Morgunblaðið - 18.11.1976, Side 20

Morgunblaðið - 18.11.1976, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 flforatiitliMklfe Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsso Sjónarmið Ingólfs Jónssonar Ingólfur Jónsson, alþm., gerði í viðtali við Morgunblaðið í gær athugasemdir við forystu- grein Morgunblaðsins í fyrradag, þar sem lýst var þeirri skoðun, að ekki væri tímabært nú að hefjast handa um byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá vegna ástands í efna- hags- og fjármálum þjóðarinnar. I viðtali þessu lýsti Ingólfur Jóns- son þeirri skoðun sinni, að það væri ríkisstjórnar og Alþingis að taka ákvarðanir um röð fram- kvæmda skv. fjárlögum og fram- kvæmdaáætlun hverju sinni. Bendir Ingólfur Jónsson í þessu sambandi á, að þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins hafi ekki sam- þykkt frestun á fyrrnefndri brúarbyggingu, sem margir teldu beint og eðlilegt framhald af hafnargerð í Þorlákshöfn og það væri ofætlun ritstjóra Morgun- blaðsins ef þeir teldu sig þess umkomna að raða framkvæmd- um, og ráða því hvað skuli hafa forgang og hverju skuli fresta. Þá segir Ingólfur Jónsson í viðtali þessu, að vissulega sé ekki allt hægt að gera f einu og takmörk fyrir þvi hversu mikið megi fram- kvæma án þess að efnahagskerf- inu verði ofboðið. Þensla hafi ver- ið mikil í þjóðlífinu, verðbólga og greiðsluhalli við útlönd. Fjárlögin fari hækkandi og útgjöld ríkisins séu mikil. Þess vegna segir Ingólfur Jónsson í athugasemd sinni að nauðsynlegt sé að draga úr eyðslu og vinna gegn hækkun útgjalda. Lækka þurfi skatta og vinna gegn verðbólgu. Um þessa athugasemd Ingólfs Jónssonar er það að segja, að í meginefnum eru þingmaðurinn og Morgunblaðið sammála. í forystugreinum Morgunblaðsins undanfarnar vikur hefur því hvað eftir annað verið haldið fram, að nauðsynlegt sé að draga úr fram- kvæmdum hins opinbera og þjónustustarfsemi ríkis og sveitarfélaga af þeirri einföldu ástæðu, að þjóðin hefur ekki efni á því eins og sakir standa að spenna bogann jafn hátt og gert hefur verið á undanförnum árum. Þessi skoðun kemur og greinilega fram í fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi og í raun gerir ráð fyrir samdrætti í opin- berum framkvæmdum. Utgjalda- aukning fjárlagafrumvarpsins er og mun minni en verðbólgan verður á þessu ári og sýnir það, að við undirbúning fjárlagafrum- varps hefur verið lögð áherzla á aðhaldsstefnu i fjármálum hins opinbera. Hitt er svo annað mál, að margir hefðu kosið að lengra hefði veriðgengið á þessari braut, en þar er að vísu hægar um að tala en í að komast. En í þessu sambandi lagði Morgunblaðið áherzlu á það í forystugrein fyrir skömmu, að þingmenn yrðu við meðferð fjárlagafrumvarpsins að standast freistingar sfnar um auk- in útgjöld í þarfar framkvæmdir í hinunt ýmsu kjördæmum eins og nú er ástatt. Morgunblaðið hefur af augljós- um ástæðum ekki talið það í sín- um verkahring að taka ákvarðan- ir um röð opinberra fram- kværnda, hvað skuli njóta for- gangs og hverju skuli frestað. Það vald liggur að sjálfsögðu hjá Al- þingi og ríkisstjórn og hefur aldrei verið dregið i efa. Hins vegar telur