Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1976 Sama heymagn 1975 og 1974: Fóðurgildi 40 milljón fóðureiningum minna Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) hefur nýlega flutt tillögu til þingsályktunar um að ríkisvaldið greiði fyrir og stuðli að frekari votheysverkun, sem hann telur að muni stuðla að milljarða króna sparnaði í minni kjarnfóðurnotk- un. Hér fer á eftir ræða hans, er hann mælti fyrir tillögunni. VOTHEYSVERKUN Á s.l. sumri var mikil óþurrka- tíð um mikinn hluta landsins. Tal- að er um óvenjulegt óþurrkasum- ar og svo var og um sumarið 1975. Þetta minnir áþreifanlega á, hve bændur eru almennt háðir veður- fari um heyöflun. Þó mætti ætla að í allri þeirri tækniþróun, sem gengið hefur yfir landbúnað á sfð- ari árum stæðu bændur betur að vigi í þessu efni en áður var. En það virðist síður en svo. Fjárhags- leg skakkaföll bænda af völdum óþurrka gerast nú stórum alvar- legri en áður var, þar sem nú er svo miklu kostað til áburðar og heyvinnslutækja. Er því ekki að ófyrirsynju að talað er um, hvern- ig bæta megi bændum tjón, sem þeir verða fyrir f óþurrkasumr- um. En mest er um vert að forða frá tjóni með þvf að gera fóðuröfl- unina óháðari veðurfarinu. Nú eiga ekki allir bændur landsins sammerkt í þessu efni. Um langt árabil hafa sumir bænd- ur verið svo óháðir veðurfarinu sem verða má. öll eða nær öll heyverkun þeirra hefur verið í vothey. Þeir bændur, sem beitt hafa þessari heyverkunaraðferð alfarið eru samt allt of fáir. Þeir teljast frekar til undantekningar þegar litið er á bændastétt lands- ins í heild. Þó eru þess dæmi, að allir bændur í heilum byggðarlög- um verka hey sfn í vothey svo sem t.d. f Strandasýslu og á Ingjalds- sandi í Vestur-Isafjarðarsýslu. _______SKAPAR ÖRYGGl__________ Með votheysverkun fá bændur öryggi svo sem frekast er unnt gegn duttlungum tíðarfarsins. Votheysverkun tryggir fóðuröfl- unina f óþurrkatíð og votheys- verkun firrir bændur áföllum og fjárhagstjóni, sem þeir verða fyr- ir í óþurrkasumrum, sem ekki hagnýta þessa aðferð. En votheysverkun er ekkert neyðarúrræði til að mæta óþurrk- um, þvert á móti. Auk öryggisins, sem þessi heyverkun veitir um fóðuröflunina fylgja aðrir hinir mikilvægustu kostir. TRYGGIR FÓÐURGILDIÐ Votheysverkun tryggir fóður- gildi heyfengsins, hvað sem liður tíðarfarinu. Þroskastig gróðurs er afgerandi fyrir nærangargildið í grasinu og þá að sjálfsögðu í vot- heyinu. Eftir þvf sem jurtin þroskast verður trénið meira og fóðurgildið minna. Við votheys- gerð þarf ekki að bíða þurrks til að slá þar til grasið er úr sér vaxið. En mikilvægi þess fyrir fóðurgildið verður ekki ofmetið. Og ekki er hætta á því að slegið gras hrekist og missi þannig fóðurgildi sitt, því að hey er hirt f vothey um leið og það er slegið. Með votheysverkun komast bænd- ur hjá notkun fóðurbætis til að bæta hið lélega fóðurgildi, sem fylgir úr sér vöxnu og hröktu þurrheyi vegna óþurrka. Er hér um stórkostlegan fjárhagslegan hagnað fyrir bændur að ræða svo mjög sem fóðurbætiskaupin vega mikið í útgjöldum búsins, þegar byggt er á þurrheysverkun. Auk þess ber og að hafa f huga hina miklu gjaldeyrisnotkun, sem inn- flutningi fóðurbætis fylgir og þjóðhagslegan óhag þess. ÆÐRULEYSI OG ________ÞRAUTSEIGJA__________ Búnaðarmáiastjóri má bezt um þetta vita. I yfirliti sfnu um land- búnaðinn árið 1975, sem birtist f dagblaðinu Tfmanum 8 jan. s.l. segir