Morgunblaðið - 18.11.1976, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976
Minning:
JÚLÍUS BJÖRNS-
SON RAFVERKTAKI
Kveðja frá Félagi löggiltra
rafverktaka í Reykjavík.
Júlíus er fæddur 24 apríl 1892 að
Ytra- Lágafelli í Miklaholtshreppi
i Hnappadalssýslu, en fluttist árið
1901 til Reykjavíkur og lauk þar
námi í bókbandsiðn 1912.
Árið eftir fór hann til Seyðis-
fjarðar og hugðist setja þar upp
bókbandsvinnustofu, en kynntist
þar Indriða Helgasyni rafverk-
taka, sem um þetta leyti var að
rafvæða kaupstaðinn.
Þessi kynni urðu til þess, að
Júlíus lærði rafmagnsiðn hjá
Indriða og að loknu námi rak
hann sjálfstæða starfsemi á
Seyðisfirði þar til 1918 að hann
fluttist aftur til Reykjavíkur og
réðst hann þá til fyrirtækis er
Sigurjón á Alafossi rak ásamt
dönskum manni.
Árið 1920 keypti Júlíus fyrir-
tækið og rak það á ýmsum stöðum
þar til hann keypti húseignina
Austurstræti 12a og fékk þar hús-
næði fyrir verkstæði og verslun.
Þau ár sem Júlíus annaðist raf-
verktakastarfsemi sá hann um
raflagnir í fjölda stórbygginga í
Reykjavfk og úti á landi, þar á
meðal í Landspítalann.
Júlíus var einn af fimm stofn-
endum F.L.R.R. og var ritari
fyrstu stjórnar félagsins. Formað-
ur félagsins var hann í nokkur ár
og gegndi ýmsum öðrum
Nafn konunn-
ar sem lézt
KONAN, sem féll niður stiga á
Hótel Sögu s.l. helgi og beið bana,
hét Þóra Dagbjartsdóttir, Fögru-
l>rekku 1, Kópavogi. Hún var 45
ára gömul.
— Hópur skálda
Framhald af bls. 1.
ins boðið honum að flytjast
þangað ef hann vilji og vestur-
þýzki PEN-klúbburinn hefur mót-
mælt brottvísun Biermanns og
krafizt þess að málið verði tekið
upp á næsta alþjóðafundi PEN-
samtakanna.
Austur-þýzka flokksmálgagnið
Neues Deutschland sagði í dag, að
á tónleikum í Köln á laugardag-
mn hefði Biermann gengið lengra
en áður og sá rógur, sem hann
hefði haft uppi þar, hefði gert
útslagið, enda þótt lengi hefði
hann reynt að sverta land sitt út á
viö Náinn vinur hans sagði við
Reuter-fréttastofuna: „Biermann
er sái þessa lands og samvizka.
Hann hefur allatfð talið fólk af að
fara héðan. Nú hafa þeir sent
hann í útlegðina, sem hann hefur
alla tið barizt gegn.“
Biermann hefur ekki fengið að
koma fram opinberlega í Austur-
Þýzkalandi síðan 1965. Hann af-
lýsti þjóðlagatónleikum sem hann
átti að halda í gærkvöldi eftir að
honum höfðu borizt fregnir af
ákvörðun stjórnarinnar.
Heinrich Böll, Nóbelsverð-
launahafi, sem á sínum tíma tók
Solzhenitsyn upp á arma sina er
hann kom fyrst til Vesturlanda,
sagði i sjónvarpi, að Biermann
væri mjög miður sfn vegna þessa
og hans heitasta ósk væri að fá að
snúa heim til lands síns, þar sem
hann. ætti og eiginkonu og ungt
barn.
Eftir að bann var sett á ljóð og
söng Biermanns f Austur-
Þýzkalandi komu þau svo og
hljómplötur hans þó áfram út í
Vestur-Þýzkalandi, þar sem verk
hans náðu gífurlegri útbreiðslu
og mun í einhverjum mæli hafa
verið smyglað til Austur-
Þýzkalands.
í Reutersfréttum segir að í aug-
um þúsunda ungra Þjóðverja hafi
hann verið tákn andstöðu við
ósveiejanlegt og miskunnarlaust
! < hafi þetta átt bæði við um
ðverja í Austur- oe
/kalandi.
trúnaðarstörfum fyrir félagið um
árabil.
Júlfus var heiðursfélagi
F.L.R.R.
Við fráfall Júliusar Björns-
sonar vill F.L.R.R. þakka honum
störf unnin í þágu rafverktaka,
jafnframt því sem eftirlifandi
konu hans, Ingibjörgu Jakobínu
Guðmundsdóttur, og fjölskyldu er
vottuð innileg samúð.
— Efnt til
samstöðu
Framhald af bls. 1.
gæta þess betur að hagsmunir
Breta gleymist ekki. Mönnum
skilst hér að næsti viðræðufundur
EBE og íslendinga verði 25.
nóvember.
Samband brezkra fiskiskipaeig-
enda hefur gefið út tilkynningu,
þar sem gagnrýnt er hvernig
Efnahagsbandalagið hefur rekið
viðræðurnar við Islendinga. Segir
í tilkynningunni að brezkum
togaramönnum ofbjóði eftirgiftir
EBE f tilraunum þess til að ná
samkomulagi við ísland.
„Efnahagsbandalagið hefur
ekki enn náð samningaborðinu“,
segir sambandið, „en það hefur
stráð veginn þangað tilkynning-
um og yfirlýsingum, sem fela í sér
hverja eftirgjöfina á fætur
annarri".
Meðal yfirlýsinga EBE sem átt
er við er sú sem segir að banda-
lagið hafi ekki sterka aðstöðu
gagnvart Islendingum og önnur
frá samningamanni bandalagsins,
Finn Olav Gundelach þar sem
hann segir að hann áliti að EBE
geti framvegis ekki veitt eins
mikið við Island og bandalagsrfk-
in hafa gert að undanförnu.
Segir Samband fiskiskipaeig-
enda að augljóst sé að EBE láti sig
engu varða þau gífurlegu vanda-
mál sem hlaðast upp í brezkum
höfnum vegna tafa og óákveðni.
— Hafa ekkert
Framhald af bls. 1.
rennur út að ná samkomulagi við
íslendinga.
Gundelach sagði í viðtali við
Morgunblaðið í gær, að Crosland
hefði setið fundi í aðalstöðvum
Efnahagsbandalagsins í BrUssel
mánudag og þriðjudag, en þar
hefði hann verið á reglulegum
ráðherrafundi, þar sem á dagskrá
var m.a. viðræður ríkra þjóða og
snauðra, viðskiptasamningur
bandalagsins við Júgóslavíu og
viðskiptasamningur við Íran. Því
hefði Crosland alls ekki komið til
BrUssel til þess að ræða fiskimál.
Iiefði einhver haldið það, væri
um misskilning að ræða. Fiskur
hefði ekki verið á dagskrá þessa
fundar og fiskur yrði ekki á dag-
skrá utanríkisráðherrafunda
innan EBE fyrr en síðar.
Bretar geta ekki átt samninga-
viðræður við íslendinga — sagði
Gundelach. „Það er ég, sem fjalla
um samningamál við íslendinga á
vegum bandalagsins. Bretar hafa
afhent umboð sitt til samninga-
viðraAna og rétturinn er nú á
bandalagsins. Því geta
Bretar ekki farið til tslands i
þeim erindum."
Gundelach sagðist hafa rætt
fyrir nokkru við Crosland og
hann sagðist ekki trúa því, að
honum dytti i hug að fara til
Íslands og hefja samninga-
viðræður við íslendinga. Morgun-
blaðið benti Gundelach á, að það
hefði bent Johnson á, að á Íslandi
hefðu menn þann skilning að
Bretar hefðu ekki lengur umboð
til samninga og að hann hefði þá
sagzt vera á annarri skoðun.
Gundelach sagðist svo mikið hafa
rætt við Crosland, að sér væri
ljóst að utanríkisráðherra Breta
hefði þá skoðun, að brezka stjórn-
in hefði ekki lengur umboð til
samninga við islendinga.
