Morgunblaðið - 25.11.1976, Blaðsíða 48
AUGLYSINÍÍA-
SÍMINN KR:
22480
•rjpwWfeíilfe
Atlantica&
lceland Review
Látiö gjafaáskrift 1977 fylgja jóla-
og nýárskveöjum til vina og vioskipta-
manna erlendis. Gjöf, sem endist i
heilt ár og allir kunna vel aö meta.
Sími 815 90, Pósthólf 93, Reykjavík.
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1976
Ylræktarver:
Hollendingar veita
frest til 15. des.
t FRAMHALDI af þeim umræð-
um og viðræðum sem átt haf a sér
stað út af væntanlegu ylræktar-
veri hér á landi, f sameign með
Hollendingum, þá hafa hinir hol-
enzku eignaraðilar nú ákveðið að
þeirra tilboð muni standa óbreytt
til 15. desember n.k. Kom þetta
fram hjá sendifulltrúa Hollands f
Lundúnum, D. Vrises, en hann
kom hingað til lands í gær til
viðræðna um þessi mál.
Forráðamenn Ylræktar hf. í
Hveragerði gengu i gær á fund
landbúnaðarráðherra og skýrðu
sín sjónarmið um ylræktarver í
Hveragerði. Sögðu þeir Hans
Gústafsson, Bjarni Eyvindsson og
Jónas Björnsson að ráðherra
hefði yfirleitt tekið jákvætt undir
mál þeirra.
Þeir félagar sögðu í viðtali við
Mbl. að stjórn Ylræktar hf. í
Hveragerði teldi, að ef niðurstaða
rannsókna sýndi að hugsanlegur
grundvöllur væri fyrir ylræktar-
veri á Islandi á borð við það sem
nú væri í deiglunni, og væri það
reyndar samdóma álit sérfróðra
manna, þá væri sliku ylræktar-
veri bezt valinn staður í Hvera-
gerði. Hvers vegna Hveragerði,
Heildar-
síldarafl-
inn um 16
þús. lestir
HEILDARSILDVEIÐIN í haust
mun haf a numið um 16 þús. tonn-
um í gær, en sem kunnugt er
lýkur veiðinni á miðnætti í nótt.
Hringnótabátar voru búnir að fá
9900 tonn í gær, en þá áttu tveir
bátar eftir nokkur tonn af sínum
kvóta. Talið var að reknetabátar
væru búnir að veiða um 6 þúsund
lestir, en sem kunnugt er hefur
veiði þeirra verið mjög góð að
undanförnu. Hringur GK fékk t.d.
900—1000 tunnur i fyrrinótt og er
það mesti afli, sem reknetabátur
hefur komið með að landi.
spyrja menn eðlilega? — Nægi-
legt varmamagn, landrými, nægi-
legur heppilegur jarðvegur, góðar
samgöngur við flugvelli, nærliggj-
andi vatn til vökvunar á svæðinu,
sögðu þeir félagar. — Ýmislegt
fleira jákvætt mætti nefna, svo
sem nálægð Garðyrkjuskóla rikis-
ins, og einnig að Hveragerði er
samnefnari fyrir alla gróðurhúsa-
framleiðslu í landinu því hvergi
er framleiðsla eins fjölbreytt og
þekking á almennri ræktun því
mikil. Ennfremur má benda á
það, að flest það fólk sem er á
hinum almenna vinnumarkaði I
Hveragerði hefur nokkra þekk-
ingu ágróðurhúsavinnu.
— Sérfróðir menn telja Hvera-
gerði álitlegasta staðinn til bygg-
Framhaldábls. 28
Ætludu ad
brjótast
inn til eina
kvenfangans
STARFSMENN Hegningar-
hússins við Skólavörðustfg
urðu f fyrrinðtt varir við grun-
samlegar mannaferðir f garði
hússins. Voru þarna tveir pilt-
ar á ferð. Voru þeir handsam-
aðir og fluttir á brott af lög-
reglunni.
