Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÖVEMBER 1976
„Sannfœringin varð
að víkja til að sprengja
ekki allt í loft upp"
BOGI EGGERTSSON. hestmaður og fyrrum bóndi I Laugar-
dælum i Flóa. er sjötugur í dag. Flestir minnast Boga
sennilega sem hestamanns en hann hefur fyrir löngu skipað
sér í röð fremstu hestamanna landsins og fáir núlifandi
íslendinga hafa lagt sig eins í líma við að skilja og skilgreina
eiginleika islenska hestsins. Ungir sem aldnir hafa hlýtt á orð
Boga um hestinn og eiginleika hans og þó menn hafi i fyrstu
ekki verið honum sammála, hefur þó raunin oftast orðið sú,
að orð Boga hafa staðið óhögguð. Það var tekið eftir þeim
hjónum Boga og Friðu Guðmundsdóttur, þegar þau voru á
ferð, hvort sem þau brugðu sér i reiðtúr innan borgartakmark-
anna eða í langferðum. Fríða var einnig mikill hestamaður og
minnast menn þá ekki sist hinnar einstöku ásetu hennar Þau
hjónin eignuðust 7 börn en eitt þeirra, elsti sonur þeirra, fórst
af slysförum ungur að árum. Friða kona Boga andaðist árið
1972. Blaðamaður Mbl. ræddi i vikunni við Boga i tilefni af
sjötugsafmæli hans og fer samtalið hér á eftir.
— Foreldrar minir voru Guðrún
Biarnadóttir. prests á Staðarfelli í Lóni,
og Eggert Benediktsson, prests á
Lundi Langafi minn var Eggert Guð-
mundsson prestur i Reykholti en lang-
amma min var dótttr Boga gamla Bene-
diktssonar i Hrappsey og eftir honum
heiti ég Hestadellan er víst komin i
ættina frá Eggert í Reykholti en hann
var búhöldur og mikill reiðmaður og
hrossaræktandi En mér hefur aftur
verið sagt að fólki hafi ekki eins mikið
koma tif stólræðna hans og búskapar-
ins. Ég ólst upp hjá foreldrum minum i
Laugardælum en heimilið var stórt. þvi
við systkinin vorum 9 auk vinnufólks.
Þetta fólk á heimilínu var alft eins og
ein fjölskylda og það var ekki til siðs að
skipa fólki að gera hlutina heldur var
vmnufólk og við krakkarnir beðnir um
að vinna það sem þurfti að gera
— Sveitin og það umhverfi. sem
hún bjó manni og ekkí sist fjölbreyttur
hópur fólks. mótaði mig eins og annað
fólk, sem ólst upp á þessum tíma i
sveitum landsins Fólkið i sveitinni var
misjafnlega efnum búið en allir höfð'u
þó nóg að borða og menn voru hjálp-
fúsir ef eitthvað bjátaði á Það var
sama hvort þar átti i hlut efnaður bóndi
eða fátækur Félagsandi var góður i
sveitinni á þessum árum og fólkið bast
samtökum til að vinna að hinum ýms-
um málum, stofnað var lestrarfélag,
búnaðaríélag, félag um vegalagningu
og ekki má gleyma Flóaáveitunni og
Mjólkurbúi Flóamanna, sem tók við af
rjómabúunum.