Morgunblaðið það ekki aðeins rétt blaðsins heldur líka skyldu þess að sejja fram rökstuddar skoðanir á málefnum lands og þjóðar. Þau sjónarmið, sem sett eru fram i ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins, eru blaðsins sjálfs og birtar á ábyrgð ritstjóra þess. Þess vegna skiptir það ekki máli fyrir Morgunblaðið, þegar fjallað er t.a.m. um brúar- byggingu yfir ölfusá, hvort þing- flokkur Sjálfstæðasflokksins hef- ur tekið afstöðu til hennar eða ekki. Það er ekki hægt að gera þingflokk Sjálfstæðisflokksins eða einstaka þingmenn ábyrga fyrir þeirri stefnu, sem Morgun- blaðið markar, enda hafa þeir eða þingflokkurinn ekki með þá stefnumótun að gera. Stefnu- mörkun Morgunblaðsins byggir á sjálfstæðu mati ritstjóra þess. Um leið er það auðvitað ljóst, að i öllum meginatriðum eiga Morgunblaðið og Sjálfstæðis- flokkurinn samleið í afstöðu til þjóðmála. 1 utanríkismálum hef- ur Morgunblaðið með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn barizt fyrir nánu samstarfi við aðrar vestrænar lýðræðisþjóðir m.a. með þátttöku í Atlantshafsbanda- laginu og með varnarsamstarfi við Bandaríkin. Á vettvangi innanlandsmála hefur Morgunblaðið með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn barizt fyrir frelsi einstaklingsins til orðs og æðis, fyrir mannúðlegu og umburðarlyndu þjóðfélagi og gegn vaxandi hlut hins opinbera í þjóðllfi okkar. Þetta eru og þeir hornsteinar, sem þjóðfélag okkar byggir á. Spurningin um það, hvort þeg- ar í stað eigi áð hefjast handa um brúarframkvæmdir við Öflusár- ósa eða fresta þeim um sinn, er í rauninni aðeins lítill þáttur í stærri mynd. I öllum landshlutum er nauðsyn á að leggja I margvís- legar framkvæmdir, sem augljós- lega eru nauðsynlegar og þarfar. En menn verða að horfast I augu við þá staðreynd, að við getum ekki haldið áfram að leggja fé í framkvæmdir, sem ekki er til. Ef okkur á að takast að koma efna- hags- og atvinnumálum þjóðar- innar á þann trausta grundvöll á ný, sem lagður hafði verið með 13 ára starfi Viðreisnarstjórnarinn- ar en var eyðilagður með óstjórn vinstri stjórnar, hljótum við að kunna okkur hóf. Þess vegna er það rökstudd skoðun Morgunblaðsins að fresta eigi brúarframkvæmdum við Ölfusárósa og fjölmörgum öðrum nauðsynlegum framkvæmdum um sinn og að nú sé það brýnasta verkefnið og í samræmi við vilja almennings að halda að sér hönd- um en lækka í þess stað skattbyrð- ina. Þetta er afstaða Morgun- blaðsins en svo er fyrir að þakka okkar frjálsa lýðræðisþjóðfélagi að aðrir geta haft aðra skoðun á því og Morgunblaðið er nú sem fyrr opið fyrir þeim skoðunum. Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi: F járhagsstaða bæ jar- sjóðs Vestmannaeyja Fyrir nokkru ritaði Árni John- sen, blaðamaður, langhund mik- inn I Morgunblaðið er hann nefndi „Um Eyjagosmálið, stjórn- leysi og vanefndir rfkisvaldsins". Margt er ágætlega sagt í grein þessari og bent á ýmislegt sem betur hefði mátt fara. Ekki dreg ég heldur í efa, að tilgangur Árna með skrifum sínum er góður. Hann er vinveittur okkur Vest- mannaeyingum og vill hlut okkar sem mestan. Gallinn er bara sá, að þegar hann ræðir um málefni