Morgunblaðið - 18.11.1976, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976
26
Sjötugur:
Helgi S. Guðmundsson
fyrrverandi bæjarfulltrúi
Þegar Helgi S. Guðmundsson,
vinur minn og samstarfsmaður
um rúmlega tveggja áratuga
skeið, er nú sjötugur, finnst mér
ég ekki mega Iáta daginn líða hjá
án þess að minnast hans að ein-
hverju.
Helgi Soffonías Guðmundsson
fæddist í Hafnarfirði 18. nóvem-
ber 1906, sonur hjónanna Stef-
áníu Halldórsdóttur frá Ásum í
Holtum og Guðmundar Magnús-
sonar i Hafnarfirði.
Helgi ólst upp í foreldrahúsum
ásamt systkihum sínum, Kjartani,
sem er nýlátinn, Sólveigu, sem
lést langt um aldur fram fyrir 6
árum, og Víglundi. Fjórði bróðir-
inn var í fjölskyldunni, Guðmann
Sigfús Emil, en hann dó tveggja
ára gama... Guðmundur, faðir
þeirra systkina, annaðist póst-
ferðir og flutningastarfsemi, bæði
milli Hafnarfjarðar og Reykjavík-
ur, svo og innan Hafnarfjarðar.
Bræðurnir urðu snemma virkir
þátttakendur í atvinnurekstri föð-
ur þeirra og annarri umsýslu
heimilisins. Með breyttum tíma
breyttust atvinnuhættir i þeirra
starfrækslu eins og í flestu öðru
og voru bifreiðir komnar í stað
hestvagna áður eða um það leyti
sem eldri bræðurnir höfðu náð
aldri bifreiðastjóra. Flutninga-
starfsemi varð síðan aðalstarf
Helga frá um fertugsaldur svo
sem síðar verður vikið að.
Helgi stundaði nám í Flensborg
og Gagnfræðaskólanum á Akur-
eyri, sem síðar varð Menntaskóli,
undir stjórn Sigurðar Guðmunds-
sonar.
Um miðjan fjórða áratuginn
stofnaði Helgi fyrirtækið Áætlun-
arbílar Hafnarfjarðar ásamt
Kjartani bróður sínum og fjórum
mönnum öðrum. Var Helgi fram*
kvæmdastjóri fyrirtækisins alla
tíð. Það fyrirtæki hafði á hendi
áætlunarferðir milli Reykjavikur
og Hafnarfjarðar að hluta á móti
öðrum aðilum. Ég tel mig hafa
komist að því í samtölum við
Helga, að ekki hafi forstjórastarf-
ið í því fyrirtæki veitt hægan sess
í fínni skrifstofu. Þar mun for-
stjórinn eins og hinir eigendurnir
hafa þurft að sinna hvaða verk-
efni, sem leysa þurfti, og þá jafn-
vel að bæta á sig heilu vöktunum
við akstur áætlunarbifreiðanna ef
veikindi eða önnur atvik gerðu
skörð í bifreiðastjórahópinn.
Þó að það eigi vist ekki vel við i
afmælisgrein að blanda stjórn-
málum þar saman við, þá tel ég að
ekki sé hægt að rita sannleikan-
um samkvæmt um Helga S. Guð-
mundsson án þess að það komi
fram, að ég held að hann hafi ekki
skilið fyrir 30 árum og skilji ekki
enn, að þjóðfélagslega nauðsyn
hafi borið til að leggja fyrirtæki
þeirra félaga niður með valdboði
og þjóðnýta þessa samgönguleið.
Með þeirri ráðstöfun hinna æðstu
valdhafa var kippt fótunum und-
an atvinnu Helga og félaga hans,
er hann var um fertugsaldur.
