Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
7
Þáttur skóla-
kerfis og
fjölmiðla
í áfengis-
vörnum
Sigurlaug Bjamadóttir
og fimm aðir þingmenn
(úr öllum þingflokkum)
hafa flutt svohljóðandi til-
lögu til þingsályktunar um
fræðslu og þitt fjölmiSla I
þágu áfengisvarna:
Alþingi ályktar að brýn
þörf sé markvissra
aðgerSa I þágu áfengis-
vama I landinu. Sérstak-
lega beri a8 leggja rækt
viS hvers konar fyrir-
byggjandi fræðslu- og
upplýsingastarf.
í þvl skyni skorar Al-
þingi á rikisstjórnina að
beita sér fyrir:
1. Að hraðað verði sem
>ostur er skipulagningu
og undirbúningi Skóla-
rannsókna rfkisins á
áfengisf ræðslu I öllum
skólum landsins og endur-
skoðun á reglugerð um
sllka fræðslu.
2. Að fjölmiðlar. og þá
einkum sjónvarpið, verði
nýttir með skipulegum
hætti I þessu skyni.
Þannig verði reglulega
teknir upp I dagskrá sjón-
varpsins fræðslu- og
skemmtiþættir I samráði
við áfengisvamaráð og
aðra þá aðila. sem vinna
að bindindisstarfi og
áf engisvörnum.
Lagaskylda
skólanna
í greinargerð segir m.a.:
„í gildandi áfengislög-
um 31. gr., eru skýr
ákvæði um áfengis-
fræðslu I öllum íslenskum
skólum, er opinbers
styrks njóta Væri þeim
ákvæðum framfylgt I
raun, þyrftum við ekki að
hafa áhyggjur af þessari
hlið málsins. En því miður
hefur framkvæmdin á
þessari lagagrein, eins og
á við um mörg önnur
ágæt lagaákvæði, orðið
margfalt ófullkomnari en
skyldi, þrátt fyrir góðan
vilja og skilning margra
skólamanna á mikilvægi
þessa máls. Áfengis-
fræðsla er viðkvæm og
vandmeðfarin og getur
gert meiri skaða en gagn,
sé ekki rétt á haldið.
Undanfarin ár hefur
farið fram á vegum Skóla-
rannsókna ríkisins undir-
búningur að skipulegri
fræðslu um áfengismál I
skólum landsins. Ei
ætlunin að fella þá
fræðslu inn ! námsefni i
samfélagsfræði annars
vegar og Ifffræði hins
vegar. Ný handbók I
áfengisfræðslu, ætluð
kennurum, mun nú um
það bil fullbúin til útgáfu,
en margt er enn ógert
varðandi þennan undir-
búning, svo að full ástæða
er til að knýja á um að
honum verði hraðað eftir
föngum. Jafnframt er
nauðsynlegt að endur-
skoða núgildandi reglu-
gerð um bindindisfræðslu
með tilliti til nýrra upplýs-
inga um þessi mál nýrra
kennsluhátta og nýrrar
kennslutækni. Frá þeim
tíma, er þessi reglugerð
var samin — árið 1956,
hafa orðið ýmsar ger-
breytingar I þjóðfélagi
okkar, sem nauðsynlegt
er að taka mið af. Þá
varðar og miklu, að sér-
staklega sé hugað að
þessum fræðsluþætti I
menntun kennaraefna í
Kennaraháskóla íslands."
Þáttur ríkis-
fjölmiðla
Þá segir ennfremur i
greinargerðinni:
„í öðrum þætti tillög-
unnar er farið fram á
aukið liðsinni fjölmiðla I
baráttunni gegn áfengis-
bölinu. Er þar sérstaklega
bent á sjónvarpið, sem
vafalaust er hvað áhrifa-
mesta tækið, sem við höf-
um yfir að ráða til að ná
athygli fólks á öllum aldri.
Hljóðvarpið hefur þegar
um alllangt skeið haldið
uppi ágætum þáttum um
áfengismál, og ber að
virða þá góðu viðleitni,
sem líklega er þó fremur
að þakka áhuga einstakra
starfsmanna útvarpsins
heldur en stefnumótandi
ákvörðun stofnunarinnar
sem slíkrar. Nefndin, sem
áður var getið, bendir
réttilega á, að mikið væri
unnið ef hægt væri að
svipta hinum falska
dýrðarljóma af áfenginu
með markvissri fræðslu
og áróðri i fjölmiðlum —
dagblöðum og útvarpi.