Bæjarsjóðs Vestmannaeyja þá er það gert af ótrúlegri vanþekkingu á málunum. I grein þinni er fullyrt, að Vest- mannaeyjabær rambi á barmi gjaldþrots. Það sé ekki spurning hvort, heldur hvenær. — Hér er um fáránlega og algjörlega órök- studda fullyrðingu að ræða hjá þér. Þú virðist enga tilraun gera til að kynna þér hið rétta í mál- inu. Slikt tal skaðar okkur ein- göngu I áliti og veldur erfiðleik- um. — Það rétta um fjárhags- stöðu bæjarsjóðs er, að um nokkra erfiðleika er að ræða um þessar mundir, eins og flestir hafa gert sér grein fyrir að myndi verða. Til að þú og aðrir geti betur skilið ástæðurnar fyrir þeim erfiðleikum skal hér í nokkrum orðum gerð grein fyrir ástæðum þessum. Á árunum fyrir gos námu rekstrarútgjöld bæjarsjóðs jafnaðarlega aðeins um 55—60% af heildartekjum. Árið 1972 fór þetta hlutfall þó niður I 52,1%. Að þessy leyti stóð bæjarsjóður Vestm. mjög vel í samanburði við önnur sveitarfélög. Þess má t.d. geta, að rekstrarútgjöld Reykja- víkurborgar voru árið 1972 um 60,9% en að jafnaði munu þau hafa verið um 57—64%. Versnandi staða bæjarsjóðs kemur skýrast fram i því, að þetta ár munu rekstrarútgjöldin verða nærri 80% af heildartekjum. Rekstrarafgangur eða eigið fé til framkvæmda verður þá I ár að- eins 20% heildartekna. Jafnhliða þessu hefur afkoma sjálfstæðra bæjarfyrirtækja versnað, einkum Vatnsveitunnar og þarf bæjar- sjóður því að leggja þeim tilaukið fé. Hér er auðvitað um gífurlega röskun að ræða, frá því sem áður var og staða bæjarsjóðs Vest- mannaeyja nú að þessu leyti lak- ari en hjá öðrum sveitarfélögum. Þannig mun áætlað að i ár verði rekstrarafgangur Reykjavíkur- borgar 37,3% hjá Kópavogi 38,1 % Hafnarfirði 39,7%, Keflavík 37,9%, Akureyri 35,8% og Húsa- vik 46,8%. Hér verður rekstraraf- gangur eins og áður segir aðeins um 20%. Hvað veldur þessari þróun? Það er einkum tvennt. Annars vegar fækkun íbúa úr 5300 í um 4400 Arna Johnsen svarað með tilsvarandi tekjuskerðingu fyrir bæjarsjóð. Þetta eina atriði verður til þess að lækka rekstrar- afgang um allt að 7%. Verulegt tekjutap verður einnig af missi þeirra tæplega 300 húseigna sem fórust í eldgosinu. A hinn bóginn hafa svo ýmis rekstrarútgjöld hækkað töluvert. Einkum er hér að ræða áhrif af stóraukinni þjónustu bæjar- félagsins við þegnana á ýmsum sviðum. Allt þetta hefur verið talið nauðsynlegt til að laða fólk hingað á nýjan leik. I þessu sam- bandi má nefna stórfellda aukn- ingu dagvistunarplássa fyrir börn. Á þessu sviði stendur Vest- mannaeyjabær nú framar en nokkurt sveitarfélag annað. — Þú virðist því miður halda annað, Árni. I rekstur þessarar þjónustu einnar ver Bæjarsjóður Vm. um 5% af heildartekjum sinum í ár á móti 3,1% í Reykjavík og um eða innan við 2% í öðrum sveitar- félögum. Einnig má benda á Sjúkrahúsið nýja, vistheimili aldraðra og fþróttamiðstöðina, en allt þetta kallar á aukin rekstarútgjöd. Þess má einnig geta að margvísleg rekstrarútgjöjd eru þannig vaxin, að fækkun íbúa hefur engin áhrif á þau til lækkunar t.d. rekstur skóla. I langhundi þinum gerir þú athugasemd við eftirfarandi orð mín: (sem birtust I siðustu grein 'minni) „En fólk verður að gera