Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 Markús Örn Antonsson: Eiga sveitarfélög að annast dag- vistunarmál sjálf — en fá tekjustofna á móti? DAGVISTUNARMÁL urðu að umræðuefni á fundi borgarstjórn- ar 18. nóv. Markús örn Antonsson (S) vakti máls á efninu og sagði m.a. að veruleg hækkun þyrfti að koma á fjárveitingu rikisvaldsins til að halda dagvistunarmálum í horfinu í Reykjavfk og víðar um landið. Nú sem stendur skiptist byggingakostnaður við dagvistun- arstofnanir til helminga milli rik- is og sveitarfélaga. Ræddi Markús örn dagvastunarmál nokkuð en lagði síðan fram eftirfarandi til- lögu. „I fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1977 er gert ráð fyrir 85 milljón króna fjárveitingu ríkis- ins vegna stofnkostnaðar við dag- vistunarstofnanir á landinu öllu. Lögum samkvæmt á rikið að greiða helming stofnkostnaðar á móti sveitarfélögum eða öðrum þeim aðilum sem lög gera ráð fyrir að geti rekið slikar stofnan- ir. Hjá félagsmálaráði Reykjavik- urborgar hefur verið gerð áætlun um byggingu dagvistarstofnana á næsta ári i Ijósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja um brýnustu þarfir m.a. í barnflestu borgar- hverfunum eins og t.d. Breiðholti. Ljóst er að tillaga I fjárlagafrum- varpi um framlög ríkisins til þess- ara máia er ekki í neinu samræmi við ráðagerðir i sveitarfélög- unum. Því skorar borgarstjórn á Alþingi að taka þessi mál til gagn- gerrar endurskoðunar og hækka framlög til bygginga dagvistar- stofnana mjög verulega." Markús Örn varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort menn teldu kannski að sveitarfélög sæju sjálf að öllu leyti um dagvistunarmál en fengju tekjustofna til að afla fjár til þess. Sjálfur sagðist hann ekki sannfærður um að skiptingin sem nú væri hentaði best. Málið þyrfti að kanna til hlítar. Elin Pálma- dóttir (S) fagnaði tillögu Markús- ar Arnar og sagði að svo margar þyrftu dagvistunarstofnanir að vera, að allir sem kærðu sig um gætu fengið þar rúm fyrir börn sín a.m.k einhvern tíma dagsins. Sagði hún að eitt dagheimili kost- aði í dag heilar 90 milljónir og leikskóli 50 milljónir. Aætlaður kostnaður á barn á næsta ári inni á dagheimili verður líklega 36 þúsund á mánuði. Foreldrar greiða nú 12 þúsund en borgin 24 þúsund. 1 ár fara 225 milljónir í niðurgreiðslur og á næsta ári eru ætlaðar 293 milljónir i það. Fyrir mismuninn á niðurgreiðslum milli ára má byggja leikskóla og fyrir niðurgreiðslu næsta árs hefði mátt byggja tvö dagheimili og tvo leikskóla. Elin sagðist alls ekki vera að segja að niðurgreiðsl- ur mætti fella niður, hins vegar væri staðreyndin sú að því meira sem eytt væri í rekstur er minna hægt að veita í framkvæmdir. Gjaldendum f jölgar ekki og aukin skattabyrði kemur á sömu bökin. 1973 voru svo settar staðlaðar reglur um dagheimili og leikskóla þannig að útilokað er að finna gamalt hús og gera upp fyrir dag- heimili. Ekki dugar annað en „skreðarasaumað" heimili. I Breiðholt mun megnið af þeim fjármunum fara sem ætlað er til byggingar dagvistunarstofnana, sagði Elín að lokum. Páll Gislason (S) taldi að stefna bæri að því að sveitarfélögin tækju að sér ýmas- legt er varðaði einstaklinginn en til þess þyrfti tekjustofna. Þor- björn Broddason (Abl) sagði mjög erfitt fyrir fólk sem ynni úti að koma barni á dagvistunarstofn- un, það þyrfti alltaf sérstakar að- stæður til. Borgarstjóri Birgir Is- leifur Gunnarsson (S) vakti at- hygli á því að oft þyrfti ekki mik- ið til að stórar breytingar yrðu á reglugerðum og fjárveitingum. Verkið væri oft unnið af ágætum embættismönnum i ráðuneytum og væri hann ekki að gagnrýna þá heldur að stórar breytingar kæmu Markús örn Antonsson stundum til án þess að umræður yrðu um málið. Heldur væri bara sett strik yfir liðinn. Slíkt væri hæpið að gerast mætti á lýðræðis- þjóðfélagi sem okkar. Kristján Benediktsson (F) minnti á að til væri samstarfsnefnd borgarfull- trúa og alþingismanna og nú væri einiriitt tilefni að fylgja fram kominni tillögu eftir. Tillaga Markúsar Arnar Antonssonar var að lokum samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum. Breyting á gjaldskrá hafnarstjórnar „REYNA verður á hvort ráðu- flokki, óunnið járn, útgerðar- neytið muni ekki leyfa okkur að fullnýta þá samræmdu gjaldskrá sem ræður um land allt.