Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR25. NÓVEMBER 1976 Ljósm. Frioþjófur. Björgunarmennirnir á Faxagarði á þéim stað þar sem atburðurinn gerðist. Talið frá vanstri: Hans, Gfsli, Garðar og Ronald. Björgunarafrekið við Faxagarð: ,, Blástur saðf erðin sannaði gildi sitt á eftirminnilegan hátt" BJÖRGUN mannsins, sem féll f Reykjavfkurhöfn f fyrrakvöld og sagt var frá f Morgunblaðinu í gær, var mikið afrek. Tveir leigubflstjórar hjá Steindóri, þeir Ronald Kristjánsson og Garðar Ólafsson náðu mannin- um upp úr sjónum í þann mund er tvo lógreglumenn bar að. Lögreglumennirnir Gfsii Þorsteinsson og Hans Haf- steinsson, hðfu þegar f stað Iffgunartilraunir með blásturs- aðferðinni, en maðurinn var orðinn helblár og hættur að anda. Skiptust þeir félagar á um að blása lofti í lungu mannsins og brátt kom að þvf að þeir fundu lffsmark með manninum og hann byrjaði að anda veikt. Lffgunartilraunun- um var haldið áfram f sjúkrabfl og sfðan á slysadeild Borgar- spftalans. Komst maðurinn til meðvitundar f fyrrinótt og er nú á batavegi. „Blástursaðferð- in sannaði gildi sitt eftirminni- lega f þessu tilfelli," sagði Gfsli Þorsteinsson lögreglumaður, þegar Mbl. ræddi við hann f gær. Málavextir voru þeir, að Ronald ók umræddum manni niður á Faxagarð að togaranum Hjörleifi, en maðurinn var þar skipverji. Ronald sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hann hefði fylgst með því úr bifreið sinni hvar maðurinn fetaði sig upp landgang togarans. í þann mund sem hann ætlaði að aka bifreiðinni á brott heyrði hann dynk og síðan skvamp í sjónum og þegar hann leit til baka sá hann manninn hvergi. Hefur maðurinn líklega fallið úr land- ganginum á bryggjuna og svo í sjóinn. „Ég kallaði þegar á aðstoð í gegnum talstöðina," sagði Ronald, ,,og stökk síðan út úr bílnum, kallaði i mann sem þarna var nálægt og bað hann að sækja kaðal eða bjarghring. Síðan klifraði ég niður blldekk- in utan á bryggjunni og gat náð taki á manninum og haldið hon- um upp úr sjónum. Eg þurfti að halda mér með annarri hend- inni í fríholtin á bryggjunni og varð því fljótlega þreyttur. Var ég orðinn örmagna bæði af þreytu og kulda og var alveg að gefast upp þegar Garðar félagi minn kom að og klifraði niður til min. Gátum við í sameiningu komið manninum upp á bryggj- una, og í þann mund kom lög- reglan að." Garðar Ólafsson var staddur í bil sinum uppi í Bankastræti þegar hann heyrði Ronald kalla á aðstoð. Hann sagðist hafa far- ið strax niður á Faxagarð á fullri ferð og flýtt sér niður dekkin Ronaldi til aðstoðar, þegar hann kom niður á bryggj- una. Strax og lögreglumennirnir Gisli og Hans komu á staðinn hófu þeir björgunartilraunir með blástursaðferðinni. Skipt- ust þeir á um að blása lofli i lungu mannsins. Ennfremur veltu þeir honum til á bryggj- unni öðru hverju og ýttu á bak hans þannig að sjór kom upp úr manninum. Þegar sjúkrabíll kom á vettvang kvaðst Gísli hafa merkt það að maðurinn byrjaði að anda en mjög veikt. 1 sjúkrabílnum var Hfgunartil- raunum haldið áfram og nú með tækjum og sömuleiðis þeg- ar komið var með manninn á slysadeild Borgarspltalans. Þeir Gísli og Hans tjáðu blm. Mbl., að blástursaðferðin og einnig hjartahnoð væri kennt í Lögregluskólanum. „Við sem vinnum hér á miðborgarstöð lögreglunnar erum alltaf við- búnir því að þurfa að nota þessa kunnáttu okkar vegna ná- lægðarinnar við höfnina. Við höfum ekki áður þurft að nota blástursaðferðina og við erum mjög ánægðir yfir því hversu vel tókst til í þetta sinn, og við höfum meira sjálfstraust ef við þurfum að beita lífgunarað- ferðunum einhvern tíma aft- ur," sögðu þeir félagar að lok- um. Búið að draga allar tennurnar úr NA-Atlantshafsfiskveiðinefndinni segir Þórður Ásgeirsson — ÞAÐ ER búið að draga allar tennurnar úr Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndinni og er það afstaða Efnahagsbanda- lagsrfkjaanna, sem veldur þvf. Þau hafa frá upphafi fundarins hér I London, ekki ljeð ináls á að nefndin tæki neina ákvörðun um kvötafyrirkomulag, og þvf tel ég vfst að fundi nefndarinnar Ijúki f dag, enda er ekkert um að ræða lengur, sagði Þðrður Asgeirsson skrifstofustjóri sjávarútvegsráðu- neytisins, en hann er formaður fslenzku sendinefndarinnar á fundinum I London. Morgunblaðið spurði Þórð, hvort dagar nefndarinnar væru þar með taldir. Hann kvað svo ekki vera. Fyrir fundinum í Lon- don hefði legið skýrsla vinnu- hóps, sem fjallaði um framtíð nefndarinnar. í áframhaldi af þvi, hefði verið samþykkt að fela vinnuhópnum að starfa áfram og gera uppkast að nýrri stofnskrá fyrir nefndina. Eitt væri þó víst að vinnusvið nefndarinnar yrði mjög breytt I framtíðinni. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs afhent í janúar: Bækur eftir Véstein og Thor af íslands hálfu BOKMENNTAVERÐLAUNUM Norðurlandaráðs verður úthlutað í Helsingfors í janúar á næsta ári og nema þau 50 þúsund dönskum krónum. Frá Islandi hafa verið tilnefndar bækurnar „Fuglaskott- 10% kauphækkun til ráðherra, bankastjóra og hæstaréttardómara KJARADÓMUR úrskurðaði f sumar, nánar tiltekið hinn 16. júll, að laun ráðherra og hæsta- réttardómara skyldu hækka um sem næst 10% frá 1. október s.l. Bankastjórar rfkisbankanna Kvöldvaka rit- höfunda í kvöki FÉLAG íslenzkra rithöfunda gengst fyrir kvöldvöku að Hótel Esju, 9. hæð, klukkan 20.30 í kvöld. Poul P.M. Pedersen, heiðursfélagi FlR, ræðir um skáldskap, les úr þýðingum sínum og eigin ljóðum. Matthias Johannessen skáld les úr ljóðum sinum og Jóhann Hjálmarsson skáld les úr nýútkominni ljóða- bók sinni. I morgunblaðinu í gær var sagt að þessi kvöldvaka hefði átt að vera í gærkvöldi, en kvöldvakan verður ekki fyrr en í kvöld eins og áður sagði. munu fá samsvarandi laun og hæst ar étt ar dóm ar ar. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Skaptasonar, formanns Kjaradóms, hækkuðu laun forseta Hæstaréttar úr 300 þúsund krón- um í 330 þúsund krónur hinn 1. október en laun annarra hæsta- réttardómara úr 280 í 310 þúsund. Laun forsætisráðherra hækkuðu á sama tima úr 215 þúsund i 237 þúsund en laun annarra ráðherra úr 195 þúsund krónum í 215 þús- und krónur. Við þessi laun bætast sfðan 3,11% vegna rauðu strik- anna f rá og með 1. nóvember. Guðmundur Skaptason var að því spurður hvers vegna þessar tilteknu sfettir hefðu fengið 10% hækkun hinn 1. október á sama tíma og flestar aðrar stettir hefðu fengið 6% hækkun. Sagði Guð- mundur að þetta væri vegna samninga, sem gerðir voru milli rikisins og BHM seint á árinu 1975 um teygingu launastigans. Áhrifa þessa samnings gætti til viðbótar öðrum launahækkunum. fs" eftir Thor Vilhjálmsson og „Eftirþankar Jóhönnu" eftir Véstein Lúðvíksson. Sem kunn- ugt er þá er Ólafur Jóhann Sig- urðsson núverandi handhafi þess- ara verðlauna. Frá hinum Norðurlöndunum eiga eftirtaldir höfundar verk sem lögð hafa verið fram: Frá Danmörku Svend Age Madsen og Jörgen Gustav Brandt, frá Noregi Sigurd Evensmo og Knut Fald- bakken, frá Finnlandi Bo Carpe- land og Ulla Lena Lundberg og- frá Svíþjóð P.C. Jersild og Göran Sonevi. Nú liggur fyrir Norðurlanda- ráði tillaga um að hækka verð- launin í 75 þúsund danskar krónur. Stúdenta- kosningarnar; Óbreytt ástand KOSNINGAR fóru fram meðal nemenda i Háskóla Islands til háskólaráðs. Fékk b-listinn, Verðandi 736 atkvæði og einn mann, Gylfa Árnason, kjörinn til tveggja ára. A-listinn fékk 618 atkvæði og einn man'i, Berglindi Ásgeirsdóttur, kosna til eins árs. Kjörsókn var dræm, eða aðeins 53%, en slð- ast er kosið var til háskólaráðs. Nýtt áningarskýli SVR á Hlemmi STJÓRN Strætisvagna Reykja- vfkur hefur tekið ákvörðun um, að reisa nýtt áningarskýli fyrir farþega SVR á Hlemmi á næsta ári. Verður skýlið stálgrindarhús, um 500 fermetrar að stærð og er áætlað að byggingu þess Ijúki næsta haust. Kostnaður við bygg- inguna er talinn nema um 48 milljónum króna. 1 nýja skýlinu verður mjög góð aðstaða fyrir f ar- þega og vagnstjóra, þá verður þar góð snyrtiaðstaða, smáverzlanir og kaff istof a. Sveinn Björnsson, formaður stjórnar Strætisvagna Reykjavík- ur, sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að áætlun um bygg- ingu áningarskýlis á Hlemmi hefði verið lögð fram á fundi stjórnar SVR á miðvikudag i s.l. viku. A fundi stjórnarinnar og eins i borgarráði hefði komið fram eíndreginn áhugi á þvi að framkvæma þessa hugmund, en hún ætti rætur að rekja til sam- þykktar í borgarstjórn 21. febrúar 1975, þar sem segði m.a. að borg- arstjórn teldi nauðsynlegt að bæta biðskýlisaðstöðu á Hlemmi og fæli stjórn SVR að gera áætlun þar að lútandi. Áður hafa nokkrum sinnum komið fram hugmyndir um bygg- ingu á Hlemmi. T.d. var rætt um það árið 1969, að byggja þar risa- hús. — Það hús átti að vera mjög stórt í sniðum og tafði það fyrir framgangi mála, en síðan var far- ið að skoða betur hvað hægt væri að gera, sagði Sveinn. Sextán þýsund farþegar Stræt- isvagna Reykjavíkur fara um Hlemmtorg á hverjum degi og Framhald á bls. 28 Þannig mun nýja áningarskýlið á Hlemmi Ifta út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.