Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976 Arnmundur Backman; Sverrir og svartolían Sfðastliðinn laugardag birtist f Morgunblaðinu grein eftir Sverri Hermannsson alþingismann, með yfirskriftinni „Trúboð". Eins og við mátti búast er grein þessi um svartolfubrennslu f fslenskum fiskiskipum og fer höfundurinn ýmsum losaralegum ófrægingar- orðum um starf þeirra manna, sem hafa unnið að þessum málum á vegum sjávarútvegsráðuneytis- ins. Undirritaður er einn þeirra, kallaður „ráðuneytisstrákur" f grein alþingismannsins. Allt frá því sjávarútvegsráðu- neytið hóf afskipti af þessum mál- um, m.a. með skipan „svartolfu- nefndar", hefur stefna þess verið sú, að það verði einfaldlega kann- að með öllum tiltækum ráðum og tilraunum, hvort mögulegt sé að brenna í fiskiskipum okkar þeirri svartolíu sem við kaupum nú frá Rússum. Ráðuneytið og þeir menn, sem um þessi mál hafa fjallað, hafa alltaf haft að leiðarljósi, að hér er fyrst og fremst verið að þraut- reyna ákveðna leið til sparnaðar, stórfellds sparnaðar fyrir út- gerðarmenn, sjómenn og þjóðar- búið. Brennsla svartolíu er ekki takmark út af fyrir sig, og engu máli skiptir hvað eldsneytið heit- ir. En ef það er ódýrara en annað eldsneyti, ef það er t.d. 40% ódýr- MEÐ tilvisun til skrifa Morgun- blaðsins að undanförnu, þar sem reynt hefur verið að gera starf- semi Kaupfélags Skagfirðinga tortryggilega í augum almennings og jafnframt gert lítið úr því þýðingarmikla uppbyggingar- starfi er félagið hefur staðið að, til þjónustu við íbúa Skagafjarðar og hinn mikla fjölda félagsmanna kaupfélagsins, þá viljum vér upp- lýsa eftirfarandi: ara í innkaupi, eins og svartolian okkar er miðað við gasolíu, þá er sjálfsagt að reyna að brenna þvi. Ef t.d. 75% af fiskiskipaflota okk- ar brenndu svartoliu, myndi spar- ast um 1000 milljónir króna á ári, samkvæmt útreikningum þjóð- hagsstofnunar. Ráðuneytið og svartoliunefnd hafa unnið að þessum málum á 2 — 3 ár og nú er staðan sú, að 13 togarar og Akraborgin brenna svartolíu að staðaldri. Og alltaf bætast fleiri i hópinn, þannig að ekki færri en 20 skip til viðbótar undirbúa svartoliubrennslu eða hafa sýnt áhuga á henni. Þeir verða sem sagt fleiri og fleiri sem telja sig ekki hafa efni á þvi, að reyna ekki svartolíu I skip sin, þvi að e.t.v. er með því hægt að spara tugi milljóna á hverju ári í elds- neytiskostnað fyrir hvert skip. Ráðuneytið hvetur hins vegar engan til að brenna svartolíu, og hefur aldrei gert, en ef menn hafa áhuga og vilja reyna að spara, þá hefur þeim staðið til boða tæknileg aðstoð svartolíu- nefndar og örlitil fjárhagsaðstoð til að gera nauðsynlegar breyting- ar á vél. Þannig standa mál þessi i dag. Reynsla af svartoliubrennslu á skuttogurum er góð fram til þessa, um það ber eigendum skip- félaganna var sett saman sérstök fóðurblanda með fituinnihaldi, og var fóðurgildi hennar sérstaklega útreiknað miðað við þörf. Það sem af er þessu ári hefur kúa- fóðurblanda hækkað töluvert, sama er að segja um skipsfragt og svo hafa komið fram hækkanir hér innanlands vegna breytinga á gengi íslenzku krónunnar miðað við