Félagsmál bænda
stefndu um of
i einræðisátt
— Ánð 1929 kvæntist ég Friðu
Guðmundsdóttur frá Læk i Flóa og við
hefjum búskap i Laugardælum og
bjuggum þar i 8 ár Búið hjá mér var
vist talið frekar stórt á þeirra tima
mælikvarða en ég var með nær 20
mjólkandi kýr og um 200 ær Þessi
búskaparár min voru kreppuár og verð-
lagsmálin fóru illa með bændur Ég átti
erfitt með að sætta mig við hvérsu
mjög félagsmál bænda á þessum árum
stefndu um of í einræðisátt Bændur
stofnuðu sin eigin samtök til mjólkur-
vinnslu. Mjólkurbú Flóamanna. en
smám saman varð staðan sú að kaup-
félagið varð alls ráðandi Bændur
höfðu ráðíð þessum félögum sinum i
fyrstu en nú komu til skjalanna einstak-
lingar, að vísu hörkuduglegir, sem
tóku st)órn þessara félaga í sínar hend-
ur. Kaupfélag Árnesinga yfirtók til
dæmis á tímabili alla mjólkurflutninga
að og frá Mjólkurbúinu og setti á þá
það verð sem þvi sýndist
— Þá má ekki skilja þessi orð min
þannig, að kaupfélögin og samvinnu-
hreyfingín hafi ekki gert bændum neitt
gagn Allur félagsskapur er góður og á
að geta verið þroskandi sé rétt á mál-
um haldið rvlin skoðun er hins vegar
sú, að á seinni árum hafi bændur of
litið ráðið þessum samtökum Það eru
komnir upp vissir menn, jafnvel vissar
klikur, sem ráða alltof miklu i kaup-
félögunum og samvtnnuhreyfingunni.
Bakið hefur alltaf
verið að striða mér
— Það er kannski ofsagt að ég hafi
hætt að búa vegna þessa ástands en
vissulega þótti mér leiðinlegt að sjá
málin fara á þessa lund Þegar ég fór til
Reykjavikur 1 93 7 ætlaði ég i félagi við
fleiri að koma upp léttum iðnaði og við
vorum einkum að hugsa um að stofna
naglaverksmiðju en það voru allar
lánastofnanir lokaðar. Þeir vildu ekki
lána okkur og ég varð að leita mér að
annarri atvinnu Fyrst fór ég að aka bil
á fólksbílastöð en sú vinna féll mér
ekkt og fór þá að aka vörubil. sem ég
gerði í nokkur ár.
— Hestadellan og hestarnir fylgdu
okkur hjónum. þegar við ffuttum I
bæinn og ég gekk strax i Fák Ég var
mikið i þessari hestamennsku og 1 944
ræðst ég til starfa hjá Fáki og vinn þar
við htrðingu hrossa á veturna og um-
sjón þeirra á sumrin Aðstæður voru
allar voðalegar frumstæðar en á
veturna vorum við með hrossin fyrst
eingöngu i Tungu og seinna á l.augar-
landi þetta var allt mjög þreytandi og
ekki laust við að ég yrði fegtnn þegar
ég hætti 1 953
— Skömmu áður en ég fluttist frá
Laugardælum hafði hestur stokkið með
mig fram af tæplega fjögurra metra
háu barði og lent i sandi en við þetta
slasaðist ég í baki og það hefur alltaf
eftir það verið að stríða mér Ég hef l.d.
ekki getað setið vel á hesti til lengdar
eftir þetta Það var ætlun mlna að fá
mér einhverja létta vinnu þegar ég
hætti hjá Fáki og réðst til Áburðarverk-
smiðjunnar til vélgæzlustarfa Það varð
hins vegar raunin að yfirmenn verk-
smiðjunnar báðu mig um að taka að
mér akstur á starfsfólki og fleiru að og
frá verksmiðjunni en þetta átti bara að
vera um skamma hrið en svo liðu árin
og engin breyting varð á. Þá verður
stórslys i verksmiðjunni og yfirverk-
stjóri útivinnunnar þar slasast og deyr
og ég var beðinn um að taka við
störfum hans og enn átti það að vera i
bili en ég ílengdist í því meðan heilsan ,
entist Og ég hef ekki sagt skilið við
verksmiðjuna og vinn þar svolitið enn
— Minnisstæðast frá þessum árum
minum i áburðarverksmiðjunni er fyrst
og fremst það góða samstarf, sem ég
átti við starfsmenn mína og yfirmenn
Þetta voru duglegir menn og hreint
ótrúlegt hversu miklu þeir gátu afkast-
að Menn unnu i akkorði þó aðeins
væri borgað tímakaup
Hestadellan
ættgeng
— Hestadellan hefur eins og ég
sagði áðan verið ættgeng og uppeldi
mitt var öðrum þræði á hesti, þvi faðir
minn var mikið með hross og átti góða
reiðhesta, sem ég fékk fljótt að brúka
Minn fyrsta hest fékk ég í tannfé en
vegna óhapps i -tamningu var hann
hrekkjótur. Hann henti flestum af sér
en faðir minn tók hann og tamdi og 9
ára fékk ég að fara á bak honum. Þetta
var ekki mikill ferðahestur. hvorki á
skeiði né stökki en afbragðs lipur og
góður töltari Árin fyrir austan og þau
fyrstu i bænum átti ég oft mikið af
hrossum en ekki áberandi gæðinga en
konan mtn átti mjög góðan gráan hest
eftir að við fluttumst til Reykjavikur.
