Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976
17
ÞÚ AUGLÝSIR UM
ALLT LAND ÞEGAR
ÞÚ AUGLÝSIR í
MORGUNBLAÐINU
70 börn á biðlista á Isa-
firði — 200 á Akureyri
Á seinni árum hefur orðið auðveld-
ara að fá menntaðar fóstrur til starfa á
Akureyri og með því hefur gengið
betur að koma á meira sambandi milli
foreldra og heimila. Það hefur líka
orðið til skilningsauka hinum almenna
borgara, en það sjónarmið hefur vissu-
lega verið meðal ýmissa á Akureyri, að
dagvistunarstofnanir væru bara
geymlustaðir fyrir börnin. Sem betur
fer sýnist þessi afstaða vera að breyt-
ast.
Akranes:
Sennilega skárra ástand
hér en vfða annarsstaðar
Herdfs Ólafsdóttir. formaður kvenna-
deildar Verklýðsfélags Akraness, sagð-
ist telja að ástandið þar! bæ væri
sennilega mun skárra en I Reykjavlk,
þótt það væri engan veginn full-
nægjandi og fólk yrði að leysa þessi
REYKVÍKINGUM hættir til að einblína um of á sjálfa sig og vandamál sín,
hvort sem um er að ræða dagvistunarmál ellegar annað það sem að kallar.
En hvernig er ástandið i dagvistunarmálum úti á landi. Varla miklu burðugra
en i Reykjavík ef marka má fréttir frá ýmsum stöðum.
Björn Þórleifsson hefur
verið félagsmálastjóri Akur-
eyrar um skeið og hefur ný-
verið látið að þvi starfi. Mbl.
spurði hann hvernig ástandið
væri f höfuðstað Norðurlands
hvað snerti dagvistunarmál.
— Á Akureyri var á áætlun dag-
heimili fyrir 67 börn sem stöðugt óx í
kostnaði og var hann kominn í 1 50
milljónir. Ég þóttist sjá fram á að bið
yrði á þvi að þetta heimili kæmist af
teikniborðinu hvað þá lengra. Því gerði
ég ákveðnar tillögur og i þeim fólst að
keypt yrðu tvö væn einbýlishús af
gömlu gerðinni og í þeim komið upp
leikskólum, og að breyting yrði gerðá
dagheimilinu Pálmholti og það tekið
undir leikskóla Ég taldi þetta leið til að
leysa brýnasta vandann. Hvort hús um
sig hefði ekki þurft að kosta nema um
20 milljónir og enda þótt tfu milljónum
væri siðan varið til að gera nauðsyn-
legar endurbætur, myndu þessi hús
bæði ekki ná sem svaraði helmingi af
áætlunarverði nýja dagheimilisins. Síð-
an var eitt hús keypt en það þótti ekki
hentugt sem leikskóli og var gert að
skóladagheimili, enda var mikil þörf á
sliku heimili. Nú er verið vinna að
viðgerðum og breytingum á þessú húsi
og að þvi er ég bezt veit verður það
tekið í notkun eftir áramótin.
Með þeim tillögum sem ég lagði til
að yrði hrint i framkvæmd hefðu verið
leyst vandamál um 50—60 barna á
skömmum tfma. Hins vegar er mér
ekki kunnugt um hvort ákveðið er að
kaupa annað hús f þessu skyni, en
skóladagheimilið rúmar væntanlega
rösklega tuttugu börn.
— Hefur verið athugað hversu mikil
þörfin á dagvistunarplássum er á Akur-
eyri?
— Starfshópur kvenna gerði könn-
un á því og samkvæmt henni kom f
Ijós að á Akureyri lætur nærri að þar
væru á biðlista 200 börn eða jafnmörg
og þau pláss sem fyrir eru. Þetta er
ekki þó alls kostar nákvæm tala þar
sem ég álit að ýmsir treysti sér ekki til
að standa í því að skrifa sig á lista og
biðja um pláss meðan ástandið er
svona.
— Hvað um almennan skilning
bæjaryfirvalda og borgara á dag-
vistunarmálum?
—, Bæjaryfirvöld voru mér vissu-
lega ekki alltaf sammála og drógu til
dæmis í efa að lausn sú sem ég kom
með, eða drög að lausn væri ódýrari,
enda þótt ég þættist benda á rök fyrir
því Þá er auðfundið að bæjaryfirvöld-
um finnst þetta dýrt Þá er ekki hugsað
út í það að 52 aöilar standa til dæmis
að þeim 52 börnum, sem eru í Pálm-
holti og þó svo við reiknum með því að
þetta fólk hafi lágt kaup, eða 60—70
þúsund, fær sveitarfélagið engu að
siður í útsvar frá þeim 2—3 milljón
krónum meira en sem nemur kostnaði
við rekstur heimilisins.
Björn Þórleifsson
mál oft og iðulega með hjálp ættingja
og vina.