hann um afleiðingar óþurrkasumarsins 1975, sem hér segir: „Þótt heymagn landsmanna muni vera svipað eða aðeins lítið minna en 1974 þá er fóðurgildi þess gróft reiknað um 40 millj. fóðureininga minna nú. Jafngild- ir það um 40 þús. smálestum af kjarnfóðri, að verómæti um 1.5 milljarð króna. Þrátt fyrir þetta stórfellda tjón hef ég engan bónda hitt, sem ber sér vegna þess, heldur ætla þeir að taka afleiðingum með sinni venjulegu þrautseigju. Sumpart verður þetta gert með aukinni kjarn- fóðurgjöf en einnig mun hin lélegu hey draga mjög úr fram- leiðslunni." Þessi ummæli búnaðarmála- stjóra eru mikið umhugsunarefni. I fyrsta lagi sýna þau glöggt skaða bænda og þjóðhagslegt tjón, sem fram kemur í lélegu fóðurgildi þurrheys i óþurrkasumrum. I öðru lagi virðist koma fram í þessu tali aðdáun á viðbrögðum bænda við þessu ástandi. Þeir æðrast ekki og ætla að sýna sfna venjulegu þrautseigju segir búnaðarmálastjóri. Þeir kaupa bara meira kjarnfóður og fram- leiða minna. Þetta er að vísu að- eins sagt um árið 1975, en þetta endurtekur sig í ár og endurtekur sig f öllum óþurrkasumrum. Það sem gildir fyrir bændur er að forða þessum vanda, koma í veg fyrir hann. Aðdáanlegir eðliskost- ir íslenskra bænda hagnýtast bet- ur með því að þeir beini æðru- leysi sínu og þrautseigju til þess að breyta um heyskaparaðferðir, til þess að gera sig óháðari höfuð- skepnunum heldur en að berjast vonlausri baráttu við máttarvöld- in. MINNI VÉLAKOSTUR Þá krefst votheysverkun miklu minni vélakosts en þurrheysverk- un. Hér munar svo miklu, að það mun láta nærri að um a.m.k. helmings mismun sé að ræða. Þetta varðar ekki litlu máli, þegar hafður er í huga hinn mikli véla- kostur, sem fylgir nútfma bú- tækni. Hér er þá ekki einungis um að ræða, að votheysverkun fylgi miklu minni stofnkostnaður vegna tækjakaupa heldur og miklu minni rekstrarkostnaður véla. Kostnaður verður minni vegna aðkeyptrar viðgerðar- vinnu, varahluta, benzíns, dfesel- oiíu o.fl., sem akstri slíkra véla fylgir. Er hér um að ræða atriði, sem hafa veruleg áhrif á fram- leiðslukostnað landbúnaðarvara. BETRI MEÐ- FERÐ TlMA Enn kemur til sá kostur vot- heysverkunar, sem eigi varðar litlu. Þurrheysverkun fylgir Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti efri deildar Alþingis. miklu meiri umferð um túnin, auk þess sem galtar sitja tfmun- um saman á túnunum og valda skemmdum. Það er auðvelt að stórspilla gróðri með mikilli um- ferð. Á undanförnum árum hafa verið gerðar tilraunir til að fá úr því skorið, hvaða áhrif mikil þjöppun hefur á uppskeruna. Til- raunir á Sámsstöðum hafa gefið til kynna, að tún með eðlilegri umferð, sem svo er kallað, gefi H meiri uppskeru en tún með mik- illi umferð. Tilraunir á Tilrauna- stöðinni á Akureyri benda í sömu átt. Þetta sýnir ótvírætt, hver hag- ur fylgir votheysverkun, einnig f þessu tilliti. HOLLUSTA FYRIR MENN OG BUPENING Ég skal ekki gerast fjölorðari um heyöflunina við votheysverk- un en aðeins taka fram til viðbót- ar að hún krefst minni vinnu en þurrheysverkun. Vinnuaflsþörf votheysverkunar er fremur lítil en stöðug og fóðuröflunin er ein- falt verk og að mestu fyrir fram afmarkað á tfma og fyrirhöfn. Er þá gert ráð fyrir að bændur sér- hæfi sig og aðstöðu sína í véla- kosti og byggingu votheysverkun- ar. Þegar svo er búið er leið fóðursins og greið frá túni og fram á jötu. Þá er lfka ekki ein- ungis búpeningi