“ Þannig fórust formanni hafnarstjórnar Ólafi B. Thors (S) orð á fundi borgarstjórnar 18. nóvember. Tilefnið var að hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum 11. nóv. breytingar á gjaldskrá og þjónustugjöldum Reykjavíkur- hafnar. Þar er gert ráð fyrir að 3., 4., 5., og 9. grein gjaldskrár- innar hækki um 25% en 16. grein gjaldskrárinnar breytist að nokkru. Þannig verður gjald kr. 220 fyrir hver 1000 kg á vöru sem flutt er I lausu máli og magn er yfir 500 tonn. í þessum flokki er t.d. fljótandi eldsneyti, laust korn, laust sement og sekkjaður áburður. I öðrum flokki eru vörur eins og ýmis þungavarningur sekkja-' vara, sem ekki er í fyrsta vörur, sjávar- og landbúnaðar- afurðir, iðnaðar- og bygginga- vörur og matvæli. Gjald í þess- um flokki verður kr. 550 fyrir hver 1000 kg. Þriðji flokkur inniheldur ýmsar vélar og tæki, húsbúnað, ýmsan hættulegan flutning og vörur sem ekki er hægt að flokka annars staðar eftir þyngd. Vörur sem flokkað- ar eru eftar rúmmáli hafa gjald- ið kr. 125.- pr. rúmmetra. Af aflaverði sem er í fimmta flokki greiðist 1 % og innheimtir kaupandi aflans gjaldið hjá seljanda og ber ábyrgð á greiðslu þess til hafnarsjóðs þó hann vanræki innheimtu þess. Lágmarksgjald i öllum flokkum er kr. 100. Verði hækkun á gjaldstofni fimmta flokks vöru- gjalds (aflaverðmæti) á gildis- tíma gjaldskrár, sem nemur 5% eða meira, skal sama hlutfalls- hækkun um leið taka gildi á gjaldflokkunum nr. 1—4. Magnús L. Sveinsson: Hjálpa þarf fólki úr leiguhús- næði í verkamannabústaði HUSNÆÐISMAL urðu tilefni nokkurra umræðna í borgarstjórn Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 18. nóvember. Voru menn ekki á eitt sáttir hvað skynsamlegast væri fyrir Reykjavikurborg að að- hafast á þvi sviði. Orsök umræðn- anna var að Björgvin Guðmunds- son (A) spurði hvernig Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, hefði gengið að leysa húsnæðis- vandamál þeirra, er sótt hefðu um íbúðir að undanförnu og á þessu ári? Ennfremur spurði borgar- fulltrúinn hversu margar um- sóknir lægju óafgreiddar? Vildi hann þar fá sundurlaðun leigu- íbúða og söluíbúða. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson (S) svaraði og sagði að frá 1. jan. 1976 Dagvistun í Breiðholti til umræðu í borgarstjórn BJÖRGVIN Guðmundsson (A) borgarfulltrúi spurði borgar- stjóra á borgarstjórnarfundi 18. nóvember hvernig gengið hefði að halda áætlun, að því er varðar byggingu dagvistunarstofnana — en áætlun þessi var gefin út 1974 og náði til sex ára. Ennfremur spurði Björgvin hve mörg börn væru á biðlistum dagvistunar- stofnana I Breiðholtshverfum? Borgarstjóri Birgir tsleifur Gunnarsson (S) svaraði fyrir- spurn borgarfulltrúans ítarlega og sagði í byrjun máls síns að áætlun þessi hefði fyrst og fremst verið til viðmiðunar og til að skapa betra yfarsýn yfir þau verk- efni sem fyrir lægju í Breiðholts- hverfum. Áætlunin var aldrei samþykkt í borgarstjórn. Fram- kvæmd áætlunarinnar hefur gengið hægar en upphaflega var gert ráð fyrir og á það rætur að rekja til almenns samdráttar í framkvæmdum borgarinnar, en unnið hefur verið eins og fjár- magn hefur gefist. Hvað dagvist- unarstofnanir snertir kemur í ljós við samanburð að uppbyggingu þessara stofnana hefur seinkað um tvö ár. I Breiðholti er gert ráð fyrir skóladagheimili, en fram- kvæmdir hafa ekki verið tímasett- ar þó i áætlun frá 1974 sé gert ráð fyrir þeim árið 1978. Á árunum 1977—1978 var gert ráð fyrir leik- skóla í Norður-Mjódd, en þar er nú gert ráð fyrir dagheimili og leikskóla undir sama þaki — en þess bar að geta að staðsetning hefur ekki farið fram en þess hefur þó verið óskað að tekið yrði tillit til þessa við skipulag. I Breiðholti II var reiknað með að framkvæmdir stæðu yfir við dag- heimili á árunum 1975—1976, og við ákvörðun á fjárhagsáætlun nú verður tekin ákvörðun hvort framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Nú er I byggingu leikskóli þarna og mun hann verða tilbú- inn í april á næsta ári. Skóladag- heimili hefur ekki verið timasett I Breiðholti II en í áætlun frá 1974 var reiknað með framkvæmdum þar 1978. Þá var gert ráð fyrir að árin 1977—1978 yrði byggð bygg- ing sem rúmaði bæði dagheimili og leikskóla. Hvort af þvf verður ræðst af fjárhagsáætlun þeirri sem nú er unnið að. I Breiðholti III ber fyrst að nefna dagheimili við Völvufell sem byggt var í sam- vinnu við Rauða Kross Islands. Á árunum 1977—78 er gert ráð fyrir greiðslum frá borginni til Rauða krossins. Dagheimili við Suður- hóla verður fullbúið til útboðs 1. des. n.k., framkvæmdir munu þvi fljótlega hefjast og áætlað er að dagheimilið verði fullgert fyrri hluta árs 1978. Ekki hefur enn verið tímasett bygging dagheimil- is við Rjúpufell, en byggður hefur verið leikskóli við Völvufell og tók hann til starfa 1973. I mars verður fullgerður leikskóli við Suðurhóla. 1 Breiðholti III er gert Framhald á bls. 31 Magnús L. Sveinsson til 15. nóv. hefðu borist 290 um- sóknir um leiguhúsnæði og af þvf væru 87 umsóknir frá ellilífeyris- þegum. Á sama tima er vitað um lausn á 100 umsóknum, þar af 19 frá ellilífeyrisþegum. Lausnirnar skiptust þannig að I borgarhús- næði fóru 39, í framleiguhúsnæði 29 og í annað 32. Umsóknir, sem nú eru fyrirliggjandi um leigu- ibúðir, eru 621, þar af 348 frá umsækjendum 16—67 ára og 273 67 ára og eldri. Umsóknir um söluíbúðir eru nú 233 en seldar ábúðir á árinu eru 30 og þar af fengu tveir eldri en 67 ára. Borg- arstjóri vakti athygli á þvi að fjöl- margar þessara umsókna um sölu- íbúðir væru skipti á íbúðum til stækkunar. Ennfremur væru mjög margar umsóknir óraunhæf- ar þar sem viðkomandi aðilar hefðu ekki ætíð fjárhagslegt bol- magn er á reyndi. Af þessu má sjá, sagði Birgir ísleifur, að hvergi nærri hefur tekist að leysa vanda allra sem til borgarannar hafa leitað. En þess bæri þó að geta að hið lága verð á leiguíbúð- um borgarinnar hefði í för með sér að lítil hreyfing væri á leigu- húsnæði sem borgin hefði umráð yfir. Verðlagsyfirvöld hefðu ekki leyft hækkun og væri húsaleiga hjá borginni langt undir markaðs- verði. Björgvin Guðmundsson sagði að sýnilega væri mikil þörf á byggingu leiguhúsnæðis á veg- um borgarinnar. Þetta væri því mjög mikilvægt sérstaklega með tilliti til ungs fólks og efnalítils. Myndarlegt átak væri því lausnin. Magnús L. Sveinsson (S) sagðist Framhald á bls. 31 Borgarendurskoð- andi kannar kaup á sjúkrarúmum ALFREÐ Þorsteinsson (F) vakti máls á borgarstjórnar- fundi 18. nóv. á kaupum á sjúkrarúmum fyrir Borgarspit- alann. Umræðan er til komin vegna athugasemda sem orðið hafa um kaupin. Málið er nú i könnun hjá borgarendurskoð- anda. Af þvi tilefni sagðist Al- freð ekki vilja viðhafa hér miklar umræður, og ennfremur vildi hann taka skýrt fram að athugasemdir sínar væru ekki gerðar vegna einhverrar per- sónulegrar óvildar i garð fram- kvæmdastjóra Borgarspítalans, heldur snerist málið um hvort hugsanlega væru óeðlileg við- skiptatengsl milli Borgarspítal- ans og fyrirtækisins Snorra hf. Ennfremur mætti spyrja hvort reglur ISR hefðu verið brotnar og hvort nóg aðhald væri i inn- kaupum til Borgarspitalans. Umrædd rúm sem lagt er til að keypt verði eru þó nokkru dýrari en þau sem næst koma. En í ljós hefur komið að mikið af rúmum sömu tegundar hafa verið keypt hingað til lands og eru notuð í hinum ýmsu sjúkra- stofnunum. Þessi rúm eru sænsk. Hin rúmin sem til greina koma eru hollenzk. Sem fyrr segir er málið nú i athugun hjá borgarendurskoðanda. Borgarstjóri Birgir tsleifur Gunnarsson (S) sagðist vilja vekja athygli borgarfulltrúa á þvi, að það hefði verið fram- kvæmdastjóri Borgarspítalans sem vakti máls á að fram færi rannsókn á viðskiptunum. Nú væri athugun komin af stað og er henni lyki gætu borgarfull- trúar dregið ályktanir, fyrr væri litið hægt að segja. Björg- vin Guðmundsson (A) sagði að hann treysti sér ekki til að leggja ^óm á viðskiptin að svo komnu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.