Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1976 Endur- nýjun eldri hverfa t tillögunni að endurnýjun eldri hverfa eru merkt framkvæmdasvæði (ljósgráu fletirnir), þar sem verði opinberar byggingar og fleira slíkt, T.d. frá Skúlagötu og upp að Lindargötu, en endurnýjunarsvæði er m.a. þaðan að Lauga- vegi. Verndunarsvæði (dökkgráu fletirnir) eru þarna merkt I hluta Þingholtanna, við Lokastfg, við Arnarhól, við AusturvöII. Kortið sýnir svæð- ið frá Aðalstræti inn að Hlemmi og upp á Skólavörðuhoit. UMRÆÐUULLAGA 2 ENDURNÝJUN ELDRI HVERFA M T2CX)0 N TIKNBKXAN GAROASTRÆB 17 SVmQASKFUNG 0012Ó7 8Hsun« wh«» ocmmw «**< SKIPULAGSNEFND Reykjavíkur hefur af- greitt tillögur að aðal- skipulagi fyrir borgina til ársins 1995, en Þróun- arstofnun Reykjavíkur hefur á undanförnum ár- um unnið að endurskoð- un á aðalskipulaginu, sem gert var 1962 og skipulagsnefnd fjallað um það lið fyrir lið. Nú verður sá háttur á hafð- ur, að tillögur skipulags- nefndar verða kynntar almenningi með sýningu á Kjarvalsstöðum, áður en þær verða teknar til meðferðar og samþykkt- ar í borgarstjórn. Og þar geta borgarbúar nú séð þær. Endurnýjun eldri hverfa er stór liður f þessari skipulagsvinnu. í nýju tillögunum er gert ráð fyrir að miðborginni sé skipti f 3 megin- svæði, þ.e. svokölluð framkvæmdasvæði, endurnýjunarsvæði og verndunarsvæði. En á þeim hluta miðborgar- innar, sem fellur utan þessara svæða er ætlazt til að uppbygging fari fram á venjulegan hátt, þ.e. samkvæmt reglum um landnotkun, nýtingu og hámarkshæðir bygg- inga. Um Grjótaþorp, sem fellur undir skil- greininguna um endur- nýjunarsvæði, hefur skipulagsnefnd gert sér- staka bókun. Þar er gert ráð fyrir að verulegar umbætur verði á núver- andi mannvirkjum og umhverfi, en jafnframt að einstök hús í hverfinu falli undir hugtakið verndun mannvirkja og stefnt að því að varð- veita hinar skemmtilegu og óvenjulegu götur. Rétt er að taka fram að aðalskipulag er ramma- skipulag þar sem lagðar eru meginstefnur, en sfðan er unnið nánar að ýmsum þáttum f deili- skipulagi. Svæði það, sem hér um ræðir, af- markast í stórum dráttum af Skúla- götu, Snorrabraut, Hringbraut, Tjarn- argötu. Túngötu Hefur teiknistofan Garðarsstræti 1 7 unnið þar að tillög- um á svæðinu frá Aðalstræti austur að Hlemmi og frá sjó upp á Skólavörðu- holt, og má á sýningunni sjá tillögurn- ar frá teiknistofunni GAMLI AUSTURBÆRINN Svæðið við og upp af Skúlagötu er í skipulagstillögunum merkt fram- kvæmdasvæði. í aðalskipulaginu frá 1962 var gert ráð fyrir því að þetta svæði yrði sem mest nýtt fyrir iðnað og þær opinberu stofnanir, sem þar voru fyrir. Nú er ætlunin að blanda þar saman miðbæjarstarfsemi og íbúða- byggð og að þeirri opinberu starfsemi, sem þar er, verði séð fyrir stækkunar- möguleikum. í Arnarhvoli er nú þegar vísir að miðstöð fyrir æðstu stjórnsýslu og talið eðlilegt að væntanlegri aukn- ingu á þessari stofnun og nýbygging- um ráðuneyta og skyldra stofnana verði beint að þeim stað, I stað þess að dreifast um alla Reykjavlk, enda á ríkissjóður mikið af lóðum milli Skúla- götu og Lindargötu Er þvl gert ráð fyrir talsverðu rými fyrir opinberar stofnanir upp af Skúlagötu vestan- verðri. Við Skúlagötu gætu komið fleiri, svo sem hótel o.fl. Milli Lindargötu og Hverfisgötu er aftur á móti endurnýjunarsvæði svo- kallað og gert ráðfyrir verulegu íbúðar- húsnæði I nokkuð þéttri byggð. En I tillögum er líka lögð áherzla á að mynduð verði sem bezt tengsli fyrir gangandi fólk milli framkvæmdasvæð- isins niðri undir Skúlagötunni og mið- bæjarsvæðisins og aðliggjandi hverfa með sérstökum gönguleiðum, aðskild um frá bifreiðaumferð Á kortum- á sýningunni má sjá hvernig markaðir hafa verið stlgar milli húsanna upp brekkuna, sem með lýsingu og lítilli lagfæringu geta orðið hlýlegir. Ofan við Laugaveginn er svo að mestu kom- ið hverfi þar sem ætlazt er til hægrar uppbyggingar með líku svipmóti og nú er. En stór hluti Þingholtanna er merkt- ur á kortum verndunarsvæði, svo og svæðið kring um Austurvöll I gamla Miðbænum, Arnarhóll og upp fyrir Þjóðleikhús og Þjóðminjasafn, húsa- þyrping við Lokastíg og Grjótaþorp, en um það er sérstök bókun, sem fyrr er sagt, enda verið að vinna á vegum minjavarðar Reykjavíkurborgar að út- tekt á húsunum I Grjótaþorpi sem undirstaða fyrir verndun. Um verndun- arsvæði er m.a. byggt á skýrslu Harðar Ágústssonar og Þorsteins Gunnarsson- ar. SPORNAÐ GEGN FÓLKSFLÓTTA ÚR MIÐBORGINNi í samþykkt skipulagsnefndar frá 16. nóvember 1976 um endurnýjun eldri hverfa segir m.a.: ,.í núgildandi aðal- skipulagi var það meginsjónarmið um endurbyggingu ákveðið, bæði I Mið- bænum og Austurbænum, að endur- byggingin fari fram smám saman, svo sem verið hefði. Ákveðið var og að halda niðri nýtingarhlutfallinu. þannig að unnt yrði að fullnægja sem mestum hluta af þörfinni á bifreiðastæðum, án þess þó að spilla borgarsvip þessara hverfa, er mótast nú af sambyggðum húsum. Slðan núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur var staðfest hefur ekki ver- ið um neina samræmda uppbyggingu stærri svæða að ræða I gömlum hverf- um borgarinnar, þrátt fyrir ýmsar til- raunir Við svo búið má ekki standa. ef Ekki hefur verið um samræmda uppbyggingu að ræða f gamla bænum að undanförnu. A þessum myndum má sjá hver breyting hefur orðið á tveimur stöðum frá 1967 til 1976. 1967 ^ 1976

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.