Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976
12 landsleikir framundan
Leikið verður við Austur-Þjóðverja, Dani,
Vestur-Þjóðverja, Pólverja og Tékka
ÆFINGAR íslenzka landsliðsins
fyrir B-heimsmeistarakeppnina I
handknattleik í Austurfki munu
verða alls 123, auk 10 opinberra
æfingaleikja og 19 landsleikja, ef
áætlun sú sem stjórn Handknatt-
leikssambandsins og landsliðs-
nefndin hafa gert fær staðist.
Reyndar er tveimur af þremur
æfingaáföngum þegar lokið, en á
þeim tfmabilum voru samtals 64
æfingar, einn opinber æfingaleik-
ur og sex landsleikir. Framundan
er nú þriðja og strangasta æfinga-
tfmabilið sem standa á til 1. marz
n.k. og er áformað að hafa á þvf 59
æfingar, 9 opinbera æfingaleiki
og 13 landsleiki. Má þvf segja að
landsliðsmenn verði að á degi
hverjum fram að B-keppninni,
meira að segja á Þorláksmessu og
á annan dag jðla eru boðaðar æf-
ingar, þannig að betra er fyrir
leikmennina að fara varlega í
jólasteikurnar.
Það kom fram á fundi sem
stjórn HSI hélt nýlega með frétta-
mönnum að landsliðsnefnd hefur
orðið að leita mikið til félaganna
eftir æfingaaðstöðu. Sagði Sigurð-
ur Jónsson, formaður HSI, á
nefndum fundi, að félögin hefðu
brugðist mjög vel og gefið eftir
æfingatíma sína, enda hefðu þau
verið höfð algjörlega með í ráð-
um, þegar landsliðsæfingarnar
voru skipulagðar s.I. sumar, og
leikjafyrirkomulag t.d. í íslands-
móti var ákveðið.
Fyrsta stórverkefni íslenzka
landsliðsins á þriðja æfingatíma-
bilinu verður pressuleikur sá er
fram fer i Laugardalshöllinni á
laugardaginn. Siðan er áformað
að haannan pressuleik áður en
landsliðið heldur utan i keppnis-
ferð til Austur-þýzkalands og
Danmerkur í desember. Verður
lagt í þá ferð 8. desember og
leiknir verða tveir leikir við Þjóð-
verja. Fer fyrri leikurinn fram 9.
desember og seinni leikurinn 10.
desember. 12. desember verður
Landsliðið valið
Landsliðsnefnd birti i gær val
sitt á íslenzka landsliðinu sem
leika mun gegn pressuliðinu f
Laugardalshöllinni á laugardag-
inn.
Er val landsliðsnefndarinnar
og landsliðsþjálfarans í fyllsta
samræmi við það sem búizt var
við, og vfst er að lið þetta Iftur
næsta vel út á pappfrunum. Svo
er eftir að vita hvernig það kemst
í gegnum fyrstu eldraun sfna, en
ólfklegt er að pressuliðsmenn láti
hlut sinn baráttulaust f leiknum á
laugard aginn.
Landsliðið verður þannig skip-
að:
Markverðir:
Ólafur Benediktsson, Val
Gunnar Einarsson, Haukum
Aðrir leikmenn:
Jón Karlsson, Val
Bjarni Guðmundsson, Val
Þorbjörn Guðmundsson, Val
Geir Hallsteinsson, FH
Viðar Sfmonarson, FH
Þórarinn Ragnarsson, FH
Viggó Sigurðsson, Vfkingi
Þorbergur Aðalsteinsson, Vfkingi
Ólafur Einarsson, Vfkingi
Ágúst Svavarsson, IR.
svo leikið við Dani og daginn eftir
mun íslenzka landsliðið svo leika
við Sjálandsúrval. 14. desember
mun svo landsliðshópurinn tvistr-
ast í allar áttir. Nokkrir landsliðs-
mannanna halda heim til Islands,
Valsmenn fara með liði sínu til
Moskvu og FH-ingar til Varsjá.