tryggt hollt fóð- ur heldur og þeir menn, sem vinna við fóðrunina firrtir óholl- ustu þeirri, sem fylgir þurrheys- fóðrun. Bægt er frá atvinnusjúk- dómi þeim sem herjað hefur fs- lenska bændur, heymæðinni. FORDÆMI STRANDAMANNA Það sem ég hef hér sagt er byggt á reynslu þeirra bænda, sem um árabil hafa verkað allan eða meginhluta heyfengsins f vot- hey, jafnt f þurrkatíð sem ó- þurrkatíð. Það mætti því halda, að fslenskir bændur byggðu fóðuröflun sína að miklu leyti eða mestu leyti á votheysverkun. En því er nú ekki að heilsa síður en svo. Það er ekki nema lítill hluti af heyfeng bænda, sem er verkað- ur í vothey. Þannig nam vothey árið 1973 aðeins 7.5% af heildar- heyfengnum miðað við fóðurein- ingar, árið 1974 6.8% og árið 1975 8.4%. En nú eiga ekki allir bænd- ur sammerkt í þessu efni eins og ég áður sagði. Árið 1975 verkuðu t.d. bændur í Strandasýslu 57% af heyfengnum sem vothey. Mest var votheysverkunin í Fells- hreppi 92% og þar næst f Kirkju- bólshreppi 86%. ALLIR GETA GERT VOTHEY Það er rannsóknarefni út af fyr- ir sig, hvernig stendur á því, að íslenskir bændur hafi ekki al- mennt notfært sér reynsluna af votheysverkun og lagt meiri áherslu á hana en raun ber vitni, jafnframsæknir sem þeir hafa verið í öðrum greinum búskapar- hátta. Ut f það skal ekki farið. En í þessu sambandi skal þó haft í huga, að votheysverkun er ekki skilyrðislaust öruggasta, ódýrasta og fyrirhafnarminnsta hey- öflunaraðferðin. Til þess að svo megi verða þarf nægar, haganleg- ar votheysgeymslur, réttan tækja- búnað og rétta meðhöndlun. Það stoðr ekki fyrir bændur að grfpa til votheysgerðar við ófullkomnar aðstæður, þegar í óefni er komið. Ur sér vaxið og hrakið hey getur aldrei orðið gott fóður. Það geng- ur ekki að grípa til votheysverk- unar, sem neyðarúrræðis f óþurrkatíð. Haft er eftir einum Strandamanni: „Allir geta gert vothey, ef þeir eru ekki að hugsa um þurrhey." TREGÐULÖGMALIÐ Svo furðulegt sem það má vera, þá virðist, að mistök fyrir hálfkák í votheysgerð hafi mótað frekar almennt viðhorf til þessarar hey- verkunaraðferðar en árangur þeirra sem alfarið hafa haldið sag við votheysverkun. Tregðulög- málið um að taka upp bætta búskaparháetti hefur hér reynst svo sterkt að jafnvel hefur verið neitað staðreyndum um gildi þessarar heyverkunaraðferðar. Þetta er nú að breytast. Menn neita ekki lengur staðreyndum. Eru því varnargarðar fordóm- anna að bresta í þessum efnum. Andspyrnan gegn votheysverkun hefur nú hörfað í síðasta vfgið. Er nú alvarlegt mál í senn orðið skoplegt. Það nýjast er, að hinn góði árangur Strandamanna af vot- heysverkun eigi að vera til- kominn af því að þar sé gras annarrar gerðar en annars staðar. Hvað þá um Ingjaldssand? Hvað þá um einstaka bændur víðsvegar um land, sem hafa sömu reynslu og árangur af votheysgerð sem Strandamenn? Hvað þá t.d. um Norðmenn, sem verka I mörgum héruðum 80% síns heyfengs I vot- hey? Hvað er nú þetta? Skyldu Rómverjar til forna kannski hafa fengið gras frá Ströndum til vot- heysverkunar? Þingsályktunartillaga sú, sem Jafngilti 40 þús. smálestum af kjarnfóðri að verðmæti 1,5 milljarðar kr. — Ræða Þorvalds Garðars Kristjánssonar á Alþingi um votheysverkun ég hef lagt fram á þskj. nr. 10 og hér er til umræðu felur f sér, að rfkisstjórnin láti gera ráðstafanir til að stuðla að almennari votheys- verkun en nú er. I fyrsta lagi skal þetta gert með því að kynna bændum