Hann starfaði síðan næstu árin
við ýmislegt viðvíkjandi slitum at-
vinnurekstrarins og einhvern
hliðarrekstur, en gekk síðan í
þjónustu ríkisins hinn 1. janúar
1956. Þó hófust okkar kynni, sam-
starf og — að ég leyfi mér að telja
— vinátta. Þannig atvikaðist það,
að Sólveig systir Helga hafði tekið
við gjaldkerastarfi í bæjarfógeta-
skrifstofunni I Kópavogi, með því
samkomulagi við mig, að hún tæki
við tryggingaumboðinu ef bæjar-
fógetaembættinu yrði falið það.
Það gerðist nokkuð fyrirvaralitið
og vantaði þá starfsmann, bókara
og gjaldkera án fyrirvara. Varð
það úr að Helgi féllst á beiðni
mina, fyrir milligöngu systur
sinnar, að koma og starfa á bæjar-
fógetaskrifstofunni í 3 mánuði á
meðan ég leitaði eftir starfsmanni
til frambúðar. Hann var þá bæjar-
fulltrúi og að ég held bæjarráðs-
maður í Hafnarfirði, en því fylgdi
talsverð störf, enda mun hann
ekki hafa hugsað sér ríkið sem
atvinnuveitanda til lengdar.
Eftir að ég fór að kynnast Helga
Guðmundssyni, bæði sem manni
og starfsmanni, minnkaði áhugi
minn á að leita eftir gjaldkera og
bókara í hans stað að liðnum 3
mánaða ráðningartímanum. Þögð-
um við báðir um málið í nærfellt
tvo áratugi eða allt til þess, er
Helgi fór að ræða um að létta af
sér störfum, sem leiddi til þess að
hann lét af föstu starfi um s.l.
áramót, en vinnur áfram við emb-
ættið eftir því sem þörf er á og
samrýmist hans hentugleikum.
Það er skoðun mín að í öllum
tilvikum lífsins komi sú tilviljun
hvernig samstarfsmenn maður
hefur, næst á eftir því að þýðingu
hvers konar fjölskyldu maður á,
foreldra, maka og börn. Sumu af
þessu getur maður að einhverju
leyti ráðið sjálfur svo sem maka-
vali og vali samstarfsmanna ef
maður hefur þá aðstöðu, sem ég
hafði er ég réð Helga til bráða-
birgða, en í þessum efnum eins og
svo mörgu er það hið stóra happ-
drætti lífsins sem ræður. Fyrir
mann, sem er að stiga fyrstu spor-
in við stjórn fyrirtækis, í þessu
tilviki opinberrar skrifstofu, sem
ég gerði 1955, var það hreinn
happdrættisvinningur að fá til
starfa þau systkinin Sólveigu
Guðmundsdóttur og Helga S. Guð-
mundsson. Það hefur oft gefið á
bátinn í þeirri tveggja áratuga
siglingu, sem rekstur bæjar-
fógetaembættisins í Kópavogi
hefur verið, en af þeim hlutum
sem Heigi Guðmundsson hefur
átt að sjá um eða tekið að sér að
sjá um umfram skyldu, hefur
aldrei þurft að hafa neinar
áhyggjur. I mínum augum er
Helgi S. Guðmundsson ekki að-
eins einn hinn skylduræknasti,
færasti og vandaðasti starfsmaður
sem ég hef haft samstarf við,
heldur er hann einnig hinn þægi-
legasti og hlýjasti félagi sem hægt
er að kjósa sér.
Eftir því sem íbúum fjölgaði, og
rekstur bæjarfógetaembættisins
varð viðameiri, jókst ábyrgð
Helga, enda varð hann fljótlega
skrifstofustjóri og stjórnandi alls
þess sem snerti bókhald og fjár-
vörslu. Öll vinnubrögð hans og
framkoma bæði við samstarfsfólk
og viðskiptamenn eiga sinn mikla
þátt i þeim góða samstarfsanda,
sem ég tel rfkja á þessari skrif-
stofu.
Ég veit að ég má mæla fyrir
munn allra Samstarfsmanna á
bæjarfógetaskrifstofunni og lík-
lega flestra þeirra, sem skipti
hafa átt við Helga S. Guðmunds-
son, er ég óska honum hamingju á
afmælisdeginum og bið honum
góðs ævikvölds.
