Morgunblaðið - 18.11.1976, Side 39
MORGUNBLAÐTÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976
39
ÍH ÞÁ ANNAÐ STIGIÐ AÐ GJÖF FRÁ DÚMURUNUM
knöttinn í hendur Gunnars, markvarðar
Haukanna. Létu þeir Óli og Björn þá
endurtaka vítakastið, sennilega á þeim
forsendum að Gunnar hafi verið
kominn of langt út úr markinu. Hauk-
arnir hófu siðan sókn, en skot Stefans
Jónssonar geigaði og ÍR-ingar náðu
knettinum þegar örfáar sekúndur voru
til leiksloka Lyktir þeirra sóknar urðu
þær að einn ÍR-inganna, Sigurður
Svavarsson, lét sig falla á einn Hauka-
leikmanninn við teiginn hjá Haukum
og viti menn Vitakast Það var tekið
eftir að leiktíminn var runninn út og
skoraði Vilhjálmur Sigurgeirsson af
öryggi
Herfilegt er að sjá jafn reynda og
annars góða dómara og Björn og Óli
eru, verða svo á i messunni. — Þarna
var akuakast strangasti dómurinn sem
hefði átt rétt á sér.
Það kom undirrituðum verulega á
óvart hve þessi leikur var vel leikinn og
þá sérstaklega hversu góðar varnir lið-
anna voru. Það heyrði til undantekn-
inga að sjá þær grófu varnarvillur sem
svo algengar hafa verið hjá íslenzkum
liðum í haust — villur sem leitt hafa til
ákaflega ódýrra marka Þarna urðu
bæði liðin svo sannarlega að berjast
fyrir mörkum sínum. Við þetta bættist
svo að markvarzla þeirra Gunnars
Einarssonar í Haukamarkinu og Arnar
Guðmundssonar i ÍR-markinu var yfir-
leitt með miklum ágætum
Auðséð var, að ÍR-ingar lögðu mikla
áherzlu á að gæta markakóngs Hauk-
anna, Harðar Sigmarssonar, vel í
þessum leik. en þeir tóku hann samt
sem áður ekki úr umferð Hinn ungi
leikmaður ÍR-liðsins, Bjarni Bessason,
hafði það hlutverk að hafa vakandi
auga með Herði, og því skilaði hann
með miklum ágætum. Er varla á því
vafi að piltur þessi er einn okkar efni-
legasti handknattleiksmaður um þessar
mundir Það er harla fátítt að sjá hann
gera mistök í vörn eða sókn.
Ohætt er að fullyrða að allur annar
bragur er nú yfir ÍR-liðinu en verið
hefur undanfarin ár. Það leikur af
miklu meiri festu og skynsemi og sá
ótrúlegi tröppugangur sem var á
frammistöðu þess lengi vel virðist nú
heyra sögunni til. Eiga ÍR-ingar það
sjálfsagt þjálfara sinum, Karli Bene-
diktssyni, mikið að þakka, en einnig
þeim ungu leikmönnum sem nú eru
komnir i liðið og taka leikinn af sýnu
meiri alvöru en oft var gert áður. Það
er helzt sóknarleikur liðsins sem er um
of einhæfur Hvað eftir annað voru
reyndar ..keyrslur” i þessum leik, sem
alltaf voru eins, og það jafnvel löngu
eftir að Haukarnir voru búnir að sjá við
þeim
Það leikur líka tæpast á tveimur
tungum að mun meira ætlar að verða
úr Haukaliðinu i vetur en flestir áttu
von á Nái Haukarnir að sýna jafngóða
leiki það sem eftir er og þeir hafa gert
nú að undanförnu er óhætt að spá þvi
að þeir verði við toppinn i 1 deildinni
Spurningin er aðallega sú hvort það
hendir þá ekki núna eins og svo oft
áður — að standa sig vel i öðrum
hluta mótsins en detta siðan algjörlega
niður
í leiknum í fyrrakvöld stóð Hörður
Sigmarsson sig mjög vel þrátt fyrir
hina ströngu gæzlu Hann þekkti
greinilega sin takmörk og skaut litið úr
færum sem ekki voru líkleg að gefa
mörk Þá áttu þeir Sigurgeir og þó
sérstaklega Þorgeir ágætan leik, en sá
síðarnefndi er sterkur varnarleikmaður
Það er Stefan Jónsson einnig, en hann
er nú greinilega kominn i sitt ..gamla
og góða' form
stjl
Happdrætti UBK
DREGIÐ hefur verið í happdrætti Breiða-
bliks og hlutu eftirtalin númer vinninga:
518, 1039, 1803, 1828, 2232, 2796, 2963, 3828,
3848, 4270, 4310 og 4327.
Dregið var hjá fógeta 15. okt. s.l. og númer-
in innsigluð. Vegna tafa á uppgjöri hefur
ekki verið unnt að birta vinningsnúmerin
fyrr. Vinningsnúmerin eru birt án ábvrgðar.
Skotar sigruðu
Wales á sjátfsmarki
SKOTLAND sigraði Wales með einu
marki gegn engu i leik liðanna i
sjöunda riðli undankeppni heims-
meistarakeppninnar í knattspyrnu
sem fram fór i Glasgow í gærkvöldi.
Eina mark leiksins kom snemma i
fyrri hálfleik og var það sjálfsmark
eins af varnarleikmönnum Wales,
Evans.
Ahorfendur voru um 80.000 og
urðu þeir að vonum fyrir miklum
vonbirgðum með frammistöðu sinna
manna.
Staðan i sjöunda riðli eftir leik
þennan er þannig:
Tékkóslóvakia 1 1 0 0 2—0 2
Skotland 2 10 1 1—2 2
Wales 10 0 1 0—1 0
Hörður Sigmarsson, markakóngur Haukanna með knöttinn, en Bjarni Bessason vakir yfir hverju fótmáli
hans.
Yfirvegun og skynsemi í fyrir-
rúmi í leik Hauka og ÍR-inga
Auðunn Óskarsson skorar f landsleik. Hann fær erfitt hlutverk f
leiknum í kvöld, en vafalaust mun Auðunn styrkja verulega FH
vörnina, með krafti sfnum og dugnaði.
HAUKAR og ÍR deildu með sér
stigum í leik sinum i 1. deildar
keppni jslandsmótsins i handknatt-
leik, en leikur þessi fór fram i
Íþróttahúsinu i Hafnarfirði i fyrra-
kvöld. Var þarna tvimælalaust um að
ræða einn bezta, ef ekki bezta leik
mótsins fram til þessa, þar sem yfir-
vegun og skynsemi sat lengst af i
fyrirrúmi hjá leikmönnum. Og úr-
slitin voru mjög svo sanngjörn þegar
á heildina er litið, en hins vegar
ósanngjörn að þvi leyti að ÍR-
ingarnir fengu annað stigið gefið frá
dómurunum, Birni Kristjánssyni og
Óla Olsen.
Atkvikaðist það þannig að þegar um
minúta var til leiksloka var dæmt vita-
kast á Hauka. Ágúst Svavarsson tók
vítakastið, en var óheppinn og missti
Stenzt FH Pólverjunum
snúning í Höllinni í kvöld
EINS og skýrt var frá f Morgun-
blaðinu f gær mun hinn gamal-
reyndi handknattleikskappi Auð-
unn Óskarsson leika með FH-
ingum f kvöld er það mætir
pólska liðinu Slask Wroclaw f
Evrópubikarkeppni meistaraliða
f Laugardalshöllinní. Verður
þetta jafnframt 250. leikur Auð-
uns með meistaraflokki FH, og
áreiðanlega ekki sá auðveldasti,
þar sem vitað er að Pólverjarnir
eru harðir f horn að taka. En ef að
Ifkum lætur mun Auðunn og
félagar hans f FH-liðinu láta hart
mæta hörðu, og er ekki ólfklegt
að FH-ingum takist að velgja
pólska liðinu vel undir uggum og
jafnvel sigra, takist þvf vel upp.