sér grein fyrir þvi, að eftir því sem þjónustan við borgarann er meiri á þessum sviðum verður minna til af fjármunum f verkleg- ar framkvæmdir." Ef þú kynntir þér þessi mál kæmist þú örugglega á sömu skoð- un og ég. Hvorki þú eða nokkur annar hafa getað mótmælt þvi, að miklar framkvæmdir á vegum bæjarfélagsins er og hefur verið að ræða á undanförnum mánuð- um. Að sjálfsögðu hefur þetta kallað á aukið starflið, einkum á tæknilega sviðinu. Af þessu leiðir einnig að kostnaður við stjórnun bæjarins er þvi að nokkru hærri hér, hlutfallslega, en hjá öðrum sveitarfélögum. I heild er röskun á rekstraraf- komu bæjarsjóðs talin nema um 100—200 milljónum í ár, borið saman við 1972. Af þeirri upphæð eru um 40—50 milljónir tekjutap vegna fækkunar Ibúa og fasteigna en um 60—70 milljónir vegna þjónustuaukningar. — Þrátt fyrir það sem hér er að framan ritað er tilefnislaust með öllu að spá Bæjarsjóði Vest- mannaeyja gjaldþroti f næstu framtið. Þótt Árni virðist lftt treysta nú- verandi stjórnvöldum, þá er það min trú og sannfæring að for- sætisráðherra Geir Hallgrimsson, muni fullkomlega standa við orð sin varðandi Vestmannaeyjar. Þ.e. að staðið verði við allar skuld- bindingar gagnvart okkur. Fjár- magn verði tryggt til leysa okkar tímabundinn fjárhagsvanda. Hann muni beita sér fyrir þvl að hin svokallaða úttektarnefnd hraði störfum sínum sem mest. Annars ætti Árni að athuga, að það er fræðilega útilokar að heilt bæjarfélag geti nokkru sinni orð- ið gjaldþrota í venjulegri merk- ingu þess orðs. Hins vegar geta sveitarfélög lent I greiðsluerfið- leikum, jafnvel svo að nálgist greiðsluþrot. 1 grein þinni talar þú um að skuldabaggi bæjarsjóðs sé 1000 — 2000 milljónir (þú ert aldeilis nákvæmur á tölurnar, maður). Langtímaskuldir bæjarsjóðs námu hinn 31. des. 1975 krónum 306 milijónum. Vaxtakostnaður af þeim lánum verður næsta ár um 20 milljónir en verður árið 1981 kominn niður I 2 milljónir að óbreyttri lánabyrði. 1 þessari tölu eru lán til Fjarhitunar Vest- mannaeyja og einnig erlenda lán- ið vegna íþróttamannvirkjanna I Brimhólalaut. Það eitt er nærri helmingur skuldarinnar. I grein þinni kemur fram, að það hafi verið tiltölulega auðvelt að leggja skolpkerfi I nýju byggð- ina vestur I hrauni. Það er látið liggja að þvl eins og oft áður að kostnaður geti varla verið mikill við svona smáverk. Lítum aðeins á framkvæmdakostnaðinn I nýja hverfinu. Gatnagerð samtals: kr. 4.649.987 Holræsi samtals: kr. 41.561.464 Vatnsveita samtals: kr. 26.773.781 Fjarhitun samtals kr. 73.761.712 Samtals framkvæmdakostnaður krónur 146.746.944. Bágt á ég með að trúa, að þér finnist þetta smámunir einir sam- an. I grein þinni segir þú um sam- skipti bæjarstjórnar og Viðlaga- sjóðs: „Það er bara beðið um gott veður, eins og alltaf hefur verið gert I þessu máli illu heilli fyrir Eyjamenn." Hér kemur glögglega I ljós, hve lítið þú hefur fylgst með störfum bæjarstjórnar. —fjöldinn allur af bréflegum erindum hefur verið sendur til Viðlagasjóðs, með rök- studdum beiðnum um hækkun. Nefnd á vegum bæjarstjórnar var skipuð til að annast samninga við Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.