Sigurgeir Jónsson.
Helgi tekur á móti gestum I
kvöld á heimili Viglundar bróður
sins að Stigahlíð 79 Rvik.
Fimmtugur:
Jón Aðal-
steinn Jónasson
I dag fyllir fimmta áratuginn
Jót\ Aðalsteinn Jónasson kaup-
maður í verzluninni Sportval og
núverandi formaður Knatt-
spyrnufélagsins Víkings.
Hinir mörgu vinir og samherjar
vilja í dag færa þessum síunga og
glaða atorkumanni hugheilar
heillaóskir og kveðjur í þessu til-
efni.
Ekki skal æviþráður hans hing-
að til rakinn hér nema að litlu
leyti, en hann er fæddur í Hafnar-
firði og ólst þar upp í stórum og
myndarlegum systkinahópi. Fram
til tvitugsaldurs dvaldi Jón Aðal-
steinn í Firðinum og undi sér þar
vel við leik og störf, þvi snemma
var hann kappsamur og kjarkmik-
Ávarp flutt 1 afmælishófi 1 sumar-
bústað sonar hans og tengdadótt-
ur við Sigluvfk.
Það er undarlegur ávani
margra manna að setja út á alla
hluti. Ég hef verið að reyna að
finna einhvern galla á þessum
fagnaði hér í kvöld, en ekki
fundið nema einn, en hann er líka
stór í mínum augum. Gallinn er sá
að tilgangslaust er að slá í glas sitt
fyrir þann, sem hyggst mæla fyrir
minni afmælisbarnsins. Plastglös-
um fylgir enginn hljómur. Má því
búast við að færri ræður verði
fluttar hér en annars hefði orðið.
— Ég hlýt að biðja afsökunar á
þvi, að ég skuli standa hér á fætur
til ræðu — ekki flutnings, ekki
vegna þess að vel sé ekki við hæfi
að mælt sé fyrir minni afmælis-
barnsins, heldur vegna þess að
þetta er í fyrsta skipti sem ég flyt
afmælisræðu. Má því búast við að
eitthvað fari úrskeiðis hjá mér.
Það er nefnilega ólikt meiri vandi
að halda afmælisræðu en til dæm-
ís líkræðu. Upp á dauðan mann
má ljúga svo miklu hóli sem hann
lystir — þá eru allir góðir. —
Þetta er ekki hægt í afmælisræðu.
Það sem verður mér til bjargar, ef
um björgun verður að ræða, er
ill, iðkaði m.a. mikið frjálsar
íþróttir og knattspyrnu á vegum
F.H.
Eftir að hann fluttist til Reykja-
víkur bættist Knattspyrnu-
félaginu Víkingi góður starfs-
kraftur, en í það félag gekk hann
og gat sér þegar hinn bezta orð-
stýr sem dugandi leikmaður og
góður félagi. Fyrir tæpum fjórum
árum hófst svo sá merki kafli, er
enn stendur yfir í lífssögu beggja,
Jóns Aðalsteins og Vikings, er
hann tók að sér formennsku í
aðalstjórn félagsins. Það sæti hef-
ir Jón Aðalsteinn skipað síðan
með hinum mesta sóma, reynzt
atorkusamur og ráðsnjall formað-
ur og leiðtogi, stofnað þrjár nýjar
það að tæpast er hægt að segja
það hól um Tryggva Hjálmarsson,
að hann eigi það ekki skilið.
Ég hef kynnst mörgum bóngóð-
um mönnum, en engum sem
kemst í hálfkvisti við Tryggva
hvað það snertir. Það er ekki
einasta að hann sé boðinn og bú-
inn að leysa hvers manns vanda,
ef það er á hans valdi, heldur er
eins og hann hafi sjötta skiln-
ingarvitið og finni á sér ef ein-
hver þarf einhvers við, enda þótt
honum hafi ekki veið gefið það til
kynna á nokkurn hátt. Verður þá
illa komist hjá að þiggja greiðann,
jafnvel þótt greiðviknin sé honum
sjálfum til baga.