— Hér er eitt dagheimili sem tekur
um fimmtiu börn og er opið allan
daginn Svo er einn leikskóli sem starf-
ar sömuleiðis allan daginn, en lokar í
hádeginu Auk þess er svo gæzluvöll-
ur. Enn þykir mér þó langt að aðstaðan
hér sé fullnægjandi og á það ekki hvað
sizt við um börnin sem eru orðin sex
ára og verða þá að hætta á dagheimili
eða leikskóla, Þá kemur ekkert annað
til en góð aðstoð aðstandenda. Sumar
konur hér sem vinna úti hálfan daginn
taka siðan börn hinn helming dagsins,
ömmur hlaupa undir bagga og svo
mætt áfram telja En það er mesta
furða hversu mikill friður hefur verið
um þetta hér. En þegar þessi mál og
önnur eru skoðuð þykir mér það stang-
ast á að kallað er hástöf um á konur út I
atvinnulífið en hins vegar er með hang-
andi hendi gert átak til að gera þeim
kleift að stunda vinnu sem í mörgum
tilvikum eins og i bæjum úti á landi er
stórkostleg verðmætasköpun fyrir
þjóðfélagið.
ísafjörður:
Alvarlegt ástand hér,
og tugi barna vantar pláss
Rut Tryggvason, formaður Barna-
verndarfélags ísafjarðar. sagði að þar I
bæ væri ástandið sérstaklega erfitt og
bæði kvenfélögin. Barnaverndarfélagið
og Félag einstæðra foreldra á ísafirði
ynnu af kappi að þvl að þrýsta á
bæjarfélagið með byggingu dagheimil-
is og vöggustofu
— Hér er eitt dagheimili en það er i
mjög gömlu húsi og er nánast alger-
lega ófullnægjandi. Þar rúmast 45
börn Öllum er Ijóst að úr þarf að bæta
og málið er nú I athugun hjá bæjaryfir-
völdum og erum við að gera okkur
vonir um að hafizt verði handa við
Frá Ísafirði
þessar framkvæmdir næsta vor. Hér
vantar vöggustofu og barnaheimili fyrir
amk. 70—80 börn og er það mikið á
ekki stærri stað. Hér er mikið af ein-
stæðum foreldrum. einkum ekkjum og
má geta nærri hversu erfitt þetta er
fyrir fólk sem verður að vinna og getur
ekki i nándar nærri öllum tilvikum
komið börnunum í gæzlu
— Finnast þér bæjaryfirvöld sýna
málinu skilning?
— Já, en auðvitað ekki nógan, þar
sem vandamálið er svo brýnt að við
lítum svo á að það þoli hreinlega ekki
bið
— Ætla þau félög sem þarna eiga
mestra hagsmuna að gæta að leggja
fram fé bæjarfélaginu til aðstoðar?
— Barnaverndarfélagið starfar nú
— eftir að bæjarfélagið tók dagvistun
ina upp á sína arma — að fjáröflun til
barnastofu á nýja sjúkrahúsinu En
einstæðir foreldrar munu til að byrja
með leggja 400 þús í nýja dagheimil-
ið
— Er vandamálið þá leyst með
einkafóstri nú?
— Já, það er töluvert af konum,
sem eru með smábörn og komast þar
af leiðandi ekki útaf vinna, sem hafa
tekið eitthvað af þessum börnum í
gæzlu á daginn. Eða leitað er til ætt-
ingja En við erum að vona af öllu
hjarta að ráðizt verði i bygginguna á
vori komanda. Þetta er meira vandamál
hér á ísafirði en svo að hægt sé að loka
augunum fyrir þvi og láta eins og
ekkert sé h.k.
------trúlofunarhringar——\
Allir sem trúlofa sig og gifta, vilja vanda val á hringum. Viö bjóóum ykkur velkomin í verslanir okkar, þar sem
vió munum sýna ykkur hió ótrúlega fjölbreytta úrval af hringumog snúrum. Ennfremur póstsendum viö hvert
á land sem er, ef þess er óskaó.
Hér gefur aó líta nokkur sýnishorn, sem þó aóeins er hluti þess úrvals, sem þió eigió kost á.
7
KROSSHAMRAÐIR,
SLÉTTIR HRINGAR
Krosshamra má ólikar
breiddir.
4
EGGHAMRAÐIR
HRINGAR
Rákir, hamraðar beint,
þversum eða á ská.
5
SLÉTTIR HRINGAR
Breidd 4. 5. 6 og 7 mm.
Hafa rutt sér til rúms á
seinni árum.
ár <>(> skartgpipíp
<IÖN oö ’OSKAR Laugavegi 70 - s. 24910 og
IhölliinI
VERZlANA
LAUGAVEGS0
Laugavegi 26 - s. 17742
KÚPTIR,
BREIÐIR HRINGAR
Breidd 8, 9, 10 og12mm.
Vinsæl gerð undanfarin
ár.
FLATHAMRAÐIR
HRINGAR
Fleti má hamra á ólika
vegu á hvers konar
hringa. Algengast
á kúptum hringum.
10
STEINASNÚRA
Mikið notuð með gifting-
arhringum. Vinsælustu
steinarnir í ..snúrunum"
eru rúbin (rauður) og
safir (hvitur og blár).
12
KLASSISKA
GULLSNÚRAN
Laus eða áföst kven-
hringnum. Breidd 1.5 mm.
KANTSORFNIR,
SLÉTTIR HRINGAR
Kant má sverfa á
slétta hringa I öllum
breiddum.
HRINGAR
MEÐ HÖFÐALETRI
Bæði nöfnin grafin með
höfðaletri á hvorn hring.
Breiddir: 6, 7, 8, 9 og 10
mm. Höfðaletur var notað
I útskurði fyrr á öldum.
Kynning á dagvistunarmálum: