Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 20 Stjórnarfrumvarp: Dagvistunarheim- ili fyrir börn OPINBER STUÐNINGUR VERÐI EKKI MINNI __________EN APUR___________ Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til laga um byggingu og rekstur dagvistunarheimila fyrir börn. Frumvarp þetta er flutt í framhaldi af verkatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem rekstrarkostnaður dag- vistunarheimila er settur yfir á sveitarfélög (var áður að hluta til kostaður af ríkinu). Frumvarpið aldri) og leikskólar (fyrir börn frá 2ja ára aldri til skólaskyldu- aldurs) byggingarþátttöku rlkis- sjóðs, sem svarar 50% stofnkostn- aðar, skv. frumvarpinu. DAGVISTUN FYRIR ALDRAÐA Pétur Sigurðsson (S) lýsti stuðningi við frumvarpið sem slíkt — en kvaðst vilja vekja at- hygli á hliðstæðri þörf dag- vistunarstofnana fyrir aldraða. Vilhjálmur II jálmarsson. Svava Jakobsdóttir. Pétur Sigurðsson. gerir ráð fyrir þvf að dagvistunar- heimili skuli, hver sem rekstrar- aðili er, hljóta jafn háa rekstrar- styrki (frá viðkomandi sveitar- félagi) og það hlaut áður (frá rfki og sveitarfélagi). Ráðherra sagði að frumvarpið væri undirstrikun á því, að þrátt fyrir flutning vissra samfélagslegra verkefna frá ríki til sveitarfélaga, skuli ekki dregið úr framlagi til verk- efnanna sem slíkra. Hins vegar njóta dagheimili (fyrir börn frá 3ja mánaða aldri til skólaskyldualdurs), skóladag- heimili (fyrir börn á skólaskyldu- Vel færi á þvi að aldraðir, sem ekkabyggju á sérstökum elliheim- ilum, gætu í senn notið heimilis- öryggis hjá vandamönnum og dagvistunar á stofnunum, þegar dagleg störf hindruðu heimilis- fólk f því að veita þeim nauðsyn- lega umönnun. Pétur rakti frum- kvæði á þessu sviði hér í Reykja- vfk og Kópavogi. Hann rakti enn- fremur þá þjónustu sem DAS veitti öldruðu fólki, bæði um al- gjöra vistun og þá dagvistunarað- stöðu sem senn yrði til staðar í Hafnarfirði, fyrir það byggðarlag og nágrannabyggðir. DAGVISTUN STYRKT RlKISFRAMLAGI Svava Jakobsdóttir (Abl) sagði menntamálaráðherra vorkunn, þó hann vildi láta líta út fyrir sem þetta frumvarp væri flutt af um- hyggju fyrir dagvistunarstofnun- um, eftir að hafa svipt þær rekstrarstyrk úr ríkissjóði. Fram- lag ríkissjóðs til byggingarkostn- aðar væri og smánarlega lftið. Metin þörf ríkisframlags á árinu 1977 sé 230 m.kr. en f fjárlaga- frumvarpi sé aðeins gert ráð fyrir 80 m.kr. Svava taldi eðlilegt að atvinnureksturinn f landinu yrði skattlagður til þessarar starfsemi. Hún tafdi sveitarfélög almennt ekki hafa fjármagn til að sinna rekstrarþörf á þessum vettvangi á viðunandi hátt. Þar af leiddi, að afnám þátttöku rikisins í rekstrarkostnaði væri spor aftur á bak. Af litlu væri þvf að státa f þessu efni. PEILUR UM NEFND Nokkrar deilur urðu um það, hvort vísa skyldi þessu frumvarpi til félagsmálanefndar eða menntamálanefndar deildarinn- ar. Ráðherra og forseti deildar- innar töldu þetta mál flutt í tengslum við verkaskjptingu ríkis og sveitarfélaga og heyrði það sem slikt undir félagsmálanefnd, en félagsmálaráðuneytið fer með málefni sveitarfélaga. Svava Jakobsdóttir taldi hins vegar að málað heyrði undir menntamála- ráðuneytið og þar af leiðandi und- ir menntamálanefnd. Nafnakall var um þetta formsatriði og var málinu vfsað með 16 atkvæðum gegn 7 til félagsmálanefndar. Þingmenn Alþýdubandalags: Eignaréttur bænda takmarkaður Frumvarp til stjórnskipunarlaga BRAGI Sigurjónsson (A) mælti fyrir frumvarpi þingmanna AI- þýðuflokks um „Eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum“, sem birt var í heild á þingsíðu Morgunblaðsins sl. þriðjudag, á fundi efri deildar Alþingis í gær. Enn hefur bætzt hliðstætt fum- varp í hóp þingskjala, frumvarp Ragnars Arnalds (Abl) og þriggja flokksbræðra hans til stjórn- skipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, 17. júni 1944. Það gengur máske skemmra í eignaskerðingarátt á hendur bændum — en um það dæmir hvur og einn. Hér á eftir fer frumvarpið orðrétt, ásamt upphafi greinargerðar: 1. gr. — • „Við 67. gr. bætast þrjár nvjar málsgreinar, svo hljóðandi: öll verðmæti f sjó og á sjávar- botni innan efnahagslögsögu, svo og almennangar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljast sameign þjóðarinnar allr- ar, einnig námur i jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi. Eignarrétti á ' íslenzkúm náttúruauðæfum, landi og land- grunni skal að öðru leyti skipað með lögum. Tryggja ber lands- mönnum öllum rétt til eðlilegrar umgengni og útivistar í landinu. Við eignarnám á landi, í þéttbýli sem dreifbýli, skal almennt ekki taka tillit til verðhækkunar, sem stafar af uppbyggingu þéttbýlis- svæða f næsta nágrenni, opinber- um framkvæmdum eða öðrum ytri aðstæðum, heldur ber að miða mat við verðmæti hliðstæðra eigna, þar sem þess háttar ástæð- ur hafa óveruleg áhrif til verð- hækkunar. Með þeim takmörkunum, sem hér greinir, skal við það miða, að bændur haldi eignarrétti á jörð- um sínum, beitirétti i óbyggðum og öðrum þeim hlunnindum i heimalöndum og utan þeirra, sem fylgt hafa fslenzkum búskapar- háttum á liðnum öldum.“ Greinargerð. „Brýnt er orðið að taka af öll tvfmæli um eignarrétt á náttúru- auðæfum og landi og marka skýra stefnu í því máli. Hér er miðað við þá grundvallarreglu: að eignir, sem enginn hefur sannanlega átt fram að þessu og eru þess eðlis, að þær þurfa að nýtast af þjóðarheildinni, verði f stjórnarskrá lýðveldisins lýst sameign þjóðarinnar allrar; að mörkin milli einkaeignar og sameignar þjóðarinnar verði ákveðin með löggjöf, þar sem hagsmuna þéttbýlisbúa sé fylli- lega gætt, og þeim sé tryggður réttur til eðlilegrar umgengni og útivistar f landinu og til lands undir húsbyggingar á sanngjörnu verði; að staða bænda sé ekki skert og þeir haldi þeim hlunnindum, sem fylgt hafa fslenzkum búskapar- háttum á liðnum öldum." AIÞinCI AIMnCI IÞinGI AlMnGI Svipmyndir frá Alþingi ElIertB. Schram (S) hefurver- ið f sviðsljósi þingmála undan- farið, m.a. vegna frumkvæðis varðandi innflutning litasjón- varpstækja og þingsályktunar um jöfnun kosningaréttar. Lúðvfk Jósepsson (Abl) hefur haft forystu um viðbrögð stjórnarandstöðu I þingmálum, sem snerta landhelgismál, en þau hafa mjög sett svip á þing- störfin það sem af er vetri. Guómundur H. Garðarsson (S) var flutningsmaður frumvarps um Lífeyrissjóð fyrir alla lands- menn, en fá þingmál hafa vakið óskiptari athygli alþjóðar sfð- ustu misserin. Hann hefur og komið mjög við sögu þingmála, er varða samskipti við aðrar þjóðir, ekki sízt’á sviði land- helgismála. i Albert Guðmundsson (S) hefur flutt tillögu til þingsályktunar um athugun á starfsemi byggðasjóðs, með hliðtelur Reykjavík-Reykjanessvæðið af- skipt í starfsemi sjóðsins og Framkvæmdastofnunarinnar. Alþingi í gær: Stuttir f undir Neðri deild. Þingfundir vóru í báðum deildum Alþingis í gær. í neðri deild vóru tvö mál á dagskrá: Iðntæknistofnun Islands (frumv. Magnúsar Kjartans- sonar Abl.) og Dagvistunar- heimili fyrir börn (stjórnar- frumvarp). Flutningsmaður fyrra málsins óskaði eftir frest- un á framsögu, vegna fjarveru iðnaðarráðherra erlendis, í opinberum erindum. Sfðara málið fékk venjulega meðferð og verður lauslega sagt frá um- ræðu um það á öðrum stað hér á þingsíðu. Efri deild: Matthías Á Mathiesen, fjár- málaráðherra, mælti fyrir stjórnarfrumvarpi til staðfest- ingar á bráðabirgðalögum um lífeyrissjóð bænda. Ingi Tryggvason (A) mælti fyrir nefndaráliti um frumvarp til breytinga á hegnangarlögum. Halldór Blöndal (S) mælti fyr- ir frumvarpi sfnu til laga um réttindi og skyldur hjóna (sjá greinargerð með frumvarpinu á þingsíðu Mbl. fyrr í vikunni). Bragi Sigurjónsson (A) mælti fyrir frumvarpi sínu og Jóns Ármanns Héðinssonar (A) um eignarráð yfir landinu, gögnum þess og gæðum, sem birt hefur verið í heild hér á þingsfðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.