1 þessu sambandi dettur mér í
hug ofurlítil saga af Tryggva, sem
ég komst að fyrir tilviljun. Eitt
sinn er ég kom á heimili hans í
Ólafsfirði, sá ég sveinsstykkið
hans, sem er einhver fegursti
gripur sem ég hef séð. Þetta er
eins konar skatthol, sem breytist i
skrifborð sé lokið lagt niður. Það
vakti athygli mína að á lokinu
voru engar lamir. Ég spurði
Tryggva hverju það sætti. 1 fyrstu
svaraði hann litlu til, og drap tal-
inu á dreif. Ég fór þá að athuga
þetta nánar. Sá ég þá för eftir
skrúfur, sem lamirnar höfðu
íþróttadeildir innan félagsins,
auk þess sem stutt hefir verið vel
við bakið á hinum þremur eldri
íþróttadeildum er fyrir voru. Þá
hefur hann auk íþróttanna einnig
lagt mjög aukna áherzlu á félags-
starfið í heild og hið mikla gildi
verið festar með. Lét ég þá hvorki
laust né fast, en vildi fá að vita
hvers vegna hann hefði skrúfað
lamirnar af. Segir hann mér þá,
að þessa gerð lama sé ekki hægt
að fá f verslunum. Hafi hann því
teiknað þær og fengið til þess
mann, er vann hjá Héðni, að
smíða þær fyrir sig. Skömmu
síðar kom kunningi Tryggva til
hans og bað hann að lána sér
lamirnar í nokkra daga. Hafði sá
smiðað svipaðan hlut og Tryggvi.
Átti hann að vera sveinsstykki
þessa manns. Taldi hann að ekki
væri nægur timi til að fá lamirnar
smíðaðar, áður en sveinsstykkið
yrði dæmt. Skrúfaði þá Tryggvi
orðalaust lamirnar af skattholinu
þess til þroska og betra mannlífs.
Jón Aðalsteinn er maður at-
hafna og framkvæmda, en er þó
um leið gagnrýninn og glöggur og
vill skoða hvert mál vandlega frá
öllum hliðum áður en til fram-
kvæmda er stofnað eða áríðandi
ákvarðanir teknar. I meðbyr og
mótlæti er hann ætíð sami trausti
félaginn, en ekki skal því þó neit-
að, að þegar Víkingur keppir og
sigur er í höfn geti brosið og
bráin orðið ögn léttari og bjartari.
Víkingar geta því ekki fært hon-
um betri afmælisgjöf en að
standa sig ætið vel og drengilega i
hverjum leik og starfi fyrir félag-
ið. Vonandi endist honum sjálfum
lengi heilsa og aldur til þess að
vinna að sínum mörgu áhuga og
framfaramálum.
Árið 1963 stofnsetti Jón Aðal-
steinn verzlunina Sportval á
Laugav. 116. Hefir þessi verzlun
stöðugt notið vaxandi sölu og vin-
sælda og er nú stærsta sportvöru-
verzlun landsins, þekkt að vönd-
uðum vörum og góðri þjónustu,
enda má fullyrða að eigandinn
sínu og fékk manninum. Síðan
hefur hann ekki séð þær. Hvort
hann hefur gengið eftir þeim, veit
ég ekki, en ekki finnst mér það
trúlegt. En furðulegt þykir mér
að manntegund lík þeirri, sem
hér er frá sagt, skuli vera til. Nú
vil ég spyrja ykkur, sem hér eru
innandyra, hvort þið þekkið nokk-
urn, sem brugðist hefði við slikri
hrekkvísi á sama hátt og Tryggvi
Hjálmarsson? Ég hef ekki trú á
þvi.
Mörgu góðu hefur Tryggvi
vikið mér um dagana, en ég held
að mér hafi komið best þegar
hann gaf mér bekkja-hóruna, sem
svo er nefnd. Þessi gripur hafði
að vísu verið lengi í notkun hjá
Tryggva en hann hafði farið um
hana mjúkum höndum, svo sem
var hans von og visa. Hún var eins
og nýsmíði. Þessum þarfagrip,
þessu áhaldi, þótt kynleg sé nafn-
giftin, hafði ég ekki kynnst áður.
En oft getur bekkjahóran verið
ómissandi við smíðar.
Ekki er hægt að ræða svo um
Tryggva Hjálmarsson að hans sé
ekki minnst sem vinnufélaga. Ég
hef unnið með mörgum smiðum
og mörgum ágætum verkmönn-
um, en enginn kemst hvað ár-
vekni áhrærir með tærnar þar
sem Tryggvi hefur hælana. Og
ósérhlífni Tryggva er viðbrugðið.
Hann er ekki alls kostar ánægður
fái hann ekki að vinna erfiðustu
verkin. Ef eitthvað þarf að sækja,
eitthvað að sendast, finnst honum
hafi ætíð kappkostað með inn-
kaupaferðum og öðrum tiltækum
leiðum að hafa á boðstólum góðar
og vandaðar vörur. Hann staðnar
ekki á þessu sviði frekar en öðr-
um og er ætíð reiðubúinn að
reyna nýjungar í vörum og þjón-
ustu er til bóta horfa. Jón Aðal-
steinn hefir hafizt af sjálfum sér
og sínum hæfileikum, honum hef-
ir aldrei verið rétt upp í hendurn-
ar.
í skoðunum sínum er Jón Aðal-
steinn jafnan öfgalaus og hrein-
skiptinn, enginn hentistefnumað-
ur, en málsnjall er hann og þjóð-
legur og geta má þess hér, að fáa
hefi ég heyrt tala af meira raun-
sæi og skilningi um utanríkismál
e'n hann, en það er önnur og
lengri saga.
Á þessum tímamótum sendum
við Víkingar einnig hans ágætu
eiginkonu, frú Margréti Sveins-
dóttur, okkar beztu kveðjur og
þakkir fyrir fórnfýsi hennar og
elskuleg kynni.
Lifðu heill Jón Aðalsteinn.
Agnar Ludvigsson
sjálfsagt að hann fari, enda þótt
hann sé kannski elstur allra I
vinnuhópnum. Um vandvirkni
hans og smekkvfsi þarf ekki að
fjölyrða. Þessi sumarbústaður,
sem hann hefur teiknaö og byggt,
sannar best að um hann hefur
ekki vélt neinn hversdags-
klambrari.
Fjölmargt annað má telja
Tryggva Hjálmarssyni til ágætis,
svo sem hans ljúfu kynni og léttu'
lund, sem aldrei breytist á hverju
sem gengur. En hér skal látið
staðar numið.
Þó detta mér I hug ummæli,
sem vinnuveitandi Tryggva hafði
um hann, en hjá þessum manni
hafði Tryggvi unnið mörg ár í
Reykjavík. En ummælin voru á þá
leið, að heldur vildi hann hafa
Tryggva einan með sér í vinnu en
þrjá aðra. Þessi ummæli segja
sína sögu. Þeim sem ekki hafa
unnið með Tryggva Hjálmarssyni
finnast þessi ummæli ef til vill
óraunhæf, en þau eru rétt samt
sem áður.
Enda þótt ég telji Tryggva
Hjálmarsson einn ’ ágætastan
manna, sem ég hef kynnst, þá er
fjarri mér að telja hann gallalaus-
an. Það væri skrum. Enginn er
gallalaus. Indriði á Fjalli segir:
Allir hafa einhvern brest,
öllum fylgir galli;
öllum getur yfirsést,
-ug einnig þeim á FJalli.
Framhald á bls. 29
Tryggvi Hjálmarsson, Ólafs-
firði, sjötugur, 17. ágúst