Það er ekki fyrr en að ég fæ Stjarna
1951. sem ég fæ virkilegan gæðing.
Fór samdægurs
og sótti Stjarna
— Ég var að dæma á mótí uppi í
Borgarfirði um sumarið 1951 og kom
þá auga á þennan rauðstjörnótta hest.
Þó að ég ætti alveg nóg af hestum og
kannski meira en nóg. gat ég ekki á
mér setið og falaði hann Tveir aðrir
voru þá búnir að bjóða í hann en þeim
þótti hann vist full viðkvæmur og kvik-
ur. þannið að þeir féllu frá tilboðum
sínum og mér var þá boðinn hann til
kaups Áhuginn hjá mér var það mikill
að ég fór samdægurs upp að Odds-
stöðum i Borgarfirði, þar smm hann
var þá, og sótti hestinn Stjarni var 6
vetra þegar ég fékk hann og hann átti
ég i 1 2 ár. Hann var út af Nasa og féll
alveg að þeim kröfum. sem ég geri til
gæðinga. Það vantaði ekki viljann og
lipurðina né ganghæfnina en ég hef
komið á bak meiri ferðhestum á skeiði
en Stjarni var.
— Ekki man ég nákvæmlega hvað
Stjarni kom oft fram á sýningum en
hér i Reykjavik stóð hann efstur af
gæðingum tvisvar og á landsmótum
tvísvar sinnum Það er víst að Stjarni er
hestur. sem ég mun aldrei gleyma.
Hestar eru ekki
skynlausar skepnur
— Áhugi minn á hestum og hesta-
mennsku hefur i raun verið tengdur
öllu, sem viðkemur hestinum Ég hef
reynt að gera mér far um að þekkja
islenska hestinn og einkenni hans eins
vel og hægt er og velta fyrir mér gerð
hans Ég fékk sem strákur að riða mjög
góðum hestum og lika allavega
jálkum Sá samanburður, sem ég fékk
þá, varð kveikjan að þvi að ég fór að
skoða hvað það væri. sem skildi á milli
í hæfileikum hestanna Hvaða eigin-
leikar væru sameiginlegir góðu hestun-
um og hverjir þeim vondu Það hafði
líka mikil áhrif á mig sem ungling að
vera á ferð með tvo vagnhesta og
lenda i byl Sjá ekki móta fyrir veginum
en finna hvernig hestarnir tóku veginn
alla leið heim á hlað Hestar eru vitan-
lega misvirtir en vit hesta er meira en
menn reikna yfirleitt með og ekki
skyldu menn láta þau orð falla að
hestar séu skynlausar skepnur
— Já. það er rétt. ég hef ekki bara
fengist við hestinn og hestamennskuna
vegna eiginleika hestsins Ég hef líka
sinnt félagsmálum hestamanna og á
árunum 1 949 til 1 953 var ég formað-
ur Fáks. Þegar komið var framyfir
1 940 höfðu kreppa. strlð og vélaöld
gengið yfir Hestamennsku hafði stór-
lega hrakað og hestamenn fóru að
ræða sln i milli um hvað væri hægt að
gera til að snúa vörn I sókn Gunnar
Bjarnason, sem þá var ráðunautur
Búnaðarfélags íslands í hrossarækt,
var það raunsær að hann sá að ekkert
var hægt að gera i þessu efni nema að
hafa hestamenninna með i ráðum
Hófst nú hin ágætasta samvinna milli
Gunnars og hestamanna og upp úr þvi
er Landssamband hestamannafélaga
stofnaðárið 1 949.