erlendan gjaldeyri. Allir þessir þættir hafa haft það anna saman. Þetta kom m.a. fram hjá þeim á ráðstefnunni, sem Sverrir sat og skrifaði um í grein sinni. Hann getur þessa samt hvergi, merkilegt nokk. Ekkert bendir enn til aukins viðhalds. Reynsla Akraborgar er góð fram til þessa (kom einnig fram á ráð- stefnunni, en hefur sjálfsagt farið fram hjá Sverri). Af ofangreindum sökum er stefnan enn óbreytt í svartoiíu- málum. Reynslan hlýtur að vera ólygnust og ef reynslan sýnir að hægt er að brenna svartolíu í stað gasoliu, var betur af stað farið en heima setið. Þessi rök hafa sumir menn aldrei skilið. Þótt áhugi fyr- ir svartoliu hafi lengi verið tals- verður og langflestir hafi tekið stefnu ráðuneytisins og tilraunar með svartolíu, sem sjálfsagðan og eðlilegan hlut, þá hafa einstaka úrtölumenn verið á sveimi í kringum málið a.m.k. frá þvi ég hóf afskipti af því fyrst. Með ótrú- legri elju hafa þeir barist gegn öllum tilraunum með brennslu svartolíu, barist gegn ráðuneyt- inu, barist gegn svartoliunefnd og þeim einstaklingum sem í henni sitja. Allt i pati! Allt ónýtt!, var söngurinn til að byrja með og þessi söngur er sunginn enn upp í opið geðið á mönnum sem hafa virkilega áhuga á að spara sér og þjóðinni stórfé og staðhæfa að í för með sér að verðlag breytist nokkuð svo að segja með hverjum skipsfarmi, og skiptir því veru- lega um verð á fóðurvörum hvenær útskipun hefur átt sér stað i Danmörku. 3. Rétt fyrir miðjan október s.l. var verð á A-fóðurblöndu frá K.S. heimkeyrðri af félaginu til bænda í Skagafirði kr. 50.300,- pr. tonn, en siðan þá hefur verðið hækkað I þeir græði 1 milljón á mánuði með því að brenna svartolíu. Einn þessarra manna er Sverrir Hermannsson, alþingismaður. Ofáar eru blaðagreinar hans orðn- ar gegn svartolíubrennslu. Hann hatast við svartolíunefnd og gerir grín að þátttöku ráðuneytisins I málinu. Allt í pati! Allt ónýtt! Ég ætla ekki að rökræða við Sverri um vélfræði. Á henni höf- um við báðir trúlega lítið vit. Ég kr. 52.880,-. Er þvi verð það, sem Morgunblaðið gaf upp rangt. I slíkum samanburði verður láka að taka tillit til þess hvort fóður- blöndurnar séu sambærilegar að efnainnihaldi og fóðurgildi, en þeim samanburði sleppir Morgun- blaðið í frétt sinni. 4. Vér höfum i höndunum sölu- nótu á innflutningi einkaaðila á A-fóðurblöndu til Skagafjarðar um siðustu áramót og kostaði sú fóðurblanda heimkomin til bænda kr. 43.200,- tonnið.A sama tíma seldi Kaupfélag Skag- firðinga A-fóðurblöndu heim- keyrða til bænda á kr. 40.800,- tonnið, þannig að verð félagsins Framhafd á bls. 31 ætla ekki að fjalla um rök hans gegn svartolfubrennslu eða vitna nánar til góðrar reynslu af henni fram til þessa. Ég vil hins vegar beina þeim tilmælum til Sverrir Hermannssonar, alþingismanns, að hann sem einn af ráðamönnum þjóðarinnar fjalli um mál þetta af fullri ábyrgðartilfinningu, að hann virði áhuga þeirra sem eru nú að gera tilraun með svartolíu. Sverrir má brenna þvi eldsneyti sem hann vill, enginn amast við því. En fjölmargir útgerðarmenn hafa brennandi áhuga á að spara, eru tilbúnir að reyna svartolíu- brennslu