Morgunblaðið - 18.11.1976, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 7
Heimatilbúin
verðbólga
Fyrir skömmu birti Al
þýðublaðið leiðara með
yfirskriftinni: Heimatil-
búin verðbólga. Þar ei
m.a. fjallað um áhríf fjár
laga og rlkisútgjalda á
þróun efnahagsltfs og
verðlags I landinu. Þar ei
margt vel sagt og rétti-
lega um heimatilbúna
verðbólgu. þótt orsaka-
valdar séu ekki allir tiund
aðir. Engu að slður gefa
þessar Alþýðublaðshug-
leiðingar ærið tilefni til
nánari skoðunar.
Það sem
Alþýðublaðið
sniðgengur
Alþýðublaðið sniðgeng-
ur ýmsar veigamiklai
staðreyndir. viljandi eða
óviljandi. í fyrsta lagi ei
horft fram hjá þvi, að að-
hald i rikisútgjóldum hef-
ur verið mun meira i tið
núverandi riksstjómar en
þcirrar fyrri. Þetta sést
bezt af þvi, að svo til hvei
einasti málaflokkur sam-
félagslegrar þjónustu og
framkvæmda telur sig
sveltan fjárhagslega.
Hlutur ríkisútgjalda I
þjóðartekjum hefur ekki
vaxið; var um 31% 1975,
29,5% 1976 og verðui
hinn sami 1977, ef núver-
andi fjárlagafrumvarp
verður staðfest. Vikulegt
strangt eftirlit með út-
gjóldum allra riksstofnana
er og nýjung, sem og láns-
fjáráætlanir og samræmd
stefna riksvalds og lána-
stofnana i peningamálum.
Rikisbúskapurinn verður
hallalaus i ár i fyrsta
skipti frá þvi vinstri stjórn
tók við af viðreisnar-
stjórn. Viðskiptahalli
hefur skroppið saman úr
12% f 5—6%. m.a.
vegna samdráttar í rikis-
framkvæmdum, og verð-
bólga hjaðnað úr 53% i
30%.
Betur má
ef duga skal
Það skal a8 vísu viður-
kennt, að betur má ef
duga skal, I viðnámi gegn
verðbólgu og viðskipta-
halla, ekki sizt á sviði
rikisútgjalda. En er Al-
þýðuflokkurinn i raun
reiðubúinn til að gjöra það
sem gjöra þarf til að svo
megi verða? Það fer nefni-
lega ekki saman að krefj-
ast lækkunar á niður-
stöðutölum fjárlagafrum-
varps — en hækkunar á
flestum einstökum út-
gjaldaliðum þess! Að
gefnu tilefni skal þvi
spurt: Hvar vill Alþýðu-
flokkurinn ráðast á fjár-
lagagarðinn? Hvaða mála-
flokkur skaj^ helzt niður
skorinn? Flestir opinberir
starfsmenn telja sig
launalega langt aftur úr
öðrum vinnustéttum. Þar
þarf fremur úr að bæta en
niður að skera — að
sögn. Hinsvegar má e.t.v.
fækka nokkuð i starfs-
mannahaldinu — en
hvar? Hvar vill Alþýðu-
flokkurinn fyrst bera nið-
ur: i löggæzlunni, mennta-
kerfinu, heilbrigðis-
þjónustunni, tryggingar-
kerfinu? E.t.v. er ríkið
með einhvers konar
atvinnurekstur eða þjón-
ustustörf, sem betur væru
komin i höndum einstak-
linga eða sveitarfélaga?
og sennilega má fresta
einhverjum framkvæmd-
um til betri tima?
Það skal tekið undir
það með Alþýðublaðinu
að ríkisþenslan er einn af
orsakavöldum verðbólgu.
Það væri hins vegar fróð-
legt að Alþýðublaðið
fylgdi orðum sínum eftir
með raunhæfum ábend-
ingum. Eftir þeim yrði
tekið.
Hver er staða
Alþýðuflokksins
í málefnum
líðandi
stundar?
