Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 Ný bók eftir Gavin Lyall: Teflt á tæpasta vað — Nýtt ('T ER komin hjá Hörpuútgáf- unni á Akranesi ný bók eftir enska metsöluhöfundinn Gavin Lyall. Aður hefur komið út eftir hann bókin Hættulegasta bráðin. I þessari nýju bók segir frá Keith Carr, f> rrverandi orrustu- flugmanní, sem aðstoðar skæru- liða við að verjast fyrir frelsi föðurlandsins. Sekúndubrot ráða úrslitum um líf eða dauða og þarf karlmennsku og klókindi i þeim hildarleik. Desmond Bagley segir um Gav- in Lyall: „Hann er frægur fyrir sérþekkingu sína á flugi og flugmálum. Lýsingar hans á flug- ferðum eru svo áhrifamiklar að lesandanuam finnst hann í raun og veru sjálfur vera í flugmanns- sætinu." Gavin Lyall er fæddur í Eng- landi, var í brezka flughernum og kom fyrsta skáldsaga hans út árið 1961. Björn Jónsson skólastjóri þýddi bókina, Prentverk Akraness ann- Kápa bókarinnar Teflt á tæpasta vað. aðist prentun og bókband. Kápu- teikning er eftir Hilmar Þ. Helga- son. Framhald af bls. 2 hefur aðbúnaður farþega og vagn- stjóra verið mjög lélegur. Stjórn SVR hefur lagt til að reist verði 500 fermetra stálgrind- arhús á Hlemmi, án kjallara. Verður það með stórum gler- gluggum, svo að farþegar geti fylgst sem bezt með ferðum vagn- anna. Sveinn Björnsson sagði að stofnkostnaður væri áætlaður um 48 milljónir kröna og gert væri ráð fyrir, að leigja 100 fermetra svæði fyrir verzlun og þjónustu. Þar mætti t.d. hugsa sér dagblaða- og bókasölu, sælgætissölu, tóbaks- sölu og veitingasölu. Þá yrði far- miðasala i áningarskýlinu, auk góðrar snyrtiaðstöðu. — Allt er þetta hugsað fyrst og fremst til afnota fyrir farþega SVR, en þeir aðrír sem þarna eiga Ieíó um geta engu að siður notið aðstöðunnar. Þá er ætlunin að hafa nokkurn gróður inni i áningarskýlinu til að gera umhverfið sem vingjarnleg- ast. Sveinn sagði, að hugmyndin um byggingu þessa skýlis hefði alls staðar hlotið góðar undirtektir og gerðu menn sér vonir um að geta hafizt handa i vor og að skýlið yrði tilbúið næsta haust. Þá er ráðgert að setja upp upp- lýst skilti fyrir farþega, sem sýnir leiðir strætisvagnanna. Tvö stærstu skip íslend- inga gerð út frá Singapore TVÖ STÆRSTU kaupskip Islend- inga sigla um þessar mundir und- ir fána Singapore. Skipin, sem eru yfir 4500 rúmlestir að stærð, hafa verið f eigu tslendinga slðan I fyra, og hafa eingöngu verið I leiguferðum erlendis. Þess má geta að stærstu skip Eimskip eru um 3000 rúmlestir. Ahafnir skip- Vorveður í Siglufírði Siglufirði, 24. nóvember. FLUTNINGASKIPIÐ Svanur lestaði hér i dag 500 tonn af mjöli, sem seld hafa verið til Finnlands. Stálvíkin kom 'inn í dag með 80—85 tonn af fiski af Vestfjarða- miðum og Arsæll Sigurðsson landaði hér rösklega 200 tonnum af loðnu f nótt. Vorveður hefur verið hér í allan dag og hiti kom- ist upp í 10 stig. —mj anna eru fslenzkar og skráðar á skipin hér heima og þá að sjálf- sögðu eftir Islenzkum samning- um. Annað skipið heitir Bergfaick. Hefur það skip verið i siglingum við vesturströnd Bandarikjanna. Eigandi þess skips mun vera Is- lenzk kaupskip h.f. sem tveir fyrr- verandi skipstjórar hjá Eimskipa- félagi íslands standa að. Hitt skipið heitir Hansatrade og er i eigu Fragskip h.f. en það skipafélag keypti upphaflega Laxá af Hafskip h.f. Eins og fyrr segir eru skipin