„Könnunarviðræðurnar munu
því halda áfram í næstu viku,
þegar ég kem til Reykjavíkur."
sagði Finn Olav Gundelach.
— Ylverið
Framhald af bls. 40
ylræktarversins, sagði Björn
Sigurbjörnsson hjá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins í samtali
við Morgunblaðið í gær og í sama
streng tók Árni Kristjánsson.
Sagði Björn að ráðuneyti hefði
verið sent bréf um þetta mál fyrir
nokkru, en ekkert svar hefði bor-
izt enn. — Við teljum að þar sem
hér er um útflutningsiðnað að
ræða, þá sé ekki rétt að greidd
verði aðflutningsgjöld vegna yl-
ræktrversins, sagði Björn.
Aðspurður um gagnrýni sem
komið hefur fram að undanförnu
t.d. á það að ekki væri reiknað
með fyrningum og viðhalds-
kostnaði og að rekstraráætlanir
stæðust því ekki sagði Björn: —
Gert er ráð fyrir fullum fyrning-
um og að viðhaldskostnaður verði
8 milljónir á ári. Þessi gagnrýni
finnst mér út í hött og útreikning-
ar og rekstraráætlanir hafa ekki
breytzt, sagði Björn Sigurbjörns-
son. -------1 i i
— Opnar sýningu
Framhald af bls. 2
gamalkunnur píanóleikari og hafi
leikið á knæpum i Kaupmanna-
höfn á árunum fyrir heims-
styrjöldina.
Eins og fyrr segir er þetta
þritugasta málverkasýning Stein-
gríms, en fyrstu sýninguna hélt
hann í desember 1966 á Lauga-
vatni.
— Gráfeldur
Framhald af bls. 2
mokkaflfkur upp f
samninga, sem StS hefur
gert við Rússa.
— Við hjá Grafeldi höfum ekki
i önnur hús að venda með kaup á
mokkaskinnum, því Sútunarverk-
smiðjan Iðunn er eina verk-
smiðjan, sem fullsútar slik skinn
hér innanlands. Við höfum ekki
orðið að stoppa framleiðsluna hjá
okkur vegna þessa hráefnisskorts
en þetta hefur komið sér illa.
Gráfeldur hefur neyðzt til að
kaupa aðra flokka en okkur henta
auk litaðra skinna vegna þessa en
einkum hafa það verið tveir litir,
sem við höfum ekki getað fengið.
Með þessu höfum við fengið
lélegri skinn og slæm nýting
þeirra hefur valdið þvl að við
höfum þurft að kaupa til muna
fleiri skinn, sagði Agnar.
Gráfeldur h.f. keypti á sl. ári
tæplega 7000 skinn frá Iðunni til
framleiðslu sinnar og f ár ráðgerir
fyrirtækið að kaupa um 10.000
mokkaskinn. — Gráfeldur
framleiðir mest fyrir eigin
verzlun en ef við værum með
bindandi samninga um sölu á
framleiðslu okkar til erlendra
aðila kæmi þessi óvissa um hvort
við fáum hráefni sér enn verr.
sagði Agnar að lokum.
— Energoprojekt
Framhald af bls. 40
ur á einni vélasamstæðu. Leki úr
lóninu er innan þeirra marka,
sem verkfræðiráðgjafar Lands-
virkjunar gerðu ráð fyrir.
Verksamningurinn við Energo-
projekt var undirritaður 23. ágúst
1973, en vinna við Sigöldu hófst I
byrjun október sama ár. Rúmmál
steinsteypú nemur nú í lok verks-
ins 84000 rúmmetrum, gröftur og
sprengingar 3.300.000 rúmmetr-
um og fyllingar 2.100.000 rúm-
metrum. í verkið hafa farið sam-
tals 43000 tonn af sementi, þar af
12000 í bergþéttingar og 5000
tonn at steypustyrktarstáli. Mal-
bik framan á stiflu er 52000 fm.
og í það fóru 2000 tonn af asfalti.
