Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 Leitarflokkur leitaði 2ja manna úr Öræfum: Urðu dagþrota á Skaftafellsjökli TVEIR menn frá Skaftafelli lentu f erfiðleikum fyrir norðan Kristfnartinda við Skaftafellsjök- ul f fyrradag er þeir voru þar f fjárleit. Skall myrkur á þá og tóku þeir þann kostinn að halda sig á sömu slóðum yfir nóttina, en f gærmorgun komu þeir gangandi til móts við leitarflokk úr Öræf- um, sem farið hafði til að leita að mönnunum. Voru þeir þreyttir og kaldir en að öðru leyti vel á sig komnir. — Mennirnir tveir vissu af tveimur kindum undir Skörðum fyrir norðan Kristínartinda og fóru að leita að þeim á þriðjudags- morgun, sagði Páll Björnsson á Fagurhólsmýri i samtali við Morg- unblaðið í gær. — Er þeir voru ekki komnir til baka um kvöldið kölluðum við út leitarflokk úr sveitinni og var hann kominn uppeftir um fimmleytið um morg- uninn. Heyrði leitarflokkurinn strax i hundi, sem mennirnir voru með, en það var ekki fyrr en um klukkan 9 í gærmorgun, sem þeir voru vissir um að mennirnir væru þarna líka. — Mennirnar tveir urðu dag- þrota, en voru búnir að finna þrjár kindur. Tóku þeir þann kostinn að bíða nóttina af sér á Skaftafellsjökli og voru þeir ágætlega á sig komnir þegar þeir komu til byggða um hádegið, að öðru leyti en því að þeir voru kaldir og þreyttir. Við vissum ekki hvort mennirnir væru heilir i gærmorgun og höfðum því sam- Framhald á bls. 22 Ylræktarverið: Rætt um tilboð Hoflend- inga ytra á næstunni? FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Reykjavfkurborgar og þeirra félaga f Reykjavfk, sem sýnt hafa hug á að taka þátt f samstarfi um byggingu ylræktarvers f Reykja- vfk, verður væntanleg haldinn f lok vikunnar. Að sögn Þórðar Þor- bjarnarsonar borgarverkfræðings hafa engar endanlegar ákvarðan- ir verið teknar f þessu máli og Islendingar hafa f rauninni ekki enn tekið tilboði Hollendinga, sem vilja reisa hér ylræktarver. Sagðist Þórður búast við, að á næstunni færu fram viðræður milli Hollendinga og forráða- manna fslenzku fyrirtækjanna um tilboð það sem Hollending- arnir gerðu. — Ekki til að fá tilboði þeirra breytt, heldur til að fá gleggri hugmynd um ýmislegt af þvf sem fram kemur í tilboð- inu, sagði Þórður. Árni Kristjánsson, sem er umboðsmaður hollenzka fyrir- tækisins á íslandi, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að hann hefði látið Hollendingana vita af stofnun fyrirtækjanna í Hvera- gerði og í Reykjavík. Sagði Arni að rætt hefði verið um að íslend- ingar færu utan til Hollands til viðræðna á næstunni, en ekkert hefði verið ákveðið í þeim efnum og hefði hann ekki heyrt frá Hol- lendingunum nýverið. Sagði Arni að báðir aðilar myndu bíða meðan frekari könnun færi fram — Hugmyndin um ylræktarver á Islandi stendur og fellur með því að aðflutningsgjöld verði felld niður af tækjum og húsum til Framhald á bls. 22 AFDREP (ljósm. Friðþjófur). Nú finnur tcflvafeJsad- ar ávísanir NVJAR aðferðir við að koma upp um ávfsanamisferli munu verða teknar f notkun á næstunni. Sagði Björn Tryggvason, aðstoððar- bankastjóri f Seðlabankanum, að hluti þessar breytinga yrði tekinn f notkun um næstu helgi. Ekki vildi Björn greina frá þessum breytingum, en þær munu til komnar vegna ávfsanahringsins, sem upp komst fyrr á þessu ári. Eftir því sem Morgunblaðið hefur fregnað verða hlaupa- reikningarnir fyrst teknir inn í þetta nýja kerfi, en almenn ávísanaviðskipti sfðar. Helztu breytingar munu verða þær, að Framhald á bls. 22 Geirfinnsmálið: Gögn sakadóms fóru til Hæsta- réttar í gær HÆSTIRÉTTUR fékk f gær öll nauðsynleg gögn frá sakadómi Reykjavfkur varðandi gæzluvarð- haldsúrskurðinn f Geirfinnsmál- inu, sem kveðinn var upp s.l. helgi, en úrskurðurinn var kærð- ur, eins og fram hefur komið f fréttum. Hins vegar hafði rétturinn i gær ekki fengið gögn frá réttar- gæzlumanni gæzluvarðhalds- Framhald á bls. 22 Energoprojekt tapar milljón- um dollara á Sigölduvirkjun — segir Lazac Zakula framkvæmdastj. — Því er ekki að neita, að Energoprojekt mun tapa milljónum dollara á fram- kvæmdunum við Sigöldu- virkjun. Hve mikið tapið verður veit ég ekki ná- kvæmlega fyrr en dæmið hefur verið gert upp og viðræðum okkar við Lands- virkjun lokið. Ástæðan fyr- ir þessu tapi er margþætt en olíukreppan, gífurleg verðbólga á tslandi og stanzlaust sig íslenzku krónunnar gagnvart dollar er það sem veldur fyrst og fremst tapinu, sagði Lazac Zakula yfirmaður Energo- projeckt á tslandi f samtali við Morgunblaðið í gær. Byggingaframkvæmdum En- ergoprojekts við Sigöldu er nú að ljúka. Nú f dag, fimmtudag, hefur félagið lokið við alla megin- þætti verksins og eftir eru aðeins Átta milljón króna ágóði af Listahátíð UM 8 milljón króna hagnaður varð af Listahátíð f sumar, en árið 1974, er Listahátfð var síð- ast haldin, varð sjö milljón króna halli á fyrirtækinu. Að sögn Knúts Hallssonar, for- manns stjórnar Listahátfðar, voru helztu tekjuliðirnir á Listahátfðinni f sumar skemmtanir þeirra Benny Goodmanns og Cleo Laine f Laugardalshöll. Að sögn Knúts Hallssonar stóð til á sínum tfma að fresta Listahátíðinni um eitt ár, en þó var ákveðið að halda hátfðina í sumar með þeim skilyrðum, að ýtrustu hagsýni yrði gætt. Sagði Knútur að það hefði verið reynt, án þess þó að gæði hátíðarinnar minnkuðu, og auk þess hefðu nú verið í stjórn Listahátfðar menn með reynslu f framkvæmd Listahátíðar og hefði það ugglaust haft sitt að segja hvað varðaði ágóðann af Listahátfðinni f ár. — Listahátfðin í sumar höfð- aði greinilega til fleiri áhorf- enda en áður og breiðari hóps og er það að sjálfsögðu mjög ánægjulegt. Agóðinn af lista- hátíðinni f ár ætti að skapa grundvöll fyrir því að hægt verði að halda áfram með Lista- hátíðir, sagði Knútur Hallsson, en stefnt er að því að næsta Listahátíð verði árið 1978. Listahátíðin í sumar var hald- in 4.—16. júní og var þetta f fjórða skipti, sem Listahátíð var haldin. Á Listahátíðinni 1974 varð um 7 milljóna halli, en þess ber að geta að til þeirr- ar hátfðar var sérstaklega vandað, enda var hún haldin f sambandi við Þjóðhátfð það ár. minni háttar verk, sem sum hver verður ekki lokið við fyrr en með vori. Sagði Zakula, að bæði Lands- virkjun og Energoprojekt hefðu þvf talið eðlilegt, að fyrirtækið skilaði af sér verkinu í lok yfir- standandi úthalds, sem væri í dag. Með þvf að Energoprojekt hættir nú störfum við Sigöldu, fækkar verkamönnum verulega. I haust hafa um 400 manns unnið að framkvæmdum við Sigöldu, en um eða yfir 150 manns láta af störfum í dag, og verða ekki nema 220 — 250 manns við vinnu þar næstu tvær vikur, en þá mun mannskap aftur verða fækkað. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Lands- virkjun, þar sem segir, að fyrir- tækið hafi nú tekið við fram- kvæmdum Energoprojekt við Sigöldu. Þá segir f fréttatilkynn- ingunni: „A fundi, sem stjórn Lands- virkjunar hélt að Sigöldu s.l. mánudag, var samþykkt, að bráðabirgðaúttekt færi fram á verkinu þann 18. nóvember og að Landsvirkjun tæki við þeim verkum, sem ólokið er, sama dag, Hámarkshraði hækkaður? Á FUNDI borgarráðs á þriðjudag- inn var lögð fram tillaga frá Umferðarnefnd þess efnis, að borgarstjórn hlutaðist til um að ákvæðum um hámarkshraða f þéttbýli yrði breytt. Yrði leyfi- legur hámarkshraði hækkaður úr 45 km í 50 km á klukkustund. en þá fækkar starfsmönnum við Sigöldu verulega. Þátttaka Landsvirkjunar f stjórn framkvæmda, sem hófst fyrir um það bil mánuði sfðan, hefur tekist vel, og samvinna milli starfsmanna Landsvirkjun- ar og Energoprojekts hefur verið ágæt. Allir aðilar hafa mjög lagt sig fram um að ljúka verkinu. Þann 9. nóvember s.l. var byrj- að að fylla i lónið ofan við stífluna og hefur nú verið fyllt upp f 487 m hæð, en að öllu jöfnu mun vatnshæð f lóninu vera 485 m í vetur, sem er hæfilegt fyrir rekst- Framhald á bls. 22 Litla Sigalda í Júgóslavíu — ÞÓ svo að á ýmsu hafi gengið með okkar fram- kvæmdir hér f Sigöldu, þá hafa flestir okkar kunnað vel við sig á tslandi, sagði Lazac Zakula, framkvæmdastjóri Energoprojekt á lslandi, f samtali við blm. Morgunblaðs- ins f gær. Hann sagða, að einn af verk- fræðingum Energoprojekt, Slobodah Jahkovic 'að nafni, hefði auðsjáanlega kunnað mjög vel við virkjunarstaðinn. Um tfma hefði kona hans verið á Islandi og fyrir skömmu hefðu þau eignazt barn, en þau byggju f Belgrad. Barnið reyndist vera stúlka og var skfrð Sigalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.