Morgunblaðið - 18.11.1976, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÖVEMBER 1976
Óhllgsandi væri að fara
frá Oporto — sem á portú-
gölsku heitir Porto — án þess
að kynna sér ofurlítið portvfns-
mál. Þvf er talið einfaldast að
við förum f Instituto do Vinho
do Porto. Sú stofnun sér um
gæðaeftirlit og smökkun á öll-
um þeim þrjú þúsund portvfns-
tegundum, sem eru framleidd-
ar f landinu. Maria Helena
Guimares fer með okkur um
salarkvnni og sýnir hvernig eft-
irlitið er rækt, auk þess sem
hún skýrir framleiðslu vfnsins
og sýnir greinargott kort um
helztu viðskiptaiöndin.
Þegar vinsýni koma til stofn-
unarinnar eru þau merkt og
síðan taka til starfa rannsókn-
armenn sem skera úr um hvort
gæðin séu eins og vera ber. Þar
næst hefjast smökkunarhóp-
arnir handa. Vínsýni eru
geymd í nokkur ár, áður en
farið er að vinna vínið í útflutn-
ings- og neyzluvín. Verksmiðj-
ur sem framleiða portvín eru á
hverju strái í grennd við
Oporto en berjasvæðið er í
Dourodalnum. Þar eru breið-
urnar með berjum, eða réttara
sagt stallar berja, hlaðnir upp
eftir vissum reglum. Septem-
ber er tínslumánuður en í janú-
ar eru berin pressuð og síðan
flutt til verksmiðjanna i
Oporto. Áður fyrri voru bátar
notaðir til flutninganna eftur
Douroánni og vínið flutt f ám-
um til borgarinnar. Nú er þvi
löngu hætt og bilar notaðir.
Þrjú til fimm ár verða að lfða
unz portvínið verður drykkjar-
hæft og fær það ýmsa með-
höndlun eftir að það kemur til
verksmiðjanna og áður en það
er sent til smökkunar og rann-
sóknar í Instituto do Vinho do
Porto. Portvínsbændur í Douro-
dalnum hafa með sér samtök og
Maria Helena segir að aðeins
það bezta sé hæft i portvín,
annað fari í borðvinin. Sætleiki
portvínsins er misjafn eins og
allir vita og því sætara sem
vinið er því rauðara er það á lit.
Mjög þurrt er portvínið aftur á
móti gult.
Á árinu 1975 var mest flutt út
af portvini til Frakklands eða
32.6% og Bretlands 22.8% og
siðan kom Vestur-Þýzkaland
með 9.84% Portúgalir neyta
sjálfir 9.48% framleiðslunnar.
Það Norðurlandanna sem efst
var á blaði var Danmörk með
4.8%, en Svíþjóð og Noregur
voru með um 1 %.
Við Eva eigum pantað far
með vélinni til Lissabon klukk-
an tíu um kvöldið. Nokkra
klukkutima höfum við tíl ráð-
stöfunar og hún notar timann
meðal annars til að birgja sig
upp af brauði, þar sem verkfall
bakara hefur staðið síðustu
daga og stendur enn i Lissabon.
Aftur á móti hafa bakarar í
Oporto ákveðið að hefja vinnu á
ný. Svo röltum við um og ég
kaupi nokkrar FADO-plötur
með einni þekktustu fado-
söngkonu landsins Amalie
Roderigues og þegar þessu er
lokið er kominn kvöldmatar-
tími.
Frá portvfnsekrum f Doruodal
„Við höfum hefðir í sam-
Hvorug okkar reynist hafa
matarlyst fyrir flugið. Og af því
að við höfum nú kynnzt tölu-
vert þessa daga og erum ekki
alveg eins mikið að vanda okk-
ur og allra fyrst ákveðum við að
slá ótta okkar frá okkur, fá okk-
ur bara eggjaköku og salat og
sturta í okkur rauðvíni. Með
þeim afleiðingum, að við erum
orðnar ljómandi dús við að
stíga upp í vélina nokkru sfðar
og það liggur við mér finnist
næstum heimilislegt að koma
aftur til Lissabon, enda hefur
okkur, mér og henni, samið vel
frá fyrstu kynnum.
Ráðherra sá sem fer með
viðskipti Portúgala við útlönd
heitir dr. Antonio Barreto og
aðstoðarráðherra hans er lfka
doktor Antonio og ber eftir-
nafnið Celeste. Þá hitti ég að
máli I bítið daginn eftir í við-
skiptaráðuneytinu.
Ráðuneytisbyggingarnar f Lissabon standa við Tejo.
Á slfkum bátum var vfnið flutt til Oporto áður fyrri.
Eftir
Jóhönnu
Kristjónsdóttur
— Nú er óskaplegur halli á
viðskiptum Portúgala við Is-
land, segir ráðherrann. — Salt-
fiskurinn er engin venjuleg
vara í okkar augum, við höfum
sérstakar hefðir i sambandi við
saltfisk og við kysum að fá að
halda þeim. Við gerum okkur
grein fyrir að íslenzki markað-
urinn er ekki stór en af þessum
sökum sem ég hef gefið er hann
mjög nauðsynlegur okkur.
