæjarstjórn. Ég er þér fyllilega sammála og tel að hún sé nú loks fyrir hendi, þótt ýmsir flokksbræður okkar séu ekki sam- mála okkur að slíkt sé nauðsyn- legt til að hagsmunir bæjarfélags- ins verði sem best tryggðir. Sigurður Jónsson. — Slasaðist Framhald af bls. 3 Þá varð kona fyrir bíl á Laugar- ásvegi í gær, en mun ekki hafa slasazt alvarlega. I Hafnarfirði gerðist það í gær, að bifreið ók útaf Suðurgötunni og út i móa. Skemmdist hún mikið og auk þess slasaðist farþegi, karlmaður, lítil- lega. Einnig gerðist það i Hafnar- firði í gær, að maður féll í hita- veituskurð og hlaut mikla áverka á hendi. — Vonum að EBE Framhald af bls.21 um að ræða 24 togara á miðun- um í einu, hlýtur nauðsyn fisk- verndunar að vera fullnægt. Þvi búumst við við eða vonum að tslendingar sýni okkur þann skilning að leyfa okkur að veiða áfrarn." Morgunblaðið benti Nielson þá á, að nokkuð annað hljóð væri komið í strokkinn — þeir þyrftu nú að biðja um leyfi, sem þeir svo sannarlega hefðu ekki gert áður. Nielson sagði: „Já, þannig litur það nú út. En ég vil benda á, að um mörg ár höfum við veitt við Island með samþykki Islendinga. Eg var sjálfur á miðunum við ísland í áratugi og okkur var ávallt vel tekið þar. Við viljum halda áfram að veiða og viljum eins fá ykkur hingað til þess að landa og selja fisk. Ég vona því að unnt sé að finna gagnkvæma hagsmuni í því að semja,“ sagði Nielson. Þá ræddi Morgunblaðið einn- ig við Don Lister, framkvæmda- stjóra Consolidated Fisheries, sem kvað erfitt að segja, hvað tæki við eftir 1. desember. Við- ræður Islendinga og Efnahags- bandalagsins virtust ekki ganga mjög hratt fyrir sig. Hann sagð- ist vona að ekki þyrfti að draga togarana til baka, því að ef það yrði upp á teningnum, myndi verða mikið atvinnuleysi í hafnarbæjum Bretlands. Yrði það mjög afdrifaríkt, þar sem þegar væri mikið atvinnuleysi í landinu. Þessir togarar, sem enn eru gerðir út á tslandsmið, gætu ekkert annað farið til veiða. Því yrði að leggja þeim eða setja í brotajárn. Lister sagði, að Bretar væru óánægðir með hlut Efnahags- bandalagsins. Ef Islendingar hins vegar gera okkur það að þurfa að draga togarana af Is- landsmiðum, óttast ég — sagði Lister — að íslendingar verði ekki mjög vinsælir i Bretlandi, þar sem sú aðgerð myndi valda mjög miklu atvinnuleysi á bökkum árinnar Humber. ís- lenzk skip hafa verið að koma hingað og landa og þau hafa fengið gott verð. Þau hafa notið markaðarins okkar og ég held að koma þeirra hingað — ef við þurfum að fara frá islandi — verði enginn dans á rósum. Mín skoðun er að það séu gagn- kvæmir hagsmunir beggja aðila að brezkir togarar fái að veiða við Island. Verkalýðssamtökin hér munu eflaust standa með sjómönnúm og ef þetta gerist óttast ég mjög, að viðskipti landanna fari niður í núll- punktinn og verði þar um næstu ár að minnsta kosti. — Kór Egilsstaða- kirkju Framhald af bls. 5 björnsson og Ástráður Magnús- son. I tilefni þess að kórinn hefur nú sitt tuttugasta starfsár, hyggst hann efna til ofangreindra tón- leika, sem eru aðrir sjálfstæðar tónleikar hans á þessu ári. Þá hefur kórinn einnig komið fram við ýmis tækifæri, auk þess að annast allan söng við Egilsstaða- kirkju. Á tónleikunum verða flutt bæði andleg og veraldleg tónverk, eftir ýmsa höfunda má þar m.a. nefna Bach, Mozart, Handel, Robert A. Ottósson, Pál ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Björgvin Guð- mundsson, Sigfús Einarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Á þessu ári hefur sérstaklega verið minnst tónskáldsins vinsæla Inga T. Lárussonar meðal annars með samkomu í Háskólabíói í Reykjavík og með afhjúpun minnisvarða á Seyðisfirði. Kór Egilsstaðakirkju hyggst leggja sitt af mörkum með því að flytja fimm af lögum Inga. Þá frumflyt- ur kórinn einnig lag eftir Guðrúnu M. Kjerúlf, við texta Unu Kjerúlf í útsetningu söng- stjórans. Einsöngvari með kórn- um verður Björn Pálsson, undir- leikari Kristján Gissurarson, Eið- um. Steinþór. Gefa fé til elliheimilis á Þingeyri SPARISJÓÐUR Þingeyrarhrepps hefur mörg undanfarin ár gefið hluta af hagnaði hvers árs til góðs málefnis á Þingeyri. Nýlega hélt sparisjóðurinn aðalfund sinn og var þá ákveðið að gefa 200 þúsund krónur til byggingar elliheimiiis á staðnum. I fyrra gaf sparisjóður- inn 100 þúsund krónur til Kven- félagsins Vonar á staðnum í til- efni kvennaars. Karnabær iLicuifiii Fyrir 2 plötur ókeypis buröargjald. Fyrir 4 plötur 10% afsláttur og ókeýpis buröargjald. KYNNIR Stuðplata ársins Tina Charles: Dance little lady, dance. Hvert mannsbarn á íslandi þekkir Tinu Charles og þessi nýja breiðskífa hennar, rífur alla dansandi upp úr svörtu skamm- deginu. Stuðlag ársins Let's Twist Again — Chubby Checker Svo sannarlega má segja, að Chubby Checker hafi tekið það með trompi! Aðrar nýjar plötur sem vert er að veita athygli Disbolus In Musica: Hanastél David Essex: Out on the Street Electric Light Orchestra: A New World Record Walter Murphy: Fifth of Beethoven Elton John: Blue Moves Led Zeppelin: Song Remains the Same Olivia Newton John: Don't Stop Believin Ringo Starr: Rotogravure Deodato: VeryTogether Bay City Rollers: Dedication War: Greatest Hits Sailor: The Third Step • Parliment: Dr. Funkenstein Wild Cherry: Swéet City Heart: Dreamboat Annie Vicky Sue Robinson: Ný plata Thin Lizzý: Johnny the Fox Peter Frampton: Comes Alive Donna Summer: Love to Love You Earth Wind & Fire: Spirit Stuðmenn: Tivoli Who: History og Who ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. ofl. Auðvitað gæti þessi upptalning haldið áfram marga dálksentimetra í viðbót, en hér látum við staðar numið í bili. Við vonumst frekar eftir innliti eða símtali. Þannig getur þú aflað þér upplýsingar um þessar, aðrar eða væntanlegar plötur í verzlanir okkar. Karnabær — Hljómdeild, Laugaveg 66 og Austurstræti 22 sími 28155 SENDUM SAMDÆGURS í PÓSTKRÖFU.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.