reynslu þeirra, sem um árabil hafa byggt heyöflun sfna að öllu eða mestu leyti á votheysverkun. Bændur sem ekki hafa horfið að votheys- verkun þurfa ekki að þreifa sig áfram eða renna blint í sjóinn. Þeir geta fræðst um þessi efni hjá þeim bændum, sem hafa kunn- áttu og reynslu. Þarf að vinna skipulega að þessu sérstaka verk- efni svo sem með útgáfu upplýs- inga, kynningarferðum bænda og með alhliða aðstoð ráðunauta þeirra og sérfræðinga. Þá gerir þingsályktunartillaga þessi ráð fyrir að hærri stofnlán verði veitt til byggingar votheys- hlaðna en þurrheyshlaðna. Nú er þessu þveröfugt farið. Lán út á votheyshlöður nema 50% af mats- verði en 55% af matsverði þurr- heyshlaðna. Auk þess kemur til styrkur til súgþurrkunarkerfis við þurrheyshlöður. Tillagan ger- ir ráð fyrir hærri lánum til vot- heyshlaða. Auk þess kemur og að sjálfsögðu til greina að veita meiri óafturkræf framlög til vot- heyshlaðna en nú er gert til að greiða fyrir þeirri þróun, sem svo árfðandi er að verði. Ennfremur er lagt til að sérstök stofnlán verði veitt til að breyta þurrheyshlöðum f votheyshlöður. Slíkt hefur mikla þýðingu. I mörgum tilfellum er hægt að breyta hlöðum, sem upphaflega voru gerðar fyrir þurrheysverkun svo að f þeim megi verka vothey. En slikar breytingar kosta fjár- magn og því er gert ráð fyrir sérstökum stofnlánum til að gera bændum slíkar breytingar auð- veldari. MALIÐ er ljóst Þessi tillaga er ekki um, að sett verði á fót nefnd til að athuga málið. Tillagan byggir á þeirri forsendu, að málið liggi nógu ljóst fyrir til stefnumörkunar á þann veg, sem lagt er til. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr rannsókn- um. Almennar rannsóknir á hey- verkunaraðferðum eru sjálf- sagðar og eru raunar stöðugt verkefni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. En slfk starfsemi má ekki koma í veg fyrir eða tefja eðlileg viðbrögð við reynslu, sem þegar liggur fyrir. MIKILVÆGT FYRIR ÞJÓÐARBUSKAPINN Þingsályktunartillaga þessi ger- ir ráð fyrir, að rfkisstjórninna sé falið að gera þær ráðstafanir sem þarf til að stuðla að almennari votheysverkun sem nú er. Hér er ekki einungis um að ræða aðgerð- ir til að firra bændur áföllum og tjóni, sem eru samfara óþurrka- sumrum. Hér er um að tefla mál, sem hefur mikla þjóðhagslega þýðingu. Það varðar ekki litlu fyrir þjóðarbúskapinn að fóður- öflun landbúnaðarins geti orðið hagkvæmari og ódýrari en nú er. ALÞINGI FIRRT ÁMÆLI Hér er um mál að ræða, sem ekki þolir bið. Svo mikið er f húfi. Aldrei hefur verið meiri skilning- ur á málinu en einmitt nú. Ætla mætti að forusta landbúnaðarins léti málið til sín taka og fylgdi þvf eftir. Sjást þess raunar nokkur merki. Þannig segir um þetta mál í ágætri forystugrein í blaði land- búnaðarráðherra Tfmanum 26. sept. s.l.: „Sannast að segja er ekki ámælislaust, hversu treglega hefur gengið að útbreiða votheys- verkun i landinu og þá fyrst og fremst f þeim héruðum þar sem allir vita að votviðrin geta hvaða sumar sem er verið eins og sverð yfir höfði manna. Tvö síðustu sumur ættu að vera öUum nægi- leg áminning um, að við svo búið má ekki standa.“ Ég vænti þess, að hv. Alþingi afgreiði þessa þingsályktunartil- lögu með skjótum og jákvæðum hætti þannig að stefnumörkun sú sem tillagan gerir ráð fyrir að minnsta kosti Alþingi firri ámæli fyrrr aðgerðarleysi f þessum efnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.