Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976 Aðalskipulag Reykjavíkur: Hugmyndir og tillögur lagðar á borð fyrir borg- arbúa á Kjarvalsstöðum f GÆR var opntlð að Kjarvals- stöðum sýning á hugmyndum og tillögum skipulagsnefndar borgarinnar að framtfðarskipu- lagi höfuðborgarinnar. Er það viðamikil sýning á hugmynd- um að skipulagi framtfðar- byggðar höfuðborgarinnar, til- lögum um endurnýjun eldra hverfa. tillögum að miðbæjar- svæði, hafnarsvæðum, iðnaðar- svæðum, vörugeymslnasvæð- um, fbúðarsvæðum, svæðum opinberra stofnana, útivistar- svæðum o.s.frv. Það kom fram i ávarpi Ólafs B. Thors, formanns skipulags- nefndar Reykjavíkurborgar, að hugmyndir þær og tillögur að aðalskipulagi höfuðborgar- innar, sem þarna væru til sýnis, hefðu ekki verið unnar af einum hópi manna, heldur hefðu verið kallaðir til sérfræð- ingar á ýmsum sviðum og skipulagshópar til að vinna að einstökum þáttum aðalskipu- lagsins. Hefði það verið gert til að fá fram fjölbreyttari hug- myndir að endanlegu skipulagi. Hér virða nokkrir borgarfulltrúar fyrir sér Ifkan af Breiðholti I. Næst ljósmyndaranum má á lfkaninu sjá þyrpingu bygginga sem framkvæmdir hafa ekki verið hafnar við. Tvöfalda lfnan lengst til vinstri er fyrirhugað framhald hraðbrautar um Fossvogsdal. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri flutti ávarp við opnun sýníngarinnar. Sagði hann að aðalskipulag borgar- innar hefði verið samþykkt árið 1965, þá fyrir næstu 20 ár. Vegna ýmissa breyttra for- sendna hefði siðan verió ráð fyrir gert, að skipulagið yrði endurskoðað á 5 ára fresti. Hefði Þróunarstofnun Reykja- víkurborgar því i mörg ár unnið að endurskoðun aðal- skipulagsins frá. 1965, og þá undir yfirstjórn skipulags- nefndar borgarinnar. Sagði borgarstjóri, að þótt talað væri um endurskoðun aðalskipulags, þá væri I raun réttara að segja að hér væri um að ræða nýtt aðalskipulag. Það kom fram í máli borgar- stjóra að skipulagsnefndin hefði nú afgreitt hið nýja aðal skipulag að sínu leyti, og væri það nú borgarráðs og borgar- stjórnar að samþykkja það endanlega. Aður en það yrði gert, sagði borgarstjóri, vildu borgaryfirvöld kynna borgar- búum tillögurnar og hugmynd- irnar svo borgarbúar gætu sfðan komið fram með ýmsar ábendingar og athugasemdir, sem gætu orðið borgarráði og borgarstjórn til leiðbeiningar Hér skoðar Ölafur B. Thors, ásamt fleirum, hugmyndir að skipulagi hafnarmannvirkja höfuðborgarinnar (Ijósni. Friðþjófur.). Þessi sýnihgargestur hefur hér sökkt sér niður f tillögur að fram- tfðarskipan Breiðholts III, en Ifkan af þvf svæði má sjá f forgrunni. við endanlega afgreiðslu máls- ins. Á sýningunni, sem mun verða opin næstu vikurnar, mun fólki gefast kostur á að hlýða á útskýringar sérfræð- inga og þess fólks sem hefur unnið að þessum tillögum. Verður tlmasetning þessara út- skýringa auglýst í fjölmiðlum. Þá gefst fólki einnig kostur á að heimsækja Þróunarstofnun Reykjavikurborgar og kynna sér þar ýmis atriði, og fá svör við spurningum er lúta að einstökum atriðum skapulags- ins, sem ef til vill liggja ekki skýrt fyrir á Kjarvalsstöðum. Þar mun fólk einnig hafa aðgang að ýmsum greinar- gerðum sem til eru og f jalla um einstaka þætti skipulagsins. Sýningin verður opin á venju- legum sýningartíma Kjarvals- staða, eða frá 16—22 virka daga, og 14—22 helga daga. Sérfræðinganefnd undir- býr varnir við hugsan- legum Suðurlandsskjálfta Gerir tillögur bæði um fyrirbyggjandi ráðstafanir og hvernig skuli brugðist við hamförunum í smæstu atriðum A VEGUM Almannavarna rfkisins er nú tekin til starfa sérfræðinganefnd eða vinnu- hópur, sem ætlað er að gera tillögur um jarðskjálftavarnir á Suðurlandi. 