Eins og að Hkum lætur voru
piltarnir spurðir nákvæmlega
um ferðr sínar í fangelsisgarð-
inum. Kom í ljós að þeir ætl-
uðu að brjótast inn i
Hegningarhúsið og heimsækja
eina kvenfangann sem þar er
geymdur. Er það ung stúlka,
sem situr i gæzluvarðhaldi i
sambandi við rannsókn Geir-
finnsmálsins.
Piltarnir vildu lítið segja um
það hvaða erindi þeir áttu á
fund stúlkunnar, en væntan-
lega hefur það verið mikilvægt
fyrst þeir lögðu það á sig að
brjótast inn í fangelsi í miðri
Reykjavík til að ná fundi henn-
ar.
Piltarnir voru báðir ölvaðir.
Þeir hafa áður komið við sögu
hjá lögreglunni.
Finn Olav Gundelach stfgur út úr einkaþotu sinni á Reykjavfkurflugvelli í gærdag. Flugmaðurinn horfir
á. — Ljósm.: Ol.K.M.
„Engar nýjar tillögur
en málin hafa skýrzt"
- segir Gundelach og telur að mikilvægi Norð-
austuratlantshafsfískveiðinefndarinnar sé lokið
„F.G KEM ekki með neinar nýjar
tillögur á fundinn á morgun,"
sagði Finn Olva Gundelach f sam-
tali við Morgunblaðið við komuna
f gær, „en hins vegar getum við
nú gefið nánari skilgreiningu á
ýmsu um stöðu okkar. Þá hefur
það og gerzt f NA-
atlantshafsfiskveiðinefndinni, að
þar höfum við lýst þvf, :ð við
viljum ekki semja innan hennar
um kvóta f 200 mflna fiskveiðilög-
sögu okkar. Við semjum aðeins á
grundvelli tvfhliðasamninga."
Finn Olav Gundelach sagði að
þetta væri i raun það sem nýjast
væri I málunum frá því er hann
Stofnar heilahimnu-
bólgu a.m.k. þrír
Bóluefni virkar ekki á stofn B
SANNAÐ er að stofnar heila-
himnubólgu eru fleiri en einn
og fleiri en tveir, en veikin
hefur verið útbreidd á Norður-
löndum sfðasta ár. Kom þetta
fram á fundi sem norræn heil-
brigðisyfirvöld héldu f Osló s.l.
föstudag og laugardag. Þar kom
líka fram, að bólusetningarefni
það, sem á boðstólum er, veitir
aðeins vörn gegn heilahimnu-
bólgu af stofni A og stofni C, en
ekki stofni B, sem vfða hefur
skotið upp kollinum og hefur
m.a. fundist á Islandi. Búið er
að einangra þann stofn, en
bóluefnis er fyrst að vænta á
markaðinn eftir tvö ár. Þessar
upplýsingar fékk Morgunblað-
ið hjá Magnúsi Stefánssyni
lækni á Akureyri, en hann sðtti
fundinn af tslands hálfu.
Magnús sagði, að fundar-
menn hefðu verið sammála um
að stofnar heilahimnubólgu
væru nokkrir. Á Norðurlöndum
hefði veikin byrjað f Finnlandi,
sennilega árið 1973. Talið væri
að veikin væri nú mikið I rén-
um þar, en væri að líkindum
enn að breiðast út i Noregi.
Hins vegar væri erfitt að meta
ástandið í Svfþjóð og Dan-
mörku.
Þá sagði Magnús, að ef
ástæða gæfi tilefni til, ráðlegðu
sérfræðingar að bólusetja börn
og gefa stærri skammta af
fúkkalyfjum en áður hefði tíðk-
ast, ef sjúklingur væri nærri
börnum. Fúkkalyfin heftu út-
breiðslu kringum sjúkling. —
Það eru 16—20 sinnum meiri
möguleikar á að systkini veiks
barns sýkist en barn i næsta
húsi, sagði Magnús. Sagði hann,
að heilahimnubólgustofnarnir
virtust geta breytt sér. Þegar
veikin hefði fyrst komið í ljós, á
Norðurlandi hefði reynst vera
um A-stof n að ræða, en á Suður-
landi virtist B-stofninn algeng-
ari, og því miður væri ekki enn
til bóluefni gegn B-stofni, og
yrði vart fyrr en eftir tvö ár.
