Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NOVEMBER 1976 Healey fjár- málaráðherra — Áætlanir hans hafa brugðizt að ýmsu leyti Hverjar eru ástæður efnahagsöngþveitis- ins í Bretlandi? LONDON — Margir þeirra, sem finna Bretum ýmislegt til foráttu, viðurkenna, að landið hafi þó sitt- hvað til sfns ágætis. Þar stóð vagga nútfma lýðræðis, og þar átti nútfma iðnaður upptök sfn. Land- ið er friðsælt og prýtt fögrum rósagörðum, þar ganga um götur óvopnaðir lögreglumenn, og Bret- ar hafa lagt heiminum til hlut- fallslega mjög marga vísinda- menn, merka stjórnmálamenn, skáld og jafnvel efnahagssérfræð- inga. En þrátt fyrir allt rfkir nú megnasta efnahagsöngþveiti í Bretlandi. Eftir því sem verðbólg- an hefur magnazt og pundið fall- ið, hefur hagur Breta farið hrfð- versnandi á undanförnum tveim- ur árum, og allt bendir til þess, að svo haldi áfram f náinni framtíð. Bretar eru fimmta ríkasta þjóð heims að frátöldum kommúnista- ríkjunum, en miðað við höfðatölu eru þeir hinir tuttugustu I röðinni hvað efnahag snertir. Brezkar verksmiðjur eru meðal þeirra elztu í heimi og jafnframt verr í stakk búnar en víðast hvar annars staðar. Ekki er úr vegi að taka þannig til orða, að Bretland sé fyrsta þróunarlausa landið í heiminum. Versnandi efnahagur landsins hefur valdið margs kyns árekstr- um og óánægju. Bretar hafa ekki reynzt neinir eftirbátar annarra Evrópuþjóða f því að þyngja stöð- ugt skattaálögur til að jafna að- stöðu þegnanna. En í flestum öðr- um ríkjum hefur raunin orðið sú, að hinir efnuðu hafa fengið sffellt minni sneið af kökunni, en þeim mun meiri rjóma ofan á. Bretar hafa ekki ráð á miklum rjóma, þannig að hálaunamönnum þykur hagur sinn fyrir borð borinn. Margar skýringar hafa komið fram á því, hvers vegna svona er komið fyrir Bretum. Einfaldasta leiðin er sú að skella skuldinni á landlæga farsótt, „brezku veik- ina“ svokölluðu. Helztu sjúk- dómseinkennin eru deyfð, sinnu- leysi og góðlátlegt skeytingarleysi um hnignandi hag þjóðarinnar. Utlendingar, sem þekkja vel til í Bretlandi, láta sér ekki nægja þessa einföldu skýringu. Þeir telja fram ýmiss konar orsakir fyrir því, hvernig komið er fyrir Bretum, m.a. þjóðfélagslegar or- sakir og stjórnmálalegar og telja að ýmiss konar sérkenni í fari Breta og þankagangi stangist á við almenna viðskiptahagsmuni. Nýlega lýsti Denis Healey, fjár- málaráðherra Breta; yfir því í ræðu í neðri málsstofunni, að stefna ríkisstjórnarinnar í kjara- málum hefði borið góðan árangur. Hefur stjórnin lagt kapp á að dregið verði úr opinberri eyðslu og að laun hækki eins lítið og framast sé unnt, og þessi stefna hefur að sönnu borið þann árang- ur, að Bretar eru um þessar mundir miklu betue á vegi stadd- ir en á siðasta ári, þegar allt log- aði í verkföllum og verðbólgan var um 30%. En að undanförnu hafa komið fram ýmsir gallar á stefnu Hea- leys, eins og flestum öðrum þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið til að bæta efnahag Breta. Fjár- málaráðherrann hefur nýlega skýrt frá því, að hann hafi orðið að biðja Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um 3.9 milljarða dollara lán til að koma í veg fyrir, að stefna þessi rynni út f sandinn. Jafnframt hafa vextir verið hækkaðir og nema þeir nú 12'4% á lánum til fbúðabygginga, en slík vaxtaupp- hæð þykir með eindæmum. Þingmaður Frjálslynda flokks- ins hitti heldur betur naglann á höfuðið og hefur liklega mælt fyr- ir munn milljóna landa sinna, er hann túlkaði orð fjármálaráð- herra á þann veg, að ástandið í Bretlandi væri vonlaust, en ekki alvarlegt. I lok síðari heimsstyrjaldar var ástandið í Þýzkalandi og Frakk- landi hörmulegt vegna sprengju- árása og hersetu, en þar tókst mönnum furðu fljótt að rétta úr kútnum. A síðustu árum hefur hagur þessara þjóða staðið með miklum blóma, en Bretar hafa flotið sofandi að feigðarósi og gengi sterlingspundsins hefur stöðugt fallið. 