Athyglisverðar fréttir
um áfengismál af innlend-
um og erlendum vett-
vangi f fréttatfmum sjón-
varps, auk sérstakra um-
ræðuþátta, t.d. f Kastljósi,
sem vel væri vandað til,
gætu tvfmælalaust orðið
hér að liði. Þá væri og
eðlilegt og sjálfsagt, að
um þessi efni væri f jallað í
fþróttaþáttum fjölmiðla
og áhersla lögð á, að
áfengi og íþróttir fara ekki
saman.
Rfkisfjölmiðlum ber tvf-
mælalaus siðferðileg
skylda til að sinna þessum
málum af meiri alvöru en
hingað til, svo drjúg tekju-
lind sem ágóði af áfengis-
sölu er fslenska rfkinu. Sá
ágóði er þó að stórum
hluta blekking ein, og
enginn vafi er á, að aukin
bindindissemi þjóðarinnar
og minnkandi áfengis-
neysla mundi skila marg-
földum arði f betra og
heilbrigðara þjóðlffi."
Hvaóa Philishave,
sem er, rakar skeggið
velafþér
Hraðari og betri rakstur. Það er
kostur nýja Philishave 90-Super 12,kerfis
ins. Teldu hnífana í gömlu Philips rak-
vélinni, þeir eru 18. Nýja
Philishave 90-Super 12,hefur 36
hnífa.Auk þess hefur þrýstingur
sjálfbrýnandi rakhnífanna á
rakhausinn.verið aukinn.
Árangurinn er hraðari og betri
rakstur en áður. Öll hár hverfa á
svipstundu.Finndu bara muninn
Löng og stutt hár i sömu stroku. Nýja
Fhilishave 90-Super 12,kerfið hefur
auðvitað hina þrautreyndu hringlaga
rakhausa með 270 rakraufum (90 á
hverjum haus). Árangurinn lætur ekki
á sér standa: Löng og stutt hár hverfa i
sömu stroku og rakhausarnir haldast
eins og nýir árum saman.
PHILIPS
Finndu muninn.
Philishave 90-Super 12,er
rennileg og nýtískuleg.
Hún fer vel I hendi og er
þægileg i notkun. Rak-
flöturinn hallast ögn, til
aukinna þæginda.
Reyndu
Philishave
12,og þú velur Philishave.
1121 — Stillanleg rak-
(sem hentar hverri
Bartskeri og
rofi. Auðvitað
gormasnúra og vönduð
gjafaaskja.
þjónusta tryggir
yðar hag. Pilips kann tökin á
tækninni.
Nýja
Nýja Philishave
90Super 12
3x12 hnifa kerfið.
Skeggrót þín er sérstök, hver húð hefur sin
einkenni. Þess vegna hefur nýja Philishave 90-
Super 12,dýptarstillingu. Handhægur rennistillir
velur réttu stillinguna.sem
best hentar þinni húð og
skeggrót. Veldu 1—9 og
ein þeirra hentar þér.
Þess vegna velur þú líka PhTITsIiave
Eitt handtak og bartskerinn
af stað. Snyrtir barta
'^og skeggtoppa
á augabragði.
y H 0RÐSENDING til bifr.eigenda
GM — FORD — Chrysler „Hl-Jackers" loftpúðahöggdeyf- ar m/slöngum fyrirliggjandi.
- | j Verð pr. sett (2) Kr. 19.778 - sölugjald innifalið. Verð á sama kr.20.000,- innsett á staðnum.
J.Sveinsson&Co.,
n Hverfisgötu 116. Sími 15171.
fV HÚSMÆDUR
©
Kryddkynning í dag fimmtudag
kl. 2 — 6 í versluninni Aðalstræti 9
Dröfn Farestveit leiðbeinir um notkun hinna
ýmsu kryddtegunda
VERIÐ
VELKOMIN
Matardeildin,
vjj/ Aðalstræti 9
CAMPBELL
snjókeðjurog
keðjuhlutar
Allt á sama staö
Laugavegi 118-Simi 22240
EGILL VILHJALMSSON HE
vio srl.jumHIvið sfi jumHIvið sei.i. v|^Bvn SFl JUM^BviO Sf l jum|H VIÐ SEt vio seljum|
Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak ; Kodak
VORUH VORUR VORUR VORUR VORUR VORUR VORUR
Skemmtileg
|^\#|| ll^^l Vöar eigin litmyndir
I yj vll l^j^ á sjálft jólakortið.
HANS PETERSEN HF
Bankastræti S: 20313 Glæsibæ S: 82590
|vio seljumU|vio seljum^Uvid seljum^Bvh) si i jum|H|vio seljum^^J við seljum]
r -^mmmmammm ....... MÉOitiinaii iua in *
Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak Kodak
VORUR VORUH VORUR |H^ VORUR VORUR VORUR VORUR