Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR25. NÓVEMBER 1976
27
Ljósmyndarafélag Islands
heldur upp á afmæli sitt i
Norræna húsinu þessa dagana.
Þar hefur verið komið fyrir
miklu myndefni og alls konar
tækjum, er ljósmyndarar hafa
notað til að koma samtíð sinni á
pappir. Fimmtíu ár eru liðin,
siðan félag þeirra ljósmyndara
var stofnað, og auðvitað er á
þessari sýningu að finna mynd
af stofnendum félagsins. Þarna
er líka endursköpuð vinnustofa
ljósmyndara um aldamótin, að
fyrirmynd frá Pétri Brynjólfs-
syni ljósmyndara við Hverfis-
götuna. Margt fleira merki-
legra muna frá fyrri tíð er
þarna að finna, en hvorki hef
ég kunnáttu né þekkingu til að
tíunda það allt hér. Sjón er
sógu ríkari, og ef a ég það ekki,
að margur muni hafa skemmt-
un af að kynnast því, sem þarna
gefur að lita.
Á þessarí sýningu eiga yfir
fjörtíu myndasmiðir verk, og
kennir þar auðvitað margra
grasa. Þarna eru líklegast
fyrstu litmyndir, sem teknar
eru hérlendis, og gerði það
Evald Hemmert verslunarstjóri
á Skagaströnd og Blönduósi.
Myndir þessar munu haf a verið
gerðar um 1911, og eru þær að
sjálfsögðu merkileg verk, en
mér virðist þó sumar þær
myndir, er Hemmert tók i
svart/hvitu engu síður merki-
leg og aðlaðandi listaverk en
litmyndirnar. Sigfús Eymunds-
son og Daniel Danielsson hafa
myndað Reykjavik sinna daga
svo rækilega, að auðvelt er
fyrir okkur, sem nú búum I
borginni, að gera okkur grein
fyrir, hvernig hér leit út I þá
daga og hver þróun borgar-
innar hefur orðið. Sama má
segja um Magnús Ólafsson, en
yfirleitt eru myndir hans enn
betur gerðar og listrænni en
myndir þeirra fyrrnefndu.
Pétur Brynjólfsson virðist hafa
haft sérstakt auga fyrir inni-
myndum (interiör), og nefni ég
hér myndir hans „Stáss-
stofuna" og „Heimilis-
stemningu". Sigríður Zoéga
hefur einnig verið sérstæður
ljósmyndari, sem á þarna
sérlega vönduð verk, sem með
réttu má nefna klassisk i eðli
sínu. Máli mínu til stuðnings
bendi ég á mynd af Stefáníu
Guðmundsdóttur leikkonu og
andlitsmynd af séra Friðrik
Friðrikssyni, sem er frábær.
Sama mætti segja um litmynd
Lofts af séra Bjarna, en báðir
þessir klerkar eru ekki siður
tákn þeirrar Reykjavikur, sem
nú er horfin, en margt húsið við
Laugaveginn eða Austurstræti.
Þá er að minnast á þann ljós-
myndara, er mesta eftirtekt
vekur hjá mér, en það er Jón
Dahlman. Verk hans eru fyrir
miðju I fremri salnum. Þar
kemur í ljós svo vönduð mynd-
Iist, að undrum sætir. Jón hefur
sýnilega kunnað þá list að
byggja svo hnitmiðað á mynd-
fletinum, að hvergi er snöggan
blett að finna. Hver veit nema
það eigi eftir að sannast, að Jón
Sigfús Eymundsson: „Yfirvaldið"
Magnús Ölafsson:
„Landakotsspítali"
Sögusýning
Ijósmyndara
Dahiman hafi verið meiri stærð tilfinningu og skilningi á fyrir- hefur starfað. Astar-Brandur
á slnu sviði en margan grunaði. sætum sínum, en eins og allir verður að Rembrandt i meðf erð
Jón Kaldal á þarna nokkrar vita er Kaldal einn mesti snill- Jóns Kaldal. — Sigurhans
andlitsmyndir, gerðar af mikilli ingur á sínu sviði, sem hér Vignir á þarna nokkrar myndir
Jón Dahlman. „Stofumynd".
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
úr leikhúsinu, og víl ég þar
nefna mynd hans af Lárusi
heitnum Pálssyna
I innri sal er nokkuð önnur
saga en í þeim fremri. Þar
kennir margra grasa, og er
erfitt að sjá, hvað ráðið hefur
skipulagi og vali verka þeirra,
sem þar hanga. Hér er um
nútlmaverk að ræða, og finnast
mér þau tæpast standast
samanburð við þau eldri verk,
sem valin hafa verið á þessa
sögusýningu. Hér er líka komin
til önnur tækni og annað við-
horf en áður, er ménn urðu að
vinna hægt og markvisst, og öll
viðhorf i ljósmyndun hafa svo
gerbreyst, að varla er hægt að
gera samanburð. Ég geri enga
tilraun til að gera þvi skil, sem
þarna eru til sýnis, en vil þó
aðeins benda á andlitsmynd af
Sigurjóni Markússyni eftir
Jóhönnu Sigurjónsdóttur,
skipamynd eftir Vigfús Sigur-
geirsson, Benny Goodman og
Luns framkvæmdastjóra eftir
Loft Asgrímsson, Kjarval i
útgáfu Kristjáns Magnússonar,
Einar skáld Benediktsson I fyri-
setu hjá Oskari Gislasyni, upp-
stillingar Leifs Þorsteinssonar,
hesta Sigurgeris Sigurjóns-
sonar og Friðrik Olafsson skák-
meistara í skotvidd Guðmundar
Ingólfssonar. Auðvitað er ýmis-
legt fleira, sem nefna mætti
þarna, en ég læt þetta nægja.
Þetta er skemmtileg og
merkileg sýning, sem sannar,
að ljósmyndun er bæði vanda-
samt og listrænt starf. Það mun
heldur ekki fara fram hjá nein-
um, sem þessa sýningu skoðar,
að misjafnt er skammtað af list-
rænum hæfileikum. Ég er viss
um, að á þessari sýningu má
finna æði margt fyrir alla, og
því eggja ég fólk á að skoða
þessar myndir. Sumir munu
kannast við ýmislegt, og yngra
föik gæti haft mikla ánægju af
þvi, sem þarna er á boðstólum.
Ennfremur eru þeir sjálfsagt
til hér í bofg, sem gætu gefið
upplýsingar u.m sumar af þess-
um merkilegu gómlu ljós-
myndum, og væri það vafalaust
vel þegið. Með þökk fyrir góða
skemmtun.
Valtýr Pétursson.
Evald Hemmert: „Frú Hemmert".