— Gunnar hjálpaði okkur hesta-
mönnum mikið á þessum árum og ég
kynntist mörgum hestamönnum af öllu
landinu á þessum árum. sem ákaflega
gaman var að vinna með en engum
eins og Gunnari Bjarnasyni Það var
samt undarlegt hvað við gátum unnið
mikið saman jafn ólíkir menn og við
vorum Við vorum að visu ekki alltaf
sammála en við gátum rætt saman um
hlutina Ég hef ekki unnið með neinum
manni sem jafn gaman hefur verið að
vinna með þó fljótfær sé.
Frekar dómur á þekkingu
knapans á dómkerfinu en
gæðum hestsins
— Hestamennskan hjá okkur er í
framför. Það hafa verið hér frá gamalli
tið mikltr reiðsnillingar og fjöldinn af
þokkalegum reiðmönnum og mikið af
klaufum. Klaufarnir verða áfram til en
nú er kominn hópur af fólki, senri
stendur gömlu reiðsnillingunum okkar
fyllilega á sporði. Skemmtilegast er þó
að fylgjast með þvi hversu mikið af
börnum og unglingum er farið að sitja
vel á hesti. Margt eigum við eftir að
bæta og ég held að við verðum að gera
stórátak í að bæta fóðrunina og hirð-
inguna, þvi þessir tveir þættir hafa
meira að segja en margur gerir sér
grein fyrir.
— Við getum tileinkað okkur margt
úr erlendum reiðskólum við tamningu
hrossanna. Erlendu reiðskólarnir henta
okkur að flestu leyti sem byrjunartamn-
ing. Ég er þó þeirrar skoðunar að
letiklyfjagangurinn. eins og ég kalla
hann, eigi ekki heima hjá okkur. Er-
lendir hestar eru það stirðir að þeir
slappa ekki af nema hengja hausinn en
það þarf islenzki hesturinn ekki að
gera. Það er lika rangt að hvetja hest-
inn við vinstri afturfót, því sú hvatning
er miðuð við klyfjagang en við eigum
að hvetja við hægri framfót
— Við verðum að passa okkur að
ganga ekki út i öfgar með að : pa allt
eftir útlendingum Nú er mjög i tízku
að tala um hringvelli og menn mega
ekki heyra á annað minnst, þegar þeir
tala um gæðingakeppni. En þetta eru
eftir minni meiningu góðir vellir til að
þjálfa hross á hægri ferð en ef á að
keppa á þeim þá eru það ekki
gæðingakeppnir heldur gangskiptinga-
keppnir Annars eru gæðingadómar
okkar meira orðnir dómar i þekkingu
Rætt við Boga Eggertsson sjötugan
Bogi Eggertsson situr Stjarna við verðlaunaafhendingu á landsmótinu á Þingvöllum 1958.
knapa á dómkerfinu en dómur á hinum
islenska gæðingi. Þetta dómkerfi mið-
ast allt við að múlbinda hestinn og það
sama gera hringvellirnir íslenzki hest-
urinn þarf viðattu og frelsi Við verðum
lika að bæta dómana sjálfa því það er
óskaplegt að sjá hest. sem varla er
reitt, fá háar einkunnir. Þó knapinn
hvistist og skjálfi en hesturinn ber
hausinn vel þá fær hann góða einkunn.
Það á að vera markmið gæðingadóma
að dæma gæði hestsins.
Hestamenn stifari
á sinni meiningu
en aðrir menn
— Hvað snertir hrossarækt okkar
íslendinga þá er ég nokkuð ánægður
hvernig þar hefur að málum verið
staðið Ýmsir vilja halda því fram að
við eigum að skyldleika rækta en þvi er
ég á móti Við eigum að leiða saman
fyrstu verðlaunahross i sem flesta liði.
þvi þannig fáum við út gæðingseigin-
leikana Þá er lika sjálfsagt að skyld-
leikarækta strax systkini En ef farið
væri út I jafn mikla skyldleikaræktun
og gerðist með Svaðastaðastofninn,
Árnanesstofninn og Hindisvíkurstofn-
inn koma kostirnir fram en með skyld-
leikaræktun fáum við lika fram gallana.
