Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 11 Árni Helgason, Stykkishólmi: Réttlætismál það er mikið rætt um kjaramál í dag. Hvað eru mannsæmandi kjör? Ennþá hefi ég ekki fengið svar við þeirri spurningu, sem ekki er von, þvl svo margt er sinnið sem skinnið. Sumir komast af og lifa góðu lífi á þvl sem hinir telja vonlaust fyrir sig og slna. Sumir lifa heilbrigðu lifi þegar aðrir koma ekki nálægt því. Eyðslan er svo misjöfn og fer misjanflega með þá sem eyða. Sumir eyða i það sem gerir þeim lifið erfiðara og jafnvel eyðilegg- ur heilsuna og á ég þar við alls konar eiturefni sem þeir sömu teljast ekki geta án verið og eru þá hollustuhættir látnir lönd og leið. Skemmtanallfið á ekki saman nema að nafninu til. En þó er eitt víst, að mismunurinn I okkar þjóðfélagi er þannig að hann gefur alltof oft og það með sanngirni tilefni til athugunar og því fer oft þannig að þeir sem sist skyldu verða háværastir. Það dylst engum lengur að hin al- menna verkamannavinna verður að greiðast hærra en nú er. Ný- lega var ég að greiða fyrir slika vinnu hjá pósti og síma hér. Þar Ieit dæmið þannig út, að verka- maður sá sem um ræðir var við viðgerðir á slmalínum úti um nágrennið. Hann fékk I vikulaun 40 stundir í dagvinnu, eða kr. 15.191.— Þá hafði hann 10 stund- ir I eftirvinnu kr. 5.310.— eða samtals 20.501.— eða á mán. kr. 82.000.— Þessi verkamaður átti ekki heimili, en varð að leita til matsölu. Það þótti ódýrt að fá venjulegt mánaðarfæði fyrir 50—60 þúsund kr. og þá ekki allt innifalið. Ég held að ekki þurfi að reikna dæmið lengra. Hvað skyldi hinum sjálfumglöðu háskóla- menntuðu mönnum hafa fundist um sllka kaupgreiðslu? Þessi maður fór ekki i verkfall til að heimta meira af þjóðinni og gera hana veikari fyrir áföllum. Nei. Honum datt það ekki i hug. En svo geta þeir sem miklu meira hafa, og miklu styttri vinnutima og frl svo mánuðum skiptir og hafa sjálfsagt helmingi meiri laun en þessi maður, sem vann sitt verk í 50 stundir á viku við mis- jafnar aðstæður, hrópað á hærri laun Mér er spurn: Hvers vegna eru laun þessara opinberu starfs- manna svona mikil feimnismál:? Þeir tala aðeins um að þeir geti ekki lifað af laununum, en aldrei er nefnd nein upphæð i þessu sambandi. Og svo hvers konar líf er það sem þeir geta ekki lifað.? Það væri fróðlegt að vita. Þegar talað ér um launakjör opinberra Kínverj- ar ásaka Rússa Tokyo, 23. nóvember. AP. KÍNVERJAR sökuðu Rússa í dag um að setja nýtt heimsmet í vígbúnað- arkapphlaupinu í því skyni að leggja undir sig heiminn undir forystu núverandi valdhafa. Fréttaritari fréttastof- unnar Nýja Kína segir að á árunum 1970—75 hafi fjölgað í sovézka heraflan- um úr 3 milljónum manna í 4.2 milljónir og herútgjöld hafi aukizt úr 11 í 12% á ári. Hann segir að á þess- um árum hafi sovézkir valdhafar magnað vígbún- aðarkapphlaupið. starfsmanna, er ekki minnst á þann mismun sem þar rlkir. Ekki heyrist talað um að rétta hlut þeirra lægst launuðu I þeim hópi, heldur er allt undir sama hatt- inum. Manni skilst að þar séu engin skil á milli, allir á sama snaga. Eg held að þarna liggi hundurinn grafinn. Ég veit t.d. að stöðvarstjórar eru i allt að 10 mis- munandi flokkum, eftir þvl hvar þeir eru staðsettir, en ekki eftir því hverju þeir afkasta. Svona mun vera um háskólamenntaða menn, þar eru ekki allir i sama skala, enda er mér tjáð að þeim fjölgi ískyggilega lektorum bæði I Kennaraháskólanum og annars staðar. Það eru jafnvel komnir lektorar I saumaskap og morgun- leikfimi og um leið hækkar kaup og styttist vinnutlmi. Þannig mun vera um venjulega kennara. Þeir sem nú hafa lokið prófi frá kennaraháskólanum fara strax f am úr þeim sem útskrif aðir voru frá Kennaraskólanum og hafa unnið 19 ár. Það skyldi þó ekki vera hér sé meinið. Að meiri samræmingar þurfi og eins að það mat, sem lagt hefir verið til grundvallar, þurfi að endurskoðast? En hvað sem því líður, þá held ég að allir Islendingar sem heilsu hafa eigi góða daga og ekki sést annað á útliti þeirra. Ekki ber á öðru en