1 stíðslok jafngilti það fjórum Bandarikjadollurun, en þegar þetta er skrifað aðeins 1.64. Á undanförnum tveimur ára- tugum hefur hagvöxtur í Bret- landi aðeins numið tæplega 3% á ársgrundvelli og hefur hann hvergi verið eins hægur í hinum vestræna heimi. 1 flestum iðnríkj- um hefur hagvöxtur verió tvöfalt hraðari. Aðrar þjóðir hafa lagt kapp á að reisa nýjar og fullkomnar verk- Að loknu Olym- píumóti í ísrael Árangur Islendinga á Olympfu- mótinu í Haifa, en þeir höfnuðu þar í 20. sæti af 48 þjóðum, varð ekki eins góður og flestir voru að vona. Nú skárust úr leik margar sterkar skákþjóðir og róðurinn því ekki eins þungur og oft áður. Island hafnaði í 22. sæti á siðasta móti í Nizza, en þá voru þátttöku- þjóðir 73. Hins vegar er þetta nýja kerfi, sem notað var núna í fyrsta skipti á Olympíumóti, þ.e. að steypa öllum saman í einn flokk og tefla eftir Monrad-kerfi, ákaflega villandi þegar meta á stöðuna, því hálfur vinningur til eða frá getur breytt stöðunni um allt að 10. sæti. Guðmundur Sigur- jónsson náði beztum árangri keppenda, tapaði ekki skák. Þeir eftir GUNNAR GUNNARSSON Helgi Ölafsson og Margeir Péturs- son tefldu nú í fyrsta skipti á slíku móti en þeir eiga báðir eftir að bæta miklu við sig á næstu mótum. Hefði Friðrik farið út með liðinu er ekki að efa að liðið hefði hafnað á meðal þeirra efstu. Sakir hinnar miklu óvissu sem Iengi ríkti varðandi þátttöku Is- lendinga í þessu móti var undir- búningur keppenda fyrir mótið ekki eins mikill og æskilegur væri. Landslið þarf að velja með góðum fyrirvara og gefa því tíma til að æfa saman og samlagast sem lið og byggja upp liðsanda. Við verðum að fara að huga alvarlega að þessum þætti, ef við ætlum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum í skáklistinni. Gens una sumus Latneska máltækið „Gens una sumus“ varð að einkunnarorðum FIDE (Alþjóða skáksambands- ins), en þau tákna einna helzt: „Við erum öll einn kynflokkur" eða eins og stundum hefur verið sagt: ’ „Við erum öll ein fjöl- skylda“. Þessi einkunnarorð áttu að . vera sameiningartákn, allir væru jafnir, án tillits til trúar- bragða, litarhátta eða stjórnmála. Það hefur verið metnaðarmál hverrar þeirrar menningarþjóðar þar sem skák er iðkuð, að senda sína beztu skákmenn á Olympíu- skákmót og þjóðum hefur farið fjölgandi sem sent hafa lið. Þang- að hafa streymt heimsmeistarar, stórmeistarar, alþjóðlegir meist- arar svo ekki sé talað um hina smærri spámenn. Sumir þátttak- enda á Olympfuskákmótum eru atvinnuskákmenn og fara í hvert skákmótið á fætur öðru, en aðrir tefla aldrei erlendis nema á Olympfuskákmóti. Það er mála sannast að Olympíuskákmót hafa verið stórhátfð allra skákmanna og ávallt verið öllum með ærlegan metnað keppikefli að koma og sjá og kynnast öllum þessum skara af beztu skákmönnum heims saman- komnum á einum stað. Sfðan á Olympfuskákmótinu í Skákþraut Eftirfarandi skákþraut er eftir skákþrautameistara að nafni Kok. Hún hefur að geyma eina eða tvær glettur og er býsna skemmtileg. Ef ein- hverjum lesanda finnst hún erfið hefur hann eflaust gam- an af að sjá lausn hennar sem birtist sfðast f þessum þætti. Til þess að gefa örlitla vfs- bendingu um lausnina, má geta þess, að þó hvftur hafi yfir að ráða meiri liðsafla f svipinn, þá er lausnin fólgin f þvf að hvftur sjái svo um að það verði svartur sem hrósi sér af meiri liðsafla er yfir lýkur. Hvftur leikur og vinnur Buenos Aires 1939 (en heims- styrjöldin síðari brauzt út f miðju móti) hafði ekkert lið neitað að tefla á móti öðru liði af stjórn- málalegum ástæðum, þangað til f mótinu f Siegen í Þýzkalandi árið 1970, en þá neitaði lið Albaníu að tefla við lið Suður-Afrfku f mót- mælaskyni við hina opinberu af- stöðu yfirvalda Suður-Afrfku f kynþáttamálum. Þessi harðsoðna afstaða Albanfu dró dilk á eftir sér, sem ekki skal farið út í nánar, en endaði með þvf að Suður- Afríku og Ródesfu var vfsað úr FIDE. Þá erum við komin að mótinu I Israel, þar sem um helmingur að- —ildarþjóða (þær eru um 90) neit- FráSkákþingi Reykjavfkur 1950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.