í því skyni, og Sverrir Hermannsson hefur enga heimild til að ófrægja þær tilraunir. Það er svo umhugsunarefni hver raunverulegur vilji alþingis- mannsins er, annað en vera á móti. Vill hann hætta þessum til- raunum? Vill hann banna þeim að brenna svartoliu, sem áhuga hafa? Hvað meinar hann með að yfirgnæfandi líkur séu á því að brennsla svartolíu sé glapræði, hvaðan hefur hann þær upplýs- ingar? Ég vil taka fram, að ofanritað skrifa ég ekki fyrir hönd ráðu- neytisíns. Arnmundur Backman. Athugasemd f rá Kaup- félagi Skagfirðinga Kaupfélagsstjórar: Undrandi yfir ómaklegum árásum 1. Félagsmenn Kaupfélags Skag- firðinga voru um s.l. áramót 1327 með liðlega 3050 manns á fram- færi sínu, en ibúar í Skagafirði voru þann 1. desember s.l. 4143. Þannig stendur allur þorri ibúa héraðsins að félaginu og þar á meðal eru langflestir bændur sýslunnar, og eru þeir bæði virkir og góðir félagsmenn. Kaupfélagið hefur nýbyggt fullkomið slátur- hús, sem kostaði um 200 millj. króna. Á árinu 1975 urðu innleggjend- ur á sláturfé alls 2043, en það ár slátraði félagið um 69 þús. fjár. Aðalfundur félagsins er hald- inn ár hvert fyrir opnum tjöldum, og er hann æðsta vald I málefnum félagsins. Ekki er þvi hægt með sanni að segja, að fámenn valda- klíka stjórni þessu félagsfyrir- tæki, eins og þeir viljið gefa í skyn. 2. Reynt hefúr verið að gera tor- tryggilegt verðlag á fóðurblöndu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og látið að þvi liggja að um of hátt verð sé að ræða, miðað við það sem gerist hjá einkafyrirtæki, sem flytur inn fóðurvörur. Mikill óstöðugleiki hefir verið í öllu verðlagi eins og kunnugt er, og á það ekki aðeins við verðlag hér á landi heldur einnag erlendis. Is- lendingar kaupa mest af fóður- vörum frá Danmörku, en þar er verðákvörðun í höndum ráða- manna Efnahagsbandalagsins. Samkvæmt sérstakri beiðni ráðu- nauta á Norðurlandi til samvinnu- MORGUNBLAÐINU barst f gær frá Sambandí fsl. samvinnufélaga tilkynning um eftirfaranda álykt- un kaupfélagsstjórafundar, sem haldinn var f Reykjavfk 19. og 20. nóvember: „Fundur nær allra kaupfélags- stjóra landsins, haldinn í Reykjavik dagana 19. og 20. nóv. 1976, lýsir undrun sinni yfir þeim ómaklegu árásum, sem samvinnu- hreyfingin hefur að undanförnu orðið fyrir i nokkrum dagblað- anna. Af þessu tilefni leyfir fund- urinn sér að minna á eftirfarandi: 1. Kaupfélögin og Sambandið eru eign 40 þúsund samvinnu- manna í landinu og þjóna engum hagsmunum öðrum en hagsmun- um almennings og þar með þjóðarinnar allrar. 2. Samvinnuhreyfingin hefur jafnan stutt að byggðaþróun og byggðajafnvægi og hefur þvi lagt sérstaka áherzlu á þjónustu við landsbyggðina og atvinnuupp- byggingu viðs vegar um landið, jafnt á sviði verzlunar, iðnaðar, landbúnaðar og sjávarútvegs. Nýjustu dæmin um iðnaðarupp- byggingu samvinnumanna er að finna á Akureyri í stækkun Gefj- unar, á Egilsstöðum í Prjónastof- unni Dyngju og á Sauðárkróki, en þangað flutti Sambandið nýlega eina af framleiðslugreinum Gefj- unar. 3. Ein sterkasta félagsmanna- heildin innan samvinnuhreyfing- arinnar er bændastéttin. Það