menn veiti sér það sem hugurinn girhist. Það sýnir innflutningur alls kyns varnings, bifreiða, hljómtækja o.s.frv. og óp manna eftir litsjónvarpstækjum og þá er ekkért spurt hvað þau kosti. Allir skemmtistaðir eru yfirfullir og opnir hvern dag vikunnar og aug- lýsingar í útvarpi og sjónvarpi segja sína sögu. Sala áfengisversl- unar og tóbakverslunar ríkisins talar sínu máli, skemmtiferðir út um allan heim og svona mætti telja í það óendanlega. Ekki er þetta nein sérréttindastétt sem allt þetta veitir sér, nei það er fjöldinn. Þetta sýnir velmegun þá sem við búum við og mættu mörg lönd þakka fyrir hana. Aldrei hafa verið byggð fleiri Ibúðarhús hér á landi með alls konar þæg- indum. Þetta talar líka sínu máli. En hvar er þakklætið? Hitt er svo auðsætt að verka- mannakaupið þarf að hækka. Nú- verandi stjórn getur ekki látið það afskiptalaust og svo kaup Árni neigasou lægst launuðu i þjónustu rikis og bæja. Og ekki bæta við þá sem haf a mest. Ég vona að ríkisstjórnin beri gæf u til þess að koma til móts við erfiðismanninn, svo hann þurfi ekki að leggja út I stríð til að ná kjörum til hnifs og skeiðar. Þetta er svo augljóst. Og það er sár- grætilegt að alltaf skulu þeir lægst launuðu vera látnir brjóta ísinn með verkföllum til þess að hinir sem hafa meira geti farið I kjölfarið og heimtað sömu hækk- un prósentvís. Þetta þarf að breytast. Ég las með athygli forystugrein Morgunblaðsins 17. þ.m. og var hún til þess að ég skrifa þessa grein. Þar er réttilega með farið og orð I tíma töluð. En ég held að þessi kauphækkun til verka- manna og þeirra lægstlaunuðu þoli ekki biðina til vors. Og þá skyldi það athugað, að ef ekki verður nú hafist handa er vlst að þetta bil stækkar og þvi verða kröfurnar ekki eins viðráðanlegar í vor og gæti orðið að gripa til þeirra ráða sem hefðu ekki góð eftirköst. Því minni ég á máltækið að ekki sé ráð nema í tima sé tekið. Og nú er tækifærið. Afurðir okkar hafa hækkað á erlendum vettvangi S.H. og aðrir fiskaðilar segja ekkert aflögu til erfiðismann- anna, en skera ekki við nögl til þeirra, sem best eru settir, og það er vitað mál, að þeir sem I þeim eldi standa byggja sér miljóna- hallir og er það fé tekið úr rekstri sem ekki getur látið aflgjafanum líða vel? Sjón er sögu rikari og hagræðing i rekstri gæti veitt erfismanninum betri kjör. Þetta ber alltaf að llta á. Nú eiga valdhafar að taka sig til. Samræma það sem samræmt verður i launakjörum, miða við erfiði og lengd starfsdags. Bæta þeim sem minnst mega sín, en Iáta nægja þeim sem meira hafa. Það skapar betri anda I þjóðfélag- inu, þá er stigið farsælt skref I rétta átt. teikið vió daiiániii LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók. seiðmógnuð og raunsa*. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um iíf og dauða bæði við menn og máttarvöld. Jóhannes Helgí crmwémr gefnar Granasath JíMiannesar Hdcja EKKI FÆDDUR I GÆR sjálfsævisaga Guðmundar G. Hagalíns. Gerist á Seyðis- firði og í Reykjavík á árunum 1920—25. Saga verðandi skálds sem er að gefa út sínar fyrstu bækur. Sjóður frábærra mannlýsinga — frægra manna og ekki frægra. LJÓJ) JÓNS FRA LJÁRSKÓGUM Skáldið sembæði orti sig og söng sig inn i hjörtu íslendinga, þó að æviár hans yrðu ékki mörgj Steinþór Gestsson, einn af félögum Jons í MA-kvertettinum, hefur gert þétta úrvaL GJAFIR ERU YDUR GEFNAR eftir Jóhannes Helga. Greinasafn skapríks höfundar sem aldrei hefur skirrzt við að láta skoðanir sínar í ljós tæpitungulaust. Greinar hispursleysis og rökfimi. HAUSTHEIMTUR CUBMUHÐUR HAU.ÐÓRSSON Guðmundor Halldórsson HAUb 1 HxíilM 1UK eftir Guðmund Haildórsson frá Bergsstöðum, Þriðja smásagnasafn þessa sérstæða höfundar. Sögusviðið er sveitin, eftir að fámennt varð á bæjum og véiin komin í staðínn fyrir glatt fólk og f élagsskap. Næmur skiin* ingur á salarlífi fólks og sálrænum vandamálum einkennir þessar sögur. Á Almenna Bó l/'ýx) Austurstræti 18. I ÍkSD simi 19707 simi Bókafélagið, Bolholti 6, 32620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.