Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NOVEMBER 1976 19 Barn eftir pöntun MAÐUR nokkur ( San Francisco f Kalifornfu aug- lýsti í fyrra eftir „Til- raunaglass-móður" til þess að ala honum barn með með gervifrjðvgun og er nú orðinn farðir að myndarlegu stúlkubarni. „Barnlaus eiginmaöur ófrjórrar konu óskar eftir „tilraunaglas- barni" stóð í auglýsingunni, sem birtist f San Francisco Chronicle 15. apríl í fyrra. „Ætterni enskt éða frá Norð—vestur Evrópu.Greinið frá verði og aldri. Farið verðu með öll svör sem trúnaðarmál." Auglýsandinn féllst á að segja blaðamanni við Chronicle söguna um auglýsinguna og áhrif hennar gegn því að nafni hans og nafni móðurinnar yrði haldið leyndum. Hann kvaðst vera einn eftir af ætt sinni, en langað til að eignast barn — sitt eigið barn — til að viðhalda ættinni. Hann kvaðst hafa kosið gervifrjóvgun vegna þess að hann teldi ósiðsamlegt að eiga kynmök utan hjónabandsins til að geta barn. Vandræði mannsins spurðust víða og leiddu til þess að hann fékk svör frá 181 konu víða að, allt austan frá Bangladesh, segir hann. Voru svörin send á auglýs- inganúmer hjá Chronicle, og fékk maðurinn lögfræðing og lækni til að velja úr konunum. Sjálfur hef- ur hann aldrei hitt móður barns síns. Konan, sem fyrir valinu varð, er sögð lagleg, Ijóshærð skrifstofu- stúlka, sem býr á San Francisco svæðinu og er ógift. Hún hefur aldrei fyrr eignast barn. I desember I fyrra fór maður- inn til læknis þar sem tekið var sýnishorn af sæði hans. Eftir að hann var farinn, sprautaði lækn- irinn sæðinu i móðurina. „Þetta tókst í fyrstu tilraun", sagði mað- urinn. Þegar móðirin tilkynnti vinnu- veitanda sinum og samstarfs- mönnum hvað um væri að vera lá við að hún missti vinnuna, að sögn lögfræðings mannsins, en allt fór þó vel að lokum. Stúlkubarnið fæddist svo 6. september síðastliðinn. Hún er rauðhærð og bláeyg, og vó 12 merkur við fæðingu. Segir faðir- inn að í fyrstu hafi dóttirin verið eitthvað lasin, en nú er hún Framhald á bls. 31 Af alhug þakka ég Milljón fóstureyðingar % Að sögn Associated Press fréttastofunnar hefur höfuðborg Bandarfkjanna öðlazt þann vafasama heiður að verða fyrst allra borga þar I landi þar sem fóstureyðingar urðu fleiri en fæðingar. Þetta var niðurstaðan ( Washington á árinu 1975 samkvæmt opinberum skýrslum, en þar urðu fóstureyðingarnar á sfðasta ári alls 9.819, en fæðingar 9. 746. Af öllum þessum fóstureyðingum greiddu opinberar sjúkratryggingar, Medicaid, kostnaðinn við 7.417, en 1.082 voru gerðar án kostnaðar við borgarsjúkrahúsið f höfuðborginni. Yfirvöld f Washington skýrðu einnig frá því I þessu sambandi að fleiri börn hefðu fæðzt þar I fyrra utan hjðnabands en f hjónabandi. og bentu á að þetta hlutfall yrði enn óhagstæðara ef greiðslur þess opinbera fyrir fóstureyðingar yrðu felldar niður. Til samanburðar má geta þess að Medicaid greiddi alls fyrir um 250 þúsund fóstureyðingar f Bandarfkjunum á sfðasta ári, en alls eru fóstureyðingarnar á árinu áætlaðar hafa verið um ein malljón. Fæðingar f landinu voru hins vegar 3,15 milljónir árið 1975. ir mínar sem tilfærðar eru orð- réttar. En endursagnir Einars og ályktanir dregnar af þeim er höfundskapur mér óviðkomandi; snið endursagna ákvarðast af sómatilfinningu þess sem á held- ur og kemur ekki mál við mig. Ég verð að hrella Einar með því að við Matthías Johannessen hófum ekki rætt táknmál það sem fengið er með láns og leigukjörum frá Danmörku. Við erum tæpast tveir um þá skoðun sem fer í pirrurnar á klipparanum. Skoðanabræður okkar og systur nema trúlega þús- undum. Sigurður Nordal varaði íslendinga við að leggjast vembil- fláka fyrir hverjum goluþyt bók- menntatísku sem um nágranna- löndin færi. Þau varnaðarorð hafa sýnilega ekki enn náð eyrum sanntrúaðra marxiskra höfunda — sem éta manna mest hver úr annars lófa, þannig að þekki mað- ur einn þekkir maður þá alla, gildir einu uppá hverju er brotið. Ur þeim öllum kemur lap úr sömu skál. Því miður. Stöðlunin á öðrum sviðum er ærin fyrir. Ég fæ ekki betur séð en Einar Karl stefni með beggja skauta byr beint í faðm þess safnaðar sem svo er lýst í eftirmála greinasafns sem sá er þetta ritar er höfundur að og fer að sjá dagsins ljós: „Þeir (Einar Bragi og hirð hans) ánetjuðust ungir trúar- brögðum sem ekki eru alveg án verðleika, en eru þeirrar náttúru að þau rækta með uppnæmum mönnum einsýni sem sýrir allan gerning þeirra uppfrá þvi og rýrir þá sem manneskjur. Kynslóðin má dragnast með þennan fjanda- flokk vegferðina á enda." Það má ekki gleymast að merki, hversu mikilli gyllingu sem mak- að er á þau, eru aldrei hótinu betri en mennirnir sem ganga með þau um torg. Fransk- ar kvik- myndir I kvöld, fimmtudag 25. nóv., kl. 20.30, mun Gerard Lemarquis halda fyrirlestur um franska kvikmyndalist frá upphafi og fram að „Nýju bylgju" I Franska bókasafninu, Laufásveg 12. Ger- ard mun sýna kafla-úr mörgum kvikmyndum til skýringar. Þess er skylt að geta að hann mun tala á íslenzku til þess að allir þeir, sem áhuga hafa á kvikmyndum geti haft gagn og gaman af. Fyrir- lestur þessi er á vegum Alliance Francaise og er liður i vetrardag- skrá félagsins. Verða framvegis kvikmyndasýningar, fyrirlestrar eða bókmennta-, lista- og skemmtidagskrár i Franska bóka- safninu a.m.k. þrjá þriðjudaga í hverjum mánuði. Meðal efnis þessara kvölda má nefna kvik- mynd gerð eftir Don Juan Molieres, kynningu á goðsögninni Don Juan og upplestur úr leikrit- inu í þýðingu Jökuls Jakobssonar, en þetta kvöld sem tileinkað er Don Juan verður þ. 7. desember n.k. Þ. 28. desember verður jóla- skemmtun fyrir börn og foreldra með f jölbreyttu f rönsku skemmti- efni og hefst hún kl. 17. Allar frekari upplýsingar varð- andi starfsemi Alliance Francaise eru veittar í Franska bókasafn- inu. Jólin nálgast Nú er rétti tíminn til að sauma fyrir jólin. Sængurvera damask Hvítt og mislitt. Frottéefni 3 tegundir. Óbleijað léreft Höfum fengið: Slétt flauel margir litir. 2 tegundir. Rifflaö flauel fín og grófrifflað. Denimefni einlitt og röndótt. Bómullarefni köflótt — einlitt. Popplínefni 20 litir. Lakaléreft Br. 140 — 180 — 225. Hvft blúnduefni Ullarkjólaefni Köflótt — einlitt. Verzlið þar sem úrvalið er mest. Athugið verð og gæði hjá okkur, áður en þér kaupið annars staðar. Austurstræti 9 > AliGl.ÝSINGASÍMINN KR: g*» 22480 __j JHorgtinbIat>ií> SUZUKI RV 125 snjótröll HOFUM TIL AFGREIÐSLU: SUZUKI RV 125 SNJÓTRÖLL SUZUKI TS 125 TORFÆRUHJÓL SUZUKI TS 400 TORFÆRUHJÓL SUZUKI GT 250 GÖTUHJÓL SUZUKI TG 550 GÖTUHJÓL SUZUKI GT 750 GÖTUHJÓL KYNNIÐ YÐUR VERÐ OG GREIÐSLUSKIL MÁLA Ólafur Kr. Sigurðsson & Co.r Tranavogi 1, sími 83499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.