FH-ingar hafa oft náð frábær-
lega góðum árangri i keppni við
erlend lið, svo sem sjá má af þvf,
að leikurinn í kvöld verður 24.
Evrópubikarleikur liðsins.
Tvívegis hefur FH-ingum tekizt
að komast í 8-liða úrslit keppninn-
ar en verið síðan slegið út af
liðum sem keppt hafa til úrslita.
Oft hafa FH-ingar komið á óvart í
Evrópubikarkeppni og jafnvel
sigrað sterk austantjaldslið með
töluvert miklum markamun í
Laugardalshöllinni. Vonandi
tekst FH-ingum vel upp í kvöld og
sýna sfnar beztu hliðar — þá þarf
örugglega enginn að fara vonsvik-
inn yfir úrslitum úr Laugardals-
höllinni í kvöld.
Leikurinn hefst kl. 20.30, en
forsala verður f Laugardalshöll-
inni frá kl. 18.30 í dag og er fólki
ráðlagt að tryggja sér aðgöngu-
miða í tfma, þvf líklegt verður að
teljast að hinir fjölmörgu
áhangendur FH-liðsins muni
mæta f höllina til þess að hvetja
sína menn — að venju.
Tyrkirnir „stálu"
stigi af Þjóðverjum
AUSTUR-Þjóðverjar urSu aS gera sér
jafntefli aS góSu i heimaleik sinum
við Tyrki i öSrum riSli undankeppni
heimsmeistarakeppninnar i knatt-
spyrnu, sem fram fór i Dresden i
gærkvöldi aS viSstöddum um
20.000 áhorfendum. Var þetta ÞjóS-
verjum mjög mikiS áfall, þar sem
þeir höfSu gert sér vonir um auS-
veldan sigur i þessum leik, og jafn-
framt i riSlinum, en auk A-
Þýzkalands og Tyrklands leika i hon-
um Austurriki og Malta.
VitaS var fyrirfram, aS Tyrkirnir
myndu freista þess aS leika sterkan
varnarleik i Þýzkalandi, en þegar
þeir fengu mark á sig þegar á þriSju
mínútu áttu áhorfendur von á þvi aS
þeir myndu brotna og aS þýzka liSiS
mundi vinna stórsigur.
MarkiS kom þannig aS miSherja
ÞjóSverjanna tókst aS vippa knettin-
um yfir Senol, markvörS Tyrkjanna,
og komast framhjá honum. Var leiS-
in aS markinu greiS. en markvörSur-
inn greip til þess ráðs aS bregSa
Kotte og var dæmd vitaspyrna sem
Kotte skoraSi örugglega úr sjálfur.
Tyrkirnir létu sér hvergi bregSa viS
þetta mótlæti og áttu góSar sóknar-
lotur. Báru þær ekki árangur fyrr en
á 31. minútu. aS miSherja liSsins.
Isa, var brugSiS innan vitateigs ÞjóS-
verjanna, er hann var kominn i skot-
færi. Dæmd var vitaspyrna og tók
einn reyndasti maSur tyrkneska liSs-
ins, Cemil, hana. Croy varSi spyrnu
hans, en Cemil var hins vegar fljótur
aS átta sig, náSi knettinum og renndi
honum i markiS áSur en Croy kæmi
vörnum viS.
Eftir mark þetta stilltu Tyrkirnir
liSi sinu t vöm og tókst aS standast
öll áhlaup ÞjóSverjanna leikinn út.
Var ekki hátt risiS á Ólympiumeistur-
unum er þeir yfirgáfu völlinn i
Dresden, enda púuSu áhorfendur og
bauluSu óspartá þá.
StaSan i 2. riSli er nú þessi:
Tyrkland 2 110 5—1 3
A-Þýzkaland 1010 1 — 1 1
Malta 10 0 1 0—4 0
Austurriki 0 0 0 0 0—0 0