Það væri ef til vill rétt-
ara að spyrja: Hvað er
orðið af Alþýðuflokknum?
Það hefur mjög litið farið
fyrir sjálfstæðri stefnu-
mörkun hans, þrátt fyrir
smávegis hvisl um þýð-
ingu nýrrar stefnuskrár úr
þýzku. Hann hefur komið
fram með nokkur sæmi-
lega unnin framtiðarmál
um stjórnarskrá og þing-
skipan. En i málefnum líð-
andi stundar virðist hann
kjósa að standa án frum-
kvæðis, skáhallt i skjóli
stærsta stjórnarandstöðu-
flokksins. Skýtur að visu
að einni og einni að-
finnslu, sunginni eftir nót-
um stjórnarandstöðu, en
gerir annars fremur lítið
af því að skera sig úr, sem
aðskilinn og sjálfstæður
stjórnmálaflokkur. Hann
er sem flokkur litlaus — í
haustskuggum og hvildar-
stöðu. Þetta er þeim mun
furðulegra þegar þess er
gætt, að Alþýðuflokk-
urinn gæti „átt leikinn” á
margan hátt, vegna for-
ystuleysis og kálfsháttar
Alþýðubandalagsins. En
Alþýðuflokkurinn virðist
tregur til að taka af skarið
um forystu i stjórnarand-
stöðunni. Hógværð er að
vísu dyggð. En jafnvel
hana má færa út I öfgar.
Alþýðuflokkurinn ætti
a.m.k. að stiga fram fyrir
Samtökin i sviðsljósi þjóð-
mála liðandi stundar.
Nýkomin
glæsileg sófasett
5 gerðir
Athugið
2 gerðir eru leðurklæddar
Vörumarkaðurinn hl.
1 ÁRMÚLA 1 A I HÚSGAGNADEILD SÍMI 86-112.
Hárgreióslustofan Hrund
Auðbrekku 53,
Kópavogi
sími 44088
Permanent s/étt
og krullad,
/okka/ýsingar, /itanir,
k/ippingar, blásningar,
lagningar.
Verið velkomin.
Reynið viðskiptin.
FRANSKA TRÖLLIÐ
OG LITLI BRÓÐIR
Höfum þessa frábæru Simca 1100 sendibíla á ný til
afgreiðslu. Bílarnir eru afar heppilegir
fyrir alla smærri flutninga og taka
a.m.k. 500 kg. í ferð. Af útbúnaði má
nefna framhjóladrif, diskabremsur,
öryggispönnur undir vél, gírkassa og benzín-
geymi. Simca 1100 sendibíllinn er eftirsóttasti
litli sendibíll Evrópu.
Hafið samband við okkur sem fyrst.
Ifökull hf.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491
ðíK5/í
kvokl
verður sunnudagskvöld
21. nóvember
að Hótel Sögu Súlnasal
Austurlandakynning
Kl. 19.00. Húsið opnað.
Kl. 1 9.30. — Hátiðin hefst stundvislega.
Matseðil:
Kinverskur fiskiréttur CHO LOW YU.
Indverskt KABAB karrý.
Arabiskur kjúklingur Djedjag-imer.
Matarverð aðeins kr. 1650.—
Kl. 20.30. Skemmtiatriði.
Myndasýning — Austurlönd.
Tizkusýning.
Ferðabingó: Spilað verður um 3 sólarferðir með
Útsýn til Spánar og Ítalíu.
Dans: Hin vinsæla hljómsveit Ragnars Bjarna-
sonar.
Ath.:
Gestir sem koma fyrir kl. 20 00 fá ókeypis
happdrættismiða og vinningurinn er ókeypis Út-
sýnarferð til Spánar og ítalíu. Munið að panta
borð snemma hjá yfirþjóni. Hjá Útsýn komast
jafnan færri að en vilja. Útsýnarkvöld eru
skemmtanir í sérflokki þar sem fjörið og
.stemmningin bregzt ekki ,
✓ FERÐASKRIFSTOFAN ÚTSÝN S