yfir 4500 tonn að stærð, og eru systurskip. Þau voru upphaflega byggð i Rostock í A-Þýzkalandi fyrir norskt skipafélag. Eftir þeim upplýsingum sem Morgunblaðinu hefur tekist að afla sér, eru skipin keypt sam- kvæmt svonefndum kaupleigu- samningi. Greiða íslenzku félögin 1 % á mánuði af kaupverði skips- ins, allt þar til þau hafa greitt Stöðugar jarðhrær- ingar á Kötlusvæðinu STÖÐUGIR jarðskjálftar eru enn á Kötlusvæðinu og stærstu skjálftarnir hafa reynst vera um 4 stig á Richterkvarða, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræð- ingur tjáði Morgunblaðinu i gær. Páll sagði, að yfirstandandi skjálftahryna í Mýrdalsjökli væri orðin mun meiri en lengi hefur verið í jöklinum. Hins vegar vissi enginn hve mikið þyrfti að ganga á, áður en Kötlugos byrjaði. Skráðar heimildir segðu, að KötJugos hefðu yfirJeitt gert boð á undan sér, þannig að fólk fann fyrir jarðskjálftunum, en enn sem komið er hefur fólk ekki fundið fyrír skjálftunum íMýr- dalsjökli. 30% af kaupverði. Þá geta þau fengið afsal fyrir skipinu og heimild til að veðsetja þau fyrir lánum. 14000 færri dilkum slátrað á Suðurlandi SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um slátrun dilka á þessu hausti er meðalfallþungi álandinunú 14,50 kíló en var haustið 1975 14,67 kíló. Að sögn Jónmundar Ólafs- sonar, kjötmatsformanns hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, hafði 1. nóvember sl. verið slátrað um 14700 dilkum færra i haust en á sama tíma I fyrra og er fækkun- in nær eingöngu á svæði Slátur- félags Suðurlands. Gera má ráð fyrir að vegna lægri fallþunga og fækkunar sláturdilka verði dilka- kjötsframleiðslan í ár rúmlega 360 tonnum minni. — Ég er ekki endilega viss um að þessi minnk- un dragi úr þörfinni fyrir kjötút- flutning, þvf að öllum likindum hefur heimaslátrun í haust verið með meira móti. Þessu til sönn- unar má nefna að töluvert meira hefur verið um að bændur leggi sjálfir inn gærur i haust og gæru- magnið verður sennilega ekki langt frá því, sem það var I fyra, sagði Jónmundur að lokum. — Þúsundir Framhald af bls. 1. vera um 150.000 að undanskildu manntjóninu i dag. í Moskvu var sagt að skjálftinn hefði fundizt í Kákasusfjöllum Sovétrikjanna en ekkert mann- tjón hefði orðið og engar alvarleg- ar eyðileggingar. Mikilli úrkomu hefur verið spáð á jarðskjálfta- svæðinu i Tyrklandi næstu daga og neyðarástand blasir við þeim sem misstu heimili sin. — Brezhnev Framhald af bls. 1. hélt á fundinum að Rúmenar vildu efla samskipti sín við allar þjóðir, þótt þeir legðu mesta áherzlu á samskiptin við kommúnistaríki. Með því að gef a út sameiginlega yfirlýsingu i stað fréttatilkynn- ingar um viðræðurnar er talið að Brezhnev og Ceusescu hafi viljað gera sem minnst úr ágreiningi sínum og leggja áherzlu á mál sem þeir eru einhuga um, að minnsta kosti á yfirborðinu. Ylrækt Framhald af bls. 48 ingar ylræktarvers, og í því sam- bandi viljum við vitna i skýrslu sem unnin var á vegum Rannsóknaráðs ríkisins á arunum 1972—73 og kom út á árinu 1974. Að þessari skýrslu unnu aðallega sex valinkunnir menn, þar af tveir þeirra sem nú haf a unnið að rekstraráætlun fyrir ylræktarver í Reykjavik. 