— Það fylgja þvi ýmsar áhættur að
fara með stóðhestana eins vítt um
landið eins og gert er nú strax á unga
aldri Hér áður fyrr voru fengnir stóð-
hestar. oft litið eða ekkert tamdir, i
heilu sveitirnar og þeir voru notaðir þar
i 8 til 1 0 ár og það var algjörlega undir
hælinn lagt hver útkoman varð. Þetta
gat leitt til þess að öll hross i sveitinni
urðu léleg eða þetta fór á hinn veginn
Á Suðurlandi voru t d til góðir hrossa-
stofnar sem urðu að engu með þessum
hætti Stefnan á að vera að nota ekki
nema afkvæmaprófaða stóðhesta og
nota góða stóðhesta aðeins til að leiða
uridir þá góðar hryssur. Það verður að
hætta þessu að menn komi með léleg-
ar hryssur undir okkar bestu stóðhesta
— Það sést kannski best hvaða
árangri við höfum náð I ræktuninni að
nú sjást ekki stóðhestar á mótum. sem
ekki hafa reiðhests afturbyggingu. En
afturbyggingin segir algjörlega til um
það hvernig hesturinn gengur. Fram-
tiðarkrafan um reiðhestinn er fyrst og
fremst að fá þægilegan reiðhest. Fólk
vill notalega hesta og upp á þá þarf
ræktunin að b/óða þó við ræktum
áfram þessu gömlu Islensku reiðhests-
eiginleika. sem enga sina lika eiga.
— Á tfmabilinu frá 1950 til 1966
starfaði ég mikið I kynbótadómnefnd-
um og gat þvi betur fylgst með þeirri
þróun. sem orðið hefur en ella Þessi
dómnefndastörf kenndu mér lika að
hestamenn eru öðrum mönnum stlfari
á sinni meiningu en ég get það nú að
stundum varð maður hreinlega að fara
ekki alveg eftir sannfæringu sinni i
dómunum til að sprengja ekki allt i loft
upp. Samtök hestamanna voru ung og
menn vildu allt gera til að halda þeim
saman. Rigurinn milli manna var mikill
og menn fylgdu einstökum stofnum i
blindni s.s. Svaðastaðastofni og Árna
nesstofninum.
— Eg get sagt sem dæmi að einu
sinni var ég ásamt fleirum að skoða
hross austan Vatna i Skagafirði og við
erum spurðir að þvi hvar við ætlum að
skoða næst. Svar okkar var að við
færum naest vestur yfir Vötnin en okk-
ur var þá bent á að þangað þyrftum við
ekkert að fara, þvi þar væri ekkert til af
góðum hrossum Við héldum nú vestur
yfir og komum að Hafsteinsstöðum og
var þar samankominn nokkur hópur
manna Menn spurðu hvaðan við
kæmum.og var peim svarað. En menn
spurðu þá einfaldlega hvort austan
Vatna vaeru nokkur reiðhross. Þarna
voru það þó bara Héraðsvötnin sem
skildu
Megum ekki alltaf
líta fyrst á það,
sem miður fer
— Mér hefur æði oft fundist brenna
við hjá hestamönnum að þeir líti alltaf
fyrst á það. sem miður fer Ekki er ég
viss um að það sé rétta leiðin ef við
ætlum að stefna að lagfæringum og
áframhaldandi úrbótum Við megum
ekki gleyma þvi, sem vel er gert og
þeim áföngum, sem við höfum náð. Ég
hélt á sinum tima að það tæki styttri
tima að ná árangri i ræktun okkar á
islenska hestinum en raunin hefur orð-
ið og það er margt sem á eftir að
lagfæra i hestamennskú og hrossrækt-
un okkar En fyrst við erum þegar lögð
á stað upp brekkuna hef ég ekki trú á
öðru en haldið verði áfram upp á
brekkubrúnina.
Samtali okkar við Boga Eggertsson
var lokið Þó hér að framan hafi verið
reynt að gefa lesendum ofurlitla innsýn
í ævi og skoðanir Boga fer þó fjarri að
sá brunnur hafi verið tæmdur Bogi
verður að heiman á afmælisdaginn en
það er ætlun hans að verja deginum til
að skyggnast nokkuð um gamlar reið-
leiðir á æskustöðvunum.
----------t.g.