Starfsmannafjöldi hjá Energopro-
jekt var mestur 655 manns um
mitt sumar 1975, en var tæplega
400 manns á sama tíma árið 1974
og komst upp í 645 manns I ágúst-
mánuði s.I.
1 stöðvarhúsi Sigölduvirkjunar
verða þrjár vélasamstæður, hver
fyrir sig 50 MW að stærð. Starfs-
menn Brown Boveri, Energo-
machexport og Landsvirkjunar
vinna nú í vöktum við það að
koma þessum vélasamstæðum
upp, ásamt öllum búnaði og tengi-
virkjum. Prófanir á fyrstu véla-
samstæðu mun byrja nú I desem-
ber og áætlað er að prófa aðra
vélasamstæðu I apríl og þá þriðju
i júni á næsta ári.“
— Vængir
Framhald af bls. 2
slikan fund en þvi er ekki fyrir að
fara í þessu tilfelli. Stjórninni er
þannig í sjálfsvald sett hvort hún
verður við þessum tilmælum
starfsmannanna, sem eru orðnir
uggandi um sinn hag, þar sem
starfsemi félagsins hefur nú legið
niðri I á þriðju viku og lausn
virðist ékki í sjónmáli.
— Ragnar
Jóhannesson
Framhald af bls. 2
var fæddur l Búðardal 1913 og
lauk kandfdatsprófi f fslenzkum
fræðum frá Háskóla lslands 1939.
Hann kenndi við ýmsa skóla f
Reykjavfk frá 1938—1947 að
hann gerðist skólastjóri Gagn-
fræðaskólans á Akranesi og
gegndi þvf starfi þar til fyrir
nokkrum árum. *
Ragnar stjórnaði barnatímum
útvarpsins i mörg ár og var í 4 ár
fulltrúi á skrifstofu útvarpsráðs.
Hann var árin 1941—43 blaða-
maður við Alþýðublaðið og
meðritstjóri Fálkans 1939—40.
Ragnar var ritstjóri ýmissa blaða
og í ritnefnd og sat i stjórnum
stúdentafélaga I Reykjavík og á
Akranesi.
Ragnar samdi mikið og þýddi af
leikritum og sögum bæði fyrir
börn og fullorðna, skrifaði fjölda
greina og kvæða fyrir blöð og
tímarit.
Eftirlifandi kona Ragnars er
Ragna Jónsdóttir og áttu þau þrjú
börn.
— Leitarflokkur
Framhald af bls. 40
band við Slysavarnafélagið með
það I huga á fá þyrlu austur til að
sækja þá. Þess gerðirt þó ekki
þörf og kom í ljós fáeinum mínút-
um eftir að við höfðum talað við
Slysavarnafélagið, að allt í lagi
var með mennina, sagði Páll
Björnsson á Fagurhólsmýri að
lokum.
— Tölva
Framhald af bls. 40 .
tölva tinir úr þær ávisanir, sem
ekki er innstæða fyrir. Mönnum
verður gefinn kostur á að leysa
ávisunina út I Seðlabankanum, en
verða að borga innheimtugjald og
dráttarvexti.
Mun með hinu nýja kerfi aöal-
lega verið að reyna að stemma
stigu við hinum munnlegu yfir-
drátarheimildum, sem tiðkazt
hafa I bönkum.
— Gögn
sakadóms
Framhald af bls. 40
fangans eða saksóknara. Mikil
vinna er I því fólgin að útbúa
gögnin fyrir Hæstarétt, það þarf
að safna öllum skjölum saman og
senda þau réttinum I áttriti.
Rannsókn Geirfinnsmálsins er
haldið áfram af fullu og fara
stöðugar yfirheyrslur fram, en
ekkert var nýtt að frétta af
málinu, þegar Mbl. talaði við
rannsóknarmenr. i gaar.
— Pólland
Framhald af bls. 1.
sjá, að verulegs uggs gæti nú
hjá fólki vegna yfirvofandi
kolaskorts og bætist hann ofan
á alvarlega vöntun á sykri,
kjöti og ýmsum öðrum nauö-
synjum. ______, , ,_____
— Engin
slysaalda
Framhald af bls. 2
tiltekna tegund bifreiða um
3.800 krónur en I dag kostar
sama bretti yfir 20.000 kr. Árið
1965 var meðaltjónakostnaöur
4.550, kr„ en um mitt ár 1976 er
talan komin upp í 64.106,- kr og
fer enn hækkandi. Ég geri ráð
fyrir að meðaltjónakostnaður
verði i ár ekki undir 70 þúsund
krónum.
Fólk gerir sér ekki alltaf
grein fyrir þvi hversu miklar
upphæðir þetta eru og okkar
tjónaskoðunarmenn, sem fylgj-
ast þó einna bezt með þessum
málum, áætla oft of lágan við-
gerðarkostnað. Eru áætlanir að
meðaltali um 10% of lágar
varðandi tjón á bifreiðum.
Ölafur sagði að það kæmi
tímabil þar sem tjónum fækk-
aði eins og t.d. núna f haust. I
október í ár voru mun færri
slys en I október i fyrra. Sjálfs-
ábyrgðin ætti sinn þátt I fækk-
un bókaðra tjóna en hún var
sett árið 1972. Einnig fækkaði
slysum mjög árið 1968 þegar
hægri umferð tók gildi. Þá var
hér mikil herferð, sagði Ölafur,
og rekinn áróður fyrir bættri
umferðarmenningu og öku-
hraða var haldið niðri. öku-
menn voru e.t.v. hræddir við
breytinguna og fóru sér hægt
og meira fjármagni var varið til
umferðarfræðslu en oft áður.
Og í framhaldi af þessu gerði
Ólafur Bergsson slysaölduna í
október I fyrra að umræðuefni:
Þegar þessi slysaalda hefur
gengið yfir er skorin upp herör
og mikil herferð er gerð,
umferðarhraðinn dettur líka
niður og slysum fækkar áber-
andi og þetta ágæta ástand
helzt I nokkurn tima. Sfðan fer
allt I sama horf. En voru ekki
þessi slys alveg óþörf? Hefðu
nokkur slys orðið ef umferðar-
hraðanum hefði verið haldið
betur niðri og fylgzt betur með
honum? Það sorglega er að her-
ferðin skyldi ekki hafa verið
gerð áður en aldan reis.
— Hér þarf samvinnu margra
aðila og stórauka þarf framlög
til umferðarráðs. Því eru ætlað-
ar 18 milljónir á þessu ári til
starfsemi sinnar og það er ekki
hægt að gera mikið með þeirri
upphæð. Það er líka verðugt
verkefni fyrir fjölmiðla að taka
þessi mál til meðferðar, það er
margt sem fær meira rúm í
fjölmiðlum en umferðarmál.
— Það hefur gifurleg áhrif á
fólk þegar það verður fyrir ein-
hverju áfalli í umferðinni og á
það bæði við um líkamleg
meiðsli og fjárhagstjón sem
fólk verður fyrir og áhyggjur I
sambandi við það. Ég get nefnt
sem dæmi, að ég er enn að gera
upp slys sem urðu á árinu 1969
vegna þess, að fólk, sem þá
slasaðist, hefur ekki enn náð
bata sinum.
Að lokum snerist talið að öku-
hraðanum og orsökum um-
ferðarslysa:
Fólk er of mikið að flýta sér.
Það þarf að komast milli
tveggja staða á sem skemmst-
um tíma, án tillits til umferðar-
innar, ég á réttinn, hugsar það,
og þá kemur kannski að því að
þeir eða aðrir gera mistök og
árekstur verður. Hættan verður
llka margföld með auknum
hraða, bifreiðar eru margfalt
hættulegri á 60 km hraða en 30
km hraða. Sú staðreynd að mis-
tök eru alltaf að gerast I um-
ferðinni krefst þess að
umferðarhraðanum sé haldið
naðri.
— Það má m.a. þakka það
veðrinu og aðstæöum hér I
Reykjavík I haust, hversu slys
hafa þó verið fá og sjálfsagt er
það líka vegna þess að fólk er
minna á ferðinni, sagði Ólafur
Bérgsson að lokum.