1 skýrslu þessari seg- ir um staðsetningu ylræktarvers að frumforsenda sé að það sé á aflmiklu jarðhitasvæði, en eftir að hafa nefnt ýmsa slika staði um allt land segir að svo virðist sem ölfusdalur fyrir ofan Hveragerði bjóði upp á bezt skilyrði til stað- setningar ylræktarvers. Sögðu þeir þremenningar enn- fremur að rekstursgrundvöllur og fjármögnun fyrir ylræktarver i Hveragerði væri í athugun, en um það vildu þeir ekki tjá sig að sinni. Að lokum sögðust þeir þremenningarnir vilja taka það fram að það væri alrangt að Ylrækt hf. í Hveragerði væri í samkeppni við Reykjavik um staðsetningu ylræktarvers. Þeir sögðu það svo annað mál að slík staðsetning væri fjarstæða frá þjóðhagslegu sjónarmiði séð. Sögðu þeir að það yrði að hafa það í huga að ef ylræktarver yrði byggt og reyndist arðvænlegt, samkv. rannsóknum, væri land- þörfin ekki rúmlega 3V4 hektari heldur 30—50 hektarar, og þess vegna væri það mikilvægt að byggja ylræktarver þar sem bezt skilyrði væru fyrir hendi. Leiðrétting _ stofnar Er njósnamál- ið sápukúla? 1 frétt um jólatré á baksiðu Mbl. í gær var mishermt að Skógræktarfélag Reykjavíkur flytti inn jólatrén. Það er Land- græðslusjóður sem það gerir. Eiga menn að snúa sér til sjóðsins með pantanir, en í gær mun simi Skógræktarfélagsins vart hafa þagnað. Allir voru að panta sér jólatré. Stokkhólmi. 4. nóvember NTB ENN HVÍLIR fullkomin leynd yf- ir njósnamáli þvi. sem sænsk yfir- vöid rannsaka um þessar mundir, en maður nokkur var handtekinn fyrir njósnir I Norður-Svfþjóð fyrr I þessari viku. Mörg sænsk blöð telja horfur á því, að manninum verði jafnvel sleppt eftir yfirheyrslur í dag, og í heimahögum hans telja menn að hér hafi úlfaldi verið gerður úr mýflugu. Að sögn kunningja mannsins í Morjárv hefur hann haft orð á þvi að undanförnu, að sænska öryggislögreglan hafi haft á sér gætur. Þá á maðurinn að hafa haft býsna rúm fjárráð, en að þvi er kunningjar hans segja hefur hann alltaf borizt á og ekki farið dult með að hann hefði all- nokkuð handa á milli. Alykta menn af þessu, að maðurinn geti vart verið þýðingarmikill njósn- ari. Hvorki hefði hann viljandi dregið athygli að fjárráðum sín- um né haldið áfram að stunda njósnir eftir að lögreglan hafði fengið á honum augastað vegna meintra njósna. Týrá heimleið VARÐSKIPIÐ Týr, sem að undanförnu hefur verið til við- gerða í Árósum i Danmörku, hélt heim á leið i fyrrakvöld. Gert er ráð fyrir að Týr komi til Reykja- vikur á föstudag og mun varð- skipið síðan halda fljótlega til gæzlustarfa. Framhald af bls. 48 Ösló, að erfitt myndi reynast að grípa til samræmdra aðgerða gegn þessari veiki á Norður- löndum. Að sögn Magnúsar er enn of snemmt að segja til um hvort mörg börn hafi beðið tjón af völdum heilahimnubólgu á islandi, en vitað væri að þrjú börn hefðu beðið tjón af veiki þessari. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði i samtali við Morgun- blaðið í gær, að hægt gengi að fá bóluefni gegn heilahimnu- bólgu til landsins, þar sem þær þjóðir, sem framleiddu það, notuðu það nú mikið sjálfar. Sagðist landlæknir vonast til að nægilega mikið bóluefni kæmi til landsins sem fyrst. Ljóst væri a.m.k. tveir stofnar veik- innar hefðu fundist á islandi A og B, en bóluefni virkaði aðeins gegn A-stofni og aðspurður sagði hann að því fylgdu engin eftirköst. Landlæknir sagði, að læknis- vakt á Reykjavikursvæðinu hefði verið aukin, þannig að hægt væri að bregðast fljótt við, er veikindatilfelli barna kæmu upp. Eins hefðu