Við teljum okkur hafa ýmis-
legt að bjóða íslendingum til að
viðskiptin megi örvast. Við get-
um boðið tiltölulega hagstæð
kjör hvað snertir skipaviðgerð-
ir og jafnvel nýbuggingar skipa
þar sem LISNAVE er. Stað-
reyndin sem blasir við er að við
flytjum nú inn 50% meira en
við flytjum út. Við höfum reynt
að grípa til ýmissa ráða til að
stemma stigu við innflutningi
með hækkuðum tollum á mun-
aðarvörum og láta innflytjend-
ur greiða fyrirfram 50% i stað
þess að veita þeim !4 árs
greiðslufrest eins og var. Með
þessu og fleiru vonumst við til
að geta dregið nokkuð úr inn-
flutningi.
En við þurfum að flytja mikið
af matvöru inn I landið, eða um
það bil helming alls þess sem
hef greint — og flóttamanna-
fjöldinn vegur þar einna
þyngst á metunum — beinlínis
risavaxin.
— Ekki ætla ég að hóta því að
við hættum að kaupa saltfisk af
Islendingum, ef þið kaupið
ekki meira af okkur. En Noreg-
ur framleiðir einnig saltfisk og
hugsanlega myndum við beina
viðskiptum meira þangað, þar
eð Norðmenn kaupa frá Portú-
gal svipað magn og þeir selja
okkur. Hinu er svo ekki að
leyna að íslenzki saltfiskurinn
neytt er. Því er ljóst að ekki
dufeir það eitt að þróa útflutn-
ing okkar, afla nýrra markaða
og takmarka innflutning, held-
ur verður og að auka fram-
leiðsluna innanlands, ekki hvað
sízt I landbúnaði. Okkur ætti að
vera i lófa lagið að framleiða
ýmsar þær vörur til neyzlu sem
við verðum nú að kaupa erlend-
is frá.
— Fyrir byltinguna 25.
april 1974 höfðum við nánast
engin viðskipti við Sovétríkin
og Austur-Evrópulönd. Nú höf-
um við fært út kvíarnar og er-
um að afla okkur þar markaða.
Meðal fleiri landa sem við erum
einnig farnir að selja vörur til
eru Alsír, Senegal, Egyptaland,
Marokkó, Fílabeinsströndin,
svo og Kúba. Fyrir árslok von-
um við að heildarútflutningur
okkar til nýrra markaðslanda
verði 6% af heildarútflutningi
okkar. Aftur á móti kaupum við
mest frá Þýzkalandi, Japan og
Bandaríkjunum.
— Margt ber að hafa í huga
þegar þessi mál okkar eru íhug-
uð. Mannfjöldi i landinu hefur
aukizt mjög snögglega með
flutningi um milljón manns frá
Angóla, Mosambik og nú síðast
frá Timor. Fólk hefur streymt
hingað frá þessum löndum og
fjölgun á rösku ári hefur orðið
10%. Það leiðir af sjálfu sér að
gifurleg vandamál koma þá
upp,.og voru þau þó ærin fyrir.
Með tilkomu olíuhækkunar á
alþjóðamarkaði, missi ýmissa
hráefna sem Portúgalar fengu
áður frá landssvæðunum I
Afríku hafa orðið svo miklar
sviptingar I efnahagslifi lands-
ins að við borð liggur að kalla
megi það kollsteypu. Ekki má
gleyma að launahækkanir hafa
orðið örar — alltof örar — eftir
25. apríl 1974.
— Því miður getum við
heldur ekki nú I ár státað okkur
af því að okkur hafi tekizt að
auka framleiðsluna og bati í
efnahagslífinu er naumast
merkjanlegur. Margsinnis á
þessum tveimur siðustu árum
hafa og orðið stjórnarskipti og
hver höndin verið upp á móti
annarri. Auðvitað verður að
vona að með því að koma á
kyrrð I pólitísku lífi náist ein-
hver árangur á öðrum sviðum
lika, þó svo að vandamál okkar
séu af þeim ástæðum sem ég
er mesta gæðavara og betri en
hinn norski, þar sem öðrum að-
ferðum er beitt við verkun, sem
Portúgölum fellur betur i geð.
En við álitum að við höfum
ýmislegt að bjóða ykkur, skór
og vefnaðarvara héðan eru á
ákjósanlegu verði og gæðin eru
sambærileg við það sem ykkur
býðst annars staðar. Við vonum
að það góða samband sem hefur
verið milli landanna haldist.
Við bendum á og getum ekki
nógsamlega itrekað að við vilj-
um kaupa meira af saltfiski frá
ykkur. Við viljum fá nóg af
honum. Þess vegna er kjörið að
þið drekkið vinin frá okkur til
að ylja ykkur á dimmum vetrar-
kvöldum, og komið svo til okkar
á sumrin til að hlýja ykkur eftir
langan kaldan vetur, sagði ráð-
herrann að lokum.
Síðar þennan dag er farið að
skoða postulín og silfur. Eva
Blovsky hefur tekið sér fri til
að undirbúa herlegt boð sem
halda á um kvöldið en leiðsögu-
kona min er nú Maria Theresa
Secia, glaðleg starfsstúlka sem
vinnur einnig hjá Fundo.
Við förum og skoðum sýn-
ingu postulinsverksmiðjanna
Utanríkisvidskiptarádherra Portúgals:
bandi við saltfiskinn og
langar að fá að halda þeim"