Það kom fram á fundinum í
Framhald á bls. 28
hefðu verið hér fyrir viku. Þá var
þetta enn ekki ljóst. „Því er allt
mikilvægi Norðausturatlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar úr sög-
unni," sagði Gundelach, „og hún
þvf óþörf nú, en hvort hún verður,
það í framtíðinni, veit ég ekki."
Giindelach var þá spurður a<*
því, hvernig fundurinn með full-
trúum brezka fiskiðnaðaríns, sem
haldinn var i Brtissel i fyrradag,
hefði verið. Hann sagði að brezku
fulltrúarnir hefðu aðeins komið
til þess að rkýra sér frá vandamál-
um sinum og það hefðu þeir að
sjálfsögðu fullan rétt á — sagði
hann. „Þetta var upplýsingafund-
ur, þar sem þeir sögðu mér frá
vandamálum sinum, en ekki var
um samningafund að ræða. I við-
ræðunum hér verð ég að taka
tillit til þeirra sem annarra Ibúa
Efnahagsbandalagsins. Ég verð
að taka tillit til heildarinnar, en
ég verð einnig að taka tillit til
hinna einstöku hópa innan henn-
ar." Þá sagði Gundelach að fund-
urinn hefði farið fram í fullkom-
inni vinsemd og hann tók fram að
þessir aðilar vildu vera vinsam-
legir gagnvart Islendingum. Þeir
litu svo á málin að Islendingar og
Bretar hefðu átt vinsamleg sam-
skipti um langan aldur og vonuðu
að slíkt gæti orðið áfram.
Að öðru leyti sagði Gundelach,
að fundurinn með Islenzku við-
ræðunefndinni á morgun (þ.e.a.s.
I dag) yrði framhald þeirra könn-
unarviðræðna, sem fram hafi far-
ið I fyrri viku. Hann gæti ekkert
um þá sagt fyrr en eftir viðræð-
urnar og kvaðst hann búast við að
ræða við fjölmiðla að þeim lokn-
um. „Við sjáumst því á morgun
eða föstudagskvöldið," sagði þessi
aðalsamningamaður Efnahags-
bandalagsins um leið og hann sté
inn I bifreið utanrlkisráðuneytis-
ins, sem komin var til þess að taka
á móti honum, en hingað kom
hann með einkaþotu f rá Brtissel.
Einar Ágústsson sagði að engin
vitneskja hefði borizt frá Briissel
um það, hvað Gundelach hefði
fram að færa að þessu sinni.
Einar sagðist ekki búast við því að
Efnahagsbandalagið færi fram á
að samningaviðræður færu fram I
stað könnunarviðræðnanna, sem
ráðgerðar eru.
Sama viðræðunefndin er fyrir
Efnahagsbandalagið og var hér I
fyrri viku. Formaður nefndarinn-
ar er Daninn Finn Olav Gunde-
lach, en aðrir í nefndinni eru Ir-
inn Emon Gallagher, sem er
aðstoðarframkvæmdastjóri i
utanrikismáladeild bandalagsins
og David Hannay, sem er skrif-
Framhald á bls. 28
Féll 4metra
fram af brú
og hafnaði
á þakinu
Reyðarfirði, 24. nóvember.
UMFERÐAROHAPP varð I
Reyðarfirði í gærdag um kl. 17.
Bíll, sem var að koma frá
Egilsstöðum, fór út af og lenti
ofan I Geithúsaá. Er talið að
bílstjórinn hafi misst stjórn á
bllnum vegna hálku og við það
lent á brúarstólpa. Datt bíllinn
um 4 metra ofan i ána og hafn-
aði á þakinu.
Þrennt var í bílnum, bílstjór-
inn, sem var karlmaður, kona
hans og dóttir. Maðurinn
slasaðist nokkuð tognaði m.a. á
hálsi og skaddaðist eitthvað á
höfði. Mæðgurnar mörðustu
eitthvað.
Bfllinn er mikið skemmdur.
Þegar óhappið átti áer stað, var
lítið vatn I ánni og komst fólk-
ið hjálparlaust út úr bílnum.
Gréta