hlýt- ur því að teljast eðlilegt, að sam- vinnusamtökin hafi fest mikið fjármagn í vinnslustöðvum landbúnaðarins og í iðnfyrirtækj- um sem vinna úr hráefnum frá landbúnaði. Á sama hátt hlýtur það að vera fullkomlega eðlilegt, að iðnfyrirtæki samvinnufélag- anna fái til frekari vinnslu þau hráefni, sem til falla í sláturhús- um og öðrum vinnslustöðvum félaganna, enda leitast þessi iðn- fyrirtæki við að fullvinna hráefn- in sem mest I landinu, þannig að starfsemin skapi sem mesta at- vinnu og sem mestar gjaldeyris- tekjur. 4. Með stefnu sinni um upp- byggingu vinnslustöðva og iðn- fyrirtækja hafa samvinnumenn haft algera forystu um nýtingu innlendra hráefna f landinu sjálfu til framleiðslu iðnvarnings fyrir innanlandsmarkað og til út- flutnings. Iðnfyrirtæki samvinnu- manna eru óumdeilanlegir braut- ryðjendur í útflutningi á iðn- varningi úr hráefnum land- búnaðarins, enda er hlutdeild þeirra í þessum útflutningi mjög stór. 5. Samvinnumenn telja rétt að brýna fyrir fólki að gjalda .varhug við þeim taumlausa áróðri, sem um þessar mundir er rekinn gegn einum höfuðatvinnuvegi þjóðar- •nnar, landbúnaðinum. Landbúnað þjóðarinnar ber vissu- lega að rökræða sem hvern annan af atvinnuvegunum, en augljóst hlýtur að vera sanngjörnum gagn- rýnendum, að vandamál land- búnaðarins i dag stafa fyrst og fremst af þeirra óðaverðbólgu, sem tröllriðið hefur islenzku efnahagslífi á undanförnum ár- um. Jafnframt hefur mat manna á gildi einstakra atvinnuvega ruglazt um sinn vegna þeirrar nýorðnu þróunar erlendis, að sjávarafurðir hafa stórhækkað í verði á sama tima og niðurgreiðsl- ur á landbúnaðarafurðum hafa verið auknar í ýmsum þeirra landa, sem Islendingar selja land- búnaðarafurðir til. Hitt ber jafn- framt að hafa I huga, að þótt sölu- og vinnslukostnaður land- búnaðarvara hafi vissulega hækkað mikið hér á landi af völd- um verðbólgunnar, er milliliða- kostnaður á þessum vörum hérlendis með þvi lægsta sem þekkist á Vesturlöndum. Við umræðu um málefni land- búnaðarins ber að minna sérstak- lega á, að hráefni frá honum eru nú orðin undirstöðuþáttur I út- flutningsiðnaði landsmanna. Þúsundir heimila víðs vegar um land byggja afkomu sína á þessum þætti og eiga allt sitt undir því að hann megi eflast og dafna. 6. Fundurinn vísar algerlega á bug þeim órökstudda einokunar- áróðri, sem einstök dagblaðanna hafa rekið gegn samvinnu- samtökunum. Það er vafalaust engin tilviljun, að áróðri sem þessum er beint gegn hreyfing- unni einmitt nú, þegar hún er í sterkri sókn í atvinnuupp- byggingu sinni víðs vegar um landið. Slíkar áróðursherferðir gegn samvinnuhreyfingunni eru þekktar i sögunni, þegar sérhags- munaaðilar hafa óttazt að hreyfingin kynni að draga spón úr aski þeirra. Samvinnu- hreyfingin mun láta órökstuddar árásir sem vind um eyrun þjóta, en er ávallt reiðubúin að taka við rökstuddri og sanngjarnri gagn- rýni og til þess að gefa sem ýtar- legastar upplýsingar um málefni sín. Kaupfélagsstjórafundurinn hvetur því til málefnalegrar um- ræðu iim stefnu og störf sam- vinnuhreyfingarinnar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.