1 ljósi skjálfta- sögu þessa landsvæðis er gert ráð fyrir að senn megi vænta mikils skjálfta á þessu svæði. Nefndin er skipuð þeim Guðjóni Petersen, fulltrúa Al- mannavarna, sem er formaður nefndarinnar, en aðrir nefndarmenn eru Guðmundur Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurlandi, Óttar P. Halldórs- son, prðfessor I verkfræði, Sveinbjörn Björnsson, jarð- eðlisfræðingur við Raunvfs- indastofnun, og Sigurður Thoroddsen, arkitekt hjá Skipulagsstjðra rfkisins. Víðtækar ráðstafanir Nefnd þessi kemur saman til fundar í dag, en fyrirhuguð verkefni nefndarinnar eru m.a. að sjá um að kortleggja og flokka þau svæði á Suðurlandi, þar sem jarðskjálftahætta er mest, að kanna styrkleika bygg- inga á svæðinu og gera tillögur til úrbóta á hættulegum bygg- 'ingum, að athuga hvaða kröfur beri að gera um styrkleika ný- bygginga á svæðinu, að gera tillögur um rannsóknir, sem hugsanlega gætu gef ið vísbend- ingar um það hvar næsta skjálfta mætti vænta, að semja leiðbeiningar til almennings um öryggisráðstafanir vegna jarðskjálftahættu, að fjalla um það hvernig bregðast skuli við til björgunar- og öryggisráðstaf- ana, ef jarðskjálfti verður og að fjalla um framtíðarskipulag byggðar með hliðsjón af hættu- svæðum. Áformað er að þessi hópur starfi fram á vetur, en tillögur hans verða lagðar fyrir almannavarnanefndir í héraði, sem annast eiga framkvæmd þeirra. Einn sérfræðinganna i hópn- um, Sveinbjörn Björnsson jarð- eðlisfræðingur, hefur undan- farið ár kynnt sér heimildir um mikla landskjálfta á Suður- landi og gert yfirlitskort yfir tjón á húsum af þeirra völdum. Sæmilegar heimildir hafa reynzt vera til I blöðum um skjálftann sem varð 1912 og ágætar um skjálftann 1896 í bók Þorvalds Thoroddsens — Landskjálftar á Islandi og einn- ig hafa fundizt ágætar óprentaðar heimildir um land- skjálfta, sem urðu á þessu svæði 1706, 1732 og 1734. Eftir þvl sem Sveinbjörn seg- ir i fréttabréfi Raunvisinda- stofnunar hefur Suðurlands- undirlendi oft verið hart leikið af skjálftum, og hafa sveitirnar Land, Rangárvellir, Grfmsnes, Flói og Ölfus oftast orðið fyrir tjóni. Kortin sem nú hafa verið teiknuð sýna ljósar en áður hvar skjálftarnir hafa komið harðast niður hverju sinni. Upptök skjálftanna virðist Myndin sýnir rústir bæjarins að Selfossi, en hann hrundi í iarðskiálftanum 1896. (Þorvaldur Thoroddsen). þræða fremur mjótt belti frá Þurá og Hjalla i ölfusi um Sel- foss, Skeið neðanvert, efri hluta Holta austur um Land að Næfurholti og Selsundi. 34stórirskjálftar á 8 öldum Sveinbjörn segir, að sprungu- svæði hvers skjálfta eigi sér miðju á þessu belti, en sprung- urnar liggi yfirleitt i norðlæga eða norðaustlæga stefnu og geti i stærstu skjálftum náð allt að 20 km norður eða suður frá upptökunum. Eftirtekt veki, að skjálftarnir komi sjaldnast I sama farið heldur frekar til hliðar við þann sem siðast kom og leggist sprungusvæðin þann- ig hlið við hlið. Sveinbjörn segir ennfremur, að nú séu um 80 ár liðin síðan mikill skjálfti hefur orðið á vestanverðu sprungusvæðinu en 64 ár frá síðasta störum skjálfta i Landi. Vitað sé um 38 skjálfta á síðustu 8 öldum á þessu svæði, og þvi verði að teljast líklegt að senn sé mikill skjálfti í vændum. Þá hafði Morgunblaðið sam- band við Guðjón Petersen, full- trúa Almannavarna I sérfræð- inganefndinni, og Itrekaði hann að nefndinni væri fyrst og fremst ætlað að vera aðstoðar- og leiðbeiningaraðili, en allar varnir ættu að vera hjá al- mannavarnanefndunurn f héraði og stjórn allra rhála, ef eitthvað kæmi upp á. Guðjóri sagði, að einmitt um þessar mundir væri verið að Ijúka við svonefnda neyðaráætlun hæði fyrir Árnessýslu og Rangár- vallasýslu, og hefði geysileg áherzla verið lögð á að hraða því verki vegna jarðskjálfta- hættunnar á þessu svæði. Sér- fræðinganefndinni væri á hinn bóginn ætlað að gaumgæfa nánar jarðskjálftamálin á þessu landsvæði, gera tillögur , og Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.