Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976 37 FLESTIR sem lesa þessa fyrir- sögn munu hugsa: Ekki kemur okkur það við, hvenig ekið er og drukkið í Englandi. Kasta svo blaðinu eða fletta á næstu sfðu. Samt má margt læra af því sem hér er sagt i örfáum orð- um, sem eru úr vísindalegri skýrslu, sem lögð var fram á heimsráðstefnu í Helsingfors öðrum þjóðum og þá einkum kirkjunnar mönnum til íhugun- ar. Og um leið var spurt: Hvað er nú til ráða? Ekki geta þær þjoð- ir, sem eins er ástatt fyrir haft þessa upplýsingar að engu. Slys, skaði og skömm, sem alþjóð hrjá hversdagslega eru málefni, sem snertir alla. Það skal tekið fram, að hér standa ekki allir ökumenn jafnt að vigi. Leigubílstjórar eru taldir aka langbezt og öruggast og sama gildir um ökumenn strætis- vagna og langferðabifreiða. • Hins vegar verða slys og árekstrar mest hjá unglingum og skemmtiferðafólki á einka- bifreiðum. Kannski er þetta eitthvað Hkt hér á Islandi. Minnsta kosti gætum við mikið af því lært. Tölur þær og skýrslur, sem farið er eftir og lagðar vour fram eru siðan I apríl mánuði I vor 1976. Hlutfallstala ökumanna, sem bana hafa beðið eða valdið dauðaslysum I umferð undir áhrifum áfengis, er hærri nú en nokkru sinni fyrr. Kostnaður við umferðarslys, greiddur úr vasa almennings, þar sem áfengi er slysavaldur, nemur nú yfir 100 milljónum punda árlega. Hefur sá kostnaður skatt- greiðenda verið reiknaður út hér á landi? Þjoðarneyzla áfengis I Englandi jókst um 39% á árun- um 1968 til 1974. Og sé aðeins unga fólkið og drykkja þess tek- in með er hlutfallið miklu hærra. Samhliða og og i jöfnu hlutfalli við þessa áfengis- neyzlu hafa sjúkdómar og afbrot sem rekja má til þessara orsaka, aukizt. Þjóðþingið hefur nú tekið þessi vandamál til umræðu og íhuguð er lagabreyting um hærra aldurstakmark þeirra, sem áfengi mega kaupa og breyttan lokunartima á knæp- um og veitingahúsum. Tiltölulega fáir ökumenn, sem aka drukknir eru mestu slysavaldar í umferðinni. Helmingur allra dauðsfalla milli 15 og 24 ára aldurs verða í umferðaslysum og áfengi er þar svo að segja alltaf orsökin. England hefur enn þá varizt Lé^t^é. vid gluggann eftirsr. Árelíus Níelsson Akstur og drykkja i EngUmdi fýknilyf jum öðrum en alkóhóli svo vel, að tiltölulega fá slys verða rakin til þeirra. Af völdum hass og marjuana eru nálægt eitt hundrað slys árlega þessi fimm ár. En til samanburðar eru nær 50 þúsund slys með áfengi sem aðalorsök. Sömu skýrslur birta nokkrar niðurstöður rannsókna um samband afbrota og áfengis- neyslu. Þar kemur f ljós að mestur hluti glæpa og þó sér- staklega ofbeldisafbrota: Misþyrmingar, nauðganir og morð, eða um 80%, orsakast af áfengisneyzlu og eru framin f ölæði. Heimsókn í Stafford-fangelsi teiddi f ljós i viðtali við f angels- isstjóra og fangaverði að sama hlutfall eða nær 80 af hundraði fanganna þar frömdu afbrot sin fölæði: Skýrslu þessari lýkur með þessum tölum: Yfir 100 þúsund afbrot f Englandi og Wales voru rakin til áfengisneyzlu ár- ið 1974. Auk þess 58 þús. eingöngu i sambandi við akstur og umferð: Sfðan er bætt við. Þessi afbrot eru samt áreiðan- lega þref alt fleiri en þessar töl- ur segja, gætu verið fimm'sinn- um fleiri. Mörg afbrot sannast aldrei. Önnur eru ekki rakin til orsaka eðalátinóátalin. Framhald á bls. 31 „Einingin" í Hvol- hreppi 50 ára Blaðinu hefur borizt eftirfarandi fráHvolsvelli: í sumar héldu kvenfélagskonur í Hvolhreppi upp á fimmtfu ára afmæli kvenfélagsins „Einingin" með ferðalagi austur f Skaftafells- sýslu. Kvenfélagið er stofnað 4. júlí 1926 og f fyrstu stjórn þess sátu: Astriður Thorarensen, Móeiðarhvoli, formaður, Sigríður E. H. Nikulásdóttir, Þórunúpi, ritari og Ragnheaður Einarsdóttir, sýslumannsfrú á Efra Hvoli, gjaldkeri. A afmælisárinu voru þessar konur gerðar að heiðursfélögum: Astriður Thorarensen frá Móeiðarhvoli, Margrét Sæmunds- dóttir frá Hvolsvella og Daniella Jónsdóttir frá Króktúni. Þá færðu kvenfélagskonur ungri stúlku sem varð fyrir slysi, myndarlega fjárhæð, og Stórólfs- hvolskirkju færðu þær, fyrir nokkrum dögum, kr. 100.000,- i orgelkaupasjóð, en ákveðið er að kaupa nýtt hljóðfæri I kirkjuna. Til kirkjunnar hafa oft á undan- förnum árum komað góðar og kærkomnar gjafir frá kvenfélags- konum. Ekki hafa þær gleymt slysa- varnasveitinni Dagrenningu. Björgunarsveitarmennirnir eiga vandaðan ullarfatnað frá kven- félagskonum. Konurnar hafa ekki haft hátt um margvísleg störf að menning- ar og mannúðarmálum í sveitinni sinni. Samt hafa þær unnið af •þrautseigju og lagt mörgum góð- um málum lið, þótt ekki hafi alltaf verið ausið úr digrum sjóð- um, en góðan vilja og fórnfýsi hefur aldrei vantað. Stjórn kvenfélagsins „Einingin" skipa nú: Kristin Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli, formaður, Erla Jónsdóttir, Hvols- velli, gjaldkeri og Helga Þor- steinsdóttir, Hvolsvelli, ritari. Nú þegar margs konar félags- skapur er að lognast út af er starf- semi kvenfélagsins hér með blóma. og ellisjúkdómar óþekktir. Ungar konur ganga jaf nt og þétt á kvenfélagið „Einingin" og starfa með hinum eldri félagskonum af dugnaði og með gleði. ATTÞU HEFILBEKK? TILVALIN JÓLAGJÖF. TAKMARKAÐAR BIRGÐIR. GUNNAR ASGEIRSSQN HF. AKUREYRI — REYKJAVÍK. BYGGINGAVÖRUVERZL KÓPAV0GS EFLIÐ STYRKASTA STJÓRNMÁLAAFUÐ GERISTFÉLAGAR í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík INNTÖKUBEIÐNI Ég undirritaður óska hér með að gerast meðlimur í: fl Landsmálafélaginu Verði, sambandi félaga Sjálfstæðis- manna í hverfum Reykjavíkur: ? Félagi Sjálfstæðismanna i Nes- og Melahverf i ] Félagi Sjálfstæðismanna í Vestur-og Miðbæjarhverfi ] Félagi Sjálfstæðismanna í Austurbæ- og Norðurmýri ? Félagi Sjálfstæðismanna í Hliða-og Holtahverfi ^J Félagi Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi Q Félagi Sjálfstæðismanna í Langholti ? Félagi Sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi ? Félagi Sjálfstæðismanna í Smáíbúða- Bústaða- og Foss- vogshverfi ? Félagi Sjálfstæðismanna í Árbæjarhverfi ] Félagi Sjálfstæðismanna í Bakka- og Stekkjahverfi ] Félagi Sjálfstæðismanna í Fella- og Hólahverfi ? Félagi Sjálfstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi ? Heimdalli, samtökum ungra Sjálfstæðismanna (16—35 ára) Q Hvöt, félagi Sjálfstæðiskvenna ? Málfundafélaginu Óðni Reykjavík________19____ Undirskrift Fullt nafn: _ Heimilisf.: .sími: Fæðingard. og ár: Staða: ________ Nafnnúmer: Vinnust./simi: Sendist: Skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik Bolholti 7, simar 82900 82963.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.