sjúkra- húsin verið sérstaklega búin til að taka á móti sjúklingum I skyndingu. Og síðast en ekki síst hefðu læknar verið beðnir að vera á varðbergi gegn þess- ari veiki. Bólusetning gegn heilahimnubólgu mun kosta um 1500 krónur, en sum sveita- félaganna eins og t.d. Reykja- vík hefðu tekið ákvörðun um að greiða bólusetninguna niður. — Engar Framhald af bls. 48 stofustjóri á skrifstofu sir Christopher Somes sem sæti á í framkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins. Islenzka sendinefndin verður i meginatriðum eins skipuð og hún var fyrir viku síðan. Formaður hennar er EinarÁgústson utan- rikisráðherra, en með honum verður Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra. Frá utanrikisráðuneytinu verða Henrik Sv. Björnsson ráðuneytis- stjóri Hörður Helgason, skrif- stofustjóri utanríkisráðuneytis- ins, Tómas A. Tómasson, sendi- herra íslands hjá Efnahagsbanda- laginu I Briissel, Þórður Einars- son blaðafulltrúi utanríkisráðu- neytisins, og Hörður H. Bjarnason fulltrúi, sem verður ritari nefndarinnar. Frá sjávarútvegs- ráðuneytinu verða Einar B. Ingvarsson, aðstoðarmaður ráð- herra, Jón L. Arnalds ráðuneytis- stjóri og Már Eliisson fiskimála- stjóri. Fulltrúar utanrikismála- nefndar AlÞingis á viðræðu- fundunum verða Guðmundur H. Garðarsson alþingismaður og Þórarinn Þórarinsson alþingis- maður. Eru þeir jafnframt full- trúar þingflokka stjórnarflokk- anna. Fundurinn hefst í dag klukkan 10.30 í Ráðherrabústaðnum. Gert er ráð fyrir að fundarmenn muni snæða þar hádegisverð til þess að spara tima. Þá er þvi einnig hald- ið opnu að viðræður verði áf ram á föstudag, en hvort það verður munu fundirnir f dag leiða í Ijós. Emon Gallagher, sem sæti á í samninganefnd Efnahagsbanda- lagsins, kom til tslands í fyrradag eða degi á undan hinum tveimur samninganefndarmönnum. Astæðan fyrir því að Gallagher kom degi fyrr var að hann var að undirbúa kvöldverðarboð, sem Efnahagsbandalagið býður íslenzku viðræðunefndinni til að Hótel Sögu. Gallagher sagði í gær við blaðamann Mbl. að þetta boð væri til þess að endurgjalda þá gestrisni, sem þeir hefðu mætt í fyrri viku. Þetta boð var í gær- kveldi, svo að liklegast hefur islenzku ráðherrunum og við- ræðunefnd EBE gefizt gott tóm til þess að rabba um vandamálin þegar í gærkveldi. Einar Ágústsson utanrikisráð- herra kvað fundina í dag verða framhald á þeim könnunarvið- ræðum, sem fóru fram í síðastlið- inni viku og „við höfum hugað okkur að biða eftir því hvað Gundelach hefur fram að færa. Ef það er eitthvað nýtt, þá verður það tekið til skoðunar, en ef það er gamalt, þá sé ég ekki að miklar horfur séu á gagnkvæmum fisk- veiðisamningi eins og sakir standa." Einar kvað Islendinga og Efna- hagsbandalagið eiga margra sam- eiginlegra hagsmuna að gæta og þá ekki sízt i friðunarmálum. „Við viljum þvi mjög gjarnan hafa samvinnu við bandalagið. Það er mín skoðun, þótt ég hafi ekki beint borið það undir ríkis- stjórnina, en tel það leiða af eðli málsins, að við munum ekkert tala við Breta, þvi að þeir fólu Efnahagsbandalaginu bett* f Óslóarsamningnum heldur ekki leií-ic >|.uj ..einum viðræðum. Þeir hafa þec : . sitt umboð til hs'"1"'-"'1'"- ug Gundelach hefur ..n) það mjög sterklega ao nann sé erindreki bandalagsins," sagði ráðhefrann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.