áttu við félaga sinn Ágúst
Ásgeirsson. Hlaupararnir 8 sem
þátt tóku í hlaupinu fóru sér
nokkuð hægt framan af, en eftir
um 2 km tók Ágúst rykk, og hon-
um fylgdi aðeins Gunnar eftir.
Tvær tilraunir hjá Ágústi upp úr
miðju hlaupinu til að slíta Gunnar
af sér tókust ekki, og eftir 7 km
hnífjafna baráttu lyktaði hlaup-
inu með því að Gunnar „sigldi“ í
burtu er um 150 metrar voru í
mark. Félagi þeirra úr ÍR
Hafsteinn Oskarsson hljóp vel og
tryggði sér 3. sætið, en Ágúst Þor-
steinsson hætti hlaupinu því
hann mun hafa villst af leið.
Það má af tíma hlauparanna
ráða að hann er mjög góður, því
vegalengdin er um 10 km eins og
áður segir, og svo bætast við lang-
ar brekkur sem draga úr mönn-
um. Það er því greinilegt að allir
hlaupararnir eru í góðu formi, en
að sögn munu þeir allir æfa stíft,
enda hefur veðrátta verið serlega
hagstæð þeim sem æfa utandyra.
Sennilega kemur það mörgum á
óvart að Gunnar Páll skuli sigra
Ágúst í svo löngu hlaupi, því hann
er betur þekktur sem 800 metra
hlaupari, en Ágúst hefur öllu
meiri reynslu í lengri hlaupum.
En „ég hljóp mjög vel,“ sagði
Ágúst, „Gunnar hljóp bara ein-
faldlega betur,“ bætti hann svo
við. Ég þekki Gunnar ekki öðru
vísi en fyrir mikið harðfylgi í
keppni, en þó kom harka hans í
svo Iöngu hlaupi mér nokkuð á
óvart; og hann verðskuldaði
þennan sigur fyllilega," sagði
Ágúst ennfremur.
Annars urðu úrslit hlaupsins
þessi:
l. Gunnar P. Jóakimsson, ÍR,
31:48,0 m. 2. Ágúst Ásgeirsson,
ÍR, 31:53,4 m. 3. Hafsteinn
Oskarsson, ír, 32:59,9 m. 4. Ágúst
Gunnarsson, UBK, 33:32,6 m. 5.
Valur Valdimarsson, Á, 35:15,0 m.
6. Árni Kristjánsson, Á, 35:15,0
m. 7. Sigurður Lárusson, Á,
35:15,0 m.
17., 18., og 19. desember verða
svo þrír landsleikir við Dani hér-
lendis, sennilega allir i Laugar-
dalshöllinni. Ætlunin var að einn
þessara leikja færi fram i Vest-
mannaeyjum, en að sögn tals-
manna HSl, eru likur á að af því
geti ekki orðið.
Næstu landsleikir verða svo 25.
og 26. janúar, báðir i Laugardals-
höllinni og verða Pólverjar þar
andstæðingar Islendinga. Síðan
verður leikið við Tékka I Laugar-
dalshöllinni 29. og 30. janúar og
loks við Vestu-Þjóðverja, einnig i
Laugardalshöllinni 5. og 6. febrú-
ar.
Af þessari upptalningu má sjá
að Islandsliðið mun leika 12
landsleiki fram að B-keppninni
sem hefst i Austurríki 26. febrúar
og verða mótherjarnir ekki af lak-
ara taginu, þ.e. Austur-
Þjóðverjar, Vestur-Þjóðverjar,
Danir, Pólverjar og Tékkar.
MEÐ nr. 1, 2 og 3 á maganum urðu þeir (f.v.) Gunnar Páll, Ágúst og
Hafsteinn númer 1, 2 og 3 f Kópavogshlaupinu. Með á þessari mynd er
einnig Sigfús Jónsson sem nú æfir vel f Englandi. Þessi mynd er tekin
f sumar er þeir fjórmenningarnir úr tR höfðu nýlega bætt verulega
Islandsmetin f 4x800, og 4x1500 metra boðhlaupum á Gat'eshead-
vellinum, velli Brendans Foster, f Englandi.
KÓPAVOGSHLAUP UMSK fór
fram nú um helgina, en það er
nokkuð óvenjulegt að frjáls-
íþróttafólk okkar sé að keppa
utanhúss á þessum tíma árs.
Hlaupið fór fram á götum
Kópavogskaupstaðar og var vega-
lengdin mæld um 9,7 km. Sigur-
vegari í hlaupinu varð Gunnar
Páll Jóakimsson, eftir harða bar-
KR-INGAR unnu stórsigur yfir
Keflvfkingum f 2. deild Islands-
mótsins f handknattleik, en liðin
leiddu saman hesta sfna f fþrótta-
húsinu f Njarðvfkum sfðdegis á
sunnudaginn. Lokatölur leiksins
urðu 31:18 KR f hag, eftir að
staðan hafði verið 13:5 f hálfleik.
Keflvfkingarnir hafa tapað öllum
leikjum sfnum til þessa og flest-
um stórt. Virðist fátt annað bfða
þeirra en fall niður f 3. deild, ef
ekki verði stórbreyting á liðinu
til hins betra.
KR-ingar höfðu yfirburði allt
frá byrjun. Þeir komust í 3:0, 4:1
og 8:2 og staðan i hálfleik var sem
fyrr segir 13:15. Léku KR-ingar
góðan varnarleik I fyrri hálfleik,
en i þeim seinni slökuðu þeir á í
vörninni og var sá hálfleikur jafn-
ari, KR skoraði þá 16 mörk en
Keflvíkingar 13.
KR-ingar léku vel framan af en
seinni hálfleikurinn var slakur af
þeirra hálfu. Bezti maður liðsins I
þessum leik var Haukur Ottesen.
Keflavíkurliðið er mjög slakt um
þessar mundir og ekki er hægt að
hæla nema einum liðsmanna I
þessum leik, Guðmundi Jó-
hannessyni.
Mörk iBK: Guðmundur
Jóhannesson 4, Sigurbjörn
Gústafsson 4, Magnus Garðarsson
3, Einar Leifsson 2, Sigurður
Björgvinsson 2, Grétar Grétars-
son 2, og Þórir Sigfússon 1 mark.
Mörk KR: Haukur Ottesen 9,
Ólafur Lárusson 4 (4 v), Símon
Unndórsson 3, Ævar Sigurðsson
4, Ingi Steinn Björgvinsson 3,
Þorvarður Björnsson 3, Kristinn
Ingason 2, Jóhann Sævarsson 1,
Friðrik Þorbjörnsson 1 og Þor-
varður Höskuldsson 1
mark. —G.Hj./SS.
Haukur Ottesen
— skoraði 9 mörk f Keflavfk.
Árni Indriðason — harður varnarmaður sem landsliðið má illa
vera án.
ÁRNI EKKI MEÐ
ÁRNI Indriðason hefur nú til-
kynnt landsliðsnefnd HSl að
hann sjái sér ekki fært að taka
þátt í undirbúningi islenzka
landsliðsins fyrir B-
heimsmeistarakeppnina, né þeim
landsleikjum sem fyrirhugaðir
eru. Mun það vera af persónuleg-
um ástæðum sem Árni getur ekki
verið með, og er þar skarð fyrir
skildi, þar sem Árni er tvímæla-
laust einn af allra beztu varnar-
leikmönnum landsins um þessar
mundir.
Þá mun einnig vera óvíst hvort
Jón Karlsson, Val, getur leikið
með islenzka landsliðinu í Austur-
Þýzkalandi nú I desember vegna
vinnu sinnar. Hann mun hins veg-
ar vera tilbúinn að leika í Dan-
mörku, ef þess verður óskað.
GUNNAR PÁLL SIGRAÐI í
KÓPAVOGSHLAUPIUMSK